Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 s k o ð a n MIMÐ 21097. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð i lausasölu kr. 100 m/vsk Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti Þegar Alþýðuflokkurinn í desembermánuði 1994 knúði fram ákvörðun þáverandi samstarfsflokka í ríkisstjóm um nefndarskip- an sem hafði það hlutverk að semja frumvatp um ijármagnstekju- skatt, þá datt engum í hug annað en út úr því kæmi nothæf aðferð til að skattleggja fjármagnstekjur með sambærilegum hætti og al- mennar launatekjur. Auðvitað gerðu menn sér grein fyrir því að tillögur nefndarinnar yrðu málamiðlun, sem ekki uppfyllti allar þær væntingar sem jafnaðarmenn gerðu til þeirra. Tillagnanna var engu að síður beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, því með þeim var vonast til að fyrsta skrefið á lengri veg- leið yrði stigið. Þegar þær birtust að lokum var það svo að þær virtust hafa á sér yfirbragð meinleysis og skrefs í rétta átt, þrátt fyrir annmarka sem sumir nefndarmenn sáu á þeim, meðal annars fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni, og sem gert var grein fyrir í sérstakri bókun. Þegar tillögumar voru hins vegar skoðaðar nánar og athugað hver viðbögðin kynnu að verða við þeim veigamiklu breytingum á skattgreiðslum sem þar vom boðaðar, þá var ljóst að nefndin hafði ekki reiknað nema lítinn hluta af heildardæminu. Menn höfðu reiknað út afleiðingar tillagnanna á röngum forsendum og fengið kolranga niðurstöðu. Ef engin tilraun er gerð til að áætla viðbrögð skattborgaranna við væntanlegum breytingum, en allt reiknað út eins og ekkert muni gerast þá er ekki von að vel sé. Hér er á ferðinni einhver stærsta tilfærsla á fjármunum til þeirra efnameiri, sem ríkisstjóm hefur gert tillögu um. Helstu atriði til- iagnanna em þessi: Búið er til sérstakt skattkerfí um fjármagns- tekjur utan tekjuskattkerfisins til að aðskilja skattlagningu þeirra frá skattlagningu almennra launatekna, með það að markmiði að lækka skattlagningu þeirra. Þetta leiðir til þess að þeir sem nú greiða hæsta skatta, til dæmis af arði, þurfa ekki framvegis að greiða jafnháan skatt af þessum tekjum og launamaðurinn af sín- um tekjum. Með þessu er brotin sú meginregla skattalaganna að menn borgi til samfélagsins eftir efnum og ástæðum, það er að segja eftir greiðslugetu. Tekjur hátekjufólks em tíndar samvisku- samlega út úr skattakerfinu og þær skattlagðar bæði sérlega og lágt og þeirri reglu beitt að fólk borgar í reynd minna eftir því sem fjármagnstekjumar em hærri. Sveitarfélögin fara sérstaklega illa út úr þessum tillögum. Þau munu missa um 300 milljón króna spón úr aski sínum á sama tíma og verkefni þeirra aukast. Skattlagningin mun ná til líknar- stofnana, styrktarsjóða, sjálfseignarstofnana, opinberra stofnana og félagasamtaka. Guðmundur Rafn Geirdal skrifar r Eg vil veröa forseti! „Það er enn von fyrir ungan svein. Það gæti allt eins myndast fjöldafylgi á bakvið mann eins og mig, til dæmis fyrir þær sakir að ég er sá eini af þeim fjórum sem nú hafa komið fram sem ekki hefur verið á þingi eða er skráður í einhvern stjórnmálaflokk..." Sú spurning hefur vaknað meðal margra hvers vegna ég ákvað að til- kynna ákvörðun mína um að bjóða mig fram til forseta Islands. Ástæðan er sú að ég fann innra með mér skýra löngun sem var svo sterk að um lík- amann léku sindrandi vellíðunar- straumar í tengslum við þessa ákvörð- un í rúma klukkustund og þegar ég fann að þeir höfðu náð fullum styrk og ég fann enga innri fyrirstöðu, þá þótti mér það fullnægjandi og ég skrifaði uppkast að fréttatilkynningu. Þetta geri ég oft, því ég hef lært bæði í gegnum jóga og margar aðrar ræktun- arleiðir hvemig best sé að hlusta á sína innri rödd til að auka líkur á að ákvarðanir séu sem réttastar. Þetta er sviplíkt því þegar menn segjast ætla að leggjast undir feld og ég held reyndar að nákvæmlega þau orð hafi verið höfð eftir séra Pálma Matthías- syni fyrir þann dag. Uppkastið lét ég síðan bíða í um viku til að athuga hvort ég fengi ein- hver fleiri merki um hvað ég ætti að gera. Það lét ekki á sér standa. Þáver- andi ráðuneytisstjóri menntamálaráðu- neytisins hringdi í mig af eigin hvöt og ráðlagði mér að bjóða mig fram án þess að vita að ég hefði ákveðið mig þá þegar og nefndi skoðun sinni til stuðnings annan aðila sem var sömu skoðunar og hann og sá var nuddfræð- ingur sem ég útskrifaði úr skóla mín- um fyrir um 5 ámm. Báðum þessum mönnum treysti ég mjög vel sem ábyrgum og réttsýnum mönnum og þeir þekkja mig þó nokkuð vel í gegn- um mikil samskipti undanfarin 8-9 ár og vita hvað ég er fær um. Þetta nægði mér og ég ákvað að senda frá mér fréttatilkynningu og þar með varð ákvörðun mín heyrinkunnug meðal þjóðarinnar. Þrátt fyrir að tilkynningin hafi verið birt í flestum helstu fjölmiðlum lands- ins virðast margir hafa talið að mér væri ekki full alvara með þessu og þetta væri einhvers konar grín. I þessu skyni sendi ég fréttatilkynningu að nýju til fjölmiðla og ítrekaði að mér væri alvara og var hún meðal annars birt í Helgarpóstinum. Síðan birtist eftir mig auglýsing í Morgunblaðinu um páskana þar sem ég ítrekaði sama stjónarmið. Það er rétt að ég ítreki það enn á ný við ykkur: Mér er full alvara með að vera meðal væntanlegra fram- bjóðenda til forseta Islands og síðustu vikuna hefur meginhluti starfsdagsins farið í framboðsmál! Einnig hefúr það verið mat margra að ég eigi litla sem enga möguleika á að vera kjörinn og vitna til að mynda til bágrar útkomu í skoðanakönnun- um. Svar mitt er að Vigdís var talin eiga litla möguleika þegar hún til- kynnti ákvörðun sína um að bjóða sig fram vorið 1980. Samt sem áður var hún kosin fram yfir rektor Háskóla ís- lands, alþingismann og sendiherra. Nú er hún búin að vera forseti í tæp 16 ár. Þeir síðustu verða fyrstir, segir í heil- agri ritningu, og þetta stóðst einnig í kosningunum árið 1968 þegar Kristján Eldjám var kosinn fram yfir Gunnar Thoroddsen sem hafði allt á bakvið sig hvað varðaði menntun, vald og virðingu. Og Guðrún Pétursdóttir hafði lítið fylgi á bakvið sig í skoðanakönnunum síðastliðið haust (reyndar áður en hún ákvað sig) og óx upp í um 30-40 pró- senta fylgi í mars en hefur dalað niður í um 15 prósenta fylgi í síðustu könn- unum. Þetta þýðir að fylgi vex ekki aðeins hratt heldur getur einnig sveifl- ast. Það er því engin trygging fyrir að fylgi núverandi frambjóðenda haldist eins og það er nú; sér í lagi vegna þess hve margir aðspurðra eru enn óákveðnir og þegar þessar línur eru ritaðar hefur enn ekki komið fram könnun sem spyr eingöngu um þá sem hafa tilkynnt ákvörðun sína. Það er því enn von fyrir ungan svein. Það gæti allt eins myndast fjöldafylgi á bakvið mann eins og mig, til dæmis fyrir þær sakir að ég er sá eini af þeim fjórum sem nú hafa komið fram sem ekki hefur verið á þingi eða er skráður í einhvem stjóm- málaflokk og þar að auki er ég algjör- lega hlutlaus hvað varðar stuðning við einstaka stjómmálaflokka. Hingað til hefur fólk metið það afar mikilvægt að forsetinn sinn sé ekki að vasast of mikið í „pólitík", svo við notum út- lenskt orð yfir það sem færi betur að kalla stjórnmál með tilvísun í mál- ræktaráhuga núverandi forseta. Ég er líklegur til að vera eins og andinn sem svífur yfir vötnunum og forðast að styðja einn flokk öðrum fremur. Hins vegar er ég líklegur til að styðja málefnalega umræðu sama hvaða flokkur ber hana fram og hvort sem hann er í stjórn eða stjómarand- stöðu. Ég hef hug á að fylgjast með stjómmálum, einkum þeim sem varða almannaheill og hafa orð á einhverju sem gæti farið betur með tilliti til heildarhags þjóðarinnar, en ég myndi vilja forðast að móðga einn eða neinn. Með því get ég aukið líkur á áfram- haldandi þróun okkar sem þjóðar. Ég er svo sannarlega tilbúinn til að verða næsti forseti þjóðarinnar ... ef Guð og þjóðin vill, og ég myndi þiggja stuðning ykkar, þeirra sem þessar línur lesið, ef þið viljið veita hann. ■ Höfundur er væntanlegur forsetaframbjóðandi r í I Það misræmi sem nú er gert á skattlagningaraðferð rekstrar- hagnaðar einstaklinga og reiknaðs endurgjalds annars vegar og arðs hlutafélaga hins vegar mun hafa í för með sér miklar breyt- ingar á rekstrarformi rekstrar einstaklinga til að lækka skatta. Út- reikningar sýna að hér getur verið um milljarða skattalækkun að ræða. Heimild hlutafélaga til að miða útborgaðan arð sinn við 10 prósent af nafnverði hlutafjár er rýmkuð og heimilt verður að miða við upphækkað nafnverð. Söluhagnaður verður framvegis skattlagður með 10 prósenta skatti í stað 41,94 prósenta. Þetta skattafrumvarp virðist hafa farið framhjá opinberri um- ræðu að mestu Ieyti. Það er þeim mun undanlegra sem hér er á ferðinni eitt makalausasta skattafrumvarp sem sést hefur um ára- tugabil. Kannski er ástæðan sú að ASÍ hefur ekki lagt gegn því heldur lýst sig því samþykkt. Um þetta frumvarp má segja hið fomkveðna. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. ■ Atburðir dagsins 1298 Árni Þorláksson Skál- holtsbiskup dcyr. 1421 Rúm- lega 100 þúsund manns farast í gífurlegum tlóðum á Hollandi. 1790 Bandaríski diplómatinn, vísindamaðurinn og rithöfund- urinn Bcnjamin Franklin deyr. 1913 Járnbraut, sú fyrsta og eina á Islandi, tekin í notkun. Hún lá frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn. 1939 Ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar, svokölluð þjóðstjórn, tók við völdum. Ráðherra Alþýðu- flokks var Stefán Jóhann Stef- ánsson. 1964 The Rolling Stones gefa út fyrstu plötu sína. Afmælisbörn dagsins Nikita Krúsjov 1894, leiðtogi Sovétríkjanna 1958- 64; fletti ofan af glæpaverkum Stah'ns. Lindsay Anderson 1923, breskur kvikmyndaleikstjóri, gerði meðal annars !f... og O Lucky Man. Annálsbrot dagsins Tóbakið skal hafa verið fyrst á þessu ári uppfundið og barst svo og fluttist fullskjótt um öll Norðurlönd innan fárra ára, og þótti það þá mörgum nýstár- legt, enda var það í þann tíma óprettað. Síðan komst það og fluttist til Islands, og er nú orð- ið hér í landi almennt til brúk- unar. Setbergsannáll 1559. A fstædiskenning dagsins Ef við viljum, að allt haldist í sama horfi, er óhjákvæmilegt, að öllu verði gerbreytt. Giuseppe di Lampedusa, 1896- 1957, Italskur aðalsmaöur og rit- höfundur; skrifaði meðal annars Hlébarðann. Málsháttur dagsins Verri er skömm en skaði. Orð dagsins Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; \mð er ekkerl í heiminum öllum nema eilífðin, Guð — og við. Sigurður Nordal. Skák dagsins Smyslov var heimsmeistari í skák í 300 daga fyrir ríflega þremur áratugum. Hann er enn- þá að, þótt mjög sé hann tekinn að reskjast og nær einatt góð- um árangri. En hann er í hlut- verki fórnarlambsins í skák dagsins. Cserna hefur hvítt og á leik gegn Smyslov: skákin var tefld í Kaupmannahöfn fyr- ir 10 árum. Hvítur leikur og vinitur. 1. I)d6! Ra6 Góð ráð eru svörtum dýr cnda blasir mát við ef hann þiggur eitraða drottninguna. 2. Hxa7! og staða svarts er gjörtöpuð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.