Alþýðublaðið - 21.03.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 21.03.1996, Side 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ m i i n n i i n aJ heimildarmyndir, sem þóttu mjög óþægilegar fyrir kommúnistayfirvöld landsins. Fyrsta myndin sem gerði hann frægan, bæði í Póllandi og erlendis, heitir Ahugamaðurinn og fjallar um verkamann sem hefur mikinn áhuga á að gera kvikmyndir, sem leiða að því að nokkrir menn eru reknir úr vinnu. Það furðulegasta er að Kieslowski fékk verðlaun fyrir hana á kvikmynda- hátíð í Moskvu árið 1979. Sumar mynda hans hafa ekki verið sýndar strax og þær voru gerðar. Þannig var til dæmis með Tilviljun, kvikmynd sem var tilbúin 1981 en var bönnuð til 1987. Sú mynd fjallar um líf ungs manns. Kieslowski virðist segja að það sé aðallega tilviljun sem úrskurðar um það hvort maður gerist andófsmaður, meðlimur í kommún- istaflokki eða hvort hann verður hlut- laus. Þessi mynd leiddi til þess að hann varð óvinsæll meðal þeirra kvik- myndamanna í Póllandi sem voru í Samstöðu. En þá hætti hann líka að gera kvikmyndir sem fjölluðu um Pól- land og sneri sér að siðfræði. 3. Atriði: Nærmynd Miloslaw Baka: „Ég vann hjá Ki- eslowski í Boðorðunum tíu. Það var 1987. Þú skalt ekki drepa. Þetta var fyrsta aðalhlutverkið mitt en ég tók strax eftir þvr að hann gerði engan greinarmun á reyndum leikurum og byrjendum. Hann hugsaði jafnmikið um aðal- og aukahlutverkin, og reyndi alltaf að vinna með fólki sem - eins og hann sagði sjálfur - hugsaði eins og hann. Hann var álitinn vera „cast- ingmeistari". Þegar ég frétti um dauða hans fannst mér ég hafa misst minn fyrsta og besta meistara. Eg hélt líka að það væri vegna þess að hjá honum lék ég fyrsta aðalhlutverkið mitt en í mörg- um sjónvarpsviðtölum eftir dauða hans tók ég eftir því, að margir ffægir kvikmyndamenn, til dæmis leikstjór- inn Krzyzstof Zanussi og tökumaður- inn Klosinski töldu Kieslowski einnig sinn meistara. 4. Atriði: Það er margt mikil- vægara heldur en kvik- myndahátíð Hann sagðist ætla að draga sig r hlé. Hætta að gera kvikmyndir. Hann vissi að hann var veikur, en honum fannst ekkert mál að einhver karl eins og hann færi á eftirlaun. Samt var sagt að hann væri að vinna forvinnu að þrem handritum: Himnaríki, Hreinsunareld- inum, og Helvíti. „Nú á dögum kaupir fólk bíómiða á 5. Atriði: Kærleikur Ætli þessi orka sem hann gaf frá sér haft náð til áhorfendanna? Erfitt er að geta sér til um hvort áhorfendur hér í Póllandi lærðu að meta það sem Ki- eslowski ætlaði að segja þeim. Ef til vill finnum við núna í kvikmyndum hans eitthvað sem við tókum ekki eft- ir. Kannski brot úr okkar lífi? Kieslowski sagði aldrei að hann væri listamaður. Hélt því fram að hann væri laginn leikstjóri og ekkert meira en það. Það var hógværð r því, en hann var líka fullviss að allt sem við gerum verður til þess að gera pláss fyrir það mikilvægasta, fyrir kærleik- ann. Þorfinnur Ómarsson kvikmyndagagnrýnandi Einn áhrifa- mesti iista- maður sam- tímans Ameríska Óskarsakademían varð sér enn einu sinni til skammar í fyrra þegar eitt mesta meistaraverk síðustu ára var af búrókratrskum ástæðum ekki gjaldgengt í hinni annars hjákát- legu keppni um bestu „erlendu" kvik- myndársins 1994. Erlendar myndir eru, samkvæmt skilgreiningu nýja heimsins, þær sem eru á óskiljanlegum tungumálum og af þeim sökum næstum því aldrei í pottinum um bestu kvikmyndirnar (undantekning er H Postino í ár, enda fjármögnuð að hluta með dollurum og hafði verið dreift vestra, sem skiptir öllu). Sem málamiðlun var höfundur Rauðs - þriðja og áhrifamesta hluta í einstakri trílógíu um einkunnarorð frönsku byltingarinnar - tilnefndur sem einn af fimm bestu leikstjórum ársins. Styttuna atama hlaut hann vita- skuld ekki, enda hefur leikstjóri „er- lendrar“ myndar aldrei verið heiðrað- ur með þeim hætti. Ekki einu sinni Kurosawa eða Fellini eða Bergman. Enginn. Bestu leikstjórar heims vinna á ensku, segir elítan í Hollywood. Hvað um það. Við hin vitum betur. Og nú er horfinn einhver áhrifamesti listamaður samtímans og líklega of seint að veita honum heiðursskara. Kynni mín, eða öllu heldur upplif- un, af þessum Evrópusinna par exel- lence hófust nokkuð seint. Hafði raun- FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Rauður, Irene Jacob og Jean-Louis Trintignant: „Það má líta á myndirnar hans sem siðferðilegar ádrepur, hann var mikill og sterkur móralisti. Mér finnst ákveðin viska og spádómsgáfa í myndunum hans eins og oft með mikla listamenn. Þess vegna er dálítið dæmigert að hann skuli deyja rétt eftir að hann segist vera hættur að gera myndir, það er rökréttur endir á lífi hans," segir Hilmar Oddsson. kvikmyndir um risaeðlur frekar en um manneskjur. Kannski er þess þörf. Við verðum að vera umburðarlyndir gagn- vart því. Því verður ekki breytt með lögum settum af samankomnum neðri og efri deildum þingsins. En kannski snýst þetta bráðum við,“ sagði Ki- eslowski þegar hann var spurður um ástand kvikmyndaiðnarins í heimin- um. Fyrir tveim árum þegar hann fékk ekki verðlaun fyrir Rauðan í Cannes, sagði hann: „Það gerir1 ekkert til. f rauninni er margt sem ef miklu mikil- vægara í heiminum heldur en kvik- myndahátíðin í Cannes. Auðvitað er miklu skemmtilegra að sigra heldur en að tapa, en mér finnst að maður verði bæði að kunna að taka sigri og ósigri." Nú er hátíðin búin. ar séð tvö af hans fyrstu verkum og viðurkenni að hafa ekki sopið hveljur af hrifningu. Hins vegar gleymi ég seint þeirri upplifun, sem fyllti skiln- ingarvitin, þegar Stuttmynd um morð var sýnd í Regnboganum árið 1989. Áhrifameiri kvikmynd um morð og tilgangsleysi dauðarefsingar hefur varla verið gerð - jafnvel þótt Tim Robbins hafi augljóslega reynt að hafa aðferðir meistarans að leiðarljósi í De- ad Man Walking. Stuttmynd um ást skipa ég í sama flokk, enda sýnd á sama stað skömmu síðar og nú fór kvikmyndabuffið í mér að hrópa á myndirnar um boðorðin tíu. Skömmu síðar flyt ég búferlum til Montpellier í Frakklandi og hvað er það fyrsta sem ég rekst á við hlið Paul Valéry háskólans, nema kvikmynda- Krzysztof Kieslowski um bíó og samtímann: „IMú á dögum kaupir fólk bíómiða á kvikmyndir um risaeðlur frekar en um manneskjur. Kannski er þess þörf. Við verðum að vera umburðarlyndir gagnvart því. Því verður ekki breytt með lögum settum af saman- komnum neðri og efri deildum þingsins. En kannski snýst þetta bráðum við." þær veikum dráttum sem stundum verða greinilegri þegar á líður, stund- um daufari svo þeir sjást varla. Hann hreyfir persónurnar ögn til, lætur líf þeirra snertast, oft ekki nema rétt svo; persónur sem eru staddar í sömu borg eða í einhverri allt annarri borg gætu breytt lífi hvor annarrar. Við sjáum það svo greinilega sitjandi í bíósaln- um, en svo líkt og hugsar Kieslowski sig um og fær þá niðurstöðu að þær eigi aldrei að fá að hittast. Eða réttar sagt: Sumir hittast, aðrir farast á mis. Stundum bera þessir fundir með sér hamingju og fundir sem aldrei verða bera með sér óhamingju - eða ham- ingju sem aldrei verður. Hann var djúpvitur meistari sem kunni að segja sögur sem enginn ann- ar kunni að segja, fullar af skringilega hversdagslegri dulúð. Hann fann myndir sem maður hefur aldrei séð áður og sem mann hafði ekki órað fyr- ir að væru til. Hann fullyrti ekki, held- ur gaf í skyn; alls staðar eru einhver smáatriði, litlar hreyfingar, augnagot- ur, smámyndir sem maður kannski skilur ekki fyrr en þræðirnir renna saman í lokin og þá máski ekki nema til hálfs. Ut í myrkri salarins fylgist maður með, hálfpartinn undrandi yfir því hvað það er erfitt að vera maður - að maður segi nú ekki mennskur - hvað það er dapurlegt og fallegt; yfir því að vera leiddur inn í heim sem maður vissi ekki að væri til en er samt svo kunnuglegur. Maður vill fara aftur til að athuga hvort maður hafi séð rétt. JacekGodek, leikari og íslandsvinur Myndin er búin 1. Atriði: Varsjá, 19.mars Fjöldi leikara, kvikmyndamanna og áhorfenda safnaðist í kirkju í höfuð- borginni. Blíða var í loftinu og snjór- inn farinn að bráðna. Tónskáldið Zbigniew Preisner samdi tónlistina. Það var líka hans tónlist, sem full- komnaði kvikmyndir Kieslowskis: Boðorðin tíu, Tvöfalt líf Veróníku og Þrír litir. Myrkur. 2. Atriði: Fyrstu árin Hann byijaði á því að vinna í leik- húsi. Hann aðstoðaði leikara við bún- ingaskipti. Seinna, er hann gerðist leikstjóri, gerði hann mynd um þessa reynslu. Myndin heitir Personel (Starfsfólkið) og var gerð árið 1975. Hún fjallar um ungan klæðskera sem er beðinn urn að njósna í leikhúsinu. Þetta var fyrsta leikna myndin sem hann gerði, en áður gerði hann margar hús fullt af tíu boðorðum. Nú var ekki aftur snúið. í viðleitni minni til að nema franska tungu lagði ég jafnan leið mína í vídeótek inn af Place de la Comédie og sem mótvægi við helstu meistara franskrar kvikmyndagerðar voru öll fyrri verk Kieslowskis numin úr hillunum á næstu mánuðum. Framhaldið þekkja allir. Kieslowski hefur verið brautryðjandi í evrópskri kvikmyndagerð í hartnær áratug og án nokkurs efa ffemstur á meðal misjafh- ingja. Enginn annar hefur flutt okkur jafn ögrandi en agaða framsetningu á helstu kenninsetningum vestrænnar siðfræði, þar sem frumleiki í mynd- máli vegur jafn þungt og epísk frá- sagnargerð. Eftir Boðorðin tíu - með viðkomu í tvöfaldri Veróníku - er há- tindinum náð með þríleiknum mikla, sem gerir að engu allar fyrri klisjuleg- ar tilraunir franskra kvikmyndaskálda um sína eigin byltingu. Far vel, vinur vor. Adieu. ■ Kieslowski um aðra kvikmyndagerðarmenn: „Þeir bestu eru dauðir eða hættir að gera myndir. Ég hefði aldrei viljað vera aðstoðar- maður neins, en ég hefði gjarnan hellt upp á kaffi fyrir Welles, Fellini og stundum Bergman. Bara til að sjá hvernig þeirfóru að." kvikmyndir: „Kvikmyndir eru miklu frumstæðari en bókmenntir, en þær eru ekki lélegur miðill ef maður vill segja sögu - og það langar mig stundum." handritsgerð: „Ég sest niður við tölvuna og reyni bara að hitta á lyklaborðið. Erfiðast er að hitta á stafina í réttri röð." um kommúnismann: Kommúnisminn er eins og alnæmi. Með öðrum orðum, maður deyr með honum. Hafi maður lifað með honum í fjörutíu ár hverfur hann ekki úr kerfinu fyrr en maður hverfur sjálfur." um svartsýni: „Svartsýn lífsskoðun mín stafar af þeirri vissu að góð áform breytast yfirleitt i slæmar athafnir. Helvíti er staður sem er fullur af góðum áformum." um muninn milli sjónvarps og kvikmynda: „Maður er einn fyrir framan sjónvarpið. Ég hef aldrei séð sjónvarpsáhorfanda halda i höndina á kærustunni sinni, en í bíó er það næstum reglan. í bíó vill maður upplifa eitthvað, enda borgar maður fyrir það, hefur þurft að fara út af heimili sínu af ákveðinni stundu, passa upp á að ná strætó og taka með regnhlíf ef rignir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.