Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 ást & afmvndun ■ Mary Shelley var einungis nítján ára þegar hún skrifaði söguna um Frankenstein, sem síðan hefur haldið nafni hennar á lofti. Sorgin slóst snemma í för með þessari miklu hæfileikakonu eins og Kolbrún Bergþórsdóttir segirfrá stöðu sína. í júlímánuði 1814 struku Shelley og Mary, sem þá var barnshafandi, til Sviss ásamt Claire Claimont, hálfsyst- ur Mary. Síðar settust þau að á ítahu. Claire varð elskendunum fljótlega til trafala. Hún daðraði blygðunarlaust við Shelley og framkoma hennar ein- kenndist af alls kyns dyntum og móð- ursýki. Mary tók fljótlega að þreytast á hálfsystur sinni og leit á hana svipuð- um augum og stjúpmóður sína. „Hún var skaðvaldur í lífi mínu allt írá því ég man eftir mér,“ sagði Mary síðar um Claire. Byron lávarður, ,sem varð fyrir því óhappi að bama Claire, bar henni heldur ekki vel söguna. „Svo tekið sé vægt til orða þá finnst mér fröken Clairmont vera bölvuð tík,“ sagði hann um bamsmóður sína eftir að'skammvinnar ástir þeirra höfðu orðið úti. Árið 1815 fæddi Mary dóttur sem lést tæpa tveggja vikna. Mary tók dauða hennar afar nærri sér, dreymdi hana sífellt og gat vart um annað hugs- að en missi sinn. Hún tók þó gleði sína á ný ári seinna þegar hún fæddi soninn William, sem hún unni ákaflega og þótti snemma mannvænlegt bam. Frankenstein verður til Kvöld eitt, þegar Shelley hjónin og Claire voru í heimsókn hjá Byron, barst talið að eftirlætisumræðuefni Byrons, því yfirnáttúrulega og þeim möguleikum sem fælust í vísindunum. Byron sagði: „Við skulum hvert um sig skrifa draugasögu." Framlag Mary var Frankenstein. Hún var einungis ní- tján ára þegar hún skrifaði bók sín og skapaði frægasta skrímsli sögunnar. Skáldsagan kom út árið 1818 undir nafhleynd og varð metsölubók. „Þetta er dásamlegt verk þegar haft er í huga að höfundurinn var einungis nítján ára þegar verkið var skrifað," sagði Byron. Almennt var álitið að verkið væri eftir karlmann. Walter Scott, sem skrifaði mjög jákvæðan rit- dóm um verkið, áleit Shelley vera höf- undinn. Nokkrir ritdómarar hneyksluð- ust ákaflega á bókinni sem þeim þóttí siðspillt, hrottaleg og beinlínis and- styggileg. Frankenstein er merkileg bók, en langt frá því að vera gallalaus. Bygg- ingin en losaraleg, og fyrir utan skrímshð og skapara þess er persónu- sköpun ekki upp á marga fiska. En bókin er afar hugmyndarík og skrifuð af sannri innlifun sem ber verkið uppi. Snjallasti þátturinn er sköpun skrímsl- isins, sem á ekki sinn líka í bók- menntasögunni. Með þessari bók skrif- aði Mary Shelley sig inn í bókmennta- söguna og forðaði sjálfri sér frá því að vera einungis þekkt sem dóttir foreldra sinna og eiginkona Shelley. í samfylgd dauðans Sama ár og Mary hóf að rita Frank- enstein fyrirfór Fanny Imlay sér. Hálf- „Sumir eru haldnir þeirri ástríðu að vilja bæta heiminn, aðrir binda sig ekki á klafa ákveðinna skoðana. Foreldrar mínir og Shelley tilheyrðu fyimefnda hópnum og ég virði þann hóp,“ sagði Mary Shelley eitt sinn en tók jafnframt fram að hún tilheyrði ekki þeim hópi. Hún var ekki sókndjörf baráttukona eins og móðir hennar, né hugmyndafræðingur á við föður sinn, og hún var heldur ekki skáldsnillingur á borð við eigin- mann sinn. Hún var rithöfundur með afar mikla hæfileika og auðugt ímyndunarafl, en sviptingar og áföll í einkalífi mörkuðu hana mjög og drógu úr henni mátt. Ef hún hefði notið meiri hamingju hefði framlag hennar til bókmenntanna líklega orðið ríflegra, en það breytir ekki því að með einni merkri skáldsögu tókst henni að koma sér á spjöld bók- menntasögunnar. Móðir Mary Shelley var Mary Wollstonecraft, einn af frumkvöðlum kvenfrelsisbaráttu og höfundui' merks rits Vindication of the Rights of Wo- men, sem kom út árið 1792. Þar rýndi hún gagnrýnum augum á samfélags- gerðina og skilgreindi hvað það væri sem gerði það að verkum að staða kvenna væri svo bágborin. Staðreyndin um kúgun karla á kon- um blasti við Mary Wollstonecraft strax í bemsku hennar, en faðir hennar lagði iðulega hendur á konu sfna að dóttur þeirra ásjáandi. Mary brást við með því að varpa sér fyrir framan móður sína til að vernda hana fyrir höggunum. Mary óx upp, varð meðvituð ung kona sem skrifaði skáldsögur og rót- tæk hugmyndafræðileg verk. Hún varð ástfangin af Gilbert Imlay, ævintýra- manni og glaumgosa, og eignaðist með honum dóttur, sem hún skírði Fanney í höfuðið á nánustu vinkonu sinni sem hafði látist af bamsförum í örmum hennar. Imlay þreyttist fljótt á Mary og leitaði tilbreytingar hjá öðrum konum. Þegar Mary, sem var þung- lyndi að eðlisfari, varð vör við fálæti hans og fékk staðfestingu á ótryggð hans gerði hún tvær misheppnaðar til- raunir til að svipta sig lífi. Stuttu eftir að samband Mary og Imlay lauk kynntist hún heimspekingnum Willi- am Godwin og með þeim tókust heitar ástir. William Godwin var á sínum tíma gífurlega áhrifamikill heimspekingur. Hugmyndir hans vom í gróflim drátt- um þær að maðurinn væri í eðli sínu góður en lög, reglugerðir og stoínanir væm af hinu illa, og því ættu menn að stefna að því að lifa í sátt án þeirra og með skynsemina að leiðarljósi. God- win setti þessar hugmyndir sínar í frægt rit Political Justice. Hinn róttæki heimspekingur var litinn homauga af stjórnvöldum vegna þessara hug- mynda sinna, en hinir frjálsu andar þess tíma, skáld á borð við Wordsworth, Coleridge og Shelley tóku hugmyndum hans fagnandi. Mary Wollstonecraft Godwin. Móðir Mary Sheliey var á sínum tíma einn helsti talsmaður kven- réttinda. Hún lést tíu dögum eftir fæðing Mary dóttur sinnar. Eins og oft vill verða var Godwin um megn að framfylgja í verki öllu sem hann predikaði. Heimspekingur- inn, sem taldi hjónabandið úrelda stofnun, giftist konunni sem hann elsk- aði. í því hjónabandi mættust tveir andlegir jafnokar. Einstaklingar sem vom róttækir þjóðfélagsgagnrýnendur og eftirtektarverðir hugmyndafræðing- ar. Dóttir þeirra Mary fæddist 30. ágúst 1797 og Mary Wollstonecraft lést tíu dögum síðar. Hún var þrjátíu og átta ára gömul. Hún hafði verið gift í tæpt ár og síðustu orð hennar vom um eig- inmann sinn: „Hann er ljúfasti og besti maður í heimi.“ Godwin syrgði konu sína mjög og skrifaði minningabók um hana. Hann kvæntist á ný fjórum ámm eftir dauða konu sinnar. Hin nýja eiginkona hans hét Mary Jane Clairmont og tók böm sín með sér í búið. Dóttir hennar Claire varð félagi hinnar ungu Mary. Flestir vina Godwins höfðu ímugust á hinni nýju eiginkonu hans, sem var að þeirra mati illa gefin og þreytandi. Þeim var fyrirmunað að skilja hvemig maður sem hafði verið giftur hinni einstöku Mary Wollstonecraft hefði farið að því að velja þennan litlausa lífsfömnaut. Mary fyrirleit stjúpmóður sína og reyndi á engan hátt að leyna þeim til- finningum sínum. Hún tilbað föður sinn sem hún sagði sfðar að hefði verið guð sinn. I bréfi til vinar síns lýsti Godwin Mary dóttur sinni: „Hún er einstaklega framhleypin, jafnvel hrokafull og mjög hugmyndarík. Hún er einkar fróðleiksfús og lætur ekki deigan síga hvað svo sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Ást og útlegð Strax á unglings- árum hóf hin hug- myndaríka Mary að skrifa skáldsögur, sem nú eru allar glataðar. Hún var sextán ára þegar faðir hennar ving- aðist við skáldsnill- inginn Shelley sem þá var tvítugur. Shelley dvaldi oft á heimili Godwin fjölskyldunnar, fjarri eiginkonu sinni og börnum þeirra. Þau Mary urðu fljótlega yfir sig ástfangin og áttu ástarfundi við leiði Mary Wollstonec- raft en þangað hafði Mary iðulega leitað á æskuámm sínum til að njóta næðis. Shelley dáði Godwin sem hafði af- gerandi áhrif á hugmyndir hans og Godwin kunni vel við unga manninn, en var lítt hrifínn af sambandi hans við dóttur sína. Shelley var, eins og list- snillingum er tamt, ábyrgðarlaus til- fmningamaður. Hann var hrifnæmur eldhugi sem bjó ekki yfir vott af sjálf- saga og hafði einstaka hæfileika til að réttlæta fyrir sjálfum sér allar hæpnar gjörðir sínar - og þær urðu þó nokkrar á skammri ævi. En hann vildi öllum vel og viljandi gerði hann engum illt. Reyndar bar hann í bijósti bamslega trú á mátt hins góða. Ef heimspékihgurinn William God- win hefði verið samkvæmur sjálfum sér hefði hann, sem ritum sínum talaði máli fijálsra ásta, átt að leggja blessun sína yfir samband dóttur sinnar og skáldsins, því það byggðist á heitum tilfinningum. Það gerði hann hins veg- ar ekki heldur dró hvergi dul á and- systir Mary hafði erft þunglyndi móð- ur sinnar og var riimlega tvítug þegar hún tók inn eitur. Hún skildi eftir sig bréf þar sem hún sagði: ,JÉg hef fyrir alllöngu ákveðið að það besta sem ég geti gert sé að binda endi á tilveru mína, fæðing mín var óhappaatburður og líf mitt hefur valdið þjáningu þeim einstaklingum sem hafa skaðað heilsu sína í tilraunum til að stuðla að velferð minni.“ í desember sama ár hafði Harriet, hin ógæfusama eiginkona Shelleys, fengið svo mikla óbeit á hTinu að hún greip til þess ráðs að drekkja sér. Hún var þá bamshafandi. Enginn vissi hver elskhugi hennar var, en víst var að hún sá enga framtíð fyrir sér við hlið hans. Mary og Shelley giftu sig tveimur vik- um eflir lát hennar. Shelley sótti nú um umráðarétt yfir börnum þeirra Harriet en fjölskylda hennar kenndi honum um örlög hennar og beitti sér af hörku gegn því að hann fengi bömin. Dómstólar dæmdu Shell- ey óhæfan föður vegna siðleysis hans og bömin vom sett í fóstur. Þessi nið- urstaða var Shelley mikið áfall og Mary tók úrskurðinn einnig nærri sér því hún hafði gert sér vonir um að geta gengið bömum Shelleys í móðurstað. Um svipað leyti samþykkti Claire Clairmont að veita Byron lávarði um- ráðarétt yfir dóttur þeirra, Allegm. Það tók hana þó ekki langan tíma að sjá eftir þeirri ákvörðun og Byron, sem fyrirleit fyrrum ástkonu sína, meinaði henni að hitta bamið. Hvert áfallið hafi rekið annað í lífi Shelley hjónanna og nú fæddi Mary dóttur sem lést einungis þriggja vikna gömul. Níu mánuðum síðar veiktist William sonur þeirra. Hann lést árið 1819, þriggja ára gamall. Mary hafði elskað hann ákaft og varð örvita af sorg. Fjölskylda hennar og vinir horfðu ráðþrota á og fengu ekkert að gert. Faðir hennar skrifaði henni bréf og minnti hana á hversu sjálfselsk og öfgafull hún væri í harmi sínum. Mundu einnig að þó að þeir sem standi þér næst muni í byijun vera fullir með-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.