Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Er nóg að háeffa? Ríkið er ekki lengur sá bakhjarl sem var til staðar óháð því hvernig reksturinn gekk, óháð því hvernig þjónusta var veitt. Ef þjónustan er slæm koma engir peningar í kassann, fyrir- tækið skilar ekki hagnaði og starfsmennirnir missa vinnuna. Fyrir allnokkru neyddist ég til að fara með bílinn í skoðun rétt eins og aðrir bflaeigendur. Það var nýbúið að gera við bflinn fyrir þó nokkum pen- ing þannig að ég var nokkuð örugg um að ég fengi rétt merki í rúðuna. Að þessu sinni varð ein af nýju einka- reknu bifreiðaskoðunum fyrir valinu hjá mér og ég renndi upp að húsinu Pallborðið I ------------■ t Hrönn I Hrafnsdóttir I skrifar með svolítinn kvíða í bijóstinu. Var allt í lagi með bflinn þrátt fyrir allar viðgerðimar? Á leiðinni inn uppgötv- aði ég að skráningarskírteinið hafði gleymst heima. Ætli það kosti ekki einhver fúlheit... En þegar ég kom inn blasti við mér indælis stúlka. Það skipti engu máli þó ekkert skráningar- skírteini fylgdi, þetta var allt í tölv- unni. Hún báuð mér sæti og kaffi á biðstofunni. Karlmaður kom og tók bfllyklana og bað mig að bíða á með- an hann skoðaði bflinn. Þetta var nota- legt. f stað þess að húka inni á verk- stæðinu sat ég í biðstofunni, drakk kaffi og las blöðin. Venjulega hafði ég þurft að sitja á verkstæðinu og glápa með hjartað í buxunum á bílinn hrist- an sundur og saman, bíðandi eftir því að hann hrökkvi endanlega í sundur og detti ofan á verkstæðiskaUinn. Eftir nokkra stund kom maðurinn aftur, með neon-grænan miða. Því miður, það þarf að endurskoða bflinn. Bfllinn er ekki af yngstu sort svo þetta hafði komið fyrir áður. En munurinn var sá að nú leið mér ekki eins og glæpa- manni heldur útskýrði maðurinn hvað þurfti að gera, lét mig hafa miða með „göllunum“ sem ég setti í vasann til Umfjöllun um hugsanlegt forsetaframboð Ólafs Ragnarssonar bókaútgef- anda hefur vakið nokkra kát-_ ínu, ekki síst vegna þess að Ól- afur Jóhann Olafsson, rit- höfundur og fyrrverandi topp- maður hjá Sony, fær lítinn frið til að sinna skáldskap sínum í New York vegna fyrir áköfum aðdáendum nafna síns. Ólafur Jóhann hyggurá Islandsferð að ræða málin við forleggjar- ann og hvort hann muni freista þess að gerast hús- bóndi á Bessastöðum. I þessu sambandi hafa menn rifjað upp að Helgi Bergs, fyrrum bankastjóri Landsbankans og tengdafaðir Ólafs Ragnarsson- ar, var yfirmaður nefndarinnar sem sá um enduruppbygg- ingu Bessastaða. Stórhuginn skorti ekki og þegar upp var staðið hafði ríkissjóður pung- að út heilum milljarði af skatt- peningum almennings, sem meðal annars fóru í vínkjallar- ann fræga. Gárungarnir, sem ekkert er heilagt, telja nú ein- sýnt að Helgi Bergs hafi með þessum myndarskap fyrst og fremst verið að búa í haginn fyrir framtíðarheimili tengda- sonar síns og dóttur... afhendingar eiginmanninum síðar. Það var farið með mig sem viðskipta- vin, viðskiptavin sem gat leitað annað ef ég hefði orðið óánægð þama. Þjón- ustan var einföld en góð. Upplifun mín af Bifreiðaskoðun ís- lands er allt önnur, jafnvel eftir að það var háeff. Að vísu verð ég að viður- kenna að það er nokkur tími síðan ég fór þangað og ef til vill hafa hlutimar breyst hjá því ágæta félagi. Háeffun fyrirtækja tekur sinn tíma og felst ekki eingöngu í því að breyta eignarform- inu. Margar aðrar breytingar þurfa að fylgja í kjölfarið. Fyrirtæki samanstanda nefnilega af fleim en peningum, tækjabúnaði og húsnæði. Innan hvers fyrirtækis ríkir ákveðin menning, hvernig hlutimir em framkvæmdir byggist á ákveðinni hefð. Þjónusta við viðskiptavininn er hluti af þessari mennningu. Þessi þátt- ur hefur oft gleymst þegar rætt er um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, fylgj- endur sjá í hillingum hinar jákvæðu breytingar sem verða um leið og ríkis- fyrirtæki er einkavætt og er undirrituð vissulega ein af þeim. Málið er bara ekki svona einfalt. Innan fyrirtækisins starfar fólk með reynslu, fólk sem orð- ið er vant því að veita þjónustu á ákveðinn hátt. Það getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Reynsla starfs- íólksins er alltaf ómetanleg og það er jákvætt að halda í þá reynslu. Aftur á móti er neikvætt þegar starfsmenn em vanir því að geta komist upp með það að gera sem minnst lyrir viðskiptavin- inn í skjóli einokunar. Sá hugsanahátt- ur eða venja breytist ekki í eitrni svip- an þó að ríkisfyrirtæki verði einka- vætt. Það þarf hreinlega að hugsa hlut- ina upp á nýtt og bæði stjómendur og starfsmenn þurfa að gera sér grein fyr- ir því að viðskiptavinir leita annað er þeir em óánægðir með þjónustuna. Ríkið er ekki lengur sá bakhjarl sem var til staðar óháð því hvemig rekstur- inn gekk, óháð því hvemig þjónusta var veitt. Ef þjónustan er slæm koma engir peningar í kassann, fyrirtækið skilar ekki hagnaði og starfsmennimir missa vinnuna. Á endanum er það allra hagur að komast frá hugsanahætti einokunar til hugsunarháttar samkeppninnar: að veita það góða þjónustu að viðskipta- vinurinn komi aftur. Viðskiptavinur- inn verður ánægðari, fyrirtækið skilar hagnaði og peningar skattgreiðenda fara í skynsamlegri hluti en að greiða niður taprekstur. Höfundur er viðskiptafræðingur i n u m e g i n "FarSide” eftir Gary Larson Greinilegt er að skipulögð herferð áhugamanna um forsetaframboð Póls Skúla- sonar stendur nú yfir í fjöl- miðlum. Lesendabréf um mannkosti prófessorsins drífur inn og af þeim að dæma hafa íslendingar aldrei átt annan eins yfirburðamann, sem í senn er Ijúfur húmanisti og spakur vitringur. Jafnvel Há- skólaútgáfan lætur ekki sitt eft- ir liggja og hefur upp á síð- kastið auglýst bækur Páls Skúlasonar um heimspeki, en það telja djúpsálarfræðingar ótvírætt merki um að hinn hógværi prófessor sé þess fýs- andi að fara í framboð. Líkur á framboði eru ekki taldar miklar en áköfustu stuðningsmenn Páls, sem langflestir þrífast í hinum þrönga háskólaheimi, rifja upp að fyrir þremur mán- uðum mældist fylgi Guðrúnar Pétursdóttur eitt prósent í skoðanakönnunum og varla nokkur maður svo mikið sem þekkti hana í sjón. Nú hins vegar siglir Guðrún mikinn byr og stuðningsmenn Páls telja að komist hann fyrir alvöru í kastljós fjölmiðla muni þjóðin sjá að þar fer maður sem mundi sóma sér vel á hinu blómlega og eftirsótta Álfta- nesi... Frumvarp Pál* Pétursson- ar um stéttarfélög og vinnudeilur var rætt á þingi á föstudag og lauk umræðum ekki fyrr en aðfaranótt laugar- dags. Lítið bar á stjórnarliðum, sem sátu veislu á Bessastöð- um. Páll Pétursson tolldi þó í sæti sínu á þingi og átti mjög í vök að verjast þvt stjórnarand- staðan bar hann þungum sök- um. Eitthvað virtist Páll vera farinn að þreytast, því hann lét út úr sér óvarkár orð sem túlka mátti í þá veru að ekki væri úti- lokað að í frumvarpinu væri eitthvað það sem kynni að brjóta í bága við alþjóðasam- þykktir. Össur Skarphéðins- son veitti Páli þungar ákúrur vegna þessara orða. Páll gekk þá í pontu og sagði að munur- inn á sér og Össuri væri sá að Össur væri alltaf viss, en sjálf- ur væri hann hins vegar ekki ævinlega viss um að hafa rétt fyrir sér. Gall þá við í Össuri: „Það er vegna þess að þú hef- ur ekki verið í flokki með Jóni Sigurðssyni."... „Því miður Bjarni minn. Þetta er sá skammtur sem þér var úthlutaður í upphafi ferðarinnar og þú færð ekki dropa meira. Ég hef ekki hugmynd um afhverju þú endaðir uppi með eina glasið sem lekur, en þú getur engu um kennt nema eigin óheppni." JÓN ÓSKAR m e n n Þegar svona er komið, fer að vakna spurning um persónulega ábyrgð þeirra, sem dreifa tóbaki, til dæmis yfirmanna íslenska fjármála- ráðuneytisins og forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Lifa þeir ekki á því að dreifa eiturlyfi, sem veldur hrikalegum vandræðum? Jónas Kristjánsson í leiðara Helgarblaðs DV. Menn hvíslast á í verstöðvum sögum sem eru í raun ótrúlegar en virðast þó því miður Vera réttar. Reynir Traustason í laugardagspistli. Helgarblað DV. Ég sagði þarna fyrir norðán að ég reiknaði ekki ■' með því að vera nema eitt kjörtímabii og sá útreikningur stendur ennþá. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. Tíminn á laugardag. - Með því að skipta opinberum starfsmönnum upp í tvo hópa, annars vegar í embættismenn og hinsvegar í ríkisstarfsmenn, sýnist mér að verið sé að koma upp yfirstétt í landinu. Gunnlaugur Sigmundsson alþingismaður. Tíminn á laugardag. Biskup íslands harmar lausagöngu grenjandi myrkraafla og fær virta iögfræðinga tii að staðfesta orðróm um samsæri. Lesendabréf í DV í gær. í mínum huga eru bein áhrif forsetans að vissu leyti óþekkt stærð. Guörún Agnarsdóttir forsetaframbjóöandi í DV í gær. fréttaskot úr fortíd Gyða Björnsdóttir nemi: Sigrún Magnúsdóttir. Sigríður Friðriksdóttir skúringakona: Ég hef ekki hugmynd um það. Dagbjartur Einarsson líf- eyrisþegi: Það veit guð al- máttugur. Lárus Blöndal deildarsér- fræðingur: Guðrún Ágústs- dóttir. Karl Vernharðsson sölu- stjóri: Guðrún Pétursdóttir. 19 ára stúlka dæmd til dauða Nýlega var 19 ára gömul ífönsk stúlka dæmd til dauða í París fyrir að drepa föður sinn á eitri og gera til- raun til að drepa móður sína. Eftir að hún hafði myrt fóður sinn, fór hún á danzleik með kunningjum sínum og danzaði fram á nótt. Alþýðúblaðið sunnudaginn 4. nóvember 1934

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.