Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 5
H FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 „Án þín ætti ég ekkert til að sýna" Fyrir utan sambandið við Sophie var mikilvægasta vináttusamband Gaudier við skáldið Ezra Pound og það stóð þai' til Gaudier lést. Pound skrifaði síðar bók um Gaudier. A þessum árum kynntist Gaudier einnig Middelton Murray og Katharine Mansfield, ritstjóra tímaritsins Rhythm, sem vildu fá teikningar lista- mannsins til birtingar í tímariti sínu. Gaudier fannst hann aldrei hafa hitt jafn heillandi fólk og þau hjón og þeim fannst Gaudier hrífandi ungur maður, en Mansfield gat ekki leynt andúð sinni á hinni taugabiluðu Sop- hie. Þegar Gaudier varð síðan óvart vitni að samtali milli þeirra hjóna, þar sem Mansfield sagði við eiginmann sinn að hún gæti ekki afborið að hitta Sophie þar sem hún yrði veik af því að vera samvistum við hana, þá breyttist vinarþel hans í fullt hatur. Þegar kom að samskiptum við fólk þá var tilvist Sophie Gautier fremur til óþæginda því margir urðu til að ijar- lægjast hann þegar þeir kynntust Sop- hie. Örar hreyfingar hennar og annar- legt augnaráð báru vott um andlegt ójafnvægi. Framkoman var án yftr- vegunar, hún skipti ört skapi og fældi fólk ffá sér. Gaudier taldi sig eiga Sophie flest að launa. „Án þín ætti ég ekkert að sýna, því um leið og ég hef skapað listaverk fæ ég andstyggð á þeim og ef þú hefði ekki bjargað verkum mínum þá hefði ég eyðilagt þau öll,“ sagði hann við hana. Þau vom ekki elskendur í eiginlegri merkingu þess orðs. Hann vildi að samband þeirra yrði líkamlegt en hún kom með sífelldar afsakanir. Hann leitaði þó ekki til annarra kvenna. „Maður þarf einungis að halda þrjú heit; vera fátækur, skírlífur, bindindis- samur og allt mun ganga vel,“ sagði hann eitt sinn og virðist hafa meint það. Hann fór reyndar eitt sinn á fund gleðikonu því franskur læknir hafði sagt honum að slíkir fundir myndu hafa góð áhrif á heilsu hans. Þegar til kom gat hann ekki hugsað sér að eiga mök við konuna, afhenti henni pen- inga og fór til Sophie sem þjáð af af- brýðisemi fagnaði ákvörðun hans. Samband þeirra einkenndist af deil- um og ásökunum á báða bóga, en þau gátu ekki hugsað sér að lifa án hvors annars. Kannski vegna þess að þeim fannst þau ekki eiga neina aðra að. „Það sem virðist oft gera það að verkum að ég er andstyggilegur við þig er ákafur ótti minn við að þú elskir mig ekki jafn mikið og ég elska þig og að þú sért alltaf að þvf komin að yfir- gefa mig, en eftir því sem ég kynnist þér betur því gleggri grein geri ég mér fyrir því að þú elskar mig mjög heitt,“ skrifaði hann henni eitt sinn. Endalokin 1914 brast fyrri heimsstyrjöldin á. Sophie og Gaudier urðu óttaslegin því bæði hafði dreymt að hann ætti eftir að láta lífið á vígvelli. En Gaudier yppti loks öxlum og sagði: „Allir verða einhveiju sinni að deyja. Hvaða máli skiptir hvort það er í rúminu eða í styrjöld?" Hann kvaddi Sophie og hugðist halda til heimalands síns Frakklands og gefa sig fram til her- þjónustu. Dag einn, skömmu síðar, þegar Sophie var á leið í skemmtigarðinn mætti hún Gaudier. Hún hélt sig vera að mæta vofu hans og ætlaði að hlaupa brott en Gaudier kallaði til hennar. Þegar hann kom til Frakklands var honum tilkynnt að þar sem hann hefði forðað sér undan herþjónustu þegar hann hefði verið kvaddur til hennar nokkrum árum fyrr þá yrði hann nú að afplána tólf ára fangelsisdóm. Hann var læstur inni og honum sagt að hann yrði skotinn reyndi hann að flýja. Framhaldið var eins og úr Hollywood mynd. Gaudier var með meitil sem hann notaði til að losa rimlana og slapp þannig úr prísundinni. Viku síðar ákvað Gaudier að halda á vígstöðvarnar og nú með breska pappíra. Vinir hans löttu hann en hann sagðist verða að gera skyldu sína, það væri ekkert annað sem hann gæti gert. í júnímánuði 1915 skrifaði Gaudier Sophie bréf þar sem haxm sagði henni að hann vildi koma heim og giftast henni. Skömmu áður en henni barst bréf hans hafði hún skrifað honum bréf sem var fullt af ásökunum, og þar kenndi hún honum um ömurlegt líf Henri Gaudier. Hann lést einungis tuttugu og fjögurra ára og skildi eftir sig verk sem eru meðal mestu listaverka þessarar aldar. engin ástæða væri fyrir þau að harma hlutskipti sitt. Hann sagðist geta unnið undir hvaða kringumstæðum sem væri og fullyrti að fljótlega yrði hann ffægur. A þessum túna var Gaudier orðinn nokkuð þekktur í hópi listamanna. Verk hans er nú að finna á Tate safn- inu, söfnum í New York og á fleiri stöðum og þykja meðal þess besta sem gert heftir verið í höggmyndalist þessarar aldar. Gaudier hafði ákaft dá- læti á myndhöggvaranum Rodin og áhrif hans má greina í verkum hans. Verk Gaudiers eru kraftmikil en stfl- hrein og hann notaðist við fáa drætti. Halldór Bjöm Runólfsson listfræðing- ur lfldr honum við Cézanne og segir: „Ef Cézanne hefði verið myndhöggv- ari en ekki málari þá hefði hann skap- að höggmyndir eins og þær sem Gaudier gerði.“ Hundurinn eftir Gaudier. sitt á Englandi. Eftir að hún fékk bréf hans höfðu skapsmunir hennar róast og hún skrifaði honum hlýlegt bréf. Áður en hún gat póstlagt það bárust henni fréttir af láti hans. Nú óttaðist hún að fyrra bréf sitt hefði komið Gaudier í svo mikið uppnám að hann hefði ekki hirt um líf sitt. Þau ár sem hún átti ólifúð eyddi hún í sjálfsásök- unum um að hafa ekki reynst honum tryggur og traustur félagi. Hún sást oft ráfa um götur Lundúna, kona sem sagðist syrgja „lítinn son“. Tíu árum eftir lát Gaudier lést hún á geðveikra- hæli. Hún skildi eftir sig dagbók, sem er merk heimild um stormasama sam- búð þeirra. ísafjörður Kosningaskrifstofa A-listans er á 2. hæð í húsi Kaupfélags ísfirðinga við Austurveg 1. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson ritstjóri Skutuls. Símar á skrifstofu: 456-5101 og 456-5102. Bréfsími 456- 5130, farsími 853-9748. Heimasímar kosningastjóra: 456-3948 og 456-5148 Lítið inn í kaffi og spjall. Munið kosningasjóðinn! Alþýðuflokkurinn í nýju sameinuðu sveitar- félagi á norðanverðum Vestfjörðum. Ný útgáfa væntanleg á Flugum eftir Jón Thoroddsen - fyrstu íslensku bókinni sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð „Hann var stílisti Flugur eftir Jón Thoroddsen (1898-1924) kom fyrst út árið 1922 og var fyrsta íslenska bókin sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð. Jón fórst af slysförum aðeins 26 ára gamall og Flugumar hans féllu í gleymskunnar dá. Bókin var endurútgefin árið 1986 en er löngu uppseld. A næstunni er von á nýrri útgáfu í smekklegri kilju og mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifa aðfararorð. Jón Óskar myndlistarmaður hannar kápu og útlit bókarinnar. Bókin verður gefin út í takmörkuðu upplagi en þeir sem gerast áskrifendur fá þennan litla kjörgrip á aðeins 990 krónur. „Ég leit mjög upp til hans og dáðist mikið að honum, eins og raunar allir þeir, er höfðu nokk- ur kynni afhonum, og ennþá hygg ég vini hans á einu máli um það, að hann hafi verið af- bragð ungra manna um gáfur, mannkosti og glœsileik. En það var engu líkara en að dulin meðvitund um alltoffáa ævidaga hafi ósjálfrátt knúð hann til þess að flýta sér að lifa, því það litla, sem hann lét efiir sig, Ijóð, leikrit og sögur, voru allt verk, sem unnin voru á ótrúlega stuttum, en hamingjusömum augnablikum. “ Tómas Guömundsson skáld. „Þær stundir fyniast mér aldrei, er ég vann að ritstörfum með Jóni Thoroddsen. Hatin var óvenjulega samvinnuþýður og laus við tyrfni og tilgerð. Honum var frábærlega létt um að rita, og stíll hans var mjög einfaldur og skemmtilegur.... Hann var stílisti og ritsnillingur: Stíll hans var blátt áfram, Ijós, rólegur, kurteis og einbeittur. “ Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Ég óska eftir að gerast áskrifandi að eintaki/eintökum Nafn Heimili Símanúmer Vinsamlega sendið til: Flugur t \ Spítalastíg 7 101 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.