Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ o s k o ð a n i r Hvað ætlar þu svo að verða, vinan ? nýjum, litlum, æpandi íslendingum varð mér ósjálfrátt hugsað til þess hvað allt þetta fólk myndi fara að fást við í framtíðinni." Síminn hringdi glæpsamlega snemma á mælikvarða nátthrafns í próflestri. „Þaðeraðkomaþaðeraðkomaþaðer- aðkomamáégfábflinnþinnlánaðan! !?“ Svefndrukkin litla systir gerði sér smám saman grein fyrir aðstæðum. Stóri bróðir var að leika hysterískan verðandi föður. Endurtók síðan spum- inguna ljúflega. Ég lánaði honum bíl- inn, hann kom eiginkonunni til skila á Pallborðið | réttan stað og skömmu síðar kom ný prinsessa fjölskyldunnar í heiminn. Þegar ég fór svo að „skoða“ hana dag- inn eftir og sá þessa troðfullu vöggu- stofu af nýjum, litlum, æpandi Islend- ingum varð mér ósjálfrátt hugsað til þess hvað allt þetta fólk myndi fara að fást við í framtíðinni. í allri fslandssögunni hafa fslend- ingar ekki náð einni milljón í mann- fjölda samanlagt. Sveiflumar hafa ver- ið miklar, allt eftir sjúkdómum og ár- ferði. Ekki vom öll böm velkomin í heiminn og yfirvöld gerðu á sínum tíma allt hvað þau gátu til að koma í veg fyrir „óþarfar" barneignir fólks sem ekki var víst að gæti framfleytt sér og sínunr í fyllingu tímans. Landið bar ákveðinn mannfjölda og þegar þjóðin óx merkjanlega yfir þau mörk gerðist annað tveggja eða bæði: fjöldaflótti til útlanda eða fjöldadauði úr sjúkdómum og hungri. En með aukinni þéttbýlismyndun og breyttum lifnaðarháttum hefur þol landsins auk- ist mikið. Síðan 1910 hefur þjóðin ríf- lega þrefaldast, farið úr rúmum 85 þúsundum upp í um 267 þúsund manns. Framan af var alltaf næg at- vinna og ríflega það, vinnufúsar hend- ur höfðu yfirleitt nóg að gera, þó upp- skeran væri ef til vill ekki alltaf í sam- ræmi við vinnuffamlag. Vinkona mín sem rekur fyrirtæki með miklum glæsibrag var þó einmitt að fjargviðrast yfir því um daginn hvað við værum fá, það væri aldrei hægt að gera nokkum skapaðan hlut af einhverri stærðargráðu sem tæki því að tala um, þar sem aðeins væru 270.000 manns og slatti af túristum á sumrin. Ég hlýt að spyrja á móti: Hvað á allt þetta fólk að gera þegar fram líða stundir og fjölgunin heldur áffam? Forsetaffambjóðendum verður tíðrætt um alla möguleika landans á hinum ýmsu sviðum. En ef litið er blákalt á málin eins og þau em núna, þá kem ég ekki auga á nema einn virkilegan vaxtarbrodd og það er ferðaþjónustan. Svo em reyndar ein- staka fyrirtæki sem eru að gera það gott á sínu sviði, s.s. hugbúnaðariðn- aðurinn og framleiðendur véla og tækni í sjávarútvegi. Störfum fækkar í öðmm greinum, það koma sífellt nýjar vélar fram á sjónarsviðið sem leysa mannshöndina af hólmi í sjávarútveg- inum og ég veit ekki hvort það tekur því að eyða nokkru púðri í útlistanir á atvinnuhorfum í landbúnaði. Það er leiðinlegt að tala við bóndason sem vinnur á lyftara í frystihúsi fyrir aust- an, langar virkilega til að taka við búi foreldra sinna, en gerir sér einfaldlega grein fyrir því að af því er ekki hægt að lifa. En hvert er þá hlutverk stjómvalda í þessari þróun? Sem stendur virðast jrau fljóta sofandi að feigðarósi og segja: „Nei, nei, þetta em ýkjur. Það em ekki svo margir sem em að flytja til útlanda. Þetta er mest hræðsluáróð- ur stjómarandstöðunnar. Hér er góð- æri.“ Þeim finnst kannski ágætt að losna við þá af landi brott sem hafa verið vandamál hér heima og em fam- ir út fyrir landsteinana gagngert til þess að leggjast á „sósíalinn" í öðmm ríkjum, á kostnað þarlendra skattborg- ara. Islandi og Islendingum til háð- ungar og skammar. En þegar maður er farinn að horfa upp á ótrúlega stóran hluta samstarfsmanna sinna, ungs fjöl- skyldufólks með böm, bæði menntað og ómenntað, hverfa á brott í leit að betri lífskjörum, þá hlýtur maður að vera blindur ef maður áttar sig ekki á að það er eitthvað að. Hvað eiga þá stjómvöld að gera? Hafa þau ekki ver- ið að lækka skatta á fyrirtæki og reynt að gera þeirn lífið sem léttbærast til þess að viðhalda atvinnu? Það er bara því miður ekki nóg. Fyrir utan þann fjölda verkamanna og menntafólks sem vinnur fulla vinnu fyrir fimmtíu til áttatíuþúsund á mán- uði, þá em auk þess þúsundir af ungu fólki í námi hérlendis og erlendis sem eygir varla nokkra von um að fá starf á sínu sviði hér heima þegar því lýkur. Sumir láta sig hafa það að vinna við eitthvað annað, aðrir koma einfaldlega ekki heim. Fólk setur líf sitt og fram- tíðina upp í flókið debet og kredit dæmi, tekur öll tilfinningarök með og kemst samt að þeirri niðurstöðu að það geti ekki borgað sig að fara heim aftur. Alveg eins og við stukkum inn í 20. öldina urn hana miðja, eftir stríð, eins þurfum við að fylgja eftir þeim þjóðfélagsumbreytingum sem eru að verða með upplýsinga- og tæknisam- félagi þeirrar tuttugustuogfyrstu. Við emm hluti af risastóru atvinnusvæði og samkeppnin snýst um að geta boð- ið upp á vel launuð störf. Annars get- um við líka bara orðið verstöð og jarð- fræðirannsóknarfyrirbæri svipað eins og Svalbarði og Jan Mayen. Þetta er ef til vill óþarflega dökk mynd sem dregin er upp, en engu að síður er ljóst að forystusveit lands og þjóðar verður að fara að snúa andlitinu fram á við í stað þess að ganga aftur á bak inn í framtíðina af ótta við að fá ofbirtu í augun. Höfundur er háskólanemi Ekki fer fram- hjá neinum að Davíð Oddssoner með böggum hildar eftir að hann gaf uppá bátinn drauma um áhyggjulaust ævikvöld á Álftanesi. Það sem úrslitum réði var skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir skemmstu. Menn þar á bæ hafa farið með niðurstöðurnar einsog mannsmorð, en við höfum samt heyrt athyglisverð- ustu tölurnar. Það var sem- sagt spurt hvern fólk vildi sem næsta forseta, og reyndist Ólafur Ragnar Grímsson bera höfuð og herðar yfir aðra sem nefnd- ir voru - fékk lítil 50 pró- sent. Davíð Oddsson var greinilega ekki ofarlega í huga fólks, því aðeins þrjú prósent sögðust vilja hann sem næsta forseta. Spurn- ingunni var hinsvegar fylgt eftir, og spurt hvern fólk kysi ef ef Davíð væri í framboði. Niðurstöðurnar voru forsætisráðherra lítið gleðiefni: Fylgi hans hækk- aði aðeins upp í 10 pró- sent, en Ólafur Ragnar haggaðist ekki á toppnum. Það þarf ekki að koma á óvart að skömmu síðar sagði Davíð að hann væri alltof ungur til að verða forseti - og auk þess væri þetta nauðaómerkilegt emþætti... r Ahugamenn um Islands- sögu geta hlakkað til nýrrar bókar sem væntan- leg er í vor. Hermann Pálsson, hinn virti fræði- maður og rithöfundur í Ed- inborg, sendir frá sér rit um keltnesk áhrif á íslandi og við heyrum að niður- stöður hans þyki allmiklum tíðindum sæta. Lítið hefur verið hreyft við hinni opinberu söguskoðun ís- lendinga um langt skeið, en hinn vandaði fræðimaður í Skotlandi er manna líkleg- asturtil að hrista upp í þeim fræðum... Stuðningsmenn Guð- rúnar Pétursdóttur eru harla ókátir með fram- boð Péturs Kr. Hafsteins hæstaréttardómara. í gær var á þeim að heyra að framboð Péturs gæti haft talsverð áhrif á fylgi Guð- rúnar, einkum meðal sjálf- stæðismanna. Bæði eru þau, sem kunnugt er, lauk- ar í gamalgrónum valda- ættum í Sjálfstæðisflokkn- um. í herbúðum Ólafs Ragnars Grímssonar kvað við annan tón, enda þykir stuðningsmönnum hans einsýnt að hann muni hagnast verulega á óein- ingu meðal sjálfstæðis- manna... Ætlar þú að kjósa Pétur Kr. Hafstein til embættis forseta íslands? Kristín Valdemarsdóttir ritari: Það er hugsanlegt, þetta er mjög myndarlegur og skýr maður. Sigurbjörn Bjarnason vélamaður: Nei, ég hugsa ekki, ég er ekki búinn að gera upp við mig hvem ég kýs. Þórdís Claessen nemi: Já, ég get hugsað mér það. Hann myndi sóma sér með prýði í þessu embætti. Svava Árnadóttir sjúkra- þjálfari: Mér þykir það ólík- legt, en ég er þó ekki búin að taka ákvörðun. Hiimar Binder vegfarandi: Nei, það ætla ég ekki að gera. Mér líst best á Guðrúnu Péturs- dóttur. m e n n Þeir, Sem Hurfu f Djúpin, Hvíla Ekki Þar, Heldur í Brjóstum Astvina Sinna. Nýlegt Ijóð eftir Jón úr Vör, skráð á minnis- merki drukknaðra sjómanna á Patreksfirði. Morgunblaðið í gær. Þetta er sorgleg niðurstaða. Það er greinilegt að þeir sem vilja halda leiguverði á kvóta uppi hafa orðið ofan á. Guðjón A. Kristjánsson varaþingmadur Sjálfstæðisflokksins og formaður Far- manna- og fiskimannasambandsins um þá ákvörðun Þorsteins Pálssonar að auka ekki þorskveiðar. Mogginn í gær. Sannleikurinn er auðvitað sá að í Sjálfstæðisflokknum eru Evrópuöflin mjög sterk og á meðan ekki hefur farið fram formlegt uppgjör og umræða um Evrópumálin þá vita menn ekki nákvæmlega hversu sterkur þessi armur er og nokkur óvissa ríkir þá jafn- framt um hversu öflug tök for- maðurinn hefur á fiokknum. Birgir Guðmundsson fréttastjóri í Tímanum í gær. Það virðist ljóst að Guð vor hefur gegnum tíðina verið frekar óheppinn með fulltrúa sína hér á jörð. Albert Jensen í Morgunblaðinu í gær. Hún hóf fund okkar með orð- unum: „Til hvers er þetta við- tal?“ Auðvitað varð ég undr- andí - við höfðum jú aldrei hist fyrr. Hinsvegar geta allir átt slæman dag og það er mögulegt að slíkt sé skýringin á viðhorfi hennar. Sænska sjónvarpskonan Malou von Sivers að lýsa viðtali sem hún átti við Vigdísi Finn- bogadóttur. Þýðing DV á frásögn Skara- borgs Láns Tidning. Vigdís Finnbogadóttir minnti meir á Margaret Thatcher en hjartahlýja ís- lenska landsmóður. Sænska fréttakonan aftur. Tilraun bjálfa fjármálaráðu- neytisins til að banna fólki að reikna er góð ábending um, að þjóðfélagið ber að reka á ann- an hátt en með reglugerðum úr ráðuneytum. Jónas Kristjánsson fjallaði um reglugerð sem bannar fólki að vinna útreikninga úr skattskýrslum. Leiðari DV í gær. fréttaskot úr fortíð Ýmis góð ráð fyrir húsfreyjuna Geiður og kamba er bezt að hreinsa með því, að leggja það í salmiak. Líningar á milliskyrtum slitna fljótt. Sprettið þeim af og snúið þeim við. Skyrtan verður sem ný. Sunnudagsblaö Alþýðublaösins 27. mars 1939

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.