Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Einar Heimisson kvikmyndahöfundur undirbýr nú tökur á nýrri kvikmynd. Magnea Hrönn Orvarsdóttir ræddi við Einar um myndina og íslenska og erlenda kvikmyndagerð Gott fólk gerir gott partí -segir Einar Heimisson en með aðalhlutverk í mynd hans fer þýska kvikmyndastjarnan Barbara Auer ásamt okkar þjóðþekkta Arnari Jónssyni. Einar Heimisson leikstjóri og hand- ritshöfundur „Maríu“, en það er vinnuheiti myndarinnar, er sagnfræð- ingur og rithöfundur, menntaður í nú- tfmasögu og þýskum bókmenntun frá háskólanum í Freiburg. Hann hefur einnig lokið prófi í handritsgerð og kvikmyndaleikstjóm við Kvikmynda- akademíuna í Múnchen. Hann hefur gert nokkrar ágætar heimildamyndir fyrir sjónvarp eins og Gyðingar á Is- landi, Innflytjendur á íslandi, Ólafur Jóhann Sigurðsson, fslenska íþrótta- vorið og Hvíta dauðann, sem er leikin sjónvarpsmynd. Þegar Einar var beðinn um sögu- þráð myndarinnar vildi hann í upphafi fyrirbyggja mögulegan misskilning og ítrekaði að þótt myndin ætti sér kveikju í heimildum væri hún fyrst og fremst dramatísk söguleg mynd. „Myndin er skáldverk og lýtur einung- is dramatískum lögmálum þótt hún eigi sér kveikju í heimildum“. Kveikja myndarinnar er þá sann- söguleg en hver er skáldsagan; þín saga sem myndin byggir á? „Myndin gerist á árunum 1945- 1955 og fjallar um flóttastúlku frá Slé- síu sem verður að flýja eftir seinni heimsstyijöldina undan Rauða hem- um. Um og eftir heimsstyrjöldina var fólki safnað saman í gripavagna og það flutt í flóttamannabúðir, stúlka þessi hafðist við í sltkum flóttamanna- búðum í Lubeck fjórurn ámm eftir að stríðinu lauk. Hún berst svo um í straumi sögunnar hingað til lands 1949, ásamt um 200 konum, sem réðu sig til starfa á bóndabæjum hér. Bún- aðarfélagið gerði þessum konum mjög freistandi tilboð, að koma til íslands til starfa á bóndabæjum. Þetta lét vel í eyrum þýskra kvenna, sem bjuggu í rústum Þýskalands eftirstríðsáranna þar sem lífsskilyrði voru léleg. Þær vildu því margar taka tilboðinu. Bún- aðarfélagið sendi þá menn til Lubeck til að velja úr konur til að koma til landsins. Aðalpersóna myndarinnar gæti þannig hafa verið úr þessum hópi. Hún er ráðin til starfa á bóndabæ hjá einhleypum og einangruðum bónda á fimmtugsaldri, sem vonast kannski til að þar verði breyting á. Mér finnst mjög spennandi að leiða saman uppi á Snæfellsnési þessar per- sónur sem hafa svo ólrka sögu að baki; stúlku sem hefúr lent í hörmung- um stríðsins og íslenskan bónda.“ Spennandi að leiða saman gott fólk Nú leikur ein eftirsóttasta kvik- myndastjama Þýskalands og Evrópu, Barbara Auer, aðalhlutverkið á móti Amari Jónssyni. Hvemig kom Auer inní myndina? „Já, Barbara Auer leikur stúlkuna og Amar Jónsson leikur bóndann. Það er kannski einmitt það sem er mest spennandi við verkefnið, að fá tæki- færi til að leiða saman gott fólk. Þegar maður leiðir saman gott fólk verður oft gott partí. Mér þykir mjög vænt um að fá að leiða þetta fólk saman þessa leikkonu, Arnar Jónsson og Hinrik Ólafsson en hann leikur ís- lenskan sjómann. Auer hefur fengið öll helstu verðlaun í þýskum kvik- myndaheimi undanfarið, nú síðast Te- lestar-verðlaunin, sem besta leikkona í aðalhlutverki í þýskri sjónvarpsmynd og er ein ffemsta dramatíska leikkona í Evrópu. Mér þykir líka mjög vænt um að Arnar vilji taka að sér þetta krefjandi hlutverk sérstaklega þar sem hann hefur einkum unnið við leikhús undanfarið og ekki mikið sést í kvik- niyndum." Auer leist vel á handritið í Hörzu, þýsku sjónvarpsblaði, var sagt ekki alls fyrir löngu að Barbara Auer væri „sú fagra í fílabeinstumin- um“, leikkona sem hafnaði hlutverk- um þótt „tilboðin skorti ekki“. Því svaraði Auer að hún vildi ekki vinna með leikstjórum sem væm þekktir fyr- ir að kvelja leikara á tökustað. Nú hef- ur hún unnið með leikstjómm á borð við Alexander Kluge, Herk Bohm, Sönke Wortmann og Sherry Horman. Einar var spurður hvort vandi hefði verið að næla í Auer. „Þetta fer allt í gegnum framleiðslu- fyrirtækin og umboðsmennina. Astæða þess að Auer vill leika þetta hlutverk er sú að henni leist vel á handritið. Mín persóna kemur þar hvergi nærri, ég þekkti hana ekki neitt. Mér finnst það einmitt galli héma heima að menn em alltaf að mæla upp persónur, þá sem semja eða gera verk- in í stað þess að mæla upp verkin sjálf. Það er mjög gott í útlöndum að þegar margir koma að verkinu verður allt miklu hlutlægara." Myndir verða að ná suður fyrir Vestmannaeyjar Myndin er þýsk-íslensk, samvinnu- verkefni Blue Screen í Miinchen og ís- lensku kvikmyndasamsteypunnar, hvað fjáröflun snertir og mannafl. Hvað skiptir helst máli fyrir þig í því sambandi? Myndin er að meiri hluta ijármögn- uð erlendis frá og sú fjármögnun hefur gengið vel. Það sem skiptir mestu máli fyrir mynd eins og þessa, sem er að miklu leyti þýsk, er að fá öfluga sjónvarpsstöð til að styrkja hana. f Þýskalandi er sjónvarpið byggt þannig upp að það em landshlutastöðvar. Bæ- verska sjónvarpsstöðin er öflugasta slíka stöðin og öflugasti hlutinn af ARD, sem er Stöð 1 í Þýskalandi. Það skiptir miklu máli að vera styrktur af slíkri stöð. Það er nú skilyrði fyrir styrk úr Kvikmyndasjóði að hafa meirihluta fjármagnsins erlendis frá. Það má segja að þetta sé nýr tónn hjá Kvikmyndasjóði og ég held að hann sé af hinu góða því mér finnst að ís- lensk menning megi gjaman verða al- þjóðlegri. Eg held að við verðum að stefna mjög að því að búa til myndir sem ná suður fyrir Vestmannaeyjar. Það skiptir líka afar miklu máli fýrir myndina að fá leikkonu eins og Auer. Það segir sitt um það hvað hún hefur vakið mikla athygli að hún lék núna síðast í fyrstu leiknu myndinni, Niku- lásarkirkjunni, um sameiningu Þýska- lands. Þar leikur hún arkitekt sem fer í andspymu gegn Honeker-stjóminni á síðustu mánuðum alþýðulýðveldisins. Þessi mynd vakti mjög mikla athygli þegar hún var frumsýnd síðasta haust í Þýskalandi. Það er svo margt í kvikmyndum sem snýst um rétta mómentið, bæði í sambandi við leikara og efni mynd- anna.“ Dramaö í fortíðinni Sögulegar myndir virðast nú eiga sérstaklega uppi á pallborðið, eins og Schindlers List, Nixon, Tár úr steini og Agnes svo dœmis séu tekin. Er þetta ný lína? Ég veit ekki hvað hafa komið marg- ar sögulegar myndir frá Hollywood núna, en Hollywood ræður alltaf; gef- ur alltaf tóninn. Mér sýnist svo að sögulegar myndir séu mjög ráðandi núna. Eg skal ekki fullyrða af hveiju það er en menn hafa sagt að tímamir sem við lifum núna séu ekkert sérstak- lega dramatiskir þannig að fólk sækist eftir dramanu í fortíðinni. Fólk hefur þörf fyrir drama, það er tilfmningaleg útrás. Ég held að þessi útskýring gæti verið nærri lagi.“ Spenna skapast þegar per- sónum er ögrað Þú ert sagnfrœðingur og að lœra kvikmyndagerð, hvemig vinnur sagn- frceðingurinn með kvikyndagerðar- manninum? „Sagnfræðin hjálpar mér að finna Einar Heimisson: Fyrir mér er menning í fyrsta lagi alþjóðleg og í öðru lagi þjóðleg. Eg setti mér markmið að skapa alþjóðlegt verk efnið. Þegar maður er sagnfræðingur sér maður oft mjög fljótt hvar spenn- andi efni liggja, þar sem má búa til handrit. Sagnfræðin nýtist afar vel til að finna spennupunkta sem bera uppi söguna. Spennupunktarnir verða til þegar persónunum er ögrað. Auðvitað er það þannig að þegar persóna sogast inm' heimssögulega atburðarás eins og þessi stúlka, sem berst frá Slésíu til ís- lands, þá er henni stöðugt ögrað. Þannig verður til spennandi saga. Síð- an vinn ég úr þessu efni sem kvik- myndahöfundur. Og eins og ég sagði á myndin sér aðeins kveikju í söguleg- um heimildum." Menning er fyrst alþjóðleg svo þjóðleg Eitt lítið að lokum: Hvemig stendur íslensk kvikmyndagerð að þínu mati? „íslenska Kvikmyndasamsteypan er ótrúlega öflug og vel búin nýjum og dýmm tækjum. Eins held ég að við eigum einn fremsta kvikmyndatökumann í Evr- ópu Ara Kristinsson og ég er mjög ánægður að hann ætli að taka myndina mína. En það sem ég held að skipti kannski mestu máli í bíómyndum er að tilfmningamar séu alþjóðlegar, að það skilji þær allir. Við megum ekki grafa okkur inní einhvem séríslenskan vemleika, sem fólk utan íslands skilur ekki, það er stórhættulegt. Ég held að mín mynd sé mjög í andstöðu við það. Fyrir mér er nefnilega menning í fyrsta lagi alþjóðleg og í öðru lagi þjóðleg. Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum ámm að reyna að skapa verk sem væri alþjóðlegt og er að reyna að standa við það núna.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.