Alþýðublaðið - 21.03.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 21.03.1996, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 s k i I a b o ð c Landsvirkjun Hönnuður og yfirsmiður hins íslenska flokkakerfis Utboð Einkasímstöðvar Landsvirkjun óskar hérmeð eftir tilboðum í tvær ISDN- einkasímstöðvar í samræmi við útboðsgögn RKS-01. I tilefni af áttræðisafmæli Alþýðuflokksins Til er ljósmynd á æskuheimili mínu sem tekin var árið 1913. Ljósmyndar- inn var franskur ræðismaður á íslandi, André Courmont að nafni. Myndin er í brúnum tónum og merkileg fyrir margra hluta sakir. Til vinstri við glugga situr maður við skrifborð, snýr vinstri vanga í ljósmyndarann. Hann heldur á blaði milli handanna, horfir niður á það og les. Hann er gáfulegur, ennið hátt og nefið beint. Eins og bros í munnvikinu. En það er birtan sem er svo sérkennileg, eins og hún hellist inn um gluggann og lýsi enni, bijóst og hendur mannsins. A myndinni er einnig kona dökk yfirlitum með ung- bam í fangi. Hún situr á sófa ljær ljós- Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjun- ar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 25. mars 1996, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 með VSK fyrir hvert ein- tak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík til opnunar mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 14:00. Fulltrúum bjóð- enda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum Alþýðuflokkurinn í Vest- mannaeyjum boðar til fundar laugardaginn 23. mars klukkan 17.00, sem haldinn verður á HB pöbb, Heiðarvegi 1. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður mætir á fundinn. Fundarefni Þjóðmálin - Bæjarmálin - Starfið framundan - Önn- ur mál. Stjórnin Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar Fundir bæjarmálaráðs flokksins eru í Alþýðuhúsinu annan hvern mánudag og hefjast kl. 20.30. Húsið er opnað kl. 20.00. Áfundunum eru bæjarfulltrúar, fulltrúarstjóma og félaga flokksins, fólk í nefndum á hans vegum, flokksfólk og annað stuðningsfólk. Á þeim eru kynnt og rædd nál- efni líðandi stundar sem og ann- að er ástæða ertil á hverjum tíma. Næsti fundur ráðsins verður mánudaginn 1. apríl. Alþýðublaði fyrir þá sem stinga í stúf Ungir jafnaðarmenn Sambands- stjórnarfundur SUJ Að þessu sinni hyggjast ungir jafnaðarmenn leggja land undirfót og halda sambandsstjórnarfund norðan heiða, á Akureyri. Jafnframt verða fundahöld í skólum og fyrir- tækjum með þingmönnum flokksins. Drög að dagskrá Fimmtudagur: 16:00: Kappræður í Menntaskólanum milli Guðmundar Árna Stefánssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. Fundir í fyrirtækjum með þingmönnunum Guðmundi Árna Stefánssyni og Lúðvíki Bergvinssyni og formanni SUJ, Gesti G. Gestssyni. Föstudagur: 14:00: Langferðabifreið leggur af stað frá Alþýðuhúsinu. Fundir í fyrirtækjum. 20:30: Koma á Akureyri. 21:00: Móttaka og kvöldverður. 22:30 - Hið gróskumikla næturlíf höfuðstaðar Norður- lands kannað. Laugardagur: 11:00: Sambandsstjórnarfundur. 13:00-14:00: Hádegisverður. 16:00: Opinn stjórnmálafundur með þingmönnunum Sighvati Björgvinssyni, Rannveigu Guðmundsdóttur og bæjarfulltrúanum Gísla Braga Hjartarsyni, á veitinga- húsinu Við Pollinn 19:00: Kvöldverður á veitingahúsinu Greifanum. Afgangurinn af næturlífinu rannsakaður. Sunnudagur: 13:00 Menningarferð í Listagilið undir leiðsögn Alfreðs Gíslasonar, formanns menningarmálanefndar Akureyr- arbæjar. 16:00: Brottför. Verð pr. mann er einungis 3000 kr. með rútuferð og gist- ingu. Gist verður í orlofsíbúðum. Þeir sem ætla með, óháð því hvort þeir eru í sambandsstjórn eða ekki, skrái sig hjá Þóru í síma 552 9244 eða 552 1979. Hin árlega Góugleði Alþýðuf lokksfélags Kópavogs Verður haldin 29. mars klukkan 19:30. Þeir sem vilja taka þátt og ekki hafa tilkynnt sig eru beðnir að gera það hið fyrsta: í síma 554 3603, 551 3790 eða 846 3753 Hreinn. Eða í síma 564 3227, 897 3227 Baldvin Nefndin „Tveimur dögum eftir fæðingu dótturinnar setti Jonas frá Hriflu stofnþing Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins í Bárubúð. Hann var aðalhöfundur fyrstu stefnuskrárinnar og var frumrit af henni með hans hendi lengi til, en er nú glatað." myndaranum, birtan fellur á hægri vanga hennar og hún horfir niður á bamið sem er vafið hvítum reifum og umvafið birtu og móðurást. Konan og maðurinn snúa bökum saman. f þessari mynd má að mínu mati sjá kjamann í h'fi afa míns og ömmu, Jón- asar frá Hriflu og Guðrúnar Stefáns- dóttur frá Granastöðum í Köldukinn. Maðurinn er í forgrunni, konan í bak- grunni, hann situr við skrifborð (penn- inn var hans beittasta vopn) og les; hún, móðirin htur niður að baminu - þau snúa bökum saman. Afi minn og amma eignuðust tvær dætur. Sú eldri, sú sem sést á mynd- inni, var skírð Auður eftir landnáms- konunni djúpúðugu. Yngri dóttirin, Gerður, fæddist þremur ámm síðar, föstudaginn 10. mars árið 1916. Þetta var sögulegt ár, árið þegar hið pólit- íska flokkakerfi var að mótast, en Jón- as frá Hriflu er talinn faðir þessa kerf- is. Það kerfi átti sér hins vegar enga móður. Tveimur dögum eftir fæðingu dótturinnar setti Jónas frá Hriflu stofn- þing Alþýðusambands íslands og Al- þýðuflokksins í Bárubúð. Hann var aðalhöfundur fyrstu stefnuskrárinnar og var frumrit af henni með hans hendi lengi til, en er nú glatað. Jónas átti hugmyndina að því að gera Al- þýðusambandið og Alþýðuflokkinn að einni skipulagslegri heild, og sú skip- an hélst í 24 ár. Þessar hugrenningar leituðu á mig við lestur Alþýðublaðsins 15. mars þegar Alþýðuflokksmenn gátu í engu þessa „yfirsmiðs“ síns, eins og núver- andi formaður hefur nefnt Jónas, á átt- ræðisafmæli flokksins. Gerður Steinþórsdóttir. r Island-Palestína heldur kaffifund Félagið Island-Palestína efnir til kaffifundar laugardaginn 23. mars á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Gestur fundarins er Sigríður Soebech hjúkr- unarfræðingur, en hún er nýkomin heim ffá Palestínu þar sem hún starf- aði í rúmt ár á vegum alþjóða Rauða krossins. Sigurbjörg hafði umsjón með stuðningi Rauða krossins við heilsugæslu Palestínumanna og heim- sótti í starfi sínu ekki færri en 190 heilsugæslustöðvar á Vesturbakkan- um. Sigurbjörg mun segja frá starfi sínu og viðhorfum og sýna myndir sem teknar voru á meðan dvöl hennar stóð. Fundurinn er öllum opinn og hefstklukkan 15.30.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.