Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 r ■ Það fór heldur lítið fyrir Islendingum á níundu norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi, en hún var haldin fyrri hluta þessa mánaðar. Margrét Elísa- bet Ólafsdóttir komst hins vegar að því að Norðmenn voru öllu aðsópsmeiri, enda stendur kvikmyndagerð í landi þeirra í miklum blóma um þessar mundir Norðmenn stela senunni Zero Kelvin. Ungir kvikmyndahússgestir kjósa helst að sjá tæknilega vel gerðar myndir sem innihalda spennu og hraða atburðarás, á bandaríska vísu. Síðasta brúðkaupið, aðalverðlaunamynd hátíðarinnar. Það er ekki fögur mynd af Finnum sem Pölönen dregur upp í myndinni, þótt efiaust mætti finna svipaðar persónur í hvaða einangraða sveitaþorpi sem er. ísland fékk engin af þeim sex verðlaunum sem veitt voru á Nor- rænu kvikmyndahátíðinni í Rúðu- borg að þessu sinni. Það var Agries, mynd Egils Eðvarðssonar og Snorra Þórissonar, sem Jean Michel Mon- grédien og Isabelle Druault völdu til að taka þátt í opinberri keppni hátíðarinnar fyrir íslands hönd, en hún var jafnframt eina íslenska kvikmyndin sem sýnd var í Rouen í ár. Því fyrir utan þær níu myndir sem tilnefndar eru til verðlauna, þá eru yfir hundrað myndir sýndar í sex kvikmyndasölum Rúðuborgar og nágrennis þá tíu daga sem hátíð- in stendur yfir, í marsmánuði, að stuttmyndum og hreyfimyndum meðtöldum. Ástæðan fyrir því að ísland á sjaldnast fleiri en eina mynd í Rúðuborg, og stundum enga, er ein- föld: það eru svo fáar kvikmyndir framleiddar á Islandi miðað við á hinum Norðurlöndunum. Auðvitað hefðu Tár úr steini eða Cold Fever átt að geta ratað til Rouen með Ag- nesi, en val myndanna byggir á smekk skipuleggjenda og fannst Isabelle Druault lítið varið í síðar- nefndu myndina og hin fyrrnefnda ekki veri íslensk: „Myndin um tón- skáldið? Hún er á þýsku og er auk þess næstum öll tekin í Þýska- landi.“ Isabelle sem ákveður dag- skrá hátíðarinnar í félagi við fram- kvæmdastjóra hennar, Jean Michel Mongrédien, vill sjá myndir sem hafa norræn einkenni og harmar hve norrænar myndir eru famar að líkjast amerískum myndum í seinni tíð. Hún vildi þó ekki benda á neina einstaka mynd, og alls ekki af há- tíðinni, og neitaði að flokka Agnesi sem slíka, þótt hún hafi séð ástæðu til að taka fram að hún bæri óneit- anlega keim af bandarískum vestra. í afskekktri evrópskri sveit Val skipuleggjenda á myndum til sýningar á hátíðinni stjórnast því nokkuð af því hversu „þjóðlegar" þær em. Dómnefndin sem að þessu sinni var skipuð Moncef Ben Ame- ur frá Túnis, stjórnanda kvik- myndahátíðarinnar í Karþagó, Cheik Doukour, kvikmyndaleik- stjóra frá Guíneu, frönsku leikkon- unum Anne Gisel-Glass og Claude Jade, og Claire Clouzot, kvik- myndaleikstjóra og blaðamanni á Le Monde, virðist höll undir sams- konar myndir. Þau veittu finnsku myndinni Síðasta brúðkaupið aðal- verðlaun hátíðarinnar, en leikstjóri hennar og handritshöfundur er Markku Pölönen. Myndin gerist í austurhluta Finnlands um miðjan áttunda áratuginn og segir frá Pekka sem flutti til Svíþjóðar í leit að vinnu, en er nú kominn í heim- sókn, ásamt eiginkonu, dóttur og móður, í fæðingarþorp sitt til að vera þar við giftingu. Persónur myndarinnar eru flestar grátbroslegar og örlítið ýktar í sinni hallærislegu sveitamannsku. Það er ekki fögur mynd af Finnum sem Pölönen dregur upp í myndinni, þótt eflaust mætti finna svipaðar presónur í hvaða einangraða sveita- þorpi sem er, eða var, í afskekktri evrópskri sveit, áður en nútíma- menningin hélt endanlega innreið sína þangað. En persónur Pölönen bera þó finnsk séreinkenni, nokkuð sem eflaust hefur hjálpað myndinni í Rouen, og eitt þeirra er auðvitað ofdrykkjan, sem síðan hefur sín skrautlegu áhrif á atburðarásins. Það er þó óvíst að verðlaunin í Rouen eigi eftir að hjálpa mynd Pö- lönens áfram á stærri merkaði, þótt hann sé vel að þeim kominn. Ráðlausir nútímakarlmenn Dómnefndin sá ástæðu til að veita annarri mynd sérstök verð- laun, og komu þau í hlut Danans Amir Rezazadeh, sem eins og nafn- ið bendir til er ættaður frá íran. Þetta er fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd og ber heitið To men i en sofa. Mynd Rezazadeh er grát- brosleg lýsing á vináttu tveggja karlmanna á fertugsaldri sem eiga í mesta basli með hitt kynið. Öðrum þeirra, Pierre, gengur reyndar ágæt- lega að fá konurnar til lags við sig, en verr að halda í þær. Á hinn bóg- inn er Sörgen gersamlega bugaður af oki heimsins og er með annan fótinn inni á geðdeild af þeim sök- um. Þrátt fyrir bráðfyndnar senur - sem dómnefndin féll fyrir - svífur dapurleg svartsýni yfir myndinni. Það er ráðleysi aðalpersónanna, nú- tímakarlmannsins, gagnvart hinni öruggu og sjálfstæðu (dönsku) nú- tímakonu sem þeir greinilega eiga erfitt með að botna nokkuð í. Einmitt vegna þessa sjónarhorns sem er þráður myndarinnar, er virð- ist ætla að boða sigur vináttunnar yfir ástinni, birtist rómantískur og verulega væminn endir hennar áhorfendum eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Dómnefndin hefði kannski átt að láta sér nægja að veita Peter Hesse Overgaard verð- laun fyrir sannfærandi túlkun á Sör- en. Þess í stað sá hún ástæðu til að veita syni sænska kvikmyndaleik- stjórans Bo Widerbergs, Johani, verðlaunin fyrir leik sinn í Lust og fagring stor, en það er fyrsta kvik- mynd Widerbergs í tíu ár. En eldri myndir Widerbergs voru á dagskrá á sérstakri yfirlitssýningu á hátíð- inni. Núll gráður á Kelvin Niðurstaða dómnefndar ungra Rúðuborgarbúa kom minna á óvart. Hún synir það að ungir kvikmynda- húsgestir, líklega hvar sem er í heiminum, kjósa að sjá tæknilega vel gerðar myndir, sem innihalda spennu og hraða atburðarás, á bandaríska vísu. Uppáhaldsmynd ungu bíógestanna, Zero Kelvin (Kjœrlighetens kjorte), hefur það þó fram yfir útjaskaðar klisjur verk- smiðjuframleiddra Hollywood- mynda að vera byggð á fima góðu handriti, laust við allar gagnsæjar siðferðisprédíkanir Kanans, þó svo hún fjalli um atburði sem sannar- lega hefðu getað gefið tilefni til slíks. Zero Kelvin er önnur mynd norska leikstjórans Hans Petter Mo- land. Þrír aðalleikarar myndarinnar, Gard B. Eidsvold, Stellan Skarsga- ard og Björn Sundkvist, voru verð- launaðir fyrir frammistöðu sína í Zero Kelvin á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í San Sebastian á Spáni í haust. Að sögn Gard B. Eggs. Hæg mynd, en kímin og gerð af ástríki. Hefur fengið fjölda verð- launa og viðurkenninga og virðist ætla að komast í almenna dreif- ingu í kvikmyndahúsum víða um heim. Eidsvold, sem var í Rouen, fór myndin hægt af stað þegar hún var frumsýnd í Noregi í lok september, en aðsóknin jókst um leið og orðstír hennar fór að spyrjast út. Zero Kelvin hefur þegar fengið dreifingu í um fimmtán löndum, bæði í Evr- ópu og Suður-Ameríku. Norsk egg Önnur norsk mynd, fyrsta kvik- mynd leikstjórans Bents Hamer, virðist einnig ætla að gera það gott utan Noregs. Hún fékk áhorfenda- verðlaunin í Rouen, nokkuð sem kom ekki aðeins leikstjóranum á óvart, heldur einnig mörgum sem hátíðina sóttu. Ekki þó vegna þess að á gæði myndarinnar skorti, þvert á móti, heldur af því að efni hennar er óvenjulegt og atburðarásins hæg. Aðalpersónur Eggs eru tveir bræður um sjötugt, Far og Moe, sem búið hafa tveir saman í sveitinni í meira en fimmtíu ár. Líf þeirra hefur fyrir löngu tekið á sig fastar skorður og helsta tilbreytingin er koma hús- hjálparinnar. Myndin fer afar hægt af stað, eins og dagurinn hjá Far og Moe og fátt ber við framan af, ann- að en daglegar athafnir, útvarps- hlustun og krossgáturáðningar. En líklega hefur kímnin undirtóninn og auðfundin ástúð leikstjórans á aðal- persónunum náð til áhorfenda. Eða eins og Bent Hamer sagði: „Ef áhorfendur á annað borð ná að setja sig inn í myndina, þá nær hún tök- um á þeim.“ Og það virðist gerast oftar en ekki, því myndin, sem var heims- frumsýnd í Cannes síðastliðið vor, hefur fengið góða dreifingu í Evr- ópu og verður meðal annars tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Frakklandi í byrjun aprfl. Verðlaun- in í Rúðuborg eru þau fjórðu sem myndin fær, en áður hlutu Sverre Hansen (nú látinn) og Kjell Stormoen Amanda karlleikaraverð- launin, auk þess sem myndin fékk Kodak og St. Anna verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Moskvu og FIPRESCI dómnefndarverðlaunin í Toronto. Þá má ekki gleyma að taka það fram að klippari myndar- innar er íslenskur og heitir Skafti Guðmundsson. Þeir Bent kenna báðir kvikmyndir við héraðsskól- ann í Lillehammer, en Skáfti vann einnig með Bent við tvær af stutt- myndum hans. Fleiri íslendingar Islendingar komu við sögu í fleiri myndum í Rúðuborg. Það var ís- lensk skrifta við tökur á Zero Kelv- in og Hilmar Öm Hilmarssort samdi tónlistina við Tvœr grœnar fjaðrir, mynd Hennings Carlsen, sem bæði Danir og Norðmenn virðast vilja eigna sér. Hún var þó sýnd undir norskum merkjum í Rúðuborg, því þótt leikstjórinn sé danskur er sögu- sviðið norskt, sem og persónurnar og stærstur hluti fjármagnsins. Myndin er byggð á Pan, skáldsögu Knuts Hamsun, og er annað verk rithöfundarins sem Carlsen festir á filmu. Síðast kvikmyndaði hann Sult árið 1966. Aðalleikkona mynd- arinnar, hin danska Sofie Graaböl í hlutverki Edvördu Mack, fékk leik- konuverðlaunin í Rouen, sem hún reyndar verður að deila með Ann- eke von der Lippe í hlutverki Evu, en þetta eru önnur verðlaun þeirrar síðarnefndu fyrir frammistöðu sína í Tveimur grœnum fjöðrum. Þá eru ónefndar tvær myndir sem tilnefnd- ar voru til verðlauna i Rúðuborg: Bella, min Bella, afskaplega félags- lega meðvituð mynd eftir hina 82ja ára gömlu Astrid Henning-Jensen, og Lýst upp af eldingu, súrrealísk endaleysa litháans Algimantas Puipa og áreiðanlega einhver skelfilegasta mynd sem undirrituð hefur séð í kvikmyndahúsi síðan hún stundaði B-myndasýningar í Selfossbíói fyrir tveimur áratugum. Draumur aðstandenda kvik- myndahátíðarinnar í Rouen er auð- vitað að koma norrænum myndum í dreifingu í Frakklandi, til þess er leikurinn gerður. Það er þó hægara sagt en gert vegna þess hve sam- keppnin er hörð. Má nefna sem daæmi að yfir þrjúhundruð myndir eru sýndar í kvikmyndahúsum Par- ísar í hverri viku, og að frumsýn- ingar eru allt frá þremur myndum upp í tíu á hverjum miðvikudegi, frumsýningardegi franskra kvik- myndahúsa. Þannig tókst Alfonso, dreifingarfyrirtæki hátíðarinnar, aldrei að koma Börnum náttúrunn- ar inn í kvikmyndahús Parísar, sem skiptir öllu máli upp á almennilega fjölmiðlaumfjöllun - og um leið að- sókn - eins og þeim hefur tekist að gera með Eggs. ■ Tvær grænar fjaðrir. Mynd eftir öldunginn Henning Carlsen, sem hann byggir á Pan, sögu Knuts Hamsun. Tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmars- son.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.