Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 6
6 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. MARS 1996 LANDSPÍTALINN í þágu mannúðar og vísinda ■ 1. apríl 1936 gengu í gildi lög um almannatryggingar á íslandi, eða alþýðutryggingar eins og þá var kallað. Baráttan um þau var afar hörð og hafði staðið í mörg ár, en það var loks þegar hin framfarasinnaða "stjórn hinna vinnandi stétta" tók við að þetta mikla réttinda- og umbótamál varð að veruleika. Núorðið þykja flestum almannatryggingar sjálfsagður hlutur, en samt er umfang þeirra mál sem sífellt hlýtur að vera í brennidepli Rannsóknardeild Lapdspítalans Yfirlæknir Staða yfirlæknis á rannsóknardeild Landspítalans (meina- efnafræði) er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1996. Staðan veitist frá 1. júlí 1996. Umsækjendur láti fylgja ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og rannsóknir. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublöðum lækna. Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Veigar Guðmundsson lækningaforstjóri, sem jafnframt tekur við umsóknum. Krabbameinslækningadeild Deildarlæknir Tvær stöður deildarlækna/aðstoðarlækna við krabbameins- lækningdeild Landspítalans eru lausar til umsóknar. Önnur staðan er laus frá 1. apríl n.k. hin frá 1 júní að telja. Starfið er fólgið í vinnu á legu- og göngudeild ái samvinnu við sérfræð- inga deildarinnar. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sveins- son, forstöðulæknir í síma 560 1440 Hjúkrunarfræðingar Barnadeild Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á barnalækningadeild 4 (ungbarnadeild 13E). Starfshlutfall eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veita Agnes Jóhannesdóttir, deildarstjóri eða Helga Einarsdóttir, aðstoðardeildarstjóri, í síma 560 1035/560 1036. Lungnadeild Vífilsstaðaspítala og öldrunarlækningadeild í Hátúni Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga á lungnadeild Vífilsstaðaspítaala og öldrunarlækningadeild í Hátúni. Upp- lýsingar veitir Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkv.stjóri í síma 560 1000. Lyflækningadeild- hjartadeild Óskum eftir hjúkrunarfræðingum á hjartadeild í föst störf eða til afleysinga vegna barnsburðarleyfa. Upplýsingar veita Unn- ur Sigtryggsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í síma 5601250 eða Bergdís Kristjánsdóttir, Hjúkrunarframkv.stjóri, í síma 560 1303. Póstur og sími samkeppnissvið óskar að ráða Verkfræðinga - tæknifræðinga 1. Boðkerfi Á Farsímadeild er laus til umsóknar staða um- sjónarmanns Boðkerfis. 2. Gagnasendingar Laus er til umsóknar staða á Farsímadeild. Um er að ræða starf sem tengist nýjum þjónustum farsímakerfa, svo sem gagna- og faxsendingum, SMS (Short Message Service) og fleiru. 3. TADIG - prófanir, skráning og úrvinnsla. Laus er til umsóknar staða á Farsímadeild. Starf- ið tengist skráningu farsímtala í símstöðvum, úr- vinnslu skráningar hjá Reiknistofu, umsjá og eft- irlit með gögnum sem send eru á rafrænan hátt til útlendra farsímarekenda og gögnum sem eru móttekin frá þeim. (TADIG: Transfer Account Data Interchange Gro- up) Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ólafur Indr- iðason yfirtæknifræðingur, sími 550 6231 Alþýðublaðið áskriftarsími 562 5566 Allt okkarstarf snýst um fólk - segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, á 60 ára afmæli stofnunarinnar Ein af skýrustu bemskuminningum Karls Steinars tengist Sjúkrasamlagi Keflavíkur. Það hafði aðstöðu í kjall- ara hússins sem Karl Steinar bjó þá í. Sem bam varð hann því oft vitni að þeim samræðum sem fram fóru í húsakynnum Samlagsins. Þegar Karl var sex eða sjö ára gamall heyrir haxrn í manni sem reifst og skammaðist og neitaði að borga iðgjaldið, sagðist aldrei verða veikur. Starfsmaður Sam- lagsins svaraði manninum því til að þó að hann væri kannski frískur enn- þá, þá gæti hann átt eftir að verða veikur seinna. Þessi maður átti svo eftir að dvelja heilan áratug á sjúkra- húsi. Með lögum um alþýðutryggingar frá 1. apríl 1936, var sett á stofn sjúkrasamlag í öllum kaupstöðum landsins og voru fullorðnir íbúar þeirra skyldugir til þess að tryggja sig í því. Þar sem Keflavík var ekki orð- inn kaupstaður á þessum tíma, var ekki búið að koma á skyldutryggingu þar. Alþýðutryggingarnar voru bylting Margt er breytt síðan þetta var. Nú er sjúkrahúsvist ókeypis og ekki þarf lengur að borga sérstakt iðgjald til þess að eiga kost á sjúkratryggingum. Mest varð þó breytingin við gildistöku alþýðutryggingalaganna. Um lögin segir Karl Steinar Guðnasonar, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, en stofnunin verður 60 ára á mánudaginn kemur: „Þau breyttu öllu. Fyrir gildistöku þeirra var fátækt fólk flutt hreppa- flutningum, ef hreppsnefndimar töldu ástæðu tíl að ætla að það gæti ekki séð fyrir sér og sínum. Ef veikindi, slys eða andlát báru að höndum, gat fólk þurfti að segja sig til sveitar. Því fylgdi missir flestra mannréttinda. Fá- tækt fólk hafði ekki efhi á að leita til læknis eða kaupa nauðsynleg lyf. Öllu þessu breyttu alþýðutryggingalögin. Alþýðutryggingamar vom bylting á sínum tíma. Þær leystu fátækt fólk úr Qötmm skorts og færðu fólki mann- réttindi og öryggi. f Grágás og í Jóns- bók er rætt um samhjálp, sú löggjöf breyttist ekkert í 600 ár. Á 19. öldinni var svo sett fátækrareglugerð. Síðan voru fluttar ýmsar tillögur af þing- mönnum Alþýðuflokksins, en það var ekki fýrr en með alþýðutryggingalög- unum árið 1936 sem komið var á tryggingum fyrir alla. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Til vom þeir sem héldu að heimsendir væm framundan ef tryggja ætti öllum lífeyris- og sjúkratryggingaréitindi.” Almannatryggingar snerta alla landsmenn Þannig var þetta, en hvað með nú- tíðina, hvaða máli skipta almanna- tryggingar t.d. fyrir ungt fólk í dag? Eru þœr ekki barafyrir aldraða og ör- yrkja? „Almannatryggingar og sú þjónusta sem Tryggingastofnun veitir snertir alla landsmenn. í hverjum mánuði sendum við út nærri fimmtíu þúsund greiðsluseðla. Við erum því líklega einn stærsti launagreiðandi landsins. Greiðslur frá okkur fá ekki aðeins aldraðar og öryrkjar, heldur einnig ný- bakaðir foreldrar, einstæðir foreldrar, foreldrar fatlaðra og sjúkra bama og þeir sem nýlega hafa misst maka sinn. En þetta er ekki allt. Hver sá sem leit- ar læknis, fer á heilsugæslustöð eða leysir út lyfseðil er um leið að njóta góðs af aimannatryggingunum. Þær eru stór þáttur þess velferðarkerfis sem aldamótakynslóðin byggði upp og við viljum halda í. Allri þessari þjónustu sinna nú þau 190 manns sem starfa hjá Tryggingastofnun í Reykja- vík og starfsmenn umboða hennar, sem eru á 25 stöðum um land allt.” Tryggingastofnun hefur tekið upp þá nýjung að vera með útboð vegna ýmissa þátta í starfsemi sinni. Þetta hefur sœtt gagnrýni og jafhvel verið UTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96006 lagningu 33 kV jarð- strengs frá aðveitustöð við Kópasker að aðveitustöð við Brúarland í Þistilfirði. Um er að fæða þrjá einleiðara. Legnd strengs í útboði er 52 km (3x52). Verk- tími er 15. júlí - 30. september. Útboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RA- RIK, Laugavegi 118 Reykjavík og Óseyri 9, 603 Akureyri frá og með þriðjudeginum 2. apríl nk. Verð fyrir hvert eintak er 2.500 kr. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK á Ak- ureyri fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 15. maí nk. Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Þóknun fyrir gerð tiiboða er engin. Vinsamlegast hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK-96006 stren- glögn Kópasker-Brúarland. RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 Lokað vegna afmælisfundar V " 60 ÁRA Tryggingastofnun ríkisins lokar kl. 13 í dag, föstudaginn 29. mars, vegna hátíðarfundar í tilefni af 60 ára afmæli stofnunarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.