Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 8
I *
XWREVF/tZ/
4 - 8 farþega og hjólastólabflar
5 88 55 22
Miðvikudagur 17. apríl 1996
fiDBUBLMÐ
57. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
r
l Astandinu í þjóðkirkjunni líkt við salmónellusýkingu á átakafundi í fyrrakvöld
Klofningur þjóðkirkjunnar
endanlega staðfestur
Séra Jón Bjarman gegndi vandasömu hlutverki fundarstjóra á stormasömum fundi Prestafélagsins. Hér er hann
þungur á brún áðuren fundurinn hófst. Séra Geir Waage formaður Prestafélagsins er í gættinni. Vítur á stjórnina
voru ekki samþykktar.
- segir sóknarprestur sem
sat fundinn. Biskups-
menn í meirihluta en full-
yrt að þriðjungur presta
sé eindregið á móti Ólafi
Skúlasyni.
„Það var mikil spenna í loftinu á
þessum fundi og um 40 prestar tóku
til máls. Klofningurinn innan þjóð-
kirkjunnar var endanlega staðfestur
við atkvæðagreiðslu um hvort vísa
ætti frá þeim þremur tillögum sem
lágu fyrir fundinum. 55 samþykktu
frávísun en 35 vildu láta greiða um
þær atkvæði. Þetta sýnir líklega valda-
hlutföllin. Að minnsta kosti þriðjung-
ur presta er algerlega á móti biskupi
en hinir styðja Ólaf eða eru ekki vissir
í sinni sök,“ sagði prestur sem sat
átakafund Prestafélagsins í fyrrakvöld
um „Ástandiö í kirkjunni".
Tvennum sögum fer af fundinum
en samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins var á köflum mjög heitt í kol-
unum. í fréttatilkynningu séra Jóns
Bjarmans fundarstjóra, segir að marg-
ir hafi tekið máls og umræður verið
„líflegar“. Þá segir: „Töluðu menn af
hreinskilni og komu mörg sjónarmið
fram. Rætt var frá ýmsum hliðum um
stöðu biskups og starf stjómar Presta-
félagsins. Um þessi mál voru ekki
gerðar samþykktir á fundinum."
Erfiðir tímar framundan, segir
sóknarprestur í samtali við blaðið.
„Þegar mál biskups kemur úr lög-
reglurannsókn er næsta óhjá-
kvæmilegt að það fari fyrir dóm-
stóla. Hvernig halda menn að það
leiki ímynd biskups íslands og
þjóðkirkjunnar?"
Þórir liðsstjóri
biskupsmanna
Viðmælandi blaðsins, sem sat fund-
inn, sagði að séra Þórir Stephensen
hefði verið „liðsstjóri biskupsmanna",
og gripið fram í fyrir ræðumönnum
„einsog hver annar stráklingur."
Séra Þórir hefði hinsvegar undir lok
fundar stungið uppá því að fundar-
menn færu í Dómkirkjuna, héldust í
hendur og færu með faðirvorið og
sálm til að efla einingu innan kirkj-
unnar. Lítill hljómgrunnur var fyrir
bænastund af þessu tagi, enda hiti í
mönnum.
Heimildamaður blaðsins sagði að
Öm Bárður Jónsson, fyrrum fræðslu-
stjóri þjóðkirkjunnar og samherji bisk-
ups, hefði haft uppi miklar samsæris-
kenningar, og að hatrömm valdabar-
átta færi fram sem beindist gegn Ólafi
Skúlasyni. Sigurður Sigurðsson
vígslubiskup hefði hinsvegar með öllu
slegið á slíkar fullyrðingar.
„Fundurinn var gagnlegur," sagði
presturinn sem blaðið ræddi við.
„Menn töluðu hreint út og það er iangt
síðan menn hafa talað svo óttalaust
um ástandið í kirkjunni. Það sjá allir
að þjóðkirkjan er í lamasessi."
Um franihaldið sagði þessi prestur:
„Nú er miklu erfiðara tímabil fram-
undan. Þegar mál biskups kemur úr
lögreglurannsókn er næsta óhjá-
kvæmilegt að það fari fyrir dómstóla.
Hvernig halda menn að það leiki
ímynd biskups íslands og þjóðkirkj-
unnar?“
Bið á varanlegri lausn
Talsvert var rætt á fundinum um
miklar úrsagnir úr þjóðkirkjunni, og
mun einn prestur hafa líkt ástandinu
við salmonellusýkinguna í Mjólkur-
samsölunni. Þjóðkirkjan hefði gert
sömu mistök og Mjólkursamsalan:
ekki hreinsað til hjá sér fyrir opnum
tjöldum og því glatað trúverðugleika
sínum.
Niðurstaða fundarins var samþykkt
eftirfarandi tillögu:
„Fundur Prestafélags Islands í safn-
aðarheimili Dómkirkjunnar í Reykja-
vík, 15. apríl 1996, beinir þeim til-
mælum til biskups Islands að hann
kalli saman nefnd þá er bjó í hendur
Kirkjuþings frumvarp um „Stöðu,
stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar",
til að endurskoða ákvæði frumvarps-
ins um embætti biskups fslands í ljósi
þess vanda sem biskupsþjónustan hef-
ur staðið frammi fyrir á liðnum vik-
um.“
Þessi samþykkt felur í sér að menn
verða enn að bíða varanlegrar lausnar
á óöldinni í þjóðkirkjunni.
Forsetaframbjóðendur
hittast. Félag stjórnmála-
fræðinema stefndí forseta-
frambjóðendum til fundar
í hádeginu ígær. Á stóru
myndinni heilsast Guðrún
Pétursdóttir og Guðrún
Agnarsdóttir en Guð-
mundur Rafn Geirdal virð-
ist vera að íhuga einhver
æðri mál. Á litlu myndinni
má sjá auðan stól sem
ætlaður var Ólafi Ragnari
en hann boðaði forföll.
Fundurinn var talsvert líf-
legur en frambjóðendur
reyndust giska sammála
um flesta hluti. A-mynd: E.ÓI.
í ár veitir Húsafriðunarnefnd stóra
styrki, að upphæð ein milljón hver,
til verkefna í hverjum landshluta.
Roaldsbrakki á Siglufirði hlaut slík-
an styrk, en húsið var byggt 1907.
■ Styrkveitingar úr
Húsafriðunarsjóði
155styrkir
veittir í ár
Á fundi Húsafriðunamefndar ríkis-
ins 2. apríl vom samþykktar styrkveit-
ingar fyrir árið 1996. Veittir vom 155
styrkir samtals að upphæð 43.450.000,
aðallega til endurbygginga og við-
halds gamalla húsa um land allt.
Húsafriðunarnefnd stjórnar Húsa-
friðunarsjóði, en hlutverk sjóðsins er
að veita styrki til viðhalds og endur-
bóta á friðuðum húsum og mannvirkj-
unt. Ennfremur til húsa, sem hafa
menningarsögulegt eða listrænt gildi á
mati nefndarinnar. Sjóðurinn styrkir
einnig verkefni sem stuðla að rann-
sóknum á íslenskum byggingararfi og
útgáfu rita þar að lútandi.
Sú nýbreytni var tekin upp í ár að
veita stóra styrki, að upphæð ein millj-
ón hver, til verkefna í hverjum lands-
hluta í samræmi við nýja stefnumörk-
un Húsafriðunamefndar.
■ Fyrirlestur hjá Fé-
lagi íslenskra fræða
Erindi um
kumlið í
Skriðdal
í kvöld verður haldinn fundur
á vegum Félags íslenskra fræða í
Þjóðminjasafninu með Steinunni
Kristjánsdóttur fornleifafræðingi.
Steinunn, sem er forstöðumað-
ur Minjasafns Austurlands á Eg-
ilsstöðum, mun í erindi sínu
segja frá rannsókn sinni á kuml-
inu sem fannst í Skriðdal síðast-
liðið haust. Kumlið er eitt af
merkari kumlum sem fundist
hafa á Islandi en í því var karl-
maður heygður með hesti sínum,
vopnum, skarti og fleiru. Stein-
unn mun sýna og skýra lit-
skyggnur sem teknar voru á með-
an rannsókninni stóð, allt frá því
yfirborðsvinna hófst, þar til grip-
ir og bein voru komin í hús.