Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. apríl 1996 Stofnað 1919 53. tölublað - 77. árgangur ■ Ólafur Ragnar Grímsson að stinga af í baráttunni um Bessastaði? 40 prósent studdu Ólaf Ragnar í könnun Hagvangs, þótt tveir þriðju væru búnir að svara áður- en hann tilkynnti framboð Mikil stemmning hjá framsóknar- mönnum kringum framboð Ólafs - segir einn af þingmönnum Framsóknarflokksins. „Flestum þingmönnum finnst Ólafur Ragnar frambærilegastur af þeim frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér." Ólafur Ragnar einnig með yfirburði í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. „Tveir þriðju hlutar könnunarinnar voru teknir áðuren ég tilkynnti um framboð. Það er engu að síður ljóst að þessi könnun endurspeglar og staðfestir þann breiða stuðning sem við fundum áðuren við tókum ákvörðun. Uppá síð- kastið höfum við fundið vaxandi stuðn- ing og þetta er vissulega gott vegar- nesti,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson um niðurstöður skoðanakönnunar Hag- vangs. Hagvangur lauk könnun sinni 1. apr- fl og var tekið slembiúrtak 1100 Islend- inga á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlut- fall var 74,1%. í fréttatilkynningu írá Hagvangi kemur ffam að þegar Ölafiir Ragnar tilkynnti um framboð sitt var búið að safna tveimur þriðju allra svara. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins gerði Félagsvísindastofnun skoðanakönnun um þarsíðustu helgi, en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Heimildamaður blaðsins sagði að Ólaf- ur Ragnar hefði haft algera yfirburði í könnun Félagsvísindastofnunar, og fengið milli 40 og 50 prósent fylgi. Ölafur Ragnar á samkvæmt könnun Hagvangs mest fylgi bæði meðal karla og kvenna. 42,7 prósent karla styðja hann og 35,7 prósent kvenna. Guðrún Pétursdóttir nýtur stuðnings 26,5 pró- sent karla og 29,3 prósent kvenna. Guðrún Agnarsdóttir hefur fylgi 10,4 prósent karla og 16,5 prósent kvenna. Guðrún Pétursdóttir hefúr mest fylgi allra frambjóðenda meðal kjósenda á aldrinum 18 til 29 ára, 31,9 prósent en Ólafur kemur næstur með 27 prósent. í öðrum aldursflokkum, 30 til 49 ára og 50 til 75 ára, hefúr Ólafur Ragnar til muna meira fylgi en aðrir frambjóð- endur. Stuðningur við Ólaf Ragnar er mjög víðtækur. Einn af landsbyggðarþing- mönnum Framsóknarflokksins sagðist heyra á mörgum flokksmönnum í kjör- dæminu að Ólafur Ragnar þyki góður kostur. „Það er ansi mikil stemmning í kringum hann. Fólki finnst smart hvemig þau tilkynntu framboðið. Ég get heldur ekki neitað því að þau hjón- m hafa mikið í þetta,“ sagði þingmað- urinn sem kvaðst ekki vera búinn að gera upp hug sinn. „Ég vil nú bíða þangað til allir frambjóðendur eru komnir fram. En ef Ólafur Ragnar heldur þessu flugi verður erfitt fyrir aðra að gefa kost á sér.“ Þingmaðurinn sagði að þingflokkur Framsóknar hefði ekkert rætt málið formlega. „En auðvitað tala þingmenn mikið um þetta sín á milli. Mér virðist að flestum finnist að miðað við þá ffambjóðendur sem em komnir ffam sé Ólafúr Ragnar ffambærilegastur." Þessi þingmaður Framsóknar sagði ■ Niðurstöður Hagvangs Ólafur meðtæp 40 prósent Hlutfall óákveðinna og þeirra sem neituðu að svara í skoðanakönnun Hagvangs var 32,3 prósent, og er mun minna en í síðustu könnun- um. Ef einungis eru teknir þeir sem taka afstöðu er niðurstöður þessar: Ólafur Ragnar Grímsson 39,3% Guðrún Pétursdóttir 27,9% Guðrún Agnarsdóttir 13,4% Pálmi Matthíasson 5,5% DavíðOddsson 3,1% Aðrir 10,8% að flestir teldu nú ólíklegt að Davíð Oddsson gæfi kost á sér. „Ég held að hann sé hreinlega orðinn of seinn. En honum h'ður varla vel að sjá allan þann stuðning sem Ólafur Ragnar hefur,“ sagði þingmaðurinn. ■ Sýningar í Listasafninu á Akureyri Sögulegt stílbrot á kvenímyndinni -segir Hannes Sigurðsson listfræðingur um Ijósmyndir Bill Dobbins af stálkonum Laugardaginn 13. apríl verða opnaðar tvær afar ólíkar sýningar í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni „Kvenlíkaminn". En þar hefur öllum nektarmálverkum Gunnlaugs Blöndal verið safnað saman til sýningar auk þess sem sýndar verða 37 ljósmyndir Bill Dobbins af svokölluðum „Stál- konum“. Að sögn Hannesar Sigurðssonar listfræðings má líta á myndir Dobbins sem „sögulegt stílbrot á kvenímyndinni" en Dobbins hefur sérhæft sig í að taka myndir af vaxtaræktarkonum. „Bill Dobbins er þekktastur í bransanum og tek- ur myndir fyrir fagtímaritin Muscle and fitness og Fitness en þau koma út í um átta milljón ein- tökum hverju sinni. Hann hefur líka skrifað tvær bækur í sam- vinnu við Arnold Swartzenegger og er nýbúinn að gefa út bók sem ber heitið Women og er tileinkuð líkamsræktarkonum," segir Hann- es. Myndir Dobbins þykja lýsa fullkomlega nýrri kvenímynd og breyttu viðhorfi til hugtaksins íþróttar. Stálkonurnar hafa margar hverjar þróað líkama sinn sem næst út að endimörkum mögu- leika hans og vilja þannig sýna að konur geti brotist út úr þeim fjötr- um sem lagðir haf verið á þær á öllum sviðum mannlífs. Þannig er vaxtaræktin eitilhörð jafnréttis- barátta margra stálkvennanna. í tilefni sýningarinnar hefur Gym 80 boðið Bill Dobbins til landsins ásamt tveimur atvinnu- stálkonum þeim Melissu Coates og Ericcu Kern en sú síðarnefnda er N.-Ameríkumeistari í vaxta- rækt. „Þær verða með sýningu í Tunglinu 19. apríl og svo verður málþing á Akureyri 21. apríl þar sem Bill Dobbins og konurnar tvær munu sitja fyrir svörum," segir Hannes. Á sýningunni sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri um helgina má líta nektarmyndir Gunnlaugs Blöndal og Ijósmyndir Bandaríkja- mannsins Bill Dobbins af „Stálkon- um". Myndin sýnir hina mössuðu Hannie van Aken. ■ Benedikt Davíðsson um frumvarp Gísla S. Einarssonar Lágmarkslaun mega ekki vera lægri en 80 þúsund Frumvarpið hefur engan efnislegan tilgang, segir Þór- arinn V. Þórarinsson og telur að það myndi innleiða allt að 40-60 prósent verðbólgu „Ég hef ekki séð þetta frumvarp og get ekki tjáð mig um það í heild, en ég er sammmála þvf að lágmarkslaun megi ekki vera lægri en 80 þúsund krónur," sagði Benedikt Davíðsson í samtalið við Alþýðublaðið þegar leit- að var álits hans á frumvarpi Gísla S. Einarssonar um lágmarks og hámarks- laun. Gísli hefur á Alþingi lagt fram frumvarp til laga þar sem segir að lág- markslaun fyrir fulla dagvinnu skuli vera 80 þúsund krónur og föst há- markslaun skuli ekki vera hærri en sexföld lágmarkslaun. Þórarinn V. Þórarinsson formaður Vinnuveitendasambandsins segir að sér finnist frumvarpið hafa fyrst og fremst hafa þann tilgang að minna á Gísla S. Einarsson, því efnislegan til- gang hafi það engan. „Á Vesturlönd- um ákveða menn ekki með löggjöf hver mesti niunur megi vera á lægstu launum og þeim hæstu. Þetta er hug- myndafræði sem ég hélt að hefði dáið með kommúnismanum," sagði Þórar- Þórarinn telur að mikil hækkun lágmarkslauna geti haft alvarlegar af- leiðingar. „Ef löggjafinn tekur þá ákvörðun að hækka lágmarkslaun úr fimmtíu þúsund í áttatíu þúsund krón- ur þá er auðvitað bamaskapur að ætla að sú ákvörðun hafi engin önnur áhrif. Við höfum afskaplega langa og dapra reynslu af því að reyna að taka heljar- stökk í launahækkunum og reyna að telja okkur trú um að það hafi ekki áhrif. Þetta væri auðvitað ekkert annað en ákvörðun um það að innleiða hér verðbólgu sem væri af stærðargráð- unni 40 til 60 prósent. Ég held að jafn- vel Gísli S. Einarsson vilji það ekki,“ sagði Þórarinn. Davíð Oddsson: „Hefur staðið í vegi annarra frambjóðenda af hægri vængnum," segir þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. ■ Davíð daprast flugið Aðeins 0,6 pró- sentstuðningur fólks50 til 75 ára ,Mér heyrist á öðrum þingmönnum flokksins að mjög dvínandi lflcur séu á framboði Davíðs. Staðan er orðin þannig, að jafnvel mjög þekktir menn munu eiga erfitt með að blanda sér í baráttuna," sagði einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Samkvæmt skoð- anakönnun Hagvangs vilja nú aðeins 3,1 prósent að Davíð Oddsson verði næsti húsráðandi á Bessastöðum. At- hyglisvert er að stuðningur við Davíð er langmestur hjá yngsta aldurshópn- um, 18 til 29 ára, eða 5,7 prósent. 3,3 prósent fólks á aldrinum 30 til 49 ára styðja Davíð en aðeins 0,6 prósent fólks á aldrinum 50 til 75 ára. Þing- maðurinn sem blaðið talaði við sagði aðspurður að talsvert væri um það rætt innan flokksins, að Davíð hefði staðið í vegi annarra frambjóðenda af hægri - vængnum með því að bíða svo lengi með að segja af eða á um framboð. „En það má náttúrlega ekki gleyma því að Guðrún Pétursdóttir er flokks- bundin í Sjálfstæðisflokknum og margir góðir sjálfstæðismenn styðja hana,“ sagði þingmaðurinn. Stórtækasti morðingi íslandssögunnar Á páskadag voru nákvæmlega fjórar aldir síðan Björn Pétursson bóndi - betur þckktur sem Axlar- Bjöm - var handtekinn. Hann játaði á sig níu morð en var gmn- aður um að hafa komið mun fleiri fyrir kattarnef. Axlar-Bjöm er eini morðingi seinni tíma íslands- sögu sem flokkast undir svokall- aða raðmorðingja: ódæði hans vom ekki óviljaverk, heldur þaul- hugsuð illvirki, unnin á löngum tíma. Við segjum frá Birni Péturs- syni morðingja á opnunni í dag. Þetta er hug- myndafræði sem ég hélt að hefði dáið með kommúnisman- um, segir Þórar- inn um að setja eigi lög um leyfilegan mun á lágmarks- og hámarkslaun- um. Ég er samm- mála því að lág- markslaun megi ekki vera lægri en 80 þús- und krónur, segir Benedikt Davíðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.