Alþýðublaðið - 13.03.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.03.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐÚBLAÐK) MIÐViKUDAGUR 13. MARS 1996 ■ Undir lok 18. aldar kærði kona ein á Suðurlandi sóknarprest sinn fyrir kynferðis- lega áreitni. Málið var sett í rannsókn og prestur réð sér lögfræðing. Kolbrún Berg- þórsdóttirsegirfrá þessu einkennilega máli Eitthvert flangs eða þvingun til saurlifnaðar- verka? ✓ Arið 1798 var á dómsstefnu í Þingvallakirkju fram að pot hans hefði verið meira en góðu hófu gegndi og sér til ama. Biskup skipaði nú að málið skyldi rannsakað og var fjöldi fólks kallaður til yfirheyrslu. Grennslast var fyrir um það hvort aðrar konur teldu sig hafa eitthvað upp á prest að klaga. En þá kom í ljós að prestur virtist ekki hafa þrifið til annarra kvenna, utan einnar sem bar að prestur hefði eitt sinn seilst til sín. Prestur gerði eftirfarandi játn- ingu fyrir réttinum sem skipaður var próföstum og prestum: „Ég meðkenni að hafa hrært með minni hendi eitt eða annað skipti beran líkama Guðrúnar Þorvarðsdóttur, konu Þorsteins Daðasonar í Árna- gerði, en aldeilis ekki falað, enn síður þvingað hana til saurlifnaðar- verka.“ Dómur prófasts og presta dæmdu prest sekan af ákæru Guð- rúnar, en prestastefna á Þingvöll- um skyldi kveða upp lokadóm í máli hans. Var prestur sviptur kjóli og kalli þar til endanlegur úrskurð- ur hefði verið upp kveðinn. Lögfræðingur vinnur mál- ið Prestur sá nú aðeins eitt ráð sér til bjargar, það hið sama og menn grípa enn til sjái þeir hag sínum stefnt í voða. Hann réð sér besta lögfræðing landsins til að snúa málinu sér í hag. Sá var Sigurður Pétursson sýslumaður í Gullbringu og Kjósarsýslu. . . ■ •. dæmt í máli séra Þórhalla Magnússonar á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en sóknarbam hans hafði sakað hann um það sem í nútímamáli nefnist kynferðisleg áreitni. Upphafs málsins er að leita allt til haustsins 1795 þegar séra Þór- halli, prestur í Fljótshlíð, kom ásamt fylgdarmanni sínum í heim- sókn til sóknarbarna sinna, hjón- anna Þorsteins Daðasonar og Guð- rúnar Þorvarðsdóttur í Árnagerði. Gott orð fór af þeim hjónum og svipað má segja um prest sem var vel liðinn af sóknarbörnum sínum þótt hann væri hins vegar alla tíð nokkuð drykkfelldur. Þennan dag var prestur vel við skál, og líkt og oft vill verða um karlmenn í því ástandi, hljóp í hann kvensemi. Þegar hann var einn í herbergi með Guðrúnu notaði hann því tækifærið og þuklaði á henni innanklæða, en lét af því athæfi sínu er hann heyrði til eiginmanns Guðrúnar og fylgdarmanns utan dyra. Sumarið eftir gerðist prestur enn fjölþreifinn en þá kom hann að Guðrúnu þar sem hún var ein í smiðju. Hann beið ekki boðanna, setti hana á hné sér og þuklaði. Guðrún sagði síðar að hann hefði sagt eitthvað á þá leið að nú ætlaði hann að kvelja hana svolítið. Það varð presti til trafala við athafnir hans að Guðrún var búin að stytta sig. Þegar prestur sá eiginmann Guðrúnar þar sem hann kom gang- andi í átt til þeirra lét hann Guð- rúnu frá sér. Prestur Iét ekki deigan síga þótt ekki hefði allt farið samkvæmt áætlun hans og kom í þriðja sinn að Árnagerði. Þá var í för með honum ungur sonur hans. Guðrún var ein heima ásamt dóttur sinni. Prestur sagði syni sínum að fara út að leika með stúlkunni. Um leið og börnin voru horfin á braut greip klerkur til sinna ráða, stökk að Guðrúnu þar sem hún sat á rúmi sínu og skellti henni flatri. Flugust þau á nokkra stund og þegar Guð- rún ætlaði að kalla á hjálp greip prestur fyrir munn henni, en hörf- aði síðan frá með þessum orðum: „Svei þér aftan! Þú ert ónýt!“ „Eitthvert flangs" Það var ekki fyrr en fimm mán- uðir voru liðnir frá þessum atburði sem Guðrún kærði prest fyrir Vig- fúsi Þórarinssyni sýslumanni á Hlíðarenda. Einhverjir urðu til að furða sig á því að kæra hennar bærist svo seint. Því svaraði Guð- rún á þann veg að þessi tími hefði farið í að undirbúa flutning þeirra hjóna úr sókninni því þar vildu þau ekki vera eftir að hafa lagt fram kæru á hendur sóknarpresti sínum. Guðrún sagði að samviska sín leyfði sér ekki að þegja yfir fram- ferði prests enda hæfði það ekki manni í hans stöðu. „Ég get ómögulega látið þann prest segja mér kvittun synda minna, sem svo angrar mína samvisku með synd- samlegum freistingum og sjálfur er sekur í þeim glæp sem hann átti öðrum að straffa," sagði hún. Menn hollir presti töldu hins vegar að óvildarmenn prests hefðu hvatt Guðrúnu til að kæra hann og gáfu í skyn að henni hefði ekki verið athæfi prests jafn leitt og hún lét. Beindu þeir sérstaklega augum að sýslumanni sem sent hafði kær- una beint til biskups en ekki fyrst til prófastsins í Odda. Var sagt að þetta hefði sýslumaður gert til að fréttin flygi sem víðast. Kæra Guðrúnar var nú send prófasti sem boðaði Guðrúnu á sinn fund og spurði hana hvort hún stæði við ákæru sína. Svar hennar var afdráttarlaust: „Já, í lífi og dauða“. Viku síðar var prestur boðaður á fund prófasts og kæra Guðrúnar lesin yfir honum. Prestur játaði sekt sína. Nú leið vika. Tók prestur þá að iðrast játningar sinnar og sagðist hafa orðið svo ringlaður yfir ásök- unum Guðrúnar að hann hefði í fáti játað þeim. Hann skrifaði Geir Vídalín biskup bréf þar sem hann sagði: „Að ég kunni í eitt eða ann- að skipti að hafa haft eitthvert flangs við þessa Guðrúnu, neita ég ekki, en ég hafi viljað lokka hana til óleyfilegra hluta með orðum eða verkum segi ég uppdiktaða lygi því það hefur mér aldrei í hug eður hjarta komið - enn síður að ég hafi þess á leit við hana farið." Prestur hélt því fram að hann hefði stundað meinlaust pot af þeirri sort sem karlmenn iðulega gera og þykir ekki ástæða til að fjargviðrast út af. Guðrún hélt því

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.