Alþýðublaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
j.
■ Alfreð Gíslason sókndjörf
handboltahetja, þjálfari,
atvinnurekandi og
jafnaðarmaður að upplagi
í viðtali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur
Eg verð
seint
atvinnu-
pólitíkus
Þegar KA varð bikarmeistari á
dögunum vakti athygli handbolta-
unnenda þegar þú brást þér inn á
sóknina. Þú virðist hafa átt nœga
innistœðu - spilarðu ekki alltof
lítið með sjálfur?
„Ég ætlaði að vera hættur, en ég
hef gripið inn í vegna meiðsla
leikmanna og reyni að vera eins
lítið inn á'einS og ég get. Ég neita
því ekki að ég hef gaman af þessu,
sérstaklega þegar vel gengur. Ég
hef reyndar átt við meiðsl að
stríða síðustu tvö ár og hef þar af
leiðandi ekki æft og svo er aldur-
inn farinn að segja til sín. Þannig
að þetta er nú ekki eins fjörmikið
og þegar ég æfði, en skemmtilegt
samt.“
Heldurðu að KA og Valur eigi
eftir að leika til úrslita í Islands-
mótinu ?
„Já, ég tel það. Þetta eru sterk-
ustu liðin í dag og raunar finnst
mér einstefna þeirra fullmikil.
Bæði liðin hafa borið af í mótinu.
Ég bjóst satt að segja við jafnari
keppni og að fleiri lið myndu
blanda sér í baráttuna. En það er
rétt að hafa í huga að enn getur
margt gerst. Svo gæti farið að
bæði liðin eða annað hvort þeirra
kæmust ekki í úrslit. Önnur lið
gætu komið á óvart og staðið uppi
sem sigurvegarar, eins og til dæm-
is Stjarnan, Haukar eða FH.“
Nú hafa Patrekur og Duranona
verið mest áberandi í liðinu og
skorað langflest mörk. Patrekur
er líklega á leið til Þýskalands og
Duranona auglýsir eftir vinnu á
Spáni.
„Patrekur fer til Þýskalands. Ég
hef alltaf vitað að það kæmi að
því að hann færi og hef verið til-
búinn að aðstoða hann þegar mér
fyndist hann tilbúinn til að fara.
Það er komið að því núna. En það
eru miklar líkur á því að Duran-
ona verði áfram hjá okkur. Honum
líður vel hérna og ekki verður
annað skilið á honum en að hann
vilji setjast hér að.“
En hefur það ekki slœm áhrif á
liðsheildina að missa þungavigt-
armenn, einn eðafleiri?
„Jú, það er mjög*slæmt að missa
slíka menn, hvort sem það er Pat-
rekur eða Duranona. Bæði eru
þetta frábærir handboltamenn og
síðan eru þeir mjög góðir félagar.
En í íþróttunum eins og mörgu
öðru, þá kemur maður í manns
stað og það er mitt að finna ein-
stakling sem tekur við hlutverki
þess sem fer. Ég set mér það
markmið að leysa það.“
Nóg um handboltann í bili. Þú
lœrðir sagnfrœði í Háskólanum.
Hefurðu eitthvað sinnt þeim frœð-
um,
„Nei, því miður hef ég ekki gert
það. Ekki nema að því leyti að ég
les mér einstaka sinnum til heima
fyrir. Málin hafa þróast þannig að
ég hef haft svo mikið að gera í
öðru að sagnfræðin hefur alveg
dottið ofan af borðinu hjá mér.
Annars gaf kunningi minn mér
ættfræðiforrit og það varð til þess
að ég fékk ættfræðidellu. Eftir það
grúsk skynjaði ég sagnfræðina á
annan hátt en áður og gerði mér
enn betur grein fyrir því hversu
íslandssagan er í rauninni ung. Ég
get vel ímyndað mér að ég eigi
eftir að sinna sagnfræðinni betur
þegar ég er búinn að fá mig full-
saddan af íþróttunum og þær af
mér.“
Ef við snúum okkur að pólitík
þá eru foreldrar þínir báðir virkir
í starfi Alþýðuflokksins.
„Ætli ég verði ekki að skrifast
sem pabbapólitíkus. Sem krakki
var ég settur í það að bera út Al-
þýðumanninn á Akureyri. Ég
kynntist mörgum alþýðuflokks-
mönnum og þingmönnum, eins og
Árna Gunnarssyni sem frá ung-
lingsárum var minn uppáhalds-
stjórnmálamaður og er ennþá. Það
er stutt síðan ég varð flokksbund-
inn og ætli maður hafi ekki leiðst
út í þetta sem stuðning við kall-
inn. En ég er jafnaðarmaður að
upplagi."
Hvernig finnst þér staða flokks-
ins vera á landsvísu?
„Mér finnst hún alltof veik mið-
að við það sem flokkurinn á skil-
ið. Ég hef í rauninni enga eina
skýringu á því. Ég held að Al-
þýðuflokkurinn hafi tekið að sér
að vera málsvari margra óvinsælla
mála, en nauðsynlegra. Hann líður
fyrir það. Svo er vinstri hreyfingin
búin að vera sundurlaus gegnum
árin.“
Ertu sameiningarsinni?
„Ég hef nú bara ekkert velt því
fyrir mér.“
Gœtirðu hugsað þér að verða
stjórnmálamaður?
„Ekki eins og staðan er í dag.
Nei. Ég verð nú að segja íþróttun-
um það til hróss að þar fer fram
ólíkt heiðarlegri barátta en í
stjórnmálum. Nei, ég verð seint
atvinnupólitfkus“.
Ja, nú skal ég segja þér að ég
lief heyrt marga segja að þú vœrir
rétti maðurinn til að leiða flokk-
inn í kjördœminu í nœstu kosning-
um. Það eru þrjú ár f þcvr þannig
að margt getur breyst.
„Þá er nægur umhugsunarfrestur
til að velta því fyrir sér. Já, þú
■
Ég sé mig ekki taka við fyrirmælum frá mönnum um það hvaða
stefnu ég ætti að hafa í ákveðnum málum. Ef ég væri ekki sammála þá
myndi ég ekki fylgja forskrift flokkslínunnar.
segir nokkuð. Ég skal segja þér að
ég sé mig ekki taka við fyrirmæl-
um frá mönnum um það hvaða
stefnu ég ætti að þafa í ákveðnum
málum. Ef ég væri ekki sammála
þá myndi ég ekki fylgja forskrift
flokkslínunnar."
Já, stjórnmálamaður með sann-
fœringu, það þurfa allir flokkar á
slfkum mönnum að halda.
„Ég er ekki farinn að hugsa
svona langt og reikna ekki með að
gera það.“
Þú ert formaður menningar-
málanefndar Akureyrar. Hvað er
að frétta af menningu og listum
fyrir norðan?
„Það hefur verið mjög rnikil
menningaruppbygging á Akureyri
síðastliðin ár, en staðan í ár er þvf
miður þannig að niðurskurðar-
hnífnum hefur verið beitt á menn-
ingarmál þannig að ég get ekki
sagt að ég sé sáttur við bæjar-
stjórnina. Hún beitir sér ekki í
forgangsverkefnum eins og þeim
að koma upp nýbyggingu við
Amtsbókasafnið sem getur ekki
borið allt það sem þar er staflað
inn. Það hefur verið mín skoðun
að viðbygging Amtsbókasafnsins
ætti að vera forgangsverkefni í
menningarmálum á Akureyrió í
dag.
Svo heyri ég að þú rekir nokkur
fyrirtœki nyrðra. Hvað geturðu
sagt mér um þau umsvif?
„Ég sé urn Tryggingarmiðstöð-
ina hér á Akureyri. Við erunt
tvenn hjón sem eigum og rekum
veitingahús, Við Pollinn. Við
keyptum, gerðum hér upp gamalt
hús, eitt af gömlu Gránufélags-
húsunum sem gegndi merku hlut-
verki í Islandssögunni sem fyrsta
sjálfstæða verslunin hérna. Kon-
urnar sjá um daglegan rekstur
veitingahússins. Einnig hef ég
einhver umsvif í eróbikk stúdíói.
Svo er það bara þjálfunin."
Ég heyri á öllu að þú hefur mik-
ið á þinni könnu. Hvernig kemstu
yfir þetta allt saman?
„Þetta kemst upp í vana og
kemur eins og af sjálfu sér. Ætli
þetta snúist ekki um að nota tím-
ann vel. Vinir mínir telja mig ekki
mjög skipulagðan en einhvern
veginn hefur mér samt tekist að
komast yfir það sem ég á að kom-
ast yfir.“