Alþýðublaðið - 07.03.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Page 1
Fimmtudagur 7. mars 1996 Stofnað 1919 38. tölublað - 77. árgangur ■ Biskup fellst á kröfu séra Flóka Biskup víkur úr í Langholtsdeilunni - fer fram á það við kirkjumálaráðherra að hann skipi annan mann í sinn stað Biskup íslands, Ólafur Skúlason, hefur fallist á þá kröfu séra Flóka Kristinssonar að hann víki sæti við úrlausn Langholtsdeilunnar. Ástæðan er kvörtun séra Flóka til siðanefndar Prestafélagsins vegna ákveðinna ummæla biskups í fjöl- miðlum og meðferð siðanefndarinn- ar á henni. Flóki sendi siðanefndinni bréf fyrir skömmu og kvartaði undan þeim ummælum biskups að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sem sakað hef- ur Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni „væri búin að vera í viðtöl- um hjá séra Fióka Kristjánssyni í allan vetur“. Sagði séra Flóki í bréfinu að þessi ummæli biskups væru úr lausu lofti gripin og ekki sæmandi biskupi að halda fram slíkri ósannaðri stað- hæfingu. Siðanefnd tók undir sjón- armið séra Flóka, eins og skýrt var frá í Alþýðublaðinu í gær. Því hefur biskup farið þess á leit við Þorstein Pálsson kirkjumálaráðherra að hann setji annan í sinn stað til að úrskurða í málinu. Ólafur Skúlason. Rannveig: Fagna því að rekstri heimiiisins verði haldið áfram. Það er það sem skiptir máli. ■ Rekstri meðferðar- heimilisins á Kleifarvegi haldið áfram Fagna niður- stöðunni -segir Rannveig Guðmundsdóttir ■ Umdeild utandag- skrárumræða um kynferðislega áreitni Ekkert hik á mér - segir Guðný Guðbjörnsdóttir og fer fram á að Davíð Odds- son verði til svara „Ef einhvern tíma er skilningur á mikilvægi þessa máls, um það hvemig eigi að taka á kynferðislegri áreitni al- mennt f þjóðfélaginu, þá skyldi maður ætla að það væri núna,“ segir Guðný Guðbjömsdóttir þingkona Kvennalist- ans, en hún hefur sem kunnugt er farið fram á utandagskrárumræðu í þinginu um kynferðislega áreitni. Eins og komið hefur fram í Alþýðu- blaðinu eru margir þingmenn lítt hrifnir af því að hefja umræðu um þetta mál á þingi á þessum tíma, enda verði varla komist hjá því að ræða þar um mál Ólafs Skúlasonar biskups. Guðný segir þetta byggt á misskiln- ingi: „Ég er ekkert að fara að ræða um þetta' biskupsmál. Ég hef fulla samúð með báðum málsaðilum í því tiltekna máli,“ segir Guðný. „Ég vil einmitt fyrirbyggja að hlutimir komist í óefni eins og í þessu máli. Það þarf að fmna farvegi í stjómkerfmu til þess að mál fái rétta meðhöndl- un strax," H ú n neitar því þó ekki að talað verði um mál biskups í þessu sam- hengi: „Ég tek það sem dæmi um mál sem sýnir að kerfið er vanbúið að taka á þessu. Ég kem ekki Guðný Guðbjörnsdótt- inn á það ir: „Ef einhvern tíma er að öðru skilningur á mikilvægi leyti,“ seg- þessa máls, þá skyldi ir Guðný maður ætla að það sem hefur væri núna." farið fram á að Davíð Oddsson verði viðstaddur umræðuna. „Það er ekkert hik á mér með þetta og það skiptir mig engu máli hvort umræðan frestast fram í næstu viku.“ Ein í kirkju Deilurnar í kirkjunni virðast engin áhrif hafa á þessa konu sem leitaði friðar í guðshúsi við upphaf prófastastefnu, enda stendur kirkjan þrátt fyrir allt á bjargi sem er ekki alveg síðan í gær. A-mv,>d: e oi „Það er ástæða til að fagna því að rekstri heimilisins verði haldið áfram. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir um þá yfirlýsingu Ingi- bjargar Pálmadóttur í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær að rekstri með- ferðarheimilisins á Kleifarvegi yrði ekki hætt. Sjúkrahús Reykjavíkur hefur séð um rekstur heimilisins en tilkynnti nýlega að vegna spamaðaraðgerða myndi það hætta rekstrinum. Rannveig sagðist fagna yfirlýsingu heilbrigðisráðherra, en minnti á að mál meðferðarheimilisins á Kleifarvegi væri sama eðlis og mál Bjargs; þama væri lílil og viðkvæm stofnun með heimilismenn, í þessu tilfelli böm, sem byggju þar ein- hver ár í senn. „Það er orðið svo aðþrengt að stofnunum ríkisins að það er freistast til þess að leggja rekstur slíkra heimila niður. Það hefur sem betur fer ekki orðið niðurstaðan að þessu sinni og ég fagna því,“ sagði Rannveig. Lúðvík með viðtalst íma Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannafiokks ís- lands, verður með viðtalstíma á skrifstofu flokks- ins, Alþýðuhús- inu, Hverfisgötu 8-10, á fimmtu- dag milli kl. 17- 19. ■ Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segist tilbúin að takast á við það sem gerist Þrýstingurinn er gífuriegur -segir Sigrún. Hvernig sem málin verða dæmd hef ég sannleikann mín megin. „Hvernig sem málin verða dæmd þá hef ég sannleikann mín megin,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir ein þeirra kvenna sem sakað hafa biskup um kynferðislegt áreiti, í samtali við Alþýðublaðið. I DV í gær var haft eftir presti að „handafli" sé nú beitt af hálfu biskups- manna til að þagga málið niður. Stutt er síðan biskup réði lögfræðinga sér til halds og trausts í málinu og í samtali við Alþýðublaðið sagði Sigrún Pálína að hún gæti ímyndað sér að sú leið væri farin til að hræða konumar. Þeg- ar Sigrún Pálína var spurð um það hver viðbrögð hennar væru við því að ein kvennana hefði dregið mál sitt til baka sagði hún: „Þetta styrkir þá kenningu að verið sé að beita ákveðn- um brögðum til að fá konumar til að draga kærur sínar til baka. Þrýstingur- inn er gífurlegur á alla lund og það er misjafnt hvemig einstaklingar bregð- ast við honum.“ Sigrún Pálína var spurð að því hvað henni þætti um þau orð sem biskup hefur viðhaft um þátt kvenn- anna og var á þá leið að hið illa gengi um Ijósum logum. „Mér finnst æði sérkennilegt að biskup fslands skuli leyfa sér að nota þannig orðbragð og beina því að ein- staklingum," sagði Sigrún. Sigrún segist vera að svipast um eftir lögfræðingi og bíði eftir því hvort biskup stefni sér fyrir dómstóla. „Ég er tilbúin að takast á við það sem ger- ist,“ segir hún og tekur fram að hún eigi stóran vina- og kunningjahóp sem standi með henni. „Það er mikið hringt í mig. Þar er bæði um að ræða fólk sem þekkir mig og svo þá sem ekki þekkja til mín. Fólk alls staðar af að landinu veitir mér stuðning og það er mér mikils virði. Hvemig sem mál- in verða dæmd þá hef ég sannleikann mín megin. Ég hef bolmagn til að bera það sem gerist því sannleikurinn og það að halda æm sinni skiptir miklu meira máli en peningar.“ Sigrún Pálína: Ég hef bolmagn til að bera það sem gerist því sannleikurinn og það að halda æru sinni skiptir miklu meira máli en peningar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.