Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
&
■ Henri Gaudier var nær óþekktur þegar hann lést einungis
tuttugu og fjögurra ára gamall. Nú er hann viðurkenndur sem
einn fremsti myndhöggvari Frakka á þessari öld. Kolbrún
Bergþórsdóttir fjallar um listamanninn og konuna í lífi hans
Gaudier
Henri Gaudier og Sophie Suzanne Brzeska kynntust á bóka-
safni í París árið 1910 þar sem bæði voru daglegir gestir.
Hún var þijátíu og átta ára, andlega vanheil og hafði komið
til borgarinnar nokkrum mánuðum áður í þeim tilgangi að
fyrirfara sér. Hann var tæplega tvítugur eldhugi sem lifði
fyrir list sína. Einn daginn sagði Gaudier Sophie að hann
væri einmana og hefði alltaf þráð að kynnast manneskju
sem skildi hann og væri tilbúinn að standa við hlið hans.
Sophie sagði: ,JÉg er of gömul fyrir þig, en ég skal vera þér
eins og móðir ef þú vilt.“ Þetta var upphaf að sérkennilegu
sambandi tveggja einstaklinga sem áttu fátt sameiginlegt en
gátu þó ekki án hvors annars verið.
Sophie hélt út á götu með tuskudúkku
vafða inn í sjal og betlaði mat fyrir sig
og „bamið“. Það tiltæki gerði Gaudier
æfan, honum fannst engu skipta
hversu mikil fátækt manna væri, þeim
bæri ekki að sníkja sér til viðurværis.
Þeim tókst loks að útvega sér vinnu.
Hann vann á skrifstofu en kaupið var
lítið og hann eyddi því samstundis í
áhöld og efhi til að vinna að list sinni.
Sophie fékk vinnu í stuttan tíma sem
barnfóstra gegn fæði og húsnæði.
Gaudier skrifaði henni: „Ég þarf að
hanga á skítugri skrifstofu allan dag-
inn og hverja stund er ég heltekinn af
óviðráðanlegri löngun til að höggva í
stein, mála á veggi og steypa styttur."
Hann varð máttlítill og oft fárveikur
af matarleysi, en þijóskan og bjartsýn-
in bar hann áfram. Hann kvartaði
aldrei vegna fátæktar sinnar, en harm-
aði að geta ekki unnið að list sinni af
jafh miklu kappi og hann hefði viljað.
Hann var gálaus í peningamálum og
ef einhver bar lof á verk hans gaf hann
þau ffemur en að reyna að selja þau.
Meðan Gaudier lét á engu bera þjáðist
Sophie vegna fátæktar þeirra og
eymdar og hún velti því stöðugt fyrir
sig hvað fólk hugsaði um þau. Hún
lék því alls kyns blekkingarleiki þegar
þau voru samvistum við aðra, talaði
um innistæður í erlendum
bönkum eða peninga sem væm
á leiðinni. Hún var tortryggin,
bitur kona, sannfærð um að
heimurinn væri sér andsnúinn
og myndi ætíð verða. Þegar
Gaudier heyrði hana kvarta
sagði hann: „Ég fyrirlít fólk
sem kvartar... Allir ráða yfir
eigin lífi og vitaskuld farast
þeir veikari vegna þess að þeir
hafa ekki styrkinn sem þarf til
að berjast." Hann sagði henni
að hún ætti ekki að láta um-
hverfið koma sér í uppnám og
Sophie Brzeska.
Fæstir skildu hvað
eldhuginn Gaudier
sá við konu sem
var nær helmingi
eldri en hann sjálf-
ur og lifði í svart-
nætti, en hann
sagði að án henn-
ar hefði hann ekki
átt nein verk til að
sýna.
Sophie hin örvæntingarfulla
Sophie var pólsk, ein af níu bömum
foreldra sinna og eina stúlkan í systk-
inahópnum. Foreldrar hennar höfðu
skömm á henni vegna kynferðis henn-
ar og minntu hana sífellt á að hún væri
einskis nýt og þeim einungis til byrði.
Bræðumir tóku fagnandi undir miður
þekkilegar athugasemdir foreldra
sinna. Þessi meðferð fjölskyidunnar
var ekki beinlínis til að
efla sjálfstraust Sop-
hie. Full höfnunartil-
finningar leitaði hún
örvæntingarfull eftir
ástinni, oftast þar sem
hana var ekki að finna.
Eftir dauða föður
síns gerðist Sophie
barnfóstra í París og
New York og hugðist
þannig safna sér spari-
fé. Á þessum tíma átti
hún unnusta í PóUandi
sem sagðist myndu
bíða hennar. Þegar
hún sneri heim var
hann trúlofaður ann-
arri stúlku. Hún skrif-
aði honum og minnti
hann á heit hans en
fékk til baka hranalegt
svarbréf. Sophie var í
sárum en þóttist þó
ftnna ástina á ný í eldri
manni. Einnig hann
varð til að svíkja hana.
Sophie leitaði þá eftir
ást hjá öðmm konum,
en þær tilraunir end-
uðu með ósköpum.
Lífsþreytt, bitur og í
andlegu ójafnvægi hélt
hún til Parísar og
hugðist svipta sig lífi.
Þegar til kom brast
hana kjark. Kynnin af
Henri Gaudier færðu
henni síðan lífsvilja á
ný en hamingjuna tókst henni þó
aldrei að höndla. Vonbrigði fortíðar-
innar höfðu markað hana og bugað
andlegt þrek hennar.
Listamaðurinn sem aldrei
lét bugast
Henri Gaudier fæddist í Frakklandi
árið 1891. Faðir hans, sem var tré-
smiður, kenndi syni sínum snemma að
honum bæri að fylgja eigin sannfær-
ingu og láta aldrei af henni nema sterk
Dansarinn
Verkið er
Tate
rök bentu til að hún væri röng. Þennan
lærdóm tók sonurinn hátíðlega og
gerðist snemma ákveðinn og vilja-
sterkur. Listrænir hæfileikar Gaudiers
litla komu snemma í ljós en hann
hafði einnig þann sið að rífa allar
myndir sínar eftir að hafa lokið við
þær. Þegar faðirinn atyrti son sinn
vegna þessa svaraði hann: ,,Ég er bú-
inn að gera þessar myndir og það er
alveg nóg. Ef ég
geymi þær þá myndi
mig langa til að gera
þær aftur og það
væri tilgangslaust".
f skóla þótti
Gaudier góður
námsmaður og hann
hreppti tvisvar
styrki til náms er-
lendis. Sá seinni var
veittur til að stunda
nám í viðskiptafræði
erlendis. Foreldrar
Gaudier ýttu mjög
undir að hann legði
fyrir sig slíkt nám
og um tfma daðraði
hann við hugmynd-
ina, en gaf hana síð-
an alfarið frá sér.
Eftir að hafa dvalist
á Englandi og í
Þýskalandi hélt
hann til Parísar og
hafði þá komist að
þeirri niðurstöðu að
sér væri ætlað hlut-
skipti listamannsins.
Hann skrifaði for-
eldrum sínum:
„Reynið að koma
því inn í ykkar
þykka haus að ég er
listamaður. Annað
skiptir mig ekki
máli.“
Um þetta leyti
kynntist hann Sop-
hie og stuttu síðar var hann kvaddur til
herþjónustu. Því kalli hafði hann ekki
áhuga á að sinna og ákvað að flytja til
Englands. Sophie fór með honum og í
London bjuggu þau saman undir nafn-
inu Gaudier-Brzeska og sögðust vera
systkini.
Fátækt og mótlæti
Lífið var þeim ekki auðvelt. Spari-
féð var nær ekkert. Þau sultu og voru
illa á sig komin vegna næringarskorts.
eftir Gaudier.
nú til sýnis á
safninu.