Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 s k o ð a n i r MMBUDID 21094. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Afleikir og húrrahróp Davíðs Oddssonar Það tók Davíð Oddsson ekki nema hálft ár að komast að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki á réttum aldri til að gerast forseti lýð- veldisins. Þjóðin hefur af áhuga fylgst með naflaskoðun forsætis- ráðherra síðasta misserið, og reynt að ráða í reykmerkin úr stjóm- arráðinu. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið svo gott sem lamaður: söfnuðurinn hefur ekki þorað að reka upp múkk meðan leiðtoginn lá á bæn og ráðfærði sig við æðri máttarvöld og Kjartan Gunnarsson um framtíðina. Niðurstöður vom svo kunn- gjörðar á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í fyrradag, og Davíð Oddsson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Mín skoðun er sú að það henti mér betur að sinna þessum störfum forsætisráð- herra, sem ég er þakklátur fyrir að fá að gegna og lít þannig á að ég sé í miðju kafi og vil ekki hverfa frá því. Ég held líka að það eigi betur við mig það starf. Ég er ekki viss um að ég mundi passa vel í hitt starfið, með fullri virðingu fyrir því.“ Þetta er mergurinn málsins, en ætti kannski fremur að orða svo: Með fullri virðingu fyrir Davíð Oddssyni er ekki víst að hann myndi passa vel í forsetaembættið. Niðurstöður skoðanakannana gefa það ótvírætt til kynna. Þar hefur fylgi Davíðs farið síminnk- andi, eftir því sem fólki hefur gefist meiri tími til að máta Davíð í hlutverk forseta lýðveldisins. Stuðningsmenn Davíðs munu á hinn bóginn segja að lítið fýlgi Davíðs í skoðanakönnunum um næsta húsráðanda á Bessastöðum sé einmitt til marks um hve ómissandi forsætisráðherra hann sé. Kann að vera, en uppúr stendur að Davíð Oddsson hefur átt hvem afleikinn á fætur öðr- um í vetur. Nú bendir allt til þess að vegna hrapalegrar tafl- mennsku hans muni næsti forseti íslenska lýðveldisins verða ann- aðhvort Guðrún Pétursdóttir eða Olafur Ragnar Grímsson: Og er erfitt að meta hvort Davíð finnst verri kostur. En forsætisráðherra getur engum um kennt nema sjálfum sér. í stað þess að taka af skarið kaus hann að bíða í hálft ár áðuren hann tilkynnti þjóðinni að hann væri of ungur í djobbið. Með þessu veitti hann ekki bara Guðrúnu Pétursdóttur og Ólafi Ragn- ari mikið forskot: Hann stóð í vegi frambjóðenda af hægri væng með þeim afleiðingum að nánast er ógjömingur fyrir nýjan fram- bjóðenda að hasla sér völl nú. Afleikir Davíðs em vitnisburður um mikið vanmat á þeim sem nú hafa afgerandi forystu í skoð- anakönnunum, en sýna líka að persónulegt álit Davíðs á einstakl- ingum brenglar mjög dómgreind hans á ögurstundum. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að talsvert væri um það rætt innan flokksins að Davíð Oddsson hefði staðið í vegi annarra frambjóðenda af hægri væng með því að bíða svo lengi. Jafnframt er ljóst að óvissan síðustu mánuði hefur valdið ólgu innan Sjálfstæðis- flokksins og bitnar greinilega á flokknum í skoðanakönnunum. Davíð Oddsson hefur til þessa haft orð á sér fyrir að vera slæg- ur og kænn stjómmálamaður. í vetur heíúr annað komið á dag- inn. Svo virðist sem hégómagimdin hafi blindað forsætisráðherra með þeim afleiðingum að flokkur hans stendur veikari eftir, ímynd Davíðs er löskuð - og sjálfur mun hann að öllum líkindum þurfa að láta þingheim hrópa ferfalt húrra fyrir þeim sem hann vildi síst sjá í hlutverki forseta íslands. Hvert húrrahróp verður vitnisburður um ótrúlega pólitíska af- leiki Davíðs Oddssonar. ■ Þjóð veit þá þrír deila Því ég á heima á Þraslandi Þraslandi og Þraslandi. Hvernig er hægt að gera þátttöku í vinalegum norrænum spurningaleik um klassíska músík að deilu? Ég á heima á Þraslandi Þraslandi og Þraslandi... Engin þjóð í heim- inum þar sem ekki stendur beinlín- is yfir borgarastyrjöld virðist vera jafn áhugasöm um að leysa mál sín með deilu. Þurfi tveir eða fleiri ís- lendingar að koma saman og vinna að einhverju tilteknu verkefni - saman - má bóka að því minni ástæða sem er til ágreinings er það að sama skapi líklegra að allt fari að loga í illdeilum innan skamms. Það er þjarkað um fundarsköp. Það er þrasað um orðalag. Það er þusað um aðferðir. Umbúðir. En berist talið að kjarna máls - eins og Halldór segir í Innansveitar- króniku - setur íslendinga hljóða. Þjóð veit þá þrír deila. Fjölmiðl- ar eru sífellt að knýja mann til að taka afstöðu í málum sem manni er um megn að koma sér upp áhuga á. Yfirleitt langar mann mest til að taka undir með Merði Valgarðs- syni sem mælti þegar óðamála menn sögðu honum frá einhverjum bardaganum: Þar eigast þeir einir við sem ég hirði aldrei hverjir drepast. Ég get ekki lýst því með orðum hversu óendanlega kengsama mér er um það hvort vegurinn í Reyk- holtshreppi á að liggja upp með Stóra-Kroppi eða fram hjá Litla- Koppi. Ég vil bara að Helgi vega- málastjóri ráði því og ekki sé sí- fellt verið að segja mér frá þessu. Þetta kemur mér ekki baun við. Þetta er ekki fréttnæmt. Ég vil heldur fá að vita hvað er að gerast í útlöndum, ef þetta er allt og sumt sem er að gerast hér. Mennirnir í heiminum eru sjö eða átta milljarð- ar og svo eru öll dýrin. Heimurinn er óumræðilega óendanlegur og einhvers staðar í hlýtur að vera að gerast eitthvað sem frekar er í frá- sögur færandi en þetta röfl. Þetta byrjaði í vetur þegar aldrei þessu vant var smáhlé á kjaraþras- inu, engin kjaradeila til að segja frá og fjölmiðlamenn með böggum hildar og leituðu logandi ljósi að einhverju til að segja frá. Einhverri deilu. Og fyrir þeim varð heldur fáfengilegur safnaðarkrytur í Langholti sem snerist um særðan hégóma. í kjölfarið fylgdi deila um kirkjugarð á Álftanesi. Síðan um skóla við Mývatn. Síðan um það hvort fjölskyldurnar fjórtán úr Iðnó eigi Borgarleikhúsið. Síðan nokkrar smádeilur sem ég er búinn að gleyma og frá öllu sagt eins og íþróttakeppni þar sem ég átti ber- sýnilega að halda með einhverjum. Og nú eru fjölmiðlar orðnir háðir þessu. Þeim er stjórnað af deilu- fíklum. Og bara tímaspursmál hve- nær allir fréttatímar verða undir- lagðir af fréttum á borð við: Mikl- ar væringar eru nú f fjölbýlishús- inu að Unufelli 13 og neita íbúar á stigagangi 6A að taka þátt í þrifum á sameign. Hafa þeir kært formann húsfélagsins til siðanefndar hús- eigendafélagsins fyrir ummæli hans um Jónu í 3C við blaða- menn... Því ég á heima á Þraslandi Þras- landi og Þraslandi. Hvernig er hægt að gera þátttöku í vinalegum norrænum spurningaleik um klass- íska músík að deilu? Bara vegna þess að konan í hópnum benti fé- lögum sínum á það sem blasað hefur við öllum sjónvarpsáhorf- endum: að íslendingarnir fölna upp af skelfingu og engjast af kvölum í hvert sinn sem þeir þurfa að stynja upp úr sér ártali. Hvers vegna get- ur þetta fólk ekki útkljáð sín smá- legu ágreiningsefni sín á milli? Er þetta kannski orðið statussymból? I hvaða deilu ert þú? - Ja, ég hef nú verið í Langholtsdeilunni und- anfarið en hún er að dofna svo ég hef meira verið að færa mig yfir í Álftanesdeiluna... Það er svo sem satt og rétt að hlutverk fjölmiðla í nútímasamfé- lagi er að miðla fréttum af líðandi stund, burtséð frá því hvort það kemur einhverjum vel eða illa. Og ekki skal skjóta sendiboða hinna illu tíðinda. Og allt það. En fjöl- miðlarnir þurfa líka að spjara sig í samkeppninni. Þeir þurfa að vera sendiboðar jafnt þótt engin boð sé að senda. Þeir þurfa að seljast. Þeir þurfa sífellt að „veltu upp nýjum hliðum á málinu". Og ef menn gæta sín ekki geta vægar orða- hnippingar orðið að „deilu“. Og þegar menn eru farnir að reka sína deilu fyrir opnum tjöldum segir það sig sjálft að hvorugur getur lúffað. Og báðir þurfa sífellt að vera að bregðast við því -að'nýjum hliðum á málinu er velt upp: Þeir missa öll tök á málinu. Og gera sig að fífli. Eins og í hinni hégómlegu Langholtsdeilu. Svona hefur þetta reyndar alltaf verið hérna. Kannski er það veðr- ið, mannfæðin, allt plássið. íslend- ingasögurnar eru um þras sem oft er afar smávægilegt en endar í voðalegum manndrápum. Njála er á löngum köflum helguð gersam- lega óskiljanlegri lagaþvælu þar sem hver um annan þveran lýsir lýriti og lögriti og bíaðrar úm hol- undar og mergundar-eitthvað án þess að persónurnar sjálfar - og hvað þá höfundur - virðist botna nokkuð í þessu. íslendingar þrö- suðu sig frá Dönum, þeir gáfust upp á því að reyna að greiða úr hinum eilífu gagnkvæmu klögu- málum sem héðan bárust, en fs- lendingar vilja enn ekki sleppa eins og sést á þeim fjölda fólks sem streymir til Danmerkur til að þrasa sig þar inn á bætur. Kaþólska kirkjan gaf íslendinga líka upp á bátinp og því var svo greið leiðin fyrir siðaskiptin. Og þegar íslendingar ganga í Evrópusambandið verður þeim vís- að úr því eftir tíu ár. Þeir í Brussel geta umborið vitleysuna úr Grikkj- um. Þeir geta lifað með landbúnað- arkerfinu. Þeir þola allt, nema þrasið í íslendingunum. ■ Atburðir dagsins 1713 Frakkar láta Gibraltar og Nýfundnaland af hendi við Breta. 1912 Fiskverkakonur í Hafnarfirði sömdu eftir rúm- lega mánaðarverkfall. Þetta var fyrsta verkfall íslenskra kvenna. 1959 Rannveig Þor- steinsdóttir lögmaður öðlaðist rétt til að flytja mál fyrir Hæstarétti, fyrst kvenna. 1961 Réttarhöld hefjast í Jerúsalem yfir stríðsglæpamanninum Ad- olf Eichmann. Hann var síðar sekur fundinn og hengdur. Afmælisbörn dagsins James Parkinson 1775, ensk- ur læknir sem skilgreindi sam- nefnda veiki. Jocl Gray 1932, bandarískur leikari og söngvari sem slal senunni í myndinni Cabaret. Annálsbrot dagsins í Selárdal dó maður af tóbaks- drykkju, lá dauður á kirkju- veggnum, þá fólk kom út úr kirkjunni. Var hann vanur að drekka tóbak, svo um messu- tíma sem optar, hveminn sem að því var fundið við hann. Vallholtsannáll 1650. íslendingar gærdagsins Lestir em vissulega sjaldgæfari á Islandi en annarsstaðar, þar sem óhófslífemi spillir innræt- inu. ... Hinsvegar verður ís- lendingum ekki hrósað fyrir at- orkusemi eða dugnað. Þeir stunda störf sín af gömlum vana án þess að láta sér annt um nauðsynlegar umbætur. Uno von Troil erkibiskup Svíþjóö- ar lýsir íslendingum eftir heim- sókn hingaö áriö 1772. Málsháttur dagsins Illt er að eiga tungu í annars höfði. Orð dagsins Sorg og tregi mœta mér. Myrkrið fœst ei rofið. Draums í ríki uppnám er. Ekki get eg sofið. Guömundur Friöjónsson. Skák dagsins Nú skoðum við skák sem tefld var í Sofiu, höfuðborg Búlgar- íu, árið 1957. Ivanov hefur hvítt og á leik gegn Dimitro. Vinningsleikurinn er í senn einfaldur og áhrifaríkur. Hvítur mátar í tveimur leikj■ um. 1. Dh8+I! Kxh8 2. Hxf8 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.