Alþýðublaðið - 02.04.1996, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Að rækta kálgarðinn sinn
gæfa af einhveiju viti, hreinlega af því
að það gefst ekki tími til alvöru um-
ræðna. Með málefnahópum er verið
að gera tilraun til þess að flokksmenn
geti komið að málefnastarfi fyrir
flokksþing og þannig haft allt um það
að segja hvaða stefna verður tekin í
hverjum málaflokki. Því vil ég hvetja
alla sem áhuga hafa á málefnastarfi
flokksins að koma nú til starfa og
mæta á þá fundi sem auglýstir verða.
Flokksfélögin eru mörg hver blóm-
leg og sæl, en þó er víða pottur brot-
inn í þeim efnum. Við þurfum að taka
höndum saman um það að efla þessi
félög með því að koma til starfa og
safna félögum og fá fólk til að taka
þátt í starfmu. Þama skiptir líka meg-
inmáli að aðalskrifstofan í Reykjavík
rakni úr rotinu og fari að þjóna flokks-
félögum um landið eins og henni hef-
ur verið ætlað að gera. Flokksmenn á
hveijum stað þurfa líka að sýna frum-
kvæði í þvf að hefja málefhastarf í sín-
um bæjarfélögum fyrir næstu kosning-
ar. Flokkurinn er jú auðvitað ekkert
annað en fólk sem hefur þá hugsjón að
gera megi þjóðfélagið eða bæjarfélag-
ið örlítið betra en það er í dag. Okkur
hefur svolítið hætt til þess að benda
hver á annan og segja að allt sé öðrum
að kenna og víst er að við höfum þann
valkost að vera alltaf í fýlu, en við get-
um líka ákveðið að taka til.
Við höfum tímann fram að næstu
kosningum til þess að byggja flokkinn
upp að nýju og þann tfma þarf að nota
vel. Og þó að ég og mínir líkar viljum
líka að flokkurinn heiji nú þegar náið
samstarf við aðra jafnaðarmanna-
flokka er ekki þar með sagt að ekki
eigi að byggja Alþýðuflokkinn upp.
Það er nefnilega svo einfalt að ef við
vinnum okkar eigin heimavinnu vel,
þá verðum við sterkari hvort sem við
verðum einn flokkur eða hluti af stærri
heild. Við skulum þess vegna litlar
áhyggjur hafa af því hvað aðrir eru að
gera heldur einbeita okkur að okkar
eigin starfi. Og ef við ræktum kálgarð-
Og þó að ég og mínir líkar viljum líka að
flokkurinn hefji nú þegar náið samstarf við
aðra jafnaðarmannaflokka er ekki þar með
sagt að ekki eigi að byggja Alþýðuflokkinn
upp. Það er nefnilega svo einfalt að ef við
vinnum okkar eigin heimavinnu vel, þá verð-
um við sterkari hvort sem við verðum einn
flokkur eða hluti af stærri heild.
inn okkar vel munum við fá góða upp- skera - svona einfalt er það.
skeru úr honum, en ef við sjáum ekki ________________________
vel um hann munum við ekkert upp- Höfundurerfélagsfræðingur.
verið rætt undanfarið og vekur það
alltaf jafn mikla furðu hversu dauflegt
það er< Skipulagið virðist einhvern
veginn áldrei virka alminnilega og
nefni ég síðasta flokksstjórnarfund
sem dæmí um það. Sá fundur var illa
boðáðúr (sérstaklega fyrir lands-
byggðarfólk) og illa kynntur enda var
mætingin grátleg, sérstaklega í ljósi
þeirrar mikilvægu umræðu sem þar
fór fram að sögn þeirra sem mættu.
En þrátt fyrir að ýmislegt megi betur
fara er engin ástæða til þess að leggja
árar í bát og einhvem tíma var sagt
„eigi skal gráta Björn bónda heldur
safna liði“. Það er nefnilega kominn
tími til þess að flokksmenn allir - allir
sem einn - fari að koma starfsemi
flokksins af stað á nýjan leik.
Nú stendur fyrir dyrum að hefja
starf í málefnahópum flokksins þar
sem stefna flokksins verður væntan-
lega mörkuð. Þessir málefnahópar em
mikilvægt skref í áttina að því að
virkja hinn almenna flokksmann til
þess að koma að málefnastarfi annars
staðar en á flokksþingi. Það hefur
nefnilega loðað við þennan flokk að á
flokksþingi séu birt drög að stefnuskrá
sem síðan ekki gefst tími til að gaum-
Nú er að verða liðið ár frá síðustu
kosningum og um leið ffá því að Al-
þýðuflokkurinn hóf stjómarandstöðu
sína. Núna þegar flestir flokksmanna
hafa sleikt sár sín er kominn tími til að
vinna að því að byggja þennan litla en
ágæta flokk upp frá gmnni. Flokks-
starf Alþýðuflokksins hefur nokkuð
Pallborðið |
Hreinn
Hreinsson
skrifar
Stúdentablaðið er
með fjörlegra móti
um þessar mundir, enda
vélar þar um ungt fólk
sem sumt hefur sótt sér
reynslu í blaðamennsku
á almennum markaði. í
síðasta tölublaði birtist
meðal annars grein eftir
ungan mann sem kallar
sig einfaldlega Þórarin
og mun hafa verið helst-
ur frammámaður í Haka,
einhvers konar brand-
araframboði sem sem
barðist við Vöku og
Röskvu í síðustu stúd-
entaráðskosningum.
Segir hann að sér þyki
ágætis árangur að hafa
fengið 118 atkvæði í
kosningunum, en játar
um leið að maðkur hafi
verið í mysunni. Segist
hann í fyrsta lagi hafa
falsað sex undirskriftir á
framboðslistanum, í
öðru lagi hafi flestir sem
voru á listanum einnig
skrifað sig á stuðnings-
mannalista, en það mun
vera óheimilt. í þriðja
lagi segist Þórarinn hafa
verið með áróður á kjör-
stað, í fjórða lagi hafi
hannlogið upp að
kosningavaka
sín yrði hald-
in á Hótel
íslandi og í
fimmta
lagi segist
hann lik-
lega hafa
brotið ein-
hverjar siða-
regiur þegar
hann sendi tölvu-
póst á „heilu notenda-
hópana". En Þórarinn,
sem virðist nánast vera
tukthústækur af þessu
að dæma, segist áfram
munu svífast einskis til
að ná sínu fram...
Vitað er að eigendur
Helgarpóstsins, sem
raunar er fremur á huldu
hverjir eru, hafa mikinn
áhuga á að losna við
blaðið með einum eða
öðrum hætti, þó án þess
að þeir bíði af fjár-
hagstjón. Fáir
hafa hins vegar
áhuga á að
kaupa,en þó
hafa borist
fregnir um
að einn mað-
ur hafi nýskeð
lýst áhuga á
eignast blaðið.
Var það Ástþór
Magnússon, friðar-
postuli í samtökunum
Friður 2000. Ekki er vitað
hvað Ástþór ætlaðist fyr-
ir með blaðið - hvort
hann ætlaði til dæmis að
breyta nafni þess í Frið-
arpósturinn...
„Strákar - verið þið algjörlega hreyfingarlausir og látið ekki
háfana bærast! Og í guðanna bænum ekki gera neitt
ógnandi. Þeir vilja sennilega bara kíkja á krukkurnar okkar
og það er best fyrir okkur að leyfa þeim það..."
m e n n
Við viljum ekki
þessa viðskiptavini sem
hætta hundruðum þúsunda
eða milljónum.
Siguröur Baldursson hjá
íslenskum getraunum.
DV á laugardag.
Það eru hins vegar
engar konur í félaginu
þótt við höfum mjög
gaman af konum - sumir
meira en aðrir.
Ásmundur Friðriksson einn af stofnfélögum
Hrekkjalómafélagsins í Vestmannaeyjum.
DV á laugardag.
Þetta er svona Michelle
Pfeiffer - týpan að syngja
litlu standardana og
stundum eru Las Vegas -
dansarar með okkur eins
og í bíómyndunum.
Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona I
Helgarblaöi DV.
Ég ákvað að taka
mér nafn sem sýndi fárán-
leika þessara laga. Ég var
eiginlega búinn að ákveða
að heita Ljótur Boili eða
Ljótur Drengur en var
bent á að það gæti
mögulega komið niður
á börnum mínum.
Eilífur Friður Edgarsson.
Morgunblaðið á sunnudag.
Mér er sýndur mikill
heiður, þetta er alveg
ótrúleg tilfinning, ég hef aldrei
upplifað annað eins.
Aðalheiður Millý Steindórsdóttir nýkjörin
fegurðardrottning Suðurlands.
DV í gær.
Ríkisstjórnin hefur
sigað mannýgum tarfi á
varnarlaus gamalmennin í
verkalýðsforystunni.
Einar S. Guðmundsson nemi í
DV í gær.
fréttaskot úr fortíd
fimm a förnum vegi
Hvað gerðist á föstudaginn langa?
Erna Oladóttir nemi:
veit það ekki.
Elín Jóhannsdóttir nemi:
Ég hef ekki hugmynd um það.
Olafur Örvar Ólafsson
nemi: Þá var Jesú krossfestur.
Einar Ingi Hreiðarsson
nemi: Jesú var krossfestur á
Golgatahæð.
Sigurjóna Frímann snyrti-
fræðingur: Þeir krossfestu
Jesú á einhverri hæð.
Hérinn skaut
veiðimanninn
I fyrsta skifti í sögu veiðimenskunnar
hefir það komið fyrir, að héri skaut
veiðimanninn. I borginni Keoel í
Ungverjalandi bjó veiðimaður nokk-
ur. Dag einn brá hami sér á veiðar, og
ekki leið á löngu áður en hann skaut
héra. Hann stakk héranum í veiði-
tösku sína, setti byssuna á öxl sér og
hélt áfram. En þá bar svo við, að hér-
inn sparkaði með afturfótunum í
dauðateygjunum og hitti gikkinn á
byssunni. Skotið hljóp af og varð
veiðimanninum að bana.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
27. janúar 1935