Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Málverkán „k-sins" Á laugardaginn opnuðu þrjár at- hyglisverðar sýningar á Kjarvalsstöð- um. Vestursalurinn er helgaður sýn- ingunni „do it“, en það mætti útleggja sem „láttu til skarar skríða". Þetta er yfirgripsmikil forskriftarsýning sett saman af svissneska sýningarstjóran- um Hans Ulrich Obrist. Listamenn ut- Menning & listir [ an úr hinum stóra heimi senda ná- kvæm fyrirmæli með ýmsu móti til okkar hér heima á Fróni. Síðan er þessum fyrirmælum framfylgt. Úr framkvæmdinni verður svo til hin margbreytilegasta sýning. Á ganginum framan við vestursal- inn eru svo Eldrúnir Steinu Vasulka til sýnis, stórbrotin myndbandssýning í myrkvuðu umhverfi með myndvörp- um sem Steinu tekst að margfalda með þar til gerðum hliðarspeglum. Þetta mun vera fyrsta af þremur verk- um sem Steina sýnir á jafnmörgum vikum. Það er því vert að bíða eilítið með umijöllun um Steinu og sýningu hennar, einkum ef hin verkin eru í við- líka gæðaflokki og Eldrúnir. Þriðja sýningin sem opnaði um helgina er sýning Haraldar Jónssonar á miðgangi hússins. Þar sýnir hann íjögur verk sem öll snúast um flækjur skynjunar og tjáningar. Eftir endilöng- um norðurveggnum er risastór, svört, hljóðeinangrandi motta sem virkar eins og svört hola utan úr geimnum. Gegnt henni hangir röð af bláffltmð- um ljósmyndum í vönduðum, einföld- um trérömmum af útlendingum með heymartól í íslenska málverinu. Vestan megin em svo tvær samsett- ar höggmyndir úr dökkleitu tjömtexi. Þær móta stafina „Þ“ og „Г í mörg- um lögum úr uppstöfluðum einingum. Við austurendann stendur svo fer- hyrndur stafli af pappakössum með reglulegum götum. Þetta em Súrefni- skassar, án þess tekið sé fram til hvaða nota þeir séu. Það nægir að vita að hlutverk þeirra tengist öndun þótt margfeldi þeirra geti eins verið ávísun á innilokun - hólfun - og áhorfandinn geti því fengið kast og fundist hann vera sem lokað dýr í búri. Það er óþarfi að horfa framhjá óþægindunum í verkum Haraldar, en stundum er eins og hann sé einhverfur maður að leita sér að réttu tjáningar- formi. Flækjurnar sem hann setur fram geta með engu móti talist ofan og utan við afstöðu hans til tilvemnn- ar. Það má því segja að í list hans komi fram skýr pólitísk vitund um stöðu skynjunar og tjáskipta. Öll nem- um við tilvemna á okkar persónulega hátt án þess að geta alhæft með vissu um skynjun hinna. Þótt enginn tækni- legur munur sé á skynfæmm manna er skynjun þeirra svo margháttuð að írá- leitt er að reyna að koma henni heim og saman í einhveiju einföldu kerfi. Svo sterk er tilfinning Haraldar fyrir þessari staðreynd að verk hans virðast hrópa til okkar úr þögn sinni og ein- angrun. Þannig em þau eins og nú- tímalegar útfærslur á Ópi Edvards Munchs. En með því að myndmálinu er haldið utan við tjáningarríkið sem einkenndi stílbrigði Norðmannsins, verður niðurstaðan meir í ætt við író- níska hljómeykið Kafka og Beckett. Þar með verður yfirbragðið leikhúss- kennt. Samstilling Haraldar á Kjar- valsstöðum er ekki ósvipuð sviðs- mynd úr fjölskyldudrama þar sem við- eigandi uppgjör hefur átt sér stað og allir em í framhaldi af því dæmdir til eilífrar þagnar. Það er hinn líkamlegi þáttur í verk- um Haraldar sem skipar honum á allt annan bekk en restinni af íslenskum naumhyggjumönnum. Það væri frek- Svo sterk er tilfinning Haraldar fyrir þessari staðreynd að verk hans virðast hrópa til okkar úr þögn sinni og einangrun. Þannig eru þau eins og nútímalegar útfærslur á Ópi Edvards Munchs. leg einföldun að taka verk hans fyrir einhvern einfaldan formalisma. Því síður er hægt að líta á þau einvörð- ungu sem íronískar húmorpillur, enda þótt Haraldur sjálfur gæti átt það til að vísa manni veginn þangað. Hugmynd- ir hans um rýmið og tómið eiga sér tragískan undirtón sem einna helst mætti rekja til skipbrots tjáningarinn- ar. Til dæmis er það staðreynd sem ekki verður umflúin að þrátt fýrir ný- tískulegt málver er langt í frá að mál- farslegur vandi útlendinga sé leystur og þeir sitji við sama þorð og inn- fæddir hvað varðar tjáningarhæfni. Hinar hrífandi, blátóna myndir í sín- um haganlega gerðu viðarrömmum eru þar af leiðandi eins og fjarrænn draumur í impressionískum tálmynda- stfl. Syrpan er ekki ósvipuð exotískum þokuauglýsingum frá Áusturlöndum fjær sem prýða hvert einasta alþjóð- legt tímarit. Hún býr jafnframt yfir svipuðum aukaáhrifum - nefnilega þeim að áhorfandinn sem stendur með báða fætur í raunveruleikanum muni aldri geta komist nær þessum veruleik en sem áhorfandi. Einmitt þetta atriði gerir málverið svo miklu líkara mál- verki en ljósmynd. Eini munurinn er sá að málverið skortir ,,k-ið“ í endann til að verða málverk. K. verður að láta sér nægja að standa utanvið sem áhorfandi líkt og sveitamaðurinn hjá Kafka sem dyravörðurinn vamaði inn- göngu. Enn sem fyrr fjallar Haraldur um mögulegar smugur, göt og opnanir. En þegar betur er að gáð era opin sem við sjáum hljóðeinangruð í bak og fyr- ir eins og rasphúsin hjá Rannsóknar- réttinum og betrunarhælin á tímum mjúku gildanna. „Hvers vegna hef ég ekki séð neinn annan reyna að komast hér inn?“ spurði sveitamaðurinn að lokum. „Það er af því að þessar dyr eru sérstaklega gerðar fyrir þig.“ Þannig er það einnig með sýningu Haraldar Jónssonar. Það er eins og hún sé sérstaklega gerð fýrir hvem og einn sem hana skoðar. ■ Sjálfstæðismenn eru með böggum hildar þessa daga enda gefa allar skoð- anakannanirtil kynna að Bessastaðir séu svo gott sem gengnir þeim úr greip- um. Ekki er nóg með að Ól- afur Ragnar Grímsson sé á mikilli siglingu, næst kem- ur Guðrún Pétursdóttir - en ekki er ofmælt að einmitt þau tvö séu það fólk á ís- landi sem Davíð Oddsson hefur mesta ímugust á. Óþarfi er að rifja upp sam- skipti Davíðs og Ólafs Ragn- ars í smáatriðum en þau náðu dramatískum hápunkti þegar sá síðarnefndi sagði á Alþingi að forsætisráðherra hefði „skítlegt eðli". Davíð rauk þá uppí ræðustól og kvaðst aldrei, aldrei sitja í skjóli Ólafs Ragnars. í þann tíð datt engum í hug að Ólaf- ur Ragnar Grímsson kynni í fyllingu tímans að verða æðsti maður landsins, enda þótti hugmyndin til skamms tíma fremurfáránleg. En nú bendir margt til þess að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra þurfi að láta hrópa ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari strax í haust og oft uppfrá því. Þeir sem þekkja Ólaf Ragnar vita líka að hann mun verða mjög á faralds- fæti, nái hann kjöri sem for- seti, en ein af embættis- skyldum forsætisráðherra er að fylgja forseta útá flugvöll og taka síðan á móti honum aftur. Davíð verður semsagt á sífelldum þönum, til og frá Keflavík, með forsetanum sínum - tilhugsun sem tæp- ast vekur mikla lukku á Lyng- haga... Meira um forsetaraunir Davíðs Oddssonar. Vaxandi kurr er innan Sjálf- stæðisflokksins gagnvart for- manninum, enda þykir Dav- íð ekki bara hafa blokkerað „góða hægrimenn" sem hugðu á forsetaframboð með því að taka ekki af skar- ið sjálfur, heldur er vand- ræðagangurinn beinlínis far- inn að bitna á flokknum í skoðanakönnunum. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins, margir hverjir, sögðu til skamms tíma opinberlega að Davíð hefði barasta svo skemmtilega kímnigáfu: þessvegna væri hann ekki fyrir löngu búinn að gefa af- svar við forsetaframboði. Brandarinn þykir nú hafa snúist uppí hreina martröð, þótt fjendur forsætisráð- herra hlægi vitaskuld dátt... Viðtal Alþýðubladsins við Matthías Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins vakti mikla athygli, enda ör- sjaldan sem Matthías veitir viðtöl. Nú heyrum við að í undirbúningi sé annað við- tal, og hefði einhverntíma þótt tíðindum sæta: Silja Aðalsteinsdóttir mun ræða við Matthías í haust- hefti Tímaríts Máls og menn- ingar. Þarmeð má segja að formlega sé lokið köldu stríði í íslenskum bókmennt- um, enda ekkert sem mælir gegn því að Matthías ræði við tímarit þess forlags sem gefur út verk Tómasar Guð- mundssonar... "FarSide” eftir Gary Larson O, þeir finna fljótlega eitthvað fyrir þig að gera... Ég? Ég á að blása sápukúlur til eilífðarnóns. Guðmundur Sigurðsson lögfræðingur: Leiftur frá Ól- afsfirði er mitt lið. Dagbjört Norðfjörð veg- farandi: Ég er Valsari í húð og hár. Hilmar Ramos nemi: Ég held með Val. Árni Leó Stefánsson nemi: Ég styð KA. Jóna Erlendsdóttir nemi: Ég er Valsari.. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n „...engin þessara persóna virðist hafa aiúðlegan heiidar- persónuleika heldur koma þær fyrir sem tækifærissinnaðar persónur að eðlisfari en með misþykka sykurhúð þó.“ Tryggvi V. Líndal gerir forsetafram- bjóöendurna að umtalsefni. DV. Fyrir mánuði síðan sagði ég við sjálfan mig, heyrðu hvað er að gerast. Það er allt brjálað, menn eru að lemja hvern annan niðri í bæ, Kín- verjar og Israelsmenn eru að æsa sig og kirkjunnar menn að deila og stéttarfélögin æst, það er allt brjálað. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur íTímanum. Niðurstaða hans var sú að allt stafaði þetta af búseta- skiptum hjá stjörnunum. Verði þetta niðurstaðan fyrir tilstuðlan sjálfstæðismanna brestur þar með grundvöllur fyrir frekari pólitísku starfi Sjálfstæðisflokksins sem fjöldahreyfingar. Björn Ólafsson varar sjáfstæöis- menn viö því aö styöja Ólaf Ragnar Grímsson í forsetaembætti. Úr lesendabréfi DV. Hvar er biskupinn eiginlega? Er hann að hugleiða að ganga í klaustur? Sigurbjörg spyr í lesendadálki DV. Mér fínnst söfnuðurinn alltaf jafnþakklátur hvort sem hann er uppi í fjalli eða innan kirkjudyra. Pálmi Matthíasson í Tímanum. Skozkt met Á gistihúsi í Aberdeen borðaði nýlega gestur, sem aðeins gaf eitt penny í drykkjupeninga. - Nei, heyrið mig nú, sagði þjónninn. - Methafinn hér í m'zku gefur æfm- lega 2 penny í drykkjupeninga. - All right! Komið þá bara og óskið nýja methafanum til hamingju. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 24. apríl 1936

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.