Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1
■ Jón Baldvin Hannibalsson segirfrumvarp stjórnarliða um fjármagnstekjuskatt hafa alvarlegar afleiðingar Sveitarfélög hlunnfarin um hundruð milljóna Davíð Oddsson segir að þingflokk- urinn hafi tekið ákvörðun sinni Formenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóð- vaka leggja fram frumvarp um útfærslu skattsins. „Menn eru sammála um nauðsyn fjármagnstekjuskatts en það eru svo alvarlegri ágallar á útfærslu stjómar- liða að það er ekki ásættanlegt," segir Jón Baldvin Hannibalsson um frum- varp til laga um fjármagnstekjuskatt sem stjómarliðar hafa lagt fram á Al- þingi. Jón Baldvin segir að með stjómar- frumvarpinu sé verið að hlunnfara sveitarfélögin um hundmði milljóna króna á sama tíma og ríkið sé að færa verkefni með stórauknum útgjöldum yfirá herðar sveitarfélaga. I stjómarfmmvarpinu er gert ráð fyrir 10 prósent skatti á nafnvexti (lífeyrissjóðir undanþegnir). Jón Baldvin segir að þetta þýði að verð- bótaþáttur vaxta komi til skattlagn- ingar, því ekki sé um að ræða neitt frítekjumark fyrir hinn almenna sparifjáreiganda. Annað meginatriði stjómarfmmvarpsins er að skattlagn- ing arðgreiðslna af hlutabréfaeign, söluhagnaði og leigutekjum, er lækk- uð úr 42-47 prósent niður í 10 pró- sent. „Afleiðingamar em þær að tekjur af skattinum verða engar,“ segir Jón Baldvin. „Reyndar munu bæði ríki og sveitarfélög verða fyrir tekjutapi af skattinum. Sveitarfélögin munu til dæmis tapa tekjum af arði og sölu- hagnaði, auk þess sem þau munu verða skattskyld af vaxtatekjum. Nettó tap sveitarfélaganna í upphafi gæti numið um 300 milljónum en farið í um 425 milljónir þegar skatt- urinn er að fullu kominn til fram- kvæmda.“ Myndhöggvar- inn Gaudier Henri Gaudier var franskur mynd- höggvari og eitt af stóm nöfnunum í franskri listasögu. Hann fyllti rækilega upp í listamannsímyndina; var soltinn og klæðlaus og skapaði listaverk sem fæstir kunnu að meta meðan hann lifði, en tíminn átti eftir að leiða í ljós að þar vom einstök listaverk á ferð- inni. Konan í líf Gaudier var Sophie Brzeska sem var nær helmingi eldri en hann og rambaði á mörkum geðveiki. Gaudier féll í fyrri heimsstyrjöldinni og var þá einungis tuttugu og fjöguna ára gamall. Alþýðublaðið segir frá Gaudier og Sophie. Sjá opnu. Þýska kvikmyndaleikkonan Barbara Auer fer með aðalhlut- verk í nýrri kvikmynd eftir Einar Heimisson kvikmyndahöf- und. Á blaðsíðu 7 er viðtal við Einar þar sem hann segir frá tilurð myndarinnar og tengslum sínum við þýska þjóð. Jón Baldvin segir útfærslu stjóm- arliða á skattinum ganga í þveröfuga átt við það sem ætlað var í upphafi, sem var að fjármagnstekjuskattur yrði réttlætismál og tæki til tekjujöfn- unar. „Eins og málið er nú lagt fram af hálfu stjómarliða mun það leiða til þess að hinir ríku verða ríkari og skattbyrðin leggst með mestum þunga á venjulega sparifjáreigendur,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin hefur í samstarfi við formenn Alþýðubandalags og Þjóð- vaka, þær Margréti Frímannsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur lagt fram annað fmmvarp til laga um útfærslu skattsins. Meginatriðin í frumvarpi þeirra félaganna segir hann vera að skattlagningin verði innan núverandi tekjuskattkerfis og skattleggja eigi heildartekjur einstaklinga. Skattstofn- in er þar skilgreindur sem einungis 60 prósent af fjármagnstekjum. í frumvarpinu er gert ráð fyrir frí- tekjumarki, allt að 80 þúsund krónur fyrir hjón. „Þetta þýðir að hjón með ijármagnseign upp á ca. 2,5 milljónir, miðað við 5,5 prósent vexti, borga ekki skatt. Þessi útfærsla, sem gerir ráð fyrir 25 prósent skattprósentu, þýðir þarafleiðandi í reynd, þegar tekið er tillit til aðeins 60 prósent skattstofns og frítekjumarka, að skattprósentan er að meðaltali á bil- inu 11 til 16 prósent. Það þýðir að hún er með því lægsta sem þekkist innan OECD,“ segir Jón Baldvin. Jón Baldvin segir að samkvæmt fmmvarpi stjómarandstöðuflokkanna þriggja muni allur þorri almennra sparifjáreigenda sleppa við skattinn og skattbyrðin muni fyrst og fremst leggjast á þau tíu prósent fjármagns- eigenda sem eiga meginhlutann af fjármagastekjum. Skattabyrðin muni því verða til tekjujöfnunar. með lófaklappi, en klappið ein- skorðaðist við tvo eða þrjá þing- menn. ■ Lítill fögnuður í þing- flokki Sjálfstæðismanna þegar Davíð kvaðst ekki ætla í forsetakosningar. Flestir horfðu í gaupnir sér Tveir eða þrír byrjuðu að klappa en hættu síðan, segir áhrifamaður í Sjálfstæðis- flokknum sem sat þingflokks- fundinn. „Það er vægast sagt ofmælt þegar Davíð segir að yfirlýsingu hans hafi verið tekið með lófaklappi í þing- flokknum. Andrúmsloftið var satt að segja vandræðalegt, tveir eða þrír byrjuðu að klappa en hættu síðan. Aðrir horfðu í gaupnir sér,“ sagði áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum sem sat þingflokksfund sjálfstæðis- manna á þriðjudag þegar Davíð Odds- son tilkynnti formíega að hann gæfi ekki kost á sér í embætti forseta ís- lands. Athygli vakti að Davíð Odds- son sagði í sjónvarpi að þingflokkur- inn hefði fagnað ákvörðun hans með lófaklappi. Heimildarmaður Alþýðublaðsins sagði að meðal sumra í þingliði Sjálf- stæðisflokksins gætti mikil pirrings í garð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa beðið í sex mánuði með að tilkynna um ákvörðun sína. Viðmælandi blaðs- ins sagði; „Davíð segist nú vera of ungur til að vera forseti. Hann er þó sex mánuðum eldri núna, þegar hann komst að þessari niðurstöðu, en þegar hann fór að eigin sögn að hugleiða málið." Akvörðun tekin á næstu dögum „Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin, en hennar er að vænta á allra næstu dögum, sagði Páll Skúlason aðspurður hvort hann hefði tekið ákvörðun um forsetaframboð, en hann hefur nokkuð lengi verið nefndur sem líklegur forsetafram- bjóðandi. Páll sagði að á hvorn veginn sem ákvörðun hans yrði myndi hann tilkynna hana form- lega. Páll Skúlason. Segir af eða á um forseta- framboð á allra næstu dögum. ■ Ríkisstjórnin hunsar beiðni launþega um frestun á umdeild- um frumvörpum um vinnumarkaðinn Þessir menn hafa ekki góðan málstað - segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB. „Ráðherrarnir fylgja sínu nýsjálenska frjáls- hyggjutestamenti og ætla að keyra málin í gegn án samráðs við launafólk." „Það liggur nú fýrir að ríkisstjómin treystir sér ekki í málefnalega umræðu á jafnréttisgrundvelli. Auðvitað er það einkum til marks um að þessir menn hafa ekki góðan málstað að verja," sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB eftir fund forystumanna laun- þega og þriggja ráðherra í gærmorgun. Fulltrúar ASÍ, BSRB, BHMR, bankamanna og kennara hittu Davíð Oddsson forsætisráðherra, Pál Péturs- son félagsmálaráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra til að ffeista þess að fá ríkisstjómina til að fresta afgreiðslu lagafrumvarpa um stéttarfélög og vinnudeilur og um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna. Að sögn Ögmundar var óskum for- ystumanna launþega vísað eindregið á bug. „Ráðherramir fylgja sínu nýsjá- lenska ftjálshyggjutestamenti og ætla að keyra málin í gegn án samráðs við launafólk. Þeir fengu þá ráðleggingu frá sérfræðingi frá Nýja-Sjálandi að þeir ættu að framkvæma þetta sem fjærst þingkosningum. Nú má til sanns vegar færa að lengra er til þing- kosninga í maí heldur en í haust, en það er hvorki sniðugt né gott að keyra málin svona í gegn.“ Aðspurður hvernig launþegasam- tökin myndu bregðast við sagði Ög- mundur að málin yrðu rædd innan samtakanna og afstaða tekin. Þá sagði Ögmundur: „Svo mikið er ljóst að rík- isstjómin er ekki að búa í haginn fyrir næstu kjarasamninga með framkomu sinni nú. Gerð kjarasamninga er við- kvæmt mál og mikilvægt að rnenn nálgist deilumál í friði. Nú er ríkis- stjómin hinsvegar uppá sitt einsdæmi að breyta vinnulagi við gerð samninga og það kann sannarlega ekki góðri lukku að stýra. Því verður svarað á viðeigandi hátt,“ sagði Ögmundur Jónasson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.