Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 8
k * 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 29. mars 1996 MÞYBUBLMB 50. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Skemmtilegt að strika úttexta - segir Bragi Ólafsson sem fær um helgina að sjá sitt fyrsta leikrit á sviði „Ég var sjálfur beðinn að skrifa auglýsingatexta og mér fannst fyndið að setja sig í þær stellingar. Svo kom hitt af sjálfu sér eins og annað sem ég hef skrifað," segir Bragi Ólafsson um tilurð einþáttungsins Spurning um orðalag sem sýndur verður á Leyni- bamum í Borgarleikhúsinu á laugar- daginn klukkan fjögur. Bragi segir að einþáttungurinn sé í aðalatriðum um tvo vini; smásagnahöfund sem hefur fengið það verkefni að skrifa auglýs- ingatexta og verkefnalítinn blaða- mann, sem reynir að koma vini sínum til hjálpar í örvæntingafullri leit að að grípandi auglýsingatexta. Bragi hefur verið að fást við leik- ritaskrif síðustu tvö árin en fyrir skömmu var hljóðritað verðlaunaleik- rit hans, Sumardagurinn fyrsti, og verður því útvarpað í næsta mánuði. Spuming um orðalag er hins vegar fyrsta verk Braga á sviði. „Mér finnst mjög skemmtilegt að skrifa leikrit, rétt eins og mér finnst skemmtileg að lesa leikrit, maður þarf þá að geta í eyðumar - fylla inn í á milli talmálsins,“ segir Bragi og ber vinnu með leikurum og leikstjóra góða sögu. „Þá bæði breytist textinn Reykjavík - Akureyrí í bakkanum eru begónía, og ein græn pottaplanta satínviður). páskacrýsi (drekatré eða Stærri Þriár plöntur í bakka Ódýrar I Páskaskreytin gar Bragi var beðinn að skrifa auglýs- ingatexta - svo kom hitt af sjálfu sér. A.-mynd: E.ÓI. og það er skemmtilegt að strika út það sem maður hélt að væri fullkominn texti,“ segir Bragi. ■ Össur Skarphéðins- son um framboð Ólafs Ragnars Þjóðarsálin er fljót að fy ri rgefa - hef þó ekki gert upp hug minn, segir Össur Ossur Skarphéðinsson: Mönnum er sér- lega annt um að fá sem forseta ein- stakling sem þeir geta verið nokkuð vissir um að engin hneyksli fylgi. „Mér Kst afar vel á framboð Ólafs Ragnars. Ég finn að hann nýtur mikils stuðnings. Reyndar verð ég var við ótrúlega mikið fylgi við hann í röðum Sjálfstæðismanna og finn líka fyrir nokkxu fylgi við hann innarlega í Al- þýðuflokknum, þótt ég eigi að sjálf- sögðu eftir að gera upp hug minn, enda kann að vera að ekki séu fram komnir allir þeir írambjóðendur sem slægur er í,“ segir Össur j Skarphéðinsson alþingismaður er hann er spurður hvemig honum lítist á forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. „ M a r g i r undrast að Olaf- ur Ragnar skuh hafa náð að vinna sig inn í hjörtu lands- manna þar sem ekki eru nema örfá misseri síð- an hann var í eldlínu pólit- ískra deilna. Þetta sýnir ekki bara það að þjóðarsálin er fljót að gleyma og fyrirgefa, að prestunum frátöldum, heldur að Ólafur Ragnar býr yfir pólit- ískum kostum sem sérstök eftirspum er eftir núna. Það ríkir upplausn í þjóðfé- laginu vegna átaka innan kirkjunnar. Mönnum er sérlega annt um að fá sem forseta einstakling sem þeir geta verið nokkuð vissir um að engin hneyksli fylgi. Ólafur er á hinum rétta aldri og hvað sem mönnum finnst um hann þá ber hann með sér að vera það sem Bretar kalla safe pair ofhands. í þjóðfélaginu er í bili nokkuð frá- kast ffá hinni alþjóðlegu umræðu sem til skamms tíma var í brennidepli. Tals- vert stórir hópar í þjóðfélaginu, einkum eldra fólk, óttast þá alþjóðlegu þróun, sem meðal annars Alþýðuflokkurinn hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir. Samt vilja menn ekki vera einangrunar- sinnar. Ölafur Ragnar sameinar þessi sjónarmið. Annars vegar hefur hann verið í íylkingarbijósti þeirra sem vilja ekki of náin tengsl við Evrópu. Engum blandast þó hugur um að hann er heimsborgari í bestu merkingu þess orð. Þar fyrir utan hefur Ólafur gefið sér mjög gott orð sem erindreki ís- lenskra fyrirtækja í Austur Asíu. Menn hafa sannreynt það að tengsl hans við þjóðarleiðtoga og stjómmálamenn eru ótrúlega víðtæk," segir Össur Skarp- héðinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.