Alþýðublaðið - 21.03.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 21.03.1996, Page 1
Fimmtudagur 21. mars 1996 Stofnað 1919 45. tölublað - 77. árgangur ■ ASÍ bregst af hörku við frumvarpi um vinnulöggjöf. Benedikt Davíðsson: „Lög sem stangast gjörsamlega á við vilja meirihluta þeirra sem eiga að búa við þau eru ónýt lög." r Arás á verkalýðshreyfinguna fremur að ríkisstjómin hafi rofið grið í málinu, frumvarpið sé árás á verka- lýðshreyfmguna, enda séu flestar hug- myndir í því til þess fallnar að rýra sjálfstæði stéttarfélaga. ASI hefur nú boðað formenn allra aðildarfélaga sambandsins til fundar næstkomandi föstudag. Þann dag mun einnig verða fyrsta umræða um frum- varpið á þingi og má búast við hörðum umræðum. Ríkisstjómin leggur mikla áherslu á að ífumvarpið verði að lög- um á vorþingi. „Ég er orðlaus," var það eina sem Hrafnkell Jónsson, formaður Verka- mannafélagsins Arvakurs á Eskifirði, vildi segja eftir miðstjómarfund ASÍ. Forseta ASI var hins vegar ekki orða vant. „Það kom okkur mjög á óvart að ráðherrann skyldi grípa svona fram fyrir hendur okkar,“ segir Benedikt. „Ráðherrann var búinn að segja okkur að það væri ætlan ríkisstjómarinnar að leggja fram tillögu til breytinga á vinnulöggjöfmni. Við höfðum ekkert við það að athuga meðan samkomulag yrði um innihald frumvarpsins. En ffumvarp sem sett er fram í algjörri andstöðu við alla verkalýðshreyfing- una er ekki líklegt til að auðvelda kjarasamninga.“ Ríkisstjórnin hefur sterkan þing- meirihluta og getur því komið hvaða frumvarpi sem er í gegnum þingið, en Benedikt bendir á að eftirleikurinn gæti orðið henni erfiður. ,Eög sem stangast gjörsamlega á við vilja meirihluta þeirra sem eiga að búa við þau em ónýt lög. Þau nýtast ekki í framkvæmd. seg- ir Benedikt. „Ef frumvarpið verður samþykkt eins og það hggur fyrir í dag þá er augljóst að stór hluti af vinnunni við gerð næstu kjarasamninga fer í að ná réttindunum aftur,“ Benedikt segir að ríkisstjómin sé nú að gera hveija atlögunni á fætur ann- arri að alþýðu landsins. „Mér sýnist að þær atlögur ekki ætla að taka enda í bráð.“ Kieslowskis minnst „Kvikmyndir em miklu frumstæðari en bókmenntir, en þær era ekki léleg- ur miðill ef maður vill segja sögu - og það langar mig stundum,“ sagði pólski kvikmyndagerðarmaðurinn Krzysztof Kieslowski eitt sinn í viðtali. Hann sagði líka að bestu kvikmyndagerðar- menn heimsins væm annað hvort dauðir eða hættir að gera myndir. Hvort tveggja á við um Kieslowski; hann lýsti því yfir fyrir einu og hálfu ári að hann væri hættur að gera mynd- ir og andaðist í liðinni viku í Póllandi. Evrópsk kvikmyndagerð - og evrópsk menning - sér að baki miklum meist- ara, eins og lesa má í miðopnu Al- þýðublaðsins í dag. Þar minnast nokkrir kvikmyndamenn snillingsins sem heillaði þá, til dæmis með mynd- unum sem hann byggði á boðorðun- um tíu, Tvöföldu lífi Veróníku og þrí- leiknum sem hann spann út frá frönsku fánalitunum, Bláum, Rauðum og Hvítum. Sjá miðopnu. - segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Forseti ASÍ segir rík- isstjórnina gera hverja atlöguna á fætur annrri að al- þýðu landsins. Ég vænti þess að þetta sé fremur gert af vanþekkingu en mannvonsku;“ sagði Benedikt Davíðsson forseti ASÍ í samtali við Alþýðublaðið í gær um frumvarp stjómvalda um breytingar á lögum um stéttafélög og vinnudeilur. „Mér sýnist reyndar margt í framvarp- inu benda til þess að það skorti nokkuð á þekkingu á vinnurétti og almennum samskiptaháttum og reynsluna af þeim á undanförnum árum hjá þeim sem hefur sett þetta saman með þessum hætti. Það hlýtur eiginlega að vera, því það er eina raunhæfa skýringin á því hvemig það er saman sett. Ég endurtek að ég vil ekki trúa því að þetta frum- varp grundvallist á mannvonsku þeirra sem það sömdu.“ Að loknum fundi í gær sendi mið- stjóm ASÍ frá sér afar harðorða ályktun þar sem hún fordæmir að stjórnvöld skuli einhhða hafa lagt fram frumvarp- ið á sama tíma og aðilar vinnumarkað- arins voru í samningaviðræðum um samskiptamál sín á milli. í ályktun ASÍ segir að með kynningu á væntanlegu lagaframvarpi hafi félagsmálaráðherra slitið þeim viðræðum. Þar segir enn- „Ef frumvarpið verður samþykkt eins og það liggur fyrir í dag þá er aug- Ijóst að stór hluti af vinnunni við gerð næstu kjarasamninga fer í að ná réttindunum aftur," segir Benedikt Davíðsson sem sést hér ráðfæra sig við samstarfsfólk í ASÍ. ■ Innlend dagskrárdeild Sjónvarpsins u msækjendu r Sextán Sextán umsækjendur era um stöðu yfirmanns innlendrar dagskrárdeildar hjá Sjónvarpinu. Utvarpsráð mun Ijalla um umsóknimar á fundi næsta miðvikudag en að því loknu kemur til kasta Heimis Steinssonar útvarps- stjóra að veita stöðuna. Umsækjend- umir era: Agnes Johansen, dagskrár- stjóri barnaefnis á Stöð 2, Asgeir Valdimarsson hagfræðingur, Ásthild- ur Kjartansdóttir kvikmyndagerðar- maður, Bryndís Schram, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Einar Valur Ingimundarson umhverfisverk- fræðingur, Halldór E. Laxness leik- stjóri, Helgi H. Jónsson varafrétta- stjóri, Helgi Pétursson markaðs- og upplýsingastjóri, Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður, Jón Gunnar Grétarsson sagnfræðingur, Óli Örn Andreasen kvikmyndagerðarmaður, Sigurður Hr. Sigurðsson kvikmynda- gerðarmaður, Sigurður Valgeirsson, ritstjóri Dagsljóss, Sólveig Pálsdóttir leikkona, Sveinn M. Sveinsson kvik- myndagerðarmaður og Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður. ■ Hervar Gunnarsson um forsetakjör hjá ASÍ Það hefurverið rættvið mig - verslunarmenn og iðnaðarmenn hvetja Benedikt Davíðsson til að gefa kost á sér til endurkjörs Jafndæg- ur á vori Nú eru jafndægur á vori eftir óvenju blíðan og mildan vetur sem flestir landsmenn þakka sjálfsagt. Kannski er heldur ekki laust við að fólk sé farið að fínna örlítinn vorblæ í lofti, þótt auðvitað kunni að gera einhver hret. Einar Ólason Ijósmyndari var á ferð í Vesturbænum í gær og tók þessa mynd af manni sem var að snyrta trjágróður í glampandi sól. „Ég get ekki sagt að ég hafi íhugað framboð alvarlega, en ég get heldur ekki neitað því að það hefúr verið rætt við mig. En ég hef enga afstöðu tekið ennþá,“ segir Hervar Gunnarsson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness og annar varaforseti Alþýðusambands fs- lands, en hann er einn þeirra sem hef- ur sterklega verið orðaður við fram- boð til forseta ASÍ. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá er nú mikil hreyfing innan Verka- mannasambands íslands um að fá Kára Amór Kárason, framkvæmda- stjóra Ltfeyrissjóðs Norðurlands, til að bjóða sig fram til forseta ASÍ. f sam- talinu við Alþýðublaðið sagði Hervar Gunnarsson að hann gerði fastlega ráð fyrir því að hann myndi styðja Kára Amór ef hann byði sig ffarn. * Alþýðusambandsþing hefst í Kópa- vogi 20. maí. Ýrnis teikn era á lofti urn að þar vilji fylking ófaglærðra komast til rneiri álirifa með því tryggja sér formann ASÍ. Þá gæti komið til átaka, enda er talið að fulltrúar versl- unarmanna og iðnaðarmanna séu and- snúnir því að frambjóðandi Verka- mannasambandsins verði forseti. Segja heimildir Alþýðublaðsins að foringjar verslunarmanna og iðnaðar- manna leggi nú fast að Benedikt Dav- íðssyni, forseta ASÍ, að gefa kost á sér til endurkjörs. Benedikt lýsti því yfir á sínum tíma að hann rnyndi ekki sitja nerna eitt kjörtímabil, en í seinni tíð hafa yfirlýsingar hans í því efni ekki verið jaftt afdráttarlausar. Um þetta segir Hervar Gunnarsson: „Það er náttúrlega öllum landsins lýð ljóst að menn hafa ekki verið á einu máli innan hreyfingarinnar. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að menn séu að svipast um eftir kandídat sem þeir telja að sé nærri þeim í skoðunum." Hervar Gunnarsson: Geri fastlega ráð fyrir að ég myndi styðja Kára Arnór ef hann býður sig fram.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.