Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 raðmorðinc íjarnar voru brotnir sagði kona hans við aðra þá sem við voru staddir: eldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns." enda ferill Bjöms áreiðanlega orðinn blóði drifinn þegar hér var komið sögu. I þjóðsögunni í safni Jóns Ama- sonar segir frá manni nokkrum sem slapp með naumindum úr klóm Bjöms: „Sagt hefur það verið að gestur einn norðlenskur gisti hjá Bimi og var hon- um um kvöldið vísað til rúms ffammi í skálahúsi í bænum. Þegar hann var lagstur fyrir varð honum ekki svefn- samt og fór ofan. Varð honum það þá fyrir að hann þreifaði undir rúmið og fann þar mann dauðan. Við það varð honum ákaflega bilt, en tók það ráð að hann lagði hinn dauða upp í rúmið og breiddi rúmfötin yflr, en sjálfur lagðist hann undir rúmið þar sem dauði mað- urinn lá áður. Þegar eftir var þriðjung- ur nætur hér um bil komu þau Bjöm og kona hans í skálann. Hafði Bjöm öxi í hendi og lagði í gegnum hann er í rúminu lá, því hann ætlaði það væri gesturinn og skyldi hann ekki frá tíð- indum segja. Kona Bjamar segir: ,,Því em svo lftál eða engin fjörbrot hans?“ Bjöm svarar: „í honum krimti, dæstur var hann, en ósleitulega til lagt, kerl- ing.“ Við það fóm þau til baðstofu. En þegar lýsti af degi forðaði gesturinn sér úr bænum og komst við það heill undan.“ Síðustu ódæðisverkin Eftir því sem ffá leið virðist vinátta Bjöms og Guðmundar á Knerri hafa kólnað, og er fullyrt í sumum sögum að Bjöm haft sýnt hinum gamla vini sínum banatilræði, fullkomlega að ástæðulausu, Guðmundur lét málið kyrrt liggja og hélt áfram verndar- hendi yfir bóndanum í öxl. Ymsum sögum fer af aðdraganda þess að Björn Pétursson var tekinn höndum. í Setbergsannál er ekki minnst á önnur tíðindi ffá árinu J596 en mál Axlar-Bjamar, og ítarlega frá því skýrt. Þar segir meðal annars: ,^Eitt sinn kom þar að til hans [Bjöms] fömkona með þremur bömum, nokk- uð til ára komin. Hún beiddi húsa og fékk þau, en sem hún var um kyrrt sest, lokkaði þessi skálkur frá henni börnin, sitt í hvert sinn, og fyrirfór þeim, en sem hann ætiaði að sækja hana, var hún komin þar í skot eður afkima einn, er í þeim kofa var... Komst þessi fátæka kona svo þaðan um nóttina og til sama bæjar og hún áður hafði næstu nótt á verið. Sagði hún þá frá, að hún hefði misst frá sér börn sín öll. Síðan var eftir þessu gengið, og var svo Björn tekinn og settur fastur, en sem á hann var geng- ið, meðkenndist hann, að 9 menn líf- látið hefði." Flestar aðrar sögur em samhljóða um að tvö systkini hafi komið að Öxl og beðist næturgistingar. Þannig segir í þjóðsögunni í safhi Jóns Ámasonar: „Miðvikudaginn í páskaviku komu systkin tvö að Öxl; hiákuveður var og orðið ffamorðið; beiddust þau gisting- ar og var það fúslega veitt. Vom dreg- in af þeim vosklæði og fengin önnur föt þurr. Síðan var þeim borinn matur. Kerling sat þar í baðstofunni og svæfði bam; sagt er að hún hafi viljað vara systkinin við hættu þeirri sem yf- ir vofði og raulaði fyrir munni sér gamla vísu í hvert sinn sem kona Bjamar fór ffam. Vísan er svo og þó höfð á ýmsa leið: Gisti enginn hjá Gunnbimi sem klœðin hefur góð; ekur hann þeim í Igultjöm, rennur blóð eftir slóð og dilla ég þér jóð. Þegar þau systkini voru búin að borða fór stúlkan ffam. En litlu síðar heyrði bróðir hennar hljóð og varð honum bilt við. Hfeypur hann þá út og inn í fjárhús. Bjöm kom þegar á eftir; hleypur pilturinn þá upp í garðann og þaðan inn í heytóff sem var áföst við húsið og komst þar út því torfið var þítt. Bjöm kom enn á hæla honum, en missti sjónar á honum í myrkrinu; komst svo pilturinn í hraunið og fald- ist í gjótu skammt frá bænum meðan Björn leitaði. Síðan fór pilturinn út gjótunni og komst um nóttina ofan að Hraunlöndum.“ Næsta samhljóða frásögn er í Ár- bókum Jóns Espólíns en í sagnaþætti Gísla Konráðssonar segir hinsvegar að Bjöm hafi drepið piltinn en stúlkan komist undan við illan leik. Grimmdarleg aftaka Við munum aldrei vita nákvæmlega ■ Hannes Pétursson Axlar-Björn Hann rís við dogg og rýnir lengi fram að rekkju gestsins dimma óttustund: Nei ekki, nú skal þyrma loks og þó ég þungum huga vaki skal öx mín hvergi ötuð blóði í nótt. Hann leggst á ný til svefns. I súð og vegg og svörtum skuggafýllum allt í kring býr nálægð gestsins, rænir allri eirð öflug og sterk, unz líkt og kmmla fast um kverkar taki þá rís hann upp og gengur þvert um gólf og gest til bana heggur, fálmar hratt um flet og mann og finnur vænan sjóð. Felur öxi á ný að hurðarbaki. Leggst í rekkju, fellur fast í svefn við flæsuvind á lágu, gisnu þaki. Ljóöið er ort árið 1953 og birtist í fyrstu Ijóðabók Hannesar Péturssonar, Kvædabók, árið 1955. hvað gerðist í páskavikunni 1596 í Öxl við Breiðuvík. En hitt er víst, að skömmu síðar var Björn Pétursson tekinn höndum, dæmdur til dauða og fór aftakan fram um vorið. Ymsir hafa orðið til að véfengja að Bjöm hafi sætt stórfelldum pyntingum fýrir aftökuna, en í ljósi þess að Skarðsárannáll var ritaður af samtímamanni Axlar-Bjam- ar virðist ekki ástæða til að ætla að miklar ýkjur séu í þjóðsögu Jóns Árnasonar sem er næsta samhljóða annálinum. Þjóðsagan segir: „Ungur maður sem Olafur hét og var náskyldur birni var fenginn til að beinbijóta hann og höggva; vom legg- imir brotnir með trésleggju og haft iint undir svo kvölin yrði því meiri. Bjöm varð karlmannlega við dauða sínum og pyntingum, viknaði hvorki né kveinkaði sér. Einu sinni meðan bein voru brotin sagði hann: „Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólafur frændi.“ Þegar allir útlimir Bjarnar vom brotnir sagði kona hans við aðra þá sem við vom staddir: „Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns.“ Gegndi þá Bjöm til og sagði: inn er þó enn eftir og væri hann bet- ur af‘, og var hann þá höggvinn." Þegar hefur komið fram að Bjöm viðurkenndi að hafa myrt níu menn, en líkamleifar fleiri manna fundust í bænum. Því vildu sumir meina að hann hefði banað 14 mönnum, aðrir sögðu 18. Síðasta taian kemur náttúr- lega heim og saman við drauminn um kjötbitana, en sú frásögn er vafalítið tilbúningur. Engum efa virðist hins- vegar undirorpið að kona hans aðstoð- aði við morðin þegar þess þurfti, en hún var aidrei látin taka út refsingu svo vitað sé. Áðurnefndur Sveinn skotti var hengdur í Rauðuskörðum á Barða- strönd árið 1648, og átti þá að baki langan glæpaferil. Brynjólfur biskup Sveinsson hafði tveimur árum áður sagt í bréfi til Alþingis að Sveinn væri „einn holdlegur djöfull“ og er það síst of sterkt til orða tekið. Sonur myrkra tíma En ekki er hægt að skiljast við rað- morðingjann Bjöm Pétursson bónda í Öxl án þess að leita eftir skýringum á morðfysn hans. Annálaritarar og þjóð- sagnahöfundar hafa ýmislegt til mál- anna að leggja: Allt ffá samningi við Kölska til venjulegrar græðgi. Bjöm Pétursson var sonur myrkra tíma: trúlega hefur hann fæðst nokkr- um ámm eftir að Jón Arason og synir hans voru hálshöggnir án dóms og laga í Skálholti. Siðaskiptin vora ís- landi fráleitt nokkur lyftistöng: kon- ungsvald efldist, kaþólskri hámenn- ingu var miskunnarlaust útrýmt af þorpurum og Stóri-dómur hvíldi ein- sog mara yfir lífi fólks. Fátækt og fá- fræði héldust í hendur við hjátrú og hindurvitni: í hönd fór löng píslar- ganga svangrar þjóðar. En þótt seinni hluti 16. aldar hafi ekki verið ánægju- legur tími í sögu íslendinga er ffáleitt að kalla Axlar-Bjöm son sinnar tíðar. Umfram allt var hann hreinræktað ómenni, morðingi sem drap til þess að svala fysnum sínum. Ymislegt bendir til þess að sum fómarlömb Axlar-Bjamar hafi hreint ekki verið efnafólk, heldur þvert á móti: umrenningar, förafólk og fátæk- lingar. Þótt Bjöm hafi hirt allt nýtilegt af líkunum er efamál að hann hafi drepið í auðgunarskyni, enda er það sjaldan eða ekki reyndin þegar fjölda- morðingjar af þessu tagi eiga í hlut. Nú er ekki vinnandi vegur að sál- greina morðingja sem legið hefur sundurlimaður í dys sinni í fjögur- hundrað ár, en ætli Hannes skáld Pét- ursson hafi ekki komist einna næst því að varpa ljósi á hið myrka sálarlíf bóndans í Öxl í mögnuðu ljóði. Þar kemst Hannes að þeirri niðurstöðu að einungis með því að svala morðfýsn sinni hafi Bjöm getað öðlast sálarró - ef hægt er að nota slíkt orð um mann með sálarlíf Axlar-Bjamar. ■ Áhugamenn um Axlar-Björn ættu aö lesa skáldsögu Megasar, Björn og Sveinn, sem út kom 1994. Björn var líka aöalpersóna í skáld- sögu Úlfars Þormóössonar, Sjö sólir svartar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.