Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 s k o ð a n i r MÞYDU6LHDID 21093. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Guð og Tony Blair Breski Verkamannaflokkurinn er á mikilli siglingu þessi misserin undir forystu Tony Blair, og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að hann verði næsti húsráðandi í Downingstræti. Breskir kjósendur era vit- anlega orðnir örþreyttir á íhaldsmönnum sem hafa verið einráðir í ríkis- stjóm síðan 1979 og hanga nú á völdunum einsog hundur á roði. John Major hefur ekkert fram að færa og innan íhaldsflokksins er nú hart deilt um með hváða hætti skuh búast til kosninga. Áhrifamenn í flokkn- um vilja reyna að kaupa aftur atkvæði millistéttarinnar með skattalækk- unum, aðrir vilja reyna að lappa uppá heilbrigðiskerfi sem er að hrani komið. Tony Blair nýtur vitanlega góðs af þreytu Breta á stjóm Majors og óeiningu innan Lhaldsflokksins. Honum hefur hinsvegar líka tekist að breyta ímynd Verkamannaflokksins, færa hann nær miðjunni og róa inná hefðbundin mið íhaldsmanna. Allan m'unda áratuginn átti Verka- mannaflokkurinn í miklu tilvistarbasli, og burðaðist enn með erfðagóss sem flestir aðrir jafnaðarmannaflokkar Evrópu vora löngu búnir að aka á öskuhaugana. Skýrt dæmi um þetta er sá úlfaþytur sem varð innan flokksins þegar Tony Blair lagði til atlögu við ævafomt stefnuskráratriði um þjóðnýtingu. Norrænir jafnaðarmenn afgreiddu slík mál fyrir áratug- um, en það er ekki fýrren þessi misserin að Tony Blair og „Nýi verka- mannaflokkurinn" afneita þjóðnýtingu sem trúarbrögðum gærdagsins. En þótt Tony Blair hafi aukið svo fylgi Verkamannaflokksins að Ihaldsflokkurinn er aðeins hálfdrættingur í skoðanakönnunum, hefur hann í reynd sett fátt eitt fram sem hönd á festir. Yfirlýsingar hans era ákaflega almennar í flestum málum. Hann ætlar að sönnu að stokka upp í heilbrigðis- og menntamálum; uppræta atvinnuleysi og efla skilyrði breskra fyrirtækja til að keppa á alþjóðlegum mörkuðum, svo nokkuð sé nefnt af löngum loforðalista. Ennþá á Tony Blair hinsvegar eftir að út- skýra hvernig hann ætlar að hrinda öllum áformum sínum í fram- kvæmd. Það er ekki algerlega að ósekju sem andstæðingar hans segja að lítil innistæða sé fyrir stóra orðunum. Um páskahátíðina gáfu Bretar sér í fyrsta skipti í nokkrar vikur tóm til að rífast um eitthvað annað en kúariðu: Nefnilega þá fullyrðingu Tony Blair í blaðagrein á páskadag að það færi alls ekki saman að vera í senn kristinn og stuðningsmaður Ihaldsflokksins. Þessi orð verðandi forsætisráðherra Bretlands vöktu sannarlega storm í mörgum breskum tebollanum. Ekki að ástæðulausu: Það er fátítt í seinni tíð að stjómmála- menn í lýðræðisríkjum Evrópu telji ástæðu til að blanda guði inn í póht- íska umræðu. Orð hins verðandi forsætisráðherra þóttu einnig til marks um hroka og yfirlæti - en hingað til hefur Blair reynt að byggja ímynd sína á hinu gagnstæða. Eftir stendur að umheimurinn veit ennþá næsta lítið um þá pólitík sem Tony Blair ætlar að reka sem forsætisráðherra Breta. Og meira að segja er óvíst hvort liðveisla guðs dugar til að hið hrömandi heimsveldi rétti úr kútnum. 90 prósent gegn æviráðningu I nýrri skoðanakönnun GaUup kemur ffam að 90 prósent Islendinga vilja afnema æviráðningu opinberra starfsmanna. Innan við fimm pró- sent vilja halda sig við núverandi fýrirkomulag. Þetta era skýr og af- dráttarlaus skilaboð til Alþingis, en þar hafa menn tekist á um framvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ýmislegt er athugavert við framvarpið, en um það verður tæpast deilt að afnám æviráðningar opinberra starfsmanna er þjóðþrifaverk. Æviráðning opinberra starfsmanna er rándýr tímaskekkja. Ógjöming- ur er að reikna út hvað vitlausar mannaráðningar í mikilvæg embætti hafa kostað þjóðarbúið. Æviráðningin hefur þýtt að ekki hefur verið unnt að leiðrétta mistök í mannaráðningum, og fyrir vikið höfum við setið uppi með marga óhæfa embættismenn áratugum saman. Þá er ævi- ráðning ekki beinh'nis til þess fallin að menn leggi sig alla fram í starfi. Hin síðari misseri hafa sjónir manna beinst að því að ffamleiðni á ís- landi er í engu samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum. Þetta er ein af helstu skýringunum á lágum launum hérlendis, og nokkuð sem verður að taka á ef Islendingar ætla að vera í fremstu röð á nýrri öld. Einn liður í nýsköpun atvinnulífs á Islandi felst í uppstokkun í opinbera geiranum. Afnám æviráðningar er þar mikilvægt skref sem þjóðin er einhuga um að stíga. ■ Með hvaða liði heldur Olafur Ragnar? Einhver dýrlegasta sjón allrar Páskahátíðarinnar var svipmynd í sjónvarpsfréttum af Ólafi Ragnari og Búbbu þarsem þau sátu í Hallgríms- kirkju og hlýddu á lestur Passíusálma. Ólafur Ragnar hefur hingað til meir hugað að fremd þessa heims lífs en dýrð annars heims fagnaðar, en Einar Karl Haraldsson, sóknamefndarmaður í Hallgrímskirkju og brottflæmdur framkvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, hefur greinilega stefnt hinum gamla leiðtoga sínum til kirkju - hvort sem það var nú til að hitta guð eða sjónvarpsvélar. Einsog gengur | Hrafn Sá maður íslenskur sem kemst næst því að hafa verið félagi í öllum stjórnmálaflokkum heldur auðvitað líka með öllum íþróttafélög- um landsins. Þessvegna klappaði Ólafur Ragn- ar allan tímann í Höllinni á föstudaginn langa. segir: ,Ég hef mikla trú á íþróttum... En ég hef ekki haldið með neinu fé- lagi umfram annað til fram til þessa.“ Ekki láta ykkur detta í hug að Guð- rún Agnarsdóttir fari að halda með einhverju félagi á næstunni. Hún á sameiginlegt með Guðrúnu Péturs- dóttur og Guðmundi Rafni Geirdal að tilheyra þeim smásjártæka hópi Is- lendinga sem ekki heldur með neinu sérstöku félagi. (Guðrún Péturdóttir lét þess hinsvegar getið að hún héldi með íslenska landsliðinu þegar það keppti við útlendinga. Ágætt að hafa það þó allavega á hreinu.) En svo var það fegurðin. Guðrún Agnarsdóttir þarf á stílfræðingi, hug- myndafræðingi og ræðuskrifara að halda, ætli hún ekki að fara algera sneypuför í kosningunum. Aðspurð um fegursta stað sem hún hefur komið á svarar hún: „Fegurðin er margbreyti- leg og staðimir margir sem em fagrir. Eg hef víða farið um heiminn, en það er erfitt að benda á einn stað...“ Uff. Guðrún Pétursdóttir sleppur betur þegar hún segir að víða á Vestijörðum sé óhemjufallegt en Guðmundur Rafn Geirdal sker sig úr: Klettafjöllin í Kó- lóradó, takk fyrir. Þær nöfnur em á svipuðum slóðum í svömm við spumingum um eftirlæt- ismat og hvernig þær myndu verja óvæntum frídegi. Islenskur fiskur - hvað annað? - er besti matur í heimi. Frídeginum ætla þær báðar að verja úti í náttúrunni með fjölskyldunni. Enn er Guðmundur Rafn einn á báti: Hrísgrjón em hans eftirlæti og hann myndi ekki hreint ekki verja frídegi í náttúruskoðun, heldur innri skoðun, hugleiðslu. (Hann hefur líka kjark til að segja að hann hlusti lítið á tónlist og hafi engan áhuga á myndlist. Uppáhaldshöfundurinn er hinsvegar enginn annar en Albert Einstein.) Ætli frambjóðendur líti almennt á það sem skilyrði þess að ná kjöri sem forseti íslenska lýðveldisins að losa sig við allar skoðanir, kveða niður sjálfstæða hugsun og álit en verða þess í stað einhver allsherjar þver- summa af skoðunum kjósenda? Ein- hver hlýtur skýringin að vera á útvötn- uðum svömm við einföldum spurn- ingum. Ef forsetaframbjóðandi segist halda með KR, munu þá Valsarar ekki kjósa viðkomandi? Ef Guðrún Agn- arsdóttir segir að Einar Kárason sé mestur rithöfundur á fslandi mun þá aðdáendaklúbbur Vigdísar Grímsdótt- ur snúa sér að Guðrúnu Pétursdóttur? Ólafur Ragnar Grímsson er eldri en tvævetur í pólitík. Hann hefði svarað spumingum Tímamanna af einurð og festu. Þeim er hinsvegar vorkunn, þótt erfiðlega hafi gengið að hafa hendur í hári á hinum ljóshærða draumi vors- ins. Dagskráin hjá Ólafi Ragnari og Búbbu (en þau em saman í framboði, sem kunnugt er) var til dæmis býsna ströng á föstudaginn langa. Eftir að hafa hlustað á tuttugu Passíusálma eða svo sást næst til okkar manns í Laug- ardalshöll þarsem KA og Valur þreyttu síðasta leikinn um fslands- meistaratitilinn í handbolta. Með hvetjum hélt Ólafur Ragnar? Sá maður íslenskur sem kemst næst því að hafa verið félagi í öllum stjóm- málaflokkum heldur auðvitað líka með öllum íþróttafélögum landsins. Þessvegna klappaði Ólafur Ragnar allan tímann í Höllinni á föstudaginn langa. ■ Jökulsson skrifar En ég saknaði Ólafs Ragnars úr Tímanum á fimmtudaginn. Þá vom fimm spumingar lagðar fyrir þtjá for- setaframbjóðendur, en sagt að ekki hefði náðst í Ólaf Ragnar. Þessvegna fengum við bara svör Guðrúnar Agn- arsdóttur, Guðrúnar Pétursdóttur og Guðmundar Rafns Geirdals. Þunnur þrettándi: eða hefur ekki Ólafur Ragn- ar meira fylgi en þau samanlagt (og eins þótt þessum tveimur prósentum Davíðs sé bætt við)? Yfirskrift Tímagreinarinnar var „Hin hliðin á forsetaframbjóðendun- um“ og spumingamar vom svohljóð- andi: Hver er eftirlætis rithöfundurinn þinn, tónlistarmaðurinn og myndlist- armaðurinn? Er einhver matur í sér- stöku uppáhaldi hjá þér? Ef þú fengir óvæntan frídag, hvernig myndir þú veija honum? Með hvaða íþróttafélagi heldur þú? Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? Kannski finnst einhveijum að þetta séu heldur ómerkilegar spurningar, jafnvel ekki samboðnar verðandi for- seta lýðveldisins. Öðra nær. Það em svör við svona spumingum sem ein- mitt vaipa ljósi á persónuleika manna. Dæmi: Eg þekki Guðrúnu Agnarsdótt- ur ekki nokkurn skapaðan hlut per- sónulega og hef hingað til ekki haft sérstaka skoðun á henni. Svör hennar við hinurn einföldu spumingum koll- ega minna á Tímanum vom hinsvegar þess eðlis að ég lét eftir mér að koma mér upp skoðun á Guðrúnu Agnars- dóttur. Um listina sagði hún: „Ég á svo marga eftirlætishöfunda, eftirfætistón- skáld og eftirlætismyndlistarmenn. ... Ég les mikið og hlusta mikið á tónlist og hef líka mikla ánægju af myndlist." Er einhver einhveiju nær? Nei, ekki að öðm leyti en því að forsetafram- bjóðandinn er einsog útspýtt hund- skinn að lesa, hlusta og skoða. Svo er það spurningin um uppá- halds íþróttafélagið. Þetta er einföld spurning og vefst áreiðanlega ekki fyrir neinum nema forsetaframbjóð- endum (samanber spumingu dagsins hér í opnunni). Guðrún Agnarsdóttir Atburðir dagsins 1663 Bananar á boðstólum í breskum búðum í fyrsta skipti. 1809 Austurríki lýsir stríði á hendur Frökkum. 1864 Max- imilian erkihertogi af Austur- ríki verður keisari í Mexíkó. 1886 Magnús Stephensen skip- aður landshöfðingi á íslandi. 1940 Alþingi samþykkir að fela ríkisstjórninni meðferð konungsvalds eftir innrás Þjóð- veija í Danmörku. 1991 Georg- ía lýsir yfir sjálfstæði sínu, síð- ast Sovétlýðvelda. Afmælisbörn dagsins William Booth 1829, stofn- andi Hjálpræðishcrsins. Joseph Pulitzer 1847, bandarískur blaðaútgefandi sem stofnaði til samnefndra verðlauna sem veitt eru fyrir afrek f frétta- mennsku og bókmenntum. Max von Sydow 1929, sænsk- ur leikari sem bæði hefur leikið í myndum Ingmars Bergmans og í Hollywood. Omar Sharif 1932, egypskur kvikmynda- leikari. Annálsbrot dagsins Fellivetur mikill og snjóa. Kom góður bati á páskadaginn, og var hálfa aðra viku. Síðan kom hafís með miklum kuldum. Féll margt af fátækum mönnum. Skarðsannáll 1566. Málsháttur dagsins Illt er að pína sýknan til sagna. Drykkur dagsins Margir Islendingar eru mjög hreyknir og þóttafullir og þá einkum af líkamsburðum sín- um. Eg sá einn íslending taka upp Hamborgartunnu fulla af bjór, bera hana að vörum sér og súpa af. Varð honum ekki meira um þetta en hefði hann lyft einhverju lítilræði. Dithmar Blefken, íslandsfari, árið 1563. Orð dagsins Mér hcfir lífið opnað und enn með kvölum sárum. Þornað blóð af þreyttri mund þvœ eg burt með tárum. K.N. Skák dagsins Rússneski stórmeistarinn Efim Geller var á sjöunda áratugn- um einn af sterkustu skák- mönnum heims. Við skoðum nú endalok skákar sem tefld var í Reykjavík árið 1990. Geller hcfur hvítt og á leik gegn Howell. Hvítur leikur og viitnur. 1. Bxb7+! Hxb7 2. Hc8+ Hb8 3. Df3+ og mátið er á næsta leiti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.