Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8
V * XWREVF/i// 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 10. apríl 1996 mUBLiiBID 53. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Slysavarnarfélagið sker upp herör gegn tíðum slysum sjómanna Þrjúhundruð slys á ári í smábátum Guðjón Ingi Sigurðsson: „Þó ótrúlegt sé, þá er minna um slys á mönnum sem eru að byrja til sjós en þeim sem eru búnir að vera lengi til sjós." „Astæðan fyrir því að við förum af stað með átakið eru tíð slys í smábát- um og í höfnum. Með þessu átaki er- um við að höfða til sjómanna, útgerð- arinnar og til almennings," segir Guð- jón Ingi Sigurðsson formaður björg- unarsveitarinnar Sigurvonar í Sand- gerði í samtali við Alþýðublaðið. Nú stendur yfir forvamarátak á vegum Slysavarnarfélags Islands þar sem hugað er að öryggismálum sjómanna á smábátum og almennu öryggi við haíhir landsins. Guðjón segir láta nærri að um þrjú hundruð slys verði á ári í smábátum, misalvarleg, og um þrjú banaslys í höfhum. Hann segir öryggismál í smá- bátum vera víða í ólestri. „Öryggis- búnaður er mjög dýr, sérstaklega gall- amir, menn hafa hreinlega ekki efni á því að fá sér þá. Einnig má kenna um gáleysi á sjó og því miður held ég að menn séu stundum ekki vakandi fyrir því sem þeir em að gera. Þó ótrúlegt sé, þá er minna um slys á mönnum sem em að bytja til sjós en þeim sem em búnir að vera lengi til sjós. Þeir sem em vanir verða oft óvarkárir og hugsa ekki um alvöru málsins í sama mæli og þeir sem eru að byrja til sjós,“ segir Guðjón. Guðjón segir að öryggi í höfnum sé mjög ábótavant. Einn liður í átakinu snýr að því að efla öryggi bama sem sækjast eftir að leika sér við hafnir. „Þar leggjum við megináherslu á notkun björgunarvesta. Sums staðar fara böm ekki út á hafnir öðmvísi en í vestum. í Sandgerði hafa hafnarverð- imir verið mjög samviskusamir í því bjóða bömum upp á vesti. Krakkamir em að sama skapi mjög samviskusam- ir og taka tillit til þess og fara ekki út á hafnirnar án þess að koma við hjá þeim og fá vesti. Við hvetjum menn til að huga að þessum málum,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson. Guðjón Ingi Sigurðsson formaður björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði: Öryggisbúnaður er mjög dýr, sérstaklega gallarnir, menn hafa hreinlega ekki efni á því að fá sér þá. Ný Ijóðabók eftir Matthías Johannessen Út er komin, hjá Hörpuútgáfunni, sautjánda ljóðabók Matthíasar Jo- hannessen og ber hún heitið Vötn þín og vœngur. Bókin er meðal stærstu og veigamestu ljóðabóka Matthíasar og sú bók hans sem sýnir einna best helstu yrk- isefni hans og listræn tök. Skiptist bókin í átta flokka sem nefnast: Um vind- heim víðan, Hugmynd okkar um jörð, Inní einn draum, Vötn þín og vængur, Huldunnar rísandi dagur, „Hið eilífa þroskar djúpin sín“, í nærvem tímans og Kumpánlegt olnbogaskot. A bókarkápu segir meðal annars þetta um skáldskap Matthíasar: „f til- raunum Matthíasar með málið sjálft má greina tvískipta afstöðu hans til hefðarinnar. Þrátt fyrir allan sinn módemisma færir hann sér í nyt gömul stflbrögð, einkum kenningar fomkvæðanna, sem hann umskapar og gefur nýtt líf.“ ■ Sjónþing Hafsteins Austmanns í Gerðubergi Alltskilar sér í afstrakt -segir Hafsteinn Austmann listmálari Næstkomandi laugardag mun list- málarinn Hafsteinn Austmann sitja fyrir svömm á Sjónþingi í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi og rekja lífshlaup sitt og feril fyrir opnu húsi en spyrlar á Sjónþingi em að þessu sinni myndlistarmennirnir Haraldur Jónsson og Kjartan Guðjónsson. Hafsteinn mun sama dag opna yfir- litssýningu í Gerðubergi en á sunnu- daginn verður opnuð sýning á nýrri verkum Hafsteins á Sjónarhóli við Hverfisgötu. Þess má einnig geta að nú eru liðin 40 ár frá því Hafsteinn hélt sína fyrstu einkasýningu í Listamannaskálanum við Austur- völl. Sagt hefur verið um Hafstein að hann sé að vissu leyti síðasti móhík- ani harðlínu-afstraktsins hérlendis, því enginn hefur haldið meiri trú- festu við þá stefnu allt frá byrjun en hann. Hafsteinn telur þó ekki að al- þjóðlegir straumar hafi átt mestan þátt í að móta list sína, heldur sveit- in á Gilsbakka í Hvítársíðu: „Það kann að vera að svo ungur maður hafí þá áttað sig á að töfrar náttúr- unnar verða varla festir á léreft. Það er svo ótal margt sem opinn hugur finnur og skilur. Fuglasöngurinn, lyktin, ámiðurinn verða seint fest á mynd. Og þessi sérkennilega kyrrð morgunsins. En allt skilar þetta sér í afstrakt málverki þegar best tekst til,“ segir Hafsteinn. Hafsteinn Austmann rekur lífshlaup sitt og feril og situr fyrir svörum Har- aldar Jónssonar og Kjartans Guðjónssonar. ■ Málstofa um börn og bækur Breytt ímynd barnsins í bókum Málstofa um böm og bækur verður haldin laugardaginn 13. apríl klukkan 14 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands í stofu 101. Málstof- an er haldin á vegum félagsvísinda- deildar Háskóla Islands og Barna- bókaráðsins, fslandsdeildar IBBY. A dagskrá verður fyrirlestur dr. Je- an Webb frá Bretlandi um breytta ímynd barnsins í bamabókum. Auk þess ílytja erindi dr. Ragnheiður Bri- em sem fjallar um fyrstu skref í ís- lenskukennslu ungra bama, Silja Að- alsteinsdóttir fjallar um röddina í barnabókinni, Aðalsteinn Asberg Sigurðsson segir frá viðhorfum bamabókahöfunda, Hildur Hermóðs- Ólína Þorvaröardóttir ræðir gildi þjóðsagna fyrir börn. Hún gaf út nú fyrir jólin úrval þjóðsagna. dóttir skoðar bamabækur frá sjónar- hóli útgefenda, Ólína Þorvarðardóttir ræðir gildi þjóðsagna fyrir böm og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir flytur erindi um stöðu barnamenningar. Fundarstjóri verður dr. Sigrún Klara Hannesdóttir. ■ Guðrún Pétursdóttir unir vel sínum hlut í skoðanakönnun Hagvangs og Guðrún Agnarsdóttir kveðst bjartsýn þráttfyrir aðeins 13,4 prósenta stuðning Ékki marktæk skoðanakönnun - segir Guðrún Agnarsdóttir. „Áhugavert að Ólafur Ragnar nýtur meira fylgis en aðrirframbjóðendur". ,Úg held að ég megi una vel mínum hlut á þessu stigi málsins. Ég fagna sérstaklega fylgi unga fólksins," segir Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og forsetaffambjóðandi um niðurstöð- ur skoðanakönnunar Hagvangs. Þar kemur fram að 27,9 prósent þeirra sem afstöðu taka styðja hana sem næsta forseta. Guðrún hefur mest fylgi allra hjá fólki á aldrinum 18 til 29 ára, 31,9 prósent. Guðrún kvaðst fagna því hversu góðar undirtektir framboð sitt hlyti úti á landi og sagði: „Enn er mik- ið starf óunnið og kosningabaráttan varla hafin.“ „Ég held að það sé ekki mikið að marka þessar skoðanakannanir ennþá á meðan kynning er varla farin í gang og ekki er ljóst hveijir verða í fram- boði,“ segir Guðrún Agnarsdóttir læknir og forsetaframbjóðandi og bendir á að hún hafi til dæmis ekki hafið kynningu ennþá. „Ég er bara bjartsýn og bíð þangað til kosninga- baráttan hefst. En þessar tölur eru auð- vitað athyglisverðar og segja mér að það er verk að vinna. Það er eðlilegt að þeir sem hafa verið að kynna sig í talsverðan tíma fái byr og svo er greinilegt að Ólafur Ragnar nýtur þama meira fylgis en aðrir frambjóð- endur og það er áhugavert," segir Guðrún. Guðrún Pétursdóttir: Ég fagna sér- staklega fylgi unga fólksins. Guðrún Agnarsdóttir: Þessar tölur segja mér að það er verk að vinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.