Alþýðublaðið - 13.03.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Utlánatap banka og sjóða Það er til dæmis líklegt að þær ákvarðanir sem liggja til grundvallar því tapi á útlánum Landsbanka íslands sem hér um ræðir séu að stærstum hluta til teknar áður en Sverrir Hermannsson settist þar í stól bankastjóra. Umræða um útlánatap banka og sjóða fór af stað á Alþingi í gær er skriflegt svar barst við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar alþingis- manns. Tölumar um tapið fóm auðvit- að hráar í loftið eins og sagt er um Gestaboð I Arni M. Mathiesen w skrifar öldur ljósvakans án allra spurninga um það við hverju væri að búast úr rekstri sem bankarekstri. Þingmaður- inn framangreindi var settur upp við vegg og spurður hvort ekki ætti að draga einhvem til ábyrgðar. Milli lín- anna gat maður lesið hvort ekki ætti að draga Sverri Hermannsson til ábyrgðar og hegna honum nú í eitt skipti fyrir öll vegna þess að hann hef- ur ekki alltaf sömu skoðun og flestir aðrir og segir þær skoðanir með öðr- um orðum en flestum tekst að skilja. Þingmaðurinn vék sér fimlega frá því að skella skuldinni á Sverri og er það vel. Við hverju á að búast? Við hveiju á að búast hvað útlána- tap varðar í bankarekstri? Einhver gæti spurt: A að gera ráð fyrir nokkm Útlánatapi? Því er til að svara að öllum útlánum fylgir einhver áhætta og rekstur banka miðar að því að tak- marka hana sem mest og taka mið af henni við vaxtaákvarðanir hverju sinni. Þetta kemur meðal annars fram í lánaflokkun og kjörvaxtakerfum bankanna. Ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spumingar sem hér var nefnd að ofan vegna þess að ég sit í bankaráði Bún- aðarbanka íslands og á að hafa eftirlit með rekstri bankans fyrir hönd eig- anda hans. Það er ekki auðvelt að fmna einhveija fast ákveðna tölu um þetta efni en þó sýnist mér að viðmið- un við 1 prósent af útlánastofni á ári eins og ég sá hjá virtum erlendum banka sé nokkuð raunhæf miðað við aðstæður eins og ríkja hér á landi í dag. Útlánastofn Búnaðarbankans er um 40 milljarðar króna sem þýðir samkvæmt því sem að ofan greinir að gera má ráð fyrir 400 milljón króna útlánatapi á ári að jafnaði. Landsbanki fslands hefur lfklegast um það bil tvö- falt stærri útlánastofn og þar með mætti gera ráð fyrir allt að 800 millj- óna króna útlánatapi á ári. Þessar tölur þarf síðan að margfalda með 5 ámm og bera saman við tölumar sem birtar voru í gær. Þá fæst mynd af því hversu mikið tapið er umfram það sem fyrirfram mátti gera ráð fyrir. Samanburður milli hinna ýmsu sjóða og banka getur verið mjög vill- andi þar sem um sjóðina gilda sérstök lög og stundum sérstök skilyrði hvað varða veðröð og útlán. Hins vegar væri samanburður við Sparisjóðina og íslandsbanka sérlega gagnlegur til þess að meta árangurinn. Draga til ábyrgðar Hver er ábyrgur íyrir þeim töpuðu útlánum sem greint var frá í svarinu? Það em auðvitað stjómendur viðkom- andi stofnana á þeim tíma þegar ákvarðanir þær sem tapinu valda vom teknar. Tap á útlánum er mjög lengi að koma fram í reikningum bankanna, að jafnaði sennilega 3 til 5 ár. Stund- um skemur en stundum lengur, en lík- lega tekur það lengri tíma hvað stærstu tölurnar varðar. Það er til dæmis llklegt að þær ákvarðanir sem liggja til grundvallar því tapi á útlán- um Landsbanka íslands sem hér um ræðir séu að stærstum hluta til teknar áður en Sverrir Hermannsson settist þar í stól bankastjóra. í þessu sambandi verður líka að hafa í huga að gríðarlega miklar breyt- ingar hafa átt sér stað á starfsumhverfi banka og sjóða sem eflaust hafa vem- leg áhrif á þá niðurstöðu sem við sjá- um. Vonandi hefur endurskoðun á reikningum bankanna batnað og þar með fæmi okkar til þess að meta stöðu útlána og leggja fyrir í afskriftarsjóði nægjanlega fjármuni til þess að mæta því útlánatapi sem við má búast. Ef svo er þá er það rekstrarafkoma bank- anna fyrir skatta sem er besti mæli- kvarðinn á afkomu þeirra og sú mæli- stika sem nota á þegar stjómendur em dregnir til ábyrgðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. v i t i m e n n Mín lokaorð á aðalfundinum voru þau að það væri búið að fram- kvæma níðingsverk gegn mér. Þetta væri svartasti dagur sem Fljótin hefðu upplifað. Trausti Sveinsson bóndi í Bjarnargili. DV í gær. Þessi 68 kynslóð hefur til dæmis rýrt álit Sjálf- stæðisflokksins verulega og sýnt að hann nær sér ekki upp nema með nýrri forystu, mestan part. Lesendabréf í DV í gær. Fleytum ekki Norðmönnum á hugleysi íslenskra ráðamanna. Albert Jensen trésmiður í DV í gær. Þjóðkirkjan engist nú sundur og saman í krampa- flogum. Þjónar hennar hafa varpað af sér hempunni og standa nú bíspertir á nærboln- um einum og þræta og karpa eins og sprúttsalar. Leiðari Eystrahorns 7. mars síðastliðinn. Hins vegar er ekki sanngjarnt annað en segja að undir stjórn núverandi formanns hefur flokkurinn skýra stefnu, hvort sem menn eru henni sammála eða ekki. Leiðari Tímans í gær, í tilefni af áttatíu ára afmæli Alþýðuflokksins. fréttaskot úr fortíð Ný uppfinning með grammó- fónplötur Fyrir nokkrum árum spáðu menn því, að grammófónninn myndi svo að segja hverfa; útvarpið myndi alger- lega útrýma honum. En útkoman hefir orðið allt önnur. Sala grammófóna hefir aukist jaftt- hliða aukinni útbreiðslu útvarpsins. - Nýlega hefir verðið ger ný uppfinn- ing með grammófóna og grammó- fónplötur. Er hún í því fólgin, að hægt er að spila hvora hlið plötunnar í heila klukkustund Alþýðublaöið sunnudaginn 30. marz 1935 Athygli vakti aö fundur sem haldinn var á laug ardag til styrktar Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdótt- ur, konunum sem hafa sakað Ólaf Skúlason biskup um kynferöislega áreitni, fór fram í húsakynn- um Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, en einn fund- arboðenda og talsmaður þeirra í fjölmiðlum var Sig- ríður Kristinsdóttir, for- maður Starfsmannafélags ríkisstofnana. Hefurýmsum þótt orka tvímælis að halda fundinn í húsakynnum svo öflugs stéttafélags og finnst að með því sé tekin viss af- staða í þessu viðkvæma máli. Sigríður Kristinsdóttir hefur hins vegar gefið þá skýringu að meðal fundar- manna hafi verið fimmtán konur úr BSRB og því ekkert óeðlilegt við val á fundar- húsnæði... Sóknarnefnd Stöðvar- hrepps ákvað á fundi að selja gamla kirkjuhúsið á h i n u m e g i n “FarSide" oftir Gary Larson Stöðvarfirði, en þaö var byggt 1926 og afhelgað sem kirkja þegar nýja kirkjan á staðnum vartekin í notkun 1991. Mun sóknarnefndin hafa verið sammála því að selja húsið og nýta pening- ana til að festa kaup á orgeli í nýju kirkjuna. Engin opin- ber athugasemd mun hafa komið fram við að kirkjan sé seld, en aðeins er vitað um eitt annað tilfelli á íslandi þar sem afhelguð kirkja gekk kaupum og sölum. Var það í Grindavík, en þar var kirkju- skipið gert að leikskóla. í Austurlandi segir að það hafi verið Birgir Alfreðsson á Stöðvarfirði og fleiri aðilar sem gerðu kauptilboð í kirkjuna og hyggist þeir meðal annars nota hana sem safn, þótt fleiri möguleikar hafi raunar verið ræddir... Biskupsmál og ýmislegt sem þeim tengjast hafa orðið hagyrðingum, og máski líka þeim sem eru sið- ur hagyrtir, efni í kviðlinga sem fljúga ótt og títt manna í millum. Meðal annars barst Alþýðublaðinu þetta vísu- korn sem okkur er tjáð að presturinn og þingmaðurinn Hjálmar Jónsson hafi ort um þingsystur sína, Krist- ínu Ásgeirsdóttur, er hún gekk úr þjóðkirkjunni. Fólk i bænum fær sér lúr og forðast syndaveiru, nú er Kristín komin úr kirkjunni og fleiru. „Guð minn góður! Magga! Hann stefnir beint á okkur. Nagaður blýantur númer 2!" f i m m förnum vegi Hafa fjölmiðlar gengið of langt í biskupsmálinu? x ............. Juliet Hansen starfsstúlka: Já, frekar of langt að mínu mati. Alexander Valdimarsson vegfarandi: Já, þeir gengu ansi langt. Berglind Edvardsdóttir Bergljót Arnalds leikkona: skrifstofumaður: Nei, það Mér finnst að báðir aðilar hafi finnst mér ekki. gengið aðeins of langt. Sunneva Kolbeinsdóttir móttökustjóri: Já, mér finnst þeir hafa gengið eilítið of langt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.