Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996 pijónales á bamaböm og seinna bama- bamaböm, hinsvegar fíngerðustu teg- und af hekluðum milliverkum og or- keruðum blúndum á sængurver og kodda og hafa öll bömin og fullorðin bamaböm meðal annars eignast sllkar gersemar. Tengdamamma hafði sérstaklega fallega söngrödd. Á ísafjarðarámnum söng hún bæði í kirkjukórnum og Sunnukómum og hún söng í kirkjukór Óháða safnaðarins í Reykjavfk fyrstu árin efdr að hún flutti suður. Söngur var henni í blóð borinn, hún söng við störf sfn, virtist kunna öll ljóð og sálma og fór með íslenskt mál og texta. Okk- ur fjölskyldunni hennar fannst hennar rödd björtust og tæmst. Þær em góðar minningamar um sunnudagsmorgna með steikarilm úr eldhúsi og bjartan söng Siggu tengdamömmu þar sem hún tekur undir messusönginn í út- varpinu, og þær einkennast af hugarró. Siggu var gestrisni í blóð borin og margir hafa haft á orði við mig gegn- um árin hve elskulega, glaðlega og opnum örmum hún tók gestum sem að hennar garði bar. Þó þröngt væri á þingi á Isafjarðarárunum var ávallt auðsótt mál að hýsa góða gesti og þeim vel gert. Þetta var eitt þeirra heimila sem vinir bamanna sóttu í og þar sem þeir fundu að þeir væm au- fúsugestir. Alltaf opið hús og glaðværð ríkjandi. Flest tengdasystkini mín áttu sín unglingsár í Kópavogi. Heimilið að Álftröð 5 stóð gegnt Víghólaskóla, gagnfræðaskólanum sem þá var, og þetta gestrisna heimili varð eins og fé- lagsmiðstöð vina, barnahópsins sem með tveggja ára millibili fetuðu fræðsluveginn upp í gagnfræðaskóla. Frá þeim ámm em margar skemmti- legar minningar bundnar við Álftröð- ina og ótrúlegt að hugsa til þess hvem- ig ávallt vom til reiðu kúfull kleinu- box, jólakökur og annað góðgæti fyrir hressa stráka og glaðar stelpur sem fylltu eldhúsið hennar tengdamömmu. AHir sem kynntust þessari yndis- legu konu fengu á henni mikið dálæti. Þannig naut hún ástríkis allra ung- mennanna sem í áranna rás áttu hjá henni skjól. Hún hlaut sérstakan vinar- sess hjá systkinahópnum mínum, sem hún sýndi mikla ástúð frá fyrstu kynn- um, og þannig hefur hún laðað að sér ólíkustu einstaklinga í gegnum árin. Hún var bæði falleg og góð. Þegar ég tæplega átján ára unglingur stundi því upp við hana að við Sverrir sonur hennar, sem þá var að hefja iðnnám, ættum von á bami og værum hjálpar- þurfi, tók hún mig undir sinn stóra fjöl- skylduvæng og varð mér sú móðir sem ung stúlka ( þessari aðstöðu þarfhast. Hún lét sig ekki muna um í fyllingu tímans að taka tilvonandi tengdadóttur inn á heimilið og meðtaka hana í bamahópinn sinn. Já, ég varð eitt af hennar bömum og aldrei bar skugga á í sambandi okkar sem varð að órofa vináttu sem spannaði nærri fjörtíu ár. Hún tók að sér að passa þetta fyrsta barnabarn sitt Sigurjónu, sem frá fyrstu tíð átti stóran sess í hjarta ömmu, en þeim átti sannarlega eftir að flölga bamabömunum sem áttu skjól hjá ömmu í lengri eða skemmri tíma og þann hóp skipuðu báðir synir okkar Sverris, Eyjólfur Orri og Jón Einar. Sjálf eignaðist hún Kristínu, yngstu dótturina, árið efitir að hún varð amma. Við bjuggum nálægt hvor annarri, að undanskildum þeim ámm sem við hjónin bjuggum erlendis, sem hefur skapað eftirsóknarverðar ástæður fyrir börnin okkar sem hafa átt í Siggu tengdamömmu þá umhyggjusömu og ástríku ömmu sem flesta dreymir um. Fyrir börn og barnabörn er það góð minning að hveiju sinni sem við sótt- um hana heim, eftir að hún varð ein, fagnaði hún okkur í einlægni og að skilnaði kvaddi hún með bros á vör og þakklæti fyrir komuna, aldrei ákúrur ef nokkur tími hafði liðið frá síðustu heimsókn, aldrei kvartað um einsemd þó við vissum betur. Þegar ég reyni að draga fram mann- kosti Siggu tengdamömmu verð ég að minnast á einstakt samband hennar og Ingibjargar, yngstu dóttur Jóns, sem bjó hjá Siggu og Jóni árin sem hún var í framhaldsnámi. Það er ekki síst verk tengdamömmu hve yngsta systirin er sjálfsagður hluti þessa samheldna systkinahóps og hún var sem eitt þeirra, einnig nú á vökustundunum við sjúkrabeðinn, sem staðfestir visku og kærleik gjöfúllar konu. Tengdamóðir mín var sannarlega merkiskona. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti fyrir öll hin góðu ár. Blessuð sé minning hennar sem nú fer í friði til fundar við þá tvo sem hún hefur svo sárt saknað. Rannveig Guðmundsdóttir í dag verður borin til grafar frá Kópavogskirkju mikil heiðurskona. Hún var búsett hér í Kópavogi í rúm- lega 30 ár eða frá því að fjölskyldan flutti frá ísafirði þegar maður hennar, Jón. H. Guðmundsson skólastjóri, gerðist skólastjóri Digranesskóla. All- an þennan tíma hefúr verið mikill vin- skapur milli okkar fjölskyldna og þar átti Sigga stóran hlut, því hún var ein þeirra sem öllum gat ekki annað en þótt vænt um. Hún lét sér annt um alla, og ævinlega þegar maður kom í Álf- tröðina spurði hún, jæja Guðmundur minn, hvað segir þú mér af mömmu þinni og þínu fólld. Alla tíð bað hún mann fyrir góðar kveðjur til ættingj- anna með von um góða heilsu. Sein- ustu árin kom hún oft í búðina til Sól- eyjar, stundum til að versla en kannski miklu oftar til að heilsa upp á mæðg- umar og ævinlega klappaði hún þeim á kinn áður en hún kvaddi. Þannig var hún ávallt að hugsa um velferð vina sinna. Þó samskipti okkar hafi að sönnu verið miklu meiri á meðan Jón var á lífi, þá höfum við alltaf haldið okkar góðu kynnum. Þegar ég h't til baka þá gæti ég trúað að Jón og Sigga hafi ver- ið það fólk sem ég heimsótti hvað oft- ast. Bæði var það, að ég leitaði mjög oft ráða hjá Jóni varðandi pólitíkina, og svo var með eindæmum hlýlegt viðmótið hennar Siggu, að mér fannst alltaf gaman að koma í Álftröðina. Síðustu árin bjó Sigga í Gljábakka, en það húsnæði var byggt fýrir eldri borg- ara (Kópavogi. Vissulega er það svo, að þegar maður ætlar að setja nokkur fátækleg orð á blað um konu sem alla tíð helg- aði líf sit heimilinu og uppeldi bama sinn, var „bara húsmóðir", verður manni orða vant. Þau heimili sem ég og mín kynslóð ólumst upp í, heyra nú því miður brátt sögunni til. Þannig þykir það ekki lengur neitt sérstakt að stjóma stóm heimili og ala upp mörg böm. Þar reyndi fyrst og ffernst á hús- móðurina sem alltaf þurfti og „átti“ að vera heima. Sigga hafði fallega rödd og hafði mikið yndi af söng, enda söng hún mikið. Alltaf þegar haldnar voru skemmtanir fannst henni nauðsynlegt að taka lagið og söng þá manna hæst. Ég minnist þess ekki að hafa komið heim í Álftröð og hitt Siggu í leiðu skapi. Fyrir mér var hún einstaklega lundgóð og þó h'fið hafi vitanlega ekki alltaf verið henni neinn dans á rósum þá lét hún mann aldrei finna annað en að allt léki í lyndi hjá henni. Svona manneskjur em gulls ígildi og þyrftu að vera á hveiju heimili. Þau hjón, Jón og Sigga, tóku mik- inn og virkan þátt í starfsemi Alþýðu- flokksins, fyrst á ísafirði og síðan í Kópavogi. Álþýðuflokkurinn þakkar þeim fyrir heilladijúgt samstarf í gegn- um tíðina og víst er um það, að hreyf- ing jafnaðarmanna er miklu mun fá- tækari að þeim gengnum. Ég vil fyrir hönd Alþýðuflokksins færa fjölskyld- um þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um þessi heiðurshjón lifa í hugum okkar allra. Við fráfall Siggu viljum við Sóley og fjölskylda senda bömum hennar og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. ALÞYÐUBLAÐIÐ Qpeqav isíemki ostuvinn ev kominn á ostabakkann, foegar kami kóvónav matargevðina - bvveWur eða djúpsteiktuv - eða ev einjfildlega settuv beint í munninn - bá et kátíðl Q^slenskuv (égbeta í kiydðollu Frábær með fersbu saiati og sem snarl. Jáðala (sððvie A ostabafcbann og með bexi og ávöxtum. >one Góður einn og sér og tilvalinn í matargerðina. offtónda Qfðrie Með bexinu, brauðinu og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteibtur. Qplvítm kastali Með fersbum ávöxtum eða einn og sér. (áJljómaostuv Á bexið, brauðið. í sósurog ídýfur. Yóamembevt Einn og sér, á ostababkann og í matargerð. <0tóvi-JzJhmou Ómissandi þegar vanda á tii veisiunnar. Æúxusgrja Mest notuð eins og hún bemur fyrir en er einbar góð sem fylling í bjöt- og fisbrétti. Bragðast mjög vei djúpsteibt. * W. s, oPort (£alut Bestur með ávöxtum, brauði og bexi. (£Peppevoneostuv Góður í ferðalagið. háðaostuv Tilvaiinn til matargerðar - í súpur, ig. , ,-L sósur eða til fyllingar í bjöt- og fishrétti. Góður einn og sér. f||ff fí (áávitlauks (ápvie Kærhominn á ostababbann, með bexi, brauði og ávöxtum. ÍSLENSKIR OSTAR, > ^tiNAsrA &

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.