Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 4
ARGUS & ORKIN /SÍA BL095 ALÞYÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. MARS 1996 LADA getur verið raunhæfur kostur fyrir þig t Minning Sigríður M. Jóhannesdóttir Fædd 31. ágúst 1918 Látin 22. mars 1996 Það er stór hópur barna, tengda- bama og bamabama sem með sorg og söknuði fylgir elskulegri tengdamóður minni til hinstu hvfldar í dag. Síðustu ár hafa verið tími áfalla. Tengdapabbi gekk fyrir fáum ámm brattur og bjart- sýnn inn um dyr sjúkrahúss til að gangast undir aðgerð en átti ekki aftur- kvæmt. Yngsti sonur þeirra Erlingur Andrés, sólargeislinn í fjölskyldunni, lést fyrir rúmu ári eftir fárra vikna erf- iða sjúkdómslegu. Tengdamamma, sem alltaf hefur verið svo létt í lund og létt á fæti, veiktist skyndilega og háði sína hinstu baráttu á aðeins einni viku. Þá baráttu háði hún með þeirri sömu reisn og hún hefur ávallt tekist á við lífsgönguna. Sigga tengdamamma, eins og ég hef alltaf kallað hana, ólst upp á Flat- eyri. Á þeim árum var h'fsbaráttan hörð og ungmennin fóm snemma að heim- an til að vinna fyrir sér. Tengda- mamma var aðeins 15 ára þegar hún réði sig í vist í Reykjavík en sumarið eftir dvaidi hún að Brekku á Ingjaldss- andi. Þar kynntist hún sínum prinsi, einum bræðranna úr fjölmenna systk- inahópnum á Brekku, Jóni H. Guð- mundssyni, og þar með vom örlög þeirra ráðin. Hugur Jóns stóð til mennta en möguleikar fátæks bónda- sonar vom á þeim tíma af skomum skammti. Hann fór í Kennaraskólann og Sigga fékk vinnu á saumastofu í Reykjavík til að dveljast með honum þar syðra. Það liðu nokkur ár þar til þau stofhuðu fjölskyldu en ári eftir að þau giftu sig eignuðust þau frumburð- inn Sverri. Onnur fimm ár hðu þar til Jóhannes fæddist en með tíð og tíma urðu bömin þeirra átta. Tengdaforeldr- ar mínir litu á bamahópinn sem sína mestu hamingju og þökkuðu jafnan bamalán sitt. Það var gaman að upplifa hve þeim fannst fullorðin bömin mikhr vinir sínir enda einstök samheldni í þessari stóm fjölskyldu. Sigga og Jón fluttu snemma til fsa- fjarðar þar sem Jón starfaði sem kenn- ari og síðar skólastjóri, auk þess sem hann tók þátt í verkalýðs- og stjóm- málum. Við þær aðstæður reynir á makann en Sigga var mjög pólitísk og líkaði því vel pólitísk umræða á heim- ilinu. A ísafirði bjuggu þau í tvo ára- tugi en árið 1963 fluttu þau til Kópa- vogs þar sem Jón tók við stöðu skóla- stjóra í nýjum Digranesskóla. Sigríður Jóhannesdóttir var konan á bakvið manninn sinn og lifði í skjóli hans í þeirri hefðbundnu verkaskipt- ingu sem þótti svo sjálfsögð hjá hennar kynslóð. Hún var afar frið sýnum og Etti með fallegustu ungu konunum á ifirði á sínum yngri árum. Ef hún átti erindi utan heimilis fór hún af bæ prúðbúin og mjög vel til höfð og alltaf með hatt. Já, hún var falleg með afar Mýja útgeislun og ljúfa lund Hún var verkstjórinn á heimilinu sem lét hjólin snúast í dagsins önn og hún var stór þegar á reyndi. Tengdaforeldrar mínir vora jafn- réttissinnaðir í uppeldismálum. Það var óvenjulegt á þeim áram og til fyrir- myndar. Það var gaman að upplifa hvemig tengdamamma skipaði þeim málum. Synimir vora fjórir og dætur þeirra fjórar og öllum var ætlað að ganga jafht til verka á heimilinu væri þess þörf, hvort sem varðaði uppþvott- inn, þrifin, að annast innkaup eða hengja upp bleyjur. Minnist ég augna- bliks er ég kom heim frá vinnu og ung- ur mágur minn kom út úr þvottahúsinu með bleyjubala á maganum og á leið sinni upp að snúrunum stjómaði hann aðgerð í índíánaleik af miklum skör- ungsskap við fullkomna virðingu fé- laganna. Eg held að á því augnabliki hafi ég áttað mig á mikilvægi uppeld- isaðferða tengdaforeldranna. Allir syn- imir reyndust jafnréttissinnaðir eigin- menn í fyllingu tímans og hafa getað gengið til allra starfa á heimilum sín- um, verið góðir kokka og jafhvel bak- að væri þess þörf. Bæði stelpur og strákar fengu gott veganesti, þau þró- uðust sem einstaklingar, urðu sjálfstæð og sterk og skemmtilega ólík innbyrð- is. Það var gott að kynnast heimilis- brag tengdaforeldranna og óvenjulegri verkaskiptingu ef svo bar undir. Tengdapabbi baðaði gjaman yngstu bömin á laugardagskvöldum og kom þeim í ró meðan eitthvert eldri bam- anna gekk frá í eldhúsi en tengda- mamma settist við hannyrðir í stofti og Mýddi á útvarp. Þá átti hún sína verð- skulduðu stund eftir amstur vikunnar. Hún var mikil hannyrðakona auk þess að pijóna og sauma allt á bamahópinn sinn að þeirra tfma hætti. Sigga var afar laghent og hún var listræn hannyrðakona. Þegar barna- hópurinn var vaxinn úr grasi þá skipt- ist handavinnuverkefnin hennar í tvennt, annarsvegar lopavinnu og Vitatorg, hflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði. * s A • x t SP • . ^V/OIR \ A - notíð húsin Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum komið myndarlega til móts við þörfina á fleiri bflastæðum í hjarta borgarinnar meðal annars með byggingu bflaliúsa, sem hafa fjölmarga kosti framyfir önnur bflastæði. Nú þegar vorar er fátt skemmtilegra en að rölta um miðborgina og njóta mannh'fsins, verslananna og veitingahúsanna. Þeim fjölgar stöðugt sem hafa uppgötvað þau þægindi að geta lagt bflnum í Bílastæðasjóður rólegheitum inni í björtu og vistlegu húsi og síðan sinnt erindum sínum áhyggjulausir. í bflahúsi rennur tíminn aldrei út, þú borgar aðeins fyrir þann tíma sem notaður er. Og síðast en ekki síst eru bflahúsin staðsett með þeim hætti að frá þeim er mest þriggja mínútna gangur til flestra staða í miðborginni. Nýttu þér bíiahúsin. Þau eru þægilegasti og besti kosturinn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.