Alþýðublaðið - 02.04.1996, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
m a m ó t
Bláfátækir vatnsberar, karl og kona, draga vatnsvagn upp
Bókhlöðustiginn í Reykjavík. Lögin komu eins og sending af himnum ofan
fyrir fátækt fólk.
tryggingar í 60 ár, segir dr. Bjarni
Jónsson, en hann starfaði sem læknir
ffá því árið 1936 og allt íram á þetta
ár : „Lögin komu eins og sending af
himnum ofan fyrir fátækt fólk. Al-
menningur gat allt í einu leyft sér að
leggjast inn á sjúkrahús, án þess að
verða öreigar. Fólk þurfti ekki lengur
að hika við að fara í bráðnauðsynlegar
aðgerðir og það gat í fyrsta sinn hik-
laust leitað til læknis hvenær sem
var.”
Stærsta breytingin sem komst til
ffamkvæmda sama ár varðaði sjúkra-
tryggingar. Nú var skylda að stofna
sjúkrasamlög í öllum kaupstöðum
Deilur um
Sjúkrasamlag
Reykjavíkur
Sjúkrasamlög voru til í ýmsum bæjarfélögum, en ekki var
skylduaðild að þeim og til þess að geta notið nokkurra réttinda
þurftu menn að vera aðilar. Árið 1928 vom sjúkrasamlög á öllu
landinu aðeins níu talsins. Þátttaka í þeim var mjög lítil og vom
þá 13% Reykvíkinga 15 ára og eldri, en aðeins 2% allra lands-
manna á sama aldri, aðilar að sjúkrasamlagi. Samkvæmt hinum
nýju alþýðutryggingalögum átti að kjósa nýja stjóm sjúkrasam-
laganna. Ný stjóm Sjúkrasamlags Reykjavíkur var kosin í febrúar
1936. Bæjarstjóm kaus stjómina og náðu tveir alþýðuflokksmenn
og þrír sjálfstæðismenn kjöri. Alþýðublaðið sló því þá upp á for-
síðu að Jóni Pálssyni, „brautryðjanda sjúkrasamlaganna” hefði
verið bolað burt, en í stað hans valinn maður sem vildi samlagið
feigt. Sá maður var dr. Helgi Tómasson. Hann var á þessum tíma
formaður Læknafélags Reykjavíkur og þótti Vilhjálmi S Vil-
hjálmssyni (VSV) það alveg sérstaklega óviðeigandi að formaður
félags sem nýlega hefði átt í „erfiðum samningum” við Sjúkra-
samlagið væri settur í stjóm þess. í inngangi greinar VSV segir að
Helgi vilji að Læknafélagið hafi öll ráð sjúkra manna í hendi sér,
síðan segir frá því að Helgi hafi á fundi Læknafélags Reykjavíkur
lýst þeirri hugmynd, að Læknafélagið yfirtæki Sjúkrasamlag
Reykjavíkur og færði síðan kerfið út eftir þeim línum sem seinna
virtust heppilegar. Þetta kallar VSV kolsvart afturhald og þrátt
fyrir að Helgi í viðtali við blaðið neiti því að ætla að eyðileggja
sjúkrasamlagið innan frá, er það niðurstaða VSV að menn þurfi
að vera við öllu búnir enda segir hann:
“Það er kunnugt að Sjálfstæðisflokkurinn er í raun og vem and-
vígur öllum alþýðutryggingum, en það er jafnframt orðið ljóst að
hann þorir ekki opinberlega að helja baráttu gegn þeim.
Ætlar hann nú að beita lævíslegum aðferðum til að eyðileggja
þessa einu grein trygginganna ... sjúkratrygginguna, sem hann
hefur afl til að eyðilegga af því að hann hefur meirihluta í stjóm
Samlagsins?”
Þrátt fyrir spumingarmerkið og það að Helgi Tómassons neiti
því í viðtali að vilja Sjúkrasamlagið feigt, er greinilegt að VSV
trúir öllu illu upp á Sjálfstæðisflokkinn í þessu sambandi. Ekki
tókst sjálfstæðismönnum, þrátt fyrir meirihluta í stjóm Samlags-
ins að koma því á kné - hafi sú verið ósk þeirra. Samlagið lifði allt
þar til það, eins og önnur sjúkrasamlög landsins var lagt niður og
starfsemi þess færð undir Tryggingastofnun árið 1990. Dóttir
Helga, Ragnhildur Helgadóttir, varð síðar heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var árið 1974
Alþýðutryggingalögin voru ekki aðeins bylting í réttindum íslensks alþýðufólks, heldur einnig pólitískt
kraftaverk unnið á erfiðum tímum.
fyrsti flutningsmaður fmmvarps
til laga sem veittu öllum útivinn-
nandi konum í fyrsta sinn rétt til
greiðslna í fæðingarorlofi.
landsins og allir íbúar þeirra 16 ára og
eldri urðu að tryggja sig hjá sínu sam-
lagi. Síðar voru svo stofnuð sjúkra-
samlög í sveitum þannig að allir urðu
sjúkratryggðir. Nokkuð sem nú þykir
sjálfsagt. I fyrstu var reyndar sú tak-
mörkun að aðeins þeir sem höfðu
lægri árstekjur en 4.500 kr. gátu notið
tryggingar úr kerfinu. Réttindin voru
því tekjutengd, sem er athyglisvert í
ljósi umræðna samtímans um tekju-
tengingar ýmissa réttinda frá Trygg-
ingastofnun. Réttindi til slysatrygg-
inga urðu víðtækari og komið var á
lífeyristryggingum fyrir alla.
Þó að alþýðutryggingatrygginga-
lögin árið 1936 væru byltingarkennd
og bættu réttindi alþýðufólks veru-
lega, þá voru þau auðvitað ekki full-
komin. Á næstu árum átti sér stað
veruleg endurskoðun laganna. Mesta
breytingin varð með lögum um al-
mannatryggingar sem voru samþykkt
árið 1946. Með þeim var unnið mikið
samræmingarstajf. Þetta var á tímum
nýsköpunarstjórnarinnar svonefndu,
sem var undir forsæti Ólafs Thors. Að
henni stóðu Sjálfstæðisflokkur, Al-
þýðubandalag og Alþýðuflokkur.
Þessi stjóm setti sér m.a. það markmið
I þessu húsi, Alþýðuhúsinu, hóf
Tryggingastofnun starfsemi sína
fyrir réttum 60 árum. Þar leigði hún
fjögur herbergi, en í árslok árið
1936 störfuðu tíu manns hjá stofn-
uninni. Nú starfa 190 manns hjá
Tryggingastofnun í Reykjavík, auk
þess sem umboð hennar eru hjá 25
sýsluskrifstofum um land allt.
að koma á almannatryggingum, sem
væru þá víðtækari en þær alþýðu-
tryggingar sem fyrir vom. í stjómar-
sáttmála hennar segir m.a. að ríkis-
stjómin hafi:
„ákveðið að komið verði á á næsta
ári svo fullkomnu kerfi almannatrygg-
inga, sem nái til allrar þjóðarinnar, án
tillits til stétta eða efnahags, að Island
verði á þessu sviði í fremstu röð ná-
grannaþjóðanna.”
Hvorki meira né minna. Þessi orð
og það frumvarp sem fylgdi í kjölfar
þeirra era samin á tímum stríðsgróða
og uppgangs í samfélaginu. Sá metn-
aður sem í þeim felst og sú sátt um að
veita öllum tryggingar, sem í frum-
varpinu fólst, hélst allt fram á áttunda
áratuginn. Hv
Öll fjárlögin í almanna-
tryggingar?
Það var þó ekki í raun íyrr en í upp-
hafi þessa áratugar, að menn hér á
landi gera sér ljóst að ekki er hægt að
bæta endalaust við réttindin.
Velferðarkerfið, eins og flest önnur
kerfi, felur í sér innbyggða tilhneig-
ingu til vaxtar. Það kostar alltaf meira
og meira. Ekki aðeins vegna þess að
réttindi samkvæmt því verða æ yfir-
gripsmeiri, heldur líka vegna þess að
öldruðum og öryrkjum fjölgai' stöðugt,
læknavísindin verða líka æ fullkomn-
ari og alltaf koma fram ný lyf og ný
tæki sem borga þarf af sjúkratrygging-
um. Auðvelt væri að nota ekki bara
22,8% af fjárlögum, einsog gert er ráð
fyrir, fyrir árið 1996, heldur fjárlögin
öll og meira til, í almannatryggingar.
En það gengur auðvitað ekki.
Þess vegna hefur þurft að spara í
velferðarkerfinu. Skera niður og veita
minna fé til almannatrygginga. Því
miður hefur sú viðleitni allt of oft
falist í því að rjúka upp með látum
þegar setja þarf saman fjárlög, skera
niður hér, hætta greiðslu þar, allt án
nokkurar heildarsýnar. Arangurinn
hefúr orðið sá að almannatrygginga-
lögin hafa orðið flóknari og flóknari
með hverju árinu sem liðið hefur. Þau
þyrfti að einfalda. Forsenda slíkrar
vinnu er að menn geri sér grein fyrir
því hvert markmið almannatrygging-
annna á að vera. Eiga þær að vera fýr-
ir alla, án tillits til stéttar eða efhahags,
eins og nýsköpunarstjórnin lofaði
þjóðinni eða eiga þær fýrst og fremst
að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp
að halda, ekki tryggja öllum aðgang,
án tillits til tekna eða þjóðfélagsað-
stæðna, eins og Sighvatur Björgvins-
son, þáverandi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, sagði í viðtali við
tímaritið Almannatryggingar haustið
1994?
Nauðsynlegt er að setjast niður og
ákveða hver framtíðarstefna íslenskra
almannatrygginga á vera. Að slíkri
forvinnu lokinni ætti að vera hægt að
semja hið ágætast frumvarp um ný al-
mannatryggingalög, en eins og Karl
Steinar Guðnason, forstjóri Trygg-
ingastofnunar ríkisins, segir í viðtali
hér til hliðar: „Almannatryggingalög
era aldrei fullsamin. Þau verða að taka
mið af aðstæðum og breytast í takt við
lifandi samfélag.” ■