Alþýðublaðið - 07.03.1996, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 s k o ð a n i r MfflUBHÐID 21077. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð i lausasölu kr. 150 m/vsk Þjónar kirkjunnar Ástandið innan þjóðkirkjunnar verður súrrealískara með hveij- um deginum sem líður. Engir virðast tala þar orðið saman nema að viðstöddum lögmönnum og helstu túlkendur atburða þar innan dyra eru lögmenn. Dyggustu þjónar kirkjunnar í dag virðist vera stétt lögfræðinga, allt frá prófessorum við Háskóla Islands til málflutningsmanna. Það eru að vísu gömul og ný sannindi að fá- ar deilur eru illvígari en deilur um trú og æðri sannleika. Það er einnig þekkt að bræðravíg og borgarastyijaldir eru erfiðari viður- eignar en önnur stríð. Deilumar innan þjóðkirkjunnar eru nú um það bil að ná bosnískum hæðum. Það virðist því full þörf á lög- mönnum á hinu kærleiksríka heimili kirkjunnar. í Morgunblaðinu í gær geysist Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Ólafs Skúlasonar fram á vígvöllinn og túlkar atburði á stjómar- fundi í Prestafélaginu. Þar er tillaga Geirs Waage sögð hafa þann tilgang einan að vega að biskupnum. „Þetta sé liður í valdabaráttu innan kirkjunnar“ er haft eftir lögmanninum. Ragnar Aðalsteins- son virðist álíka þreyttur á Geir Waage og biskupinn sjálfur. Vamir Ólafs Skúlasonar hafa umfram annað beinst að því að þær -konur sem borið hafa hann ásökunum séu strengjabrúður ein- hverra afla sem vilji hann úr embætti. Ekki er hægt að skilja þetta öðmvísi en svo að þessi öfl séu jafnt innan þjóðkirkjunnar sem utan. Biskupinn hefur jafnvel bendlað séra Flóka Kristinsson óbeint við málið og fengið bágt fyrir hjá siðanefnd Prestafélags- ins. Nú má búast við því að Geir Waage fái sér lögmann og mæti með hann á næsta stjómarfund Prestafélagsins. Ef að líkum lætur verða lögfræðingar álíka íjölmennir á næsta prestafundi og prest- arnir sjálfir. Á meðan lögmenn verða smám saman að æðstu prestum kirkjunnar fellur þjóðkirkjan í áliti hjá almenningi í land- inu. í hugum almennings á kirkjan að vera málsvari sátta, fyrir- gefningar og kærleika, en er þess í stað að breytast í helstu tekju- lind lögmanna i landinu. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill að Ól- afur Skúlason segi af sér embætti biskups, enda er honum ekki treyst. Her lögmanna breytir engu um þá staðreynd. DV greinir frá því í gær að tveir prestar reyni nú allt hvað af tekur að redda málum. Af hálfu biskupsmanna sé nú beitt „hand- afli“ til að þagga málið niður, meðal annars með því að benda á mikinn kostnað sem herkostnaður lögmanna hafi í för með sér. Er kirkjan að bíða eftir því að landssöfnun hefjist til að verja kon- urnar fjárhagslegu tjóni ofan á allt annað? Hinir nýju þjónar kirkjunnar munu ekki auka hróður hennar meðal þjóðarinnar. Innanmein kirkjunnar verður að leysa á annan og kristilegri máta. Einkavinavæðing Þorsteins Pálssonar Laxveiðar ráðamanna hafa löngum verið stundaðar á vafasöm- um grunni. Fyrrverandi forsætisráðherra stundaði til að mynda slíkar veiðar af kappi í boði stórfyrirtækja, jafnvel á sama tíma og málefni þeirra voru til umíjöllunar á skrifborði hans. Víða erlend- is myndi slíkt framferði flokkast undir mútuþægni. Gjafir af þessu tagi þyrfti ef vel ætti að vera að skrá hjá Alþingi þannig að opinbert sé. Þorsteinn Pálsson hefur nú einkavinavætt neyðarþjónustu landsmanna og sá sem mest græðir á því er félagi hans í laxveið- um. Kostnaður skattborgara við uppátækið skiptir hundruðum milljóna á næstu árum. Við hlið SR-mjöls getur Þorsteinn Páls- son nú bætt annarri rós í hnappagatið. Laxveiðiferðir dómsmála- ráðherrans verða þjóðinni dýrar þegar upp er staðið. ■ Unga fólkið og Hafnarfjörður Hafnaríjörður hefur að mörgu leyti sérstöðu meðal sveitarfélaga á Islandi. Flestir myndu svara því strax til og segja að það væri vegna þess að þar væru kratar svo sterkir í pólitíkinni og að pólitíkin væri svo óvægin í Firðin- um. F^Mborðið I Þetta er rétt, vissulega eru Aiþýðu- flokksmenn sterkir í Hafnarfirði og svo mun verða um langa framtíð og þess vegna er pólitíkin líka svona óvægin, því öfund og afbrýði þeirra stjómmálaflokka sem vanir em því að vera stærri en Alþýðuflokkurinn víð- ast hvar er svo yfirgengileg að öll meðul rétt og röng eru notuð til að reyna að koma okkur krömrn úr þeirri stöðu sem við erum og höfum verið í hér í bæ. En það hefur mistekist hing- að til enda á fúlmennska og geðillska ekki upp á pallborðið hjá Hafnfirðing- um. En það er einmitt vegna þess að kratar hafa stjómað Hafnarfirði und- anfarin mörg ár að bærinn er orðinn að fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Eg ætla hér í þessari stuttu grein að nefna eitt dæmi. Frá því Alþýðuflokkurinn tók aftur við völdum í Hafnarfirði fyrir 10 árum síðan, hefur fólksfjölgun verið hér mjög mikil, sumir segja of mikil. Þannig vom íbúar í Hafnarfirði 13.214 árið 1985 en vom 17.538 1. des. 1995. Það sem meir er um vert er að það er að langstærstum hluta ungt fólk sem flytur í Fjörðinn. Þannig em nú 18% íbúa bæjarins á gmnnskólaaldri sem er langt umlfam það sem gerist í sambærilegum sveitarfélögum. Það em um 300 fleiri nemendur í gmnn- skólum Hafnarfjarðar heldur en í Kópavogi, þó svo íbúar þar séu ennþá fleiri en í Hafnarfirði. Þessar stað- reyndir sanna okkur það að Hafnar- fjörður er bær unga fólksins. En hvemig skyldi standa á þessu? Jú, bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt sig fram um það að búa sem best að bömum og unglingum. Skólamálin em þannig stödd að á hveiju einasta hausti síðan 1986 hefur verið opnaður nýr skóli eða viðbygg- ing við skóla í Hafnarfirði og þannig verður það áfram, því í haust verður ný viðbygging tekin í notkun við Set- bergsskóla. Meðan önnur sveitarfélög em farin að hyggja að einsetningu gmnnskól- ans höfum við rétt undan þeirri fólks- ijölgun sem hér á sér stað. Leikskólar í bænum em margir og vom tveir nýir byggðir á síðast hðnu kjörtímabili, glæsilegar byggingar, frábærlega útbúnar með góðu starfs- fólki eins og reyndar allir skólar bæj- arins. En betur má ef duga skal og nú em menn farnir að velta fyrir sér nýj- um leikskóla. Hafnfirðingar horfa fram á það að nýr tónlistarskóli verði tekinn í notkun haustið 1997, og verður hann glæsi- legasti tónlistarskóli landsins og þótt víðar væri leitað. Fjölgun nemenda í tónlistarnámi hefur verið geysileg undanfarin ár og mun nýi skólinn leysa úr miklum vanda þegar hann verður tekinn í notkun. Hvað varðar íþróttamálin í Hafnar- firði þá veit alþjóð að Hafnfirðingar standa þar fremstir allra sveitarfélaga landsins og er nánast sama hvar htið er yfir svið íþróttanna. Bæjaryfirvöld hafa nefnilega gert sér grein fyrir því að íþróttir eru mikilvægur þáttur í uppeldi og forvamarstarfi og lagt sig í líma við að gera aðstöðu fyrir íþrótta- fólk sem allra best úr garði. Það hefur líka skilað árangri. Iþróttahallir, íþróttasvæði, sundlaugar, golfsvæði og reiðskemma svo eitthvað sé nefnt tala sínu máli um skilning bæjaryfir- valda á þessum mikilvæga málaflokki. Æskulýðsmiðstöðin Vitinn hefur reynst mjög vinsæl af æsku bæjarins og aðsókn að honum vaxandi með hveiju árinu sem líður. Þær vom ýms- ar óánægjuraddirnar sem heyrðust þegar lagt var af stað með þá bygg- ingu, en þær em löngu þagnaðar og nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Og í síð- ustu viku var svo opnuð ný æskulýðs- miðstöð í Hvaleyrarskóla, sem þjóna á unglingum á Holtinu enda orðið langt fyrir þau að sækja Vitann. Ég hef nú farið á hálfgerðu hunda- vaði yfir aðeins einn þátt í bæjarmál- um Hafnfirðinga. Hægt væri að iaka fyrir hvem málaflokkinn af öðmm og þá skýrist það sjálfsagt fyrir utanað- komandi hvers vegna Hafnarfjörður hefur verið svo vinsæll á undanföm- um áram. I Hafnarfirði unir fólk sér vel, í Hafnarfirði vill fólk búa af því að bæj- aryfirvöldum er annt um það og vilja gera sitt til þess að íbúunum, yngri sem eldri, h'ði sem best í fallegu um- hverfi. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. IEn það er einmitt vegna þess að kratar hafa stjórnað Hafnarfirði undanfarin mörg ár að bærinn er orðinn að fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Atburðir dagsins 1876 Alexander Graham Bell fær einkaleyfi á nýrri uppfinn- ingu sinni talsímanum. 1912 Frakkinn Henri Seimet verður fyrstur til þess að fljúga í ein- um áfanga frá París til London. 1917 Fyrsta jazzhljómplatan gefin út. Á henni leikur hljóm- sveit Nick La Rocca, Dixieland jazz ættaðan frá New Orleans. 1936 Hersveitir Hitlers ráðast inn í Rínarlönd. 1945 Níu árum síðar halda amerískar hersveitir yfir Rín og innrás Bandamanna í Þýskaland er hafin. 1971 Svissneskir karlmenn sam- þykkja að konur fái kosninga- rétt og öðlist rétt til að gegna opinberum stöðum. Afmælisbörn dagsins Edwin Henry Landseer 1802, breskur myndlistarmaður sem meðal annars skóp Ijónin á Trafalgar torginu í London. Maurice Ravel 1875, franskt tónskáld, meðal verka hans era Bolero og ballettin Daphnis og Klói. Lord Snowdon 1930, breskur ljósmyndari og fyrram eiginmaður Margrétar prins- essu. Ivan Lendl 1960, tékk- neskur tennisleikari. Annálsbrot dagsins I Meðallandi á Síðu austur hvarf maður, Sverrir að nafni: fór með öðrum á rótafjall og fannst ekki aftur, en tveimur árum fyrr hvarf annar maður giftur af rótarfjalli úr sama plássi og fannst ekki aftur, en þessi Sverrir, er nú hvarf, eign- aðist konu hins, og meina menn, að eitthvert tröll hafi grandað þeim báðum eður aðrir vættir. Setbergsannáll 1626 Tilvitnun dagsins Óspakur mælti: „Far þú eigi til Álfur,“ segir hann, „þú hefur haus þunnan en eg hef öxi þunga.“ Óspakur Kjallaksson viö Áif hinn litla er þeir deildu um hvalreka. Málsháttur dagsins Ekki er úti allt kveld, þótt rökkvi. Orð dagsins Vœru eigi, vinur minn kœri, vœngimir þungu, svifi e'g samstundis yfir svellaða hjalla; heim til þín huga minn dreymir, er hríðamar kveða lög, er þœr le'ku d þeim dögum, sem löngu eru gengnir. Jóhann Sigurjónsson Skák dagsins Jón L. Árnason er illa fjarri góðu gamni á Reykjavíkur- skákmótinu, en hann er því miður hætmr atvinnumennsku í skák. Jón L. er hugmyndaríkur skákmaður og hefur oft unnið glæsilega sigra. Lítum á lok skákar hans gegn Zsuzsu Polg- ar, nýbökuðum heimsmeistara kvenna í skák. Skákin var tefld í Búdapest árið 1989. Jón L. Ámason hefur svart og finnur leik sem vinnur lið. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hxc3l! 2. Dxc3 Re4 og vinnur lið. Einfalt og stíl- hreint.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.