Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ást & afmyndun aumkunar vegna ástands þíns, þá munu þeir, þegar þeir sjá þig festast í sjálfs- elsku og skeytingar- lausa um hag annarra. hætt að unna þér og varla umbera þig skrifaði hann. Mary var tuttugul og tveggja ára. Hún hafði fætt þrjú börnj og misst þau öll. Þessi reynsla markaðij hana og rændi han lífsgleðinni. Húnj þjáðist af þunglyndi en öðru hvoru bráði þó af henni. I nóvem- ber, sama ár og hún missti Wilham, fædd- ist sonurinn Percy.j Gleðin vegna fæðing- ar hans dofnaði brátt næsta ár þegar Mary missti fóstur og síðan lést Allegra, komungl dóttir Claire og Byrons. Mary var nú fangi sorgar sinnar og fjarlægðist eig- inmann sinn, sem hún elskaði þó heitt. Harmur hennar átti þó enn eftir að aukast. Skáldsnillingurinn Shelley. Mary kynntist honum þegar hún var sex- tán ára og bjó með honum í átta ár. Hann drukknaði tuttugu og sex ára gamall og Mary fannst þá sem Líf án Shelleys Sumarið 1822 urðu ýmsir einkenni- legir atburðir í lífi Shelleys, sem virtust boða feigð. Eina nóttina dreymdi Shelley að vinir hans, Wilhams hjónin, gengu nakin inn í herbergi hans, ötuð blóði. Eiginmaðurinn sagði við Shell- ey: „Vaknaðu Shelley, sjórinn flæðir yfir húsið og allt er að fara undir sjó“. Þegar Shelley varð, í draumnum, htið út á veröndina sá hann að sjórinn streymdi að. Þá breyttist draumurinn og hann sá sjálfan sig vera að kyrkja Mary. Hann vaknaði og þaut æpandi af skelfingu inn í herbergi eiginkonu sinnar. Morguninn eftir sagði hann Mary að hann hefði á skömmum tfma séð margar einkennilegar sýnir. Ein þeirra lífi sinu væri lokið. var á þann veg að honum fannst hann mæta sjálfum sér og segja við sig: „Hvað ætlarðu lengi að vera sáttur?" Fleiri sérkennilegir atburðir gerðust. Vinkona þeirra hjóna sá Shelley á ve- röndinni þegar hann var ekki í húsinu. Og einn dag þegar Shelley og vinur hans spjölluðu saman á veröndinni grip Shelley þéttingsfast um handlegg vinar síns, starði út á hvítt brimið og sagði að hann sæi Allegru koma nakta upp úr sjónum og klappa saman hönd- unum í gleði um leið og hún brosti við honum. Shelley drukknaði í júlímánuði 1822. Lfkami hans var brenndur að viðstöddum vinum hans. Einn þeiiTa, Mary Shelley. Myndin er frá árinu 1840, en þá var Mary rúmlega fertug. Von- brigði og ástvinamissir höfðu þá sett mark sitt á hana og hún sagði: „Ég bý við einmanaleika sem mér finnst engin önnur mann- vera hafa kynnst." Edward Trelawny, hrifsaði hjarta Shel- leys úr eldinum og það var síðan í vörslu annars vinar, Leigh Hunts. Mary bað Hunt um að gefa sér hjartað, en hann neitaði og sagði f harðorðu bréfi til hennar að hún ætti ekki skilið að fá það til varðveislu þar sem hún hefði brugðist eiginmanni sínum síð- ustu vikurnar sem hann lifði. Hunt sagði að þar sem hann hefði ætíð verið tryggur vinur Shelleys hefði hann rétt umfram hana. Eftir þrýsting frá sam- eiginlegum vinum lét Hunt þó loks undan og afhenti Mary hjarta Shelleys. Hún geymdi það fram í andlátið, vafið inn í silkidúk. Mary tók nú að trúa því að hún hefði brugðist eiginmanni sínum og fylltist sektarkennd. Hún hafði aldrei borið mótlæti vel og nú hafði hún ástæðu sem aldrei fyrr til að dekra við sorg sína. Hún var tuttugu og fjögurra ára, ekkja sem hafði misst þrjú böm. En hún átti bam á lifi. Hún flutti frá Italíu til Englands og helgaði sig upp- eldi sonar síns, sinnti ritstörfúm og lagt ríka áherslu á að skapa ljóma um nafn eiginmanns síns. Einmanaleiki sem enginn hefur þekkt Mary skrifaði sex skáldsögu og þar er Frankenstein langsamlega þekktust. The Last Man, skáldsaga sem hún skrifaði tæplega þrítug, þykir einnig áhrifartk og merkileg hryllingssaga. Hún fjallar um drepsótt svo skæða að í lokin er einungis ein mannvera á h'fi. Aðrar skáldsögur hennar hafa ekki náð neinni verulegri útbreiðslu eða vin- sældum. Mary einbeitti sér af mikturn krafti að því að koma verkum Shelleys á ffamfæri og skrifaði ftarlegar skýringar við Ijóð hans. „Einstaklega framhleypin, jafnvel hrokafull, lætur aldrei deigan síga,“ hafði Godwin sagt um dóttur sína þeg- ar hún var ung stúlka. Rúmlega fertug var Mary allt önnur kona sem sú sem hann hafði lýst. Dauðinn hafði hremmt flesta þá sem henni höfðu verið kærir. Það virtist enginn eftir til að styðja hana, styrkja og elska. Hún skrifaði f dagbók sína: „Faðir minn lagði ríkt á við mig að verða mikilhæf og góð. Shelley ítrek- aði það... En Shelley dó og ég var ein... Vináttuleysi mitt, hræðsla mín við að verða framhleypin og við að koma mér á framfæri, nema einhver væri til að leið mig, láta sér þykja vænt um mig og styðja mig - allt þetta hefur gert það að verkum að ég bý við ein- manaleika sem mér finnst engin önnur mannvera hafa kynnst - fyrir utan Ró- binson Krúsó.“ Hún átti vitaskuld Percy, son sinn, og gerði til hans væntingar sem hann stóð ekki undir. Hún vildi að hann yrði annar Shelley, leitaði snillingsins í honum en fann ekki. í Percy bjó ekki vottur af ímyndunarafli eða skáldlegri hugsun. Honum datt aldrei neitt fmm- legt í hug. Hann var rólyndur, vin- gjamlegur, jarðbundinn maður sem var aldrei til vandræða. Percy reyndist móður sinni vel og síðustu árin sem hún lifði bjó hún á heimili hans og eiginkonu hans Jane. Miklir kærleikar vom milli Mary og Jane. Jane var mikill aðdáandi Shelley, sem hún hafði þó aldrei séð. og gerði herbergi á heimih þeirra hjóna að eins konar minnisvarða um hann. Allir sem þar stigu inn urðu að taka ofan í minn- ingu skáldsins. Reyndar var slík lotn- ing talin sjálfsögð í hópi þeirra sem þekkt höfðu Shelley. Ein vinkona Mary og Shelley ífá æskuámm þeirra hafði þann sið að hneigja sig í hvert sinn sem einhver nefndi nafn Shelley. „Hann var ekki maður, hann var andi,“ sagði hún. Árið 1851 fékk Mary á stuttum tíma nokkur hjartaáföll sem lömuðu hana. Hún lést fimmtíu og þriggja ára. Eftir dauða hennar fannst í skrifborðs- skúffu hennar einhvers konar duft, vaf- ið innan í silkidúk. Það var hjarta Shelley sem hún hafði aldrei skilið við sig. ■ Alþýðublaðið Vertu með á nótunum fyrir 950 kall á mánuði Sími 562 5566 Munið kosningasjóðinn! Alþýðuflokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vest- fjörðum. Kosningaskrifstofa A-listans er á 2. hæð í húsi Kaupfélags ísfirðinga við Austurveg 1. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson ritstjóri Skutuls. Símar á skrifstofu: 456-5101 og 456-5102. Bréfsími 456- 5130, farsími 853-9748. Heimasímar kosningastjóra: 456-3948 og 456-5148 Lítið inn í kaffi og spjall. ísafjörður

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.