Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Hlutverk biskups er að vera siðferðileg fyrirmynd Þessi skuggi mun, ef ekkert er að gert, loða við herra Ólaf það sem eftir er jafnvel þó hann taki hvern á fætur öðrum og kæri fyrir meiðyrði og fái þá sakfellda fyrir (enda er miklu léttara að sanna meiðyrði en kynferðisofbeldi). Fólk mun halda áfram að efast enda er réttlætiskennd og siðferðisvitund margra misboðið. Einhvem veginn finnst mér að sú umræða sem átt hefur sér stað undan- farið um biskup íslands hafi sífellt Pallborðið |<;| f Hreinn Hreinsson Jt skrifar færst lengra frá kjama málsins. Um- ræðan er farin að snúast um að vor- kenna biskup og hvort réttlætannlegt sé að „einhveijar konur útí bæ“ geti rænt hann mannorði sínu án þess að koma ffam með áþreifanleg sönnunar- gögn. Einhvem tíma hefði samúð með fómarlömbum kynferðisofbeldis verið meiri, en á einhvem óútskýrðan hátt virðist fólk taka öðruvísi afstöðu gagnvart biskupi en öðmm ofbeldis- mönnum enda virðist ekki vera sama hvort það er Jón, séra Jón eða Jón biskup sem í hlut á. Málið snýst um það að nokkrar konur hafa hetjulega gengið fram fyrir skjöldu og sagt ffá því að herra Ólafur Skúlason biskup hafi beitt þær kyn- ferðislegu ofbeldi eða áreitt þær á kynferðislegan hátt fyrir mörgum ár- um síðan. Ekki hefur komið fram hvað nákvæmlega átti sér stað en þrátt fyrir það hefur herra Ólafur sagt að þessi mál séu uppspuni auk þess sem hann hefur látið að því hggja að óvild- armenn sínir standi á bak við mál- flutning kennanna. Ljóst er að málið er þess eðlis að réttarkerfið getur ekki tekið það upp þar sem máhð er fymt lögum samkvæmt. Einnig virðist sem kirkjan og siðanefndir hennar ráði ekki við málið enda má telja líklegt að ráð hennar og nefhdir hneigist til að vera hliðhollar yfirmanni sínum þann- ig að sá sannleikur sem þar kæmi út gæti verið allavega enda erfitt að vera hlutlaus í máli sinna eigin félaga. Formlega séð er því líklegt að herra Ólafur geti setið í embætti sínu óhagg- aður eins lengi og honum sýnist enda vel vopnaður lögspekingum sem veija hann með kjafti og klóm. Mér virðist sem þetta sé sú leið sem herra Ólafur ætlar að fara. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér mál af þessu tagi gera sér fyllilega grein fyrir að sárgrætilega fá mál komast í gegnum réttarkerfið og þau mál sem enda með dómi eru aðeins agnarh'tið brot af þeim sem raunveru- lega eiga sér stað. Mjög erfitt er að sanna það að einhver hafi beitt kyn- ferðisofbeldi en þrátt fyrir að engan sé hægt að sakfella er ekki þar með hægt að segja að ofbeldi hafi ekki verið beitt. Þess vegna tel ég að þó að aldrei verði hægt að sanna neitt í þessu máh sé ekki hægt að álykta annað en að konumar séu að greina satt og rétt frá. Spumingin er hvort fómarlömb eða gerendur eiga að njóta vafans í svona málum og í þetta sinn er það sjálfur biskupinn sem fer ffam á það að njóta vafans. En ef vafi leikur á siðferði biskups er ansi langt gengið að mínu mati þar sem hann er fyrirmynd ann- arra. Þeir sen lenda í því að vera beittir kynferðisofbeldi eiga flestir við mikla vanlíðan að stríða í langan tíma og margir hveijir eiga í erfiðleikum alla sína ævi. Það er mjög auðvelt að skilja reiði þeirra kvenna sem nú hafa stigið ffam. Þær em reiðar vegna þess að sá maður sem þær segja að hafi beitt sig kynferðisofbeldi er biskup íslands og er því talsmaður kristilegs siðferðis og að mfnu mati á hann að vera siðferði- leg fyrirmynd. f dag er miklum skugga varpað á embættið og er það vegna mannsins sem í því situr. Þessi skuggi mun, ef ekkert er að gert, loða við herra Ólaf það sem eftir er jafnvel þó hann taki hvem á fætur öðrum og kæri fyrir meiðyrði og fái þá sakfellda fyrir (enda er miklu léttara að sanna meiðyrði en kynferðisofbeldi). Fólk mun halda áffam að efast enda er rétt- lætiskennd og siðferðisvitund margra misboðið. Málið er þess eðhs að ekki verður við unað að ekki sé hægt að rannsaka það vegna einhverra formlegra fyrir- stöðu réttarkerfisins. Mín skoðun er því sú að biskupinn eigi að segja af sér og setja eigi af stað einhvers konar rannsóknamefnd sem kanna eigi rétt- mæti sakargiftanna. Ef það er ekki gert mun þetta mál fylgja biskupsemb- ættinu þann tíma sem herra Ólafur sit- ur. Herra Ólafur ætti að íhuga það hvort rétt sé að hans persóna sé að gera kirkjuna ótrúverðuga í allri um- ræðu um siðferðileg gildi í þjóðfélag- inu. Hfutverk biskups og kirkjunnar er nefnilega að vera ímynd góðs siðgæð- is og því spyr maður sig hvaða skila- boð er verið að senda þjóðinni þegar sjálfur yfirmaður kirkjunnr rígheldur í embættið þrátt fyrir að vera borinn þungum sökum sem beinKnis beinast að kjama kristilegs siðferðis. Er þess virði fyrir herra Ólaf að sitja áfram einungis til þess að sitja, því hlutverki sínu sem biskup getur hann að mínu mati alls ekki valdið lengur - því mið- ur. Höfundur er félagsráðgjafi. Innanbúðarmenn í Sjálf- staeðisflokknum telja enn að miklar líkur séu á forseta- framboði Dav- íðs Oddsson- ar. Vinsældir Guðrúnar Pétursdóttur eru sísttil þess fallnar að draga úr Davíð, enda getur hann ekki hugsað sér að þessi höfuð- fjandi hans setjist að á Bessastöðum. Sjálfstæðis- menn segja að Davíð muni virkja vini sína í menningare- lítunni til að vitna opinber- lega, líktog hann gerði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986. Þar er um að ræða menn einsog Sigurð Páls- son, Kjartan Ragnarsson, Þórarin Eldjárn og fleiri. Síðan muni hinn ötuli fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, Kjartan Gunnars- son, sjá um að virkja flokksmaskínuna í þágu Dav- íðs. Með þessu telja stuðn- ingsmenn forsætisráðherra að kominn sé sá kokteill sem dugar til að fleyta Davíð á Álftanesið... Stólræða sem séra Kristinn Björns- son, sóknarprestur á Hvammstanga flutti á æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar síðastliðinn sunnudag hefurvakið mikla athygli og berst nú víða meðal presta. Séra Kristinn þykirtaka þar óvenju sterkttil orða og er varla hægt að skilja ræðu hans öðruvísi en að hann sé að fjalla um mál Ólafs Skúlasonar bisk- ups. I ræðunni sagði séra Kristinn meðal annars: „En svo eru það þeir sem vita ekki að þeir eru blindir. Ég þekki mann í hárri stöðu, sem hefur sagt mér og mörgum öðrum að hann sjái ekki að hann hafi gert neitt rangt. Samt eru til konur sem kvarta undan því að hann hafi verið þeim vondur og að hann hafi svikið þær. Þærtreystu honum eins og þið, börnin hér og ungling- arnir, eigið að geta treyst föður ykkar og móður... Þær leituðu til mannsins, allar ungar að árum, í vanda sín- um og í þeirri von að hann gæti veitt þeim frið í hjart- anu. Það stendur líka í guð- spjalli dagsins að Kristur hefur látið kirkjunni eftir sinn frið, sem er annar en sá frið- ur sem heimurinn veitir. í staðinn fengu þær yfir sig ofbeldi og skömm sem þær hafa þurft að búa við síðan og bera eins og hverja aðra fötlun. Lengi vel var þeim ráðlagt af vinum sínum að þetta yrði að vera svona og þær gætu ekki verið að tala um þetta við neinn utanað- komandi. Þeim var ráðlagt að þegja og harka það af sér sem yfir þær var gengið. Hvertrúir ungri konu eða ungling þegar orð hennar eru á móti orðum virðulegra manna?" „Því miður Bjarni minn..., þetta er sá skammtur sem þér var úthlutaður í upphafi ferðarinnar og þú færð ekki dropa meira. Ég hef ekki hugmynd um afhverju þú situr uppi með eina glasið sem lekur, en þú getur engu um kennt nema eigin óheppni." fimm á förnum vegi Finnst þér að megi dansa á páskum? Nýtt frumvarp gerir ráö fyrir mjög rýmkuöum ákvæöum um skemmtanahald á stórhátíðum Edda Þorsteinsdóttir verslunarstjóri: Já, mér finnst það eins eðlilegt og að opna á miðnætti suma daga. Sigga Stína Hrafnkels- dóttir hárgreiðslumeistari: Já, af hverju ekki. Arndís Bergsdóttir nemi: Já, að sjálfsögðu. Richard Ólafur Briem arki- tekt: Já, mér finnst að megi dansa alla daga og allar nætur. Bergljót Ylfa Pétursdóttir húsmóðir: Já, en það verða samt að vera ákveðnar reglur? JÓN ÓSKAR m e n n Öll trúarbrögð geta tekið á sig misfagrar myndir og mörg af helstu grimmdarverk- um mannkynssögunnar má rekja tii trúarofstækis af ein- hverju tagi. Forystugrein Morgunblaösins í gær. Ég átti mér draum um framtíð þjóðar minnar. Hvernig hefur sá draumur ræst? Eruð þið sú þjóð sem mig dreymdi um? Njöröur P. Njarövík prófessor í Morgunblaöinu í gær. Sennilega þyrftu prestar landsins að fara í fótboltaskóla hjá Val og rifja upp að þeim er ætlað að vinna stríð en ekki bara orustur, og vera hermenn Krists. Birgir Guðmundsson ó víöavangi í Tímanum í gær. Ef tveggja metra stór sköp væru teiknuð upp á vegg og þetta gert á vinnustað mætti kalla það kynferðislegt áreiti. Níls Gíslason íbúi á Akureyri. DV í gær. Dómsmálaráðherra hefur af- hent laxveiðivinum sínum og einkavinum flokksins neyðar- línu landsins að gjöf. Jónas Kristjánsson í leiðara DV í gær. Framsóknarflokkurinn sér- hæfir sig ekki, heldur stundar allar tegundir spillingar jöfn- um höndum. Úr sama leiðara. fréttaskot úr fortíd Margar eru raunir mannanna Nýlega lést í Englandi póstþjónn, 69 ára gamall. Það var merkilegt við þennan póstþjón, að einu sinni á hveijum degi í 21 ár hafði hann hlaupið upp og niður stiga í vita, en í stiganum eru 403 tröppui ! - Jafnvel hlaupagarpurinn Magnús Guðbjöms- son myndi neita slíkri stöðu, þó hún væri 5 sinnum betur borguð en stað- an, sem hann hefir hér hjá pósthús- inu. Alþýðublaðið sunnudaginn 30. mars 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.