Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 s k o ð a n i r MÞY9U6UDI1 21106. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Loks eitthvað af viti Hugmyndir nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að gera til- lögur um endurskoðun á útvarpslögum eru þeirrar náttúru að þjóðin, með pólitíkusa fremsta í flokki, ætti aldeilis að fá þar efnivið í deilu af þeirri sort sem henni er kærust; þrútna af tilfinningasemi en snauða af viti. Raunar eru framsóknarmenn þegar bytjaðir. Nefnd menntamála- ráðherra var nær einungis skipuð annáluðu sjálfstæðisfólki; framsóknar- menn eru sármóðgaðir yfir að hafa ekki verið hafðir með í ráðum og um helgina var að heyra á þingflokksformanni þeirra að Framsóknarflokk- urinn hefði allt aðrar hugmyndir um ffamtíð Ríkisútvarpsins, um tillög- ur nefndarinnar væri engin samstaða í stjómarliðinu og varla þingmeiri- hluti heldur. Og þá er þess varla Iangt að bíða heldur að alþýðubanda- lagsmenn reki upp ramakvein, en helsta kjölfestan í stefnu þess flokks undanfarin ár hefur verið að ijúka upp í ógurlegri taugaveiklun hvenær sem á að hrófla eitthvað við Ríkisútvarpinu. Þegar sá gállinn er á sjálfstæðismönnum tala þeir digurbarkalega um Ríkisútvarpið. Oftastnær hafa það þó verið ungliðar í flokknum sem em svona kokhraustir; þetta háttarlag eldist fljótt af þeim, en eldri flokks- menn hafa látið sér nægja að samþykkja hvað eftir annað á landsfund- um að nú skuli gengið í að selja Rás 2. Það hlýtur að vera ærin ástæða til að fagna því að nú skuli loks eiga að aðhafast, ekki síst vegna þess að flestar hugmyndimar sem koma fram í áliti nefndar menntamálaráð- herra virðast skynsamlegar og þarfar. Ríkisútvarpið virðist undanfarin ár hafa átt eitt markmið umfram önn- ur: að þenjast út. Það hefur sprengt sig úr öllum eðlilegum stærðarhlut- föllum. Niðurstaðan er einhvers konar óskapnaður; hvemig gat öðmvísi farið þegar enginn virðist hafa haft rænu á að hugleiða hvemig stofnun- in ætti að vaxa eða til hvers. Þegar hefur átt að skera ögn niður hafa rek- ið upp skaðræðisvein starfsmenn hennar innan dyra og vinir hennar utandyra; það hefur verið vitnað í sérstöðu Ríkisútvarpsins, menningar- hlutverk, afar óljósa öryggishagsmuni almennings - þegar menn vilja hafa hvað mest við í varðstöðunni um Ríkisútvarpið er jaftivel látið að því liggja að það sé sjálft fjöregg íslenskrar menningar. Með ámnum hefur hins vegar sífellt orðið óljósara um hvað er stað- inn vörður. Lögboðið hlutverk Ríkisútvarpsins er að framleiða og senda út menningarlegt íslenskt dagskrárefni - það er hin margívitnaða sér- staða stofnunarinnar og án hennar er erfitt að sjá að hún eigi neinn til- verurétt. Það getur að minnsta kosti ekki talist markmið í sjálfu sér að ríkið reki fjölmiðil. í stað þess að bjóða upp á skikkanlegt íslenskt efni hefur starfsemin undanfarin ár einkum falist í því að apa eftir keppinaut- unum, stela beinlíns frá þeim hugmyndum ef svo ber undir - og á tíðum í því að reyna að koma þeim í koll ef þeir virðast einhvers staðar ætla að ná forskoti. Á auglýsingamarkaði hefur Ríkisútvarpið í stómm stíl þvælst fyrir einkaaðilum sem hafa ekkert annað að sækja tekjur. Jafn mjög og útvarpsstjóri sjálfur er gefinn fyrir skilgreiningar hefur hann, og aðrir forráðamenn stofnunarinnar, reynst öldungis ófær um að hugsa af einhveiju viti um hlutverk Ríkisútvarpsins; lögboðin afnota- gjöld, gríðarlegar tekjur af auglýsingum og aurar sem er ginið yfir með því að láta fyrirtæki úti í bæ greiða fyrir útsendingar - allir þessir fjár- munir sem streyma inn í stofnunina í áður óheyrðum mæli em helst not- aðir til að lengja dagskrána og gera hana lágkúmlegri; útlendar sápu- óperur em allsráðandi en það litla sem búið er til af innlendu efni er ódýrt og fjöldaframleitt. Tölumar tala sínu máli. Af þeim 1400 milljónum sem Sjónvarpið hafði til ráðstöfunar á síðasta ári fóm einungis 200 milljónir til innlendr- ar dagskrárgerðar. Megnið af því fé fór í að halda úti föstum afþreying- arþætti sem var beinlínis stefnt gegn fréttatíma Stöðvar 2. Það ekki hlut- verk ríkisfjölmiðils að reyna að drepa af sér samkeppni og það er auð- vitað fjarstæðukennt að hann sé að keppa við einkaaðila um útsendingar á amerískum sápuóperum, boltaleikjum og poppmúsík. Því er full ástæða til að gaumgæfa hugmyndir nefndar menntamálaráðherra vand- lega og með rósemd hugans, enda verður vart séð annað en að rekstur Ríkisútvarpsins undanfarin ár hafi mestanpart byggst á misskilningi. ■ I pólitískum pollabuxum Þetta þýðir að ríkis- stjórn íslands tók pólitíska ákvörðun um að sleppa lög- brjóti. Þetta þýðir að ekki eru allir jafnir fyrir lögum. Þetta voru vinnubrögð deigra manna. Þá brast manndóm til að standa skilyrðislaus- an vörð um dýrmæt- ustu auðlind íslands. Eru lög sem fólki er gert að fara eft- ir mismerkileg? Eru til fyrsta, annars og jaftivel þriðja flokks lög? Og: Eiga sumir að fara alltaf eftir lögum en aðr- ir bara stundum? Afhverju er nú verið að spyrja að þessu? Á föstudag skrifaði Höskuldur Skarphéðinsson fyrrum skipherra afar athyghsverða grein í Morgunblaðið - grein sem vissulega er fréttaefni. Einsog gengur | hL Sem kunnugt er gagnrýndi Hösk- uldur íslensk stjórnvöld harkalega þegar þau slepptu rússneskum togara sem varðskip hafði staðið að ólögleg- um veiðum 2,4 sjómflur innan fisk- veiðilögsögunnar. Þá kom fram að hann hafði sagt upp starfi sínu sem skipherra vegna mikillar óánægju með hvemig málefni Landhelgisgæslunnar hafa verið látin reka á reiðanum í mörg ár. Höskuldur sagði líka frá þeim farsa þegar Þorsteinn Pálsson reddaði Einari Oddi Kristjánssyni vini sínum veiðileyft að næturlagi eftir að varðskip hafði fært Æsu til hafnar. Hvernig brugðust svo stjórnvöld við gagnrýni eins virtasta skipherra Landhelgisgæslunnar, kempu úr þorskastríðunum? Svona: Þorsteinn Pálsson æpti sig hásan á Alþingi og kallaði Höskuld Skarphéð- insson ósannindamann. Davíð Oddsson sagði að Höskuldur væri ómarktækur af því hann hefði verið búinn að segja upp starfi fimm dögum áðuren rússneski veiðiþjófur- inn var staðinn að ólöglegum veiðum. Davíð Oddsson sagði líka að Land- helgisgæslan léti sér oft nægja að stugga við skipum sem væru að veið- um rétt innan við mörk lögsögunnar. Gott og vel. Það er efamál að Þor- steinn Pálsson hafi manndóm í sér til að endurtaka ummæfi sín utan Alþing- ishússins: sem kunnugt er geta mann- vitsbrekkumar niðri á þingi sagt hvað sem þeim sýnist án þess að þurfa að óttast málaferli. I öðm lagi kom uppsögn Höskuldar rússneska veiðiþjófnum ekki nokkum skapaðan hlut við. Það var hreinn til- búningur í gömlu vinunum frá Sel- fossi, Davíð og Þorsteini. Og í þriðja lagi fer Davíð Oddsson hreinlega með rangt mál þegar hann heldur því ffam að landhelgisbijótum sé margoft stuggað yfir mörkin, en ekki færðir til hafnar. Höskuldur Skarphéðinsson upplýsir þennan þátt málsins í áðurnefndri Morgunblaðsgrein: Landhelgisgæslan lætur sér oftast duga að stugga við skipum sem þræða línudans á mörk- um lögsögunnar og fara kannski 0,1 til 0,3 sjómflur innfyrir. Séu skip hins- vegar hálfri sjómílu innan lögsögu em þau skilyrðislaust færð til hafnar. Rússneski þjófurinn var tvær komma fjórar mflur innan markanna, einsog áður sagði. Landhelgisgæslan veitti skipinu eft- irför og kvaðst albúin að taka það og færa til hafhar. Þeir funduðu mikið um þetta í einn eða tvo daga: Davíð, Þorsteinn og Dóri. Eftir japl, jaml og fuður kom fyrirskipun: Leyfið-skipinu að sigla sinn sjó. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að ríkisstjórn íslands tók pólitíska ákvörðun um að sleppa lögbrjóti. Þetta þýðir að ekki em allir jafnir fyrir lögum. Þetta vom vinnubrögð deigra manna. Þá brast manndóm til að standa skilyrðislausan vörð um dýr- mætustu auðlind Islands. Þeir voru jafnframt að segja tilvonandi veiði- þjófum að þeir væm velkomnir - alltj- ent svo lengi sem þeir tilheyrðu vold- ugu ríki á borð við Rússland. Þessir menn, þessar pólitísku gung- ur, leyfa sér að kalla Höskuld Skarp- héðinsson ósannindamann, og láta að því liggja að gagnrýni hans sé af ann- arlegum rótum mnnin. Höskuldur stendur vitanlega af sér vaðal og slúður, eins þótt það komi úr munni svokallaðra ráðherra í ríkis- stjóm íslands. Sjálfur lauk hann grein sinni með þessum nöpm orðum: „Ég verð að játa að ég var ekki allt- af ánægður með gerðir þeirra ríkis- stjóma er stóðu að útfærslunum í 50 og 200 sjómflur, en ég held að íslensk þjóð megi þakka sínum sæla að þá vom þessir ráðamenn sem nú sitja að völdum, enn í pólitískum pollabux- um.“ ■ d a g a t a 1 3 . m a í Atburðir dagsins 1197 Sex farast þegar bærinn að Lönguhlíð í Hörgárdal brennur. 1812 Sjö skip frá Ön- undarfirði fórust í áhlaupaveðri og með þeim 54 menn. 1823 Beethoven stjómar frumflutn- ingi níundu sínfónfu sinnar. 1945 Alfred Jodl, yfirmaður þýska heraflans, undirritar samning um skilyrðislausa uppgjöf fyrir hönd Þýskalands. Þriðja ríkið heyrir þarmeð til sögunni. 1951 Bandarískt vam- arlið kemur til íslands. 1977 Níutíu þúsund miðar á tónleika Bobs Dylans í Lundúnum selj- ast á átta klukkustundum. 1988 I Boston í Bandaríkjunum er haldin fyrsta samkoma fólks sem heldur því fram að það hafi verið numið brott af geim- vemm. Afmælisbörn dagsins Robert Browning 1812, breskt skáld. Johannes Brahms 1833, þýskur tón- smiður. Peter Ilich Tsjækov- skí 1840, rússneskt tónskáld. Annálsbrot dagsins Kom upp mikið þjófnaðarmál í Hegranesþingi, er stolið hafði verið úr kaupmannsbúðum í Hofsós. Sá hét Gunnar, ungur maður, bjó að Hofi; var skilað aptur 42 kötlum og mörgu öðra af varningi; furðanlegur fóli samankominn. Sá maður strauk til Hollenzkra, kom aldrei apt- ur. Seiluannáll 1655. Umbun dagsins Vel skipuð setníng og hrein hendíng í kvæði er mikil umb- un fyrir daglánga sveingd og andvökunótt. Halldór Laxness; Heimsljós. Málsháttur dagsins Bolur er kyrr, þá burt er haus. Ást dagsins Ástin er kannski ekki lengur sterkari en hel, því að tímamir bjóða upp á svo margt. Guðbergur Bergsson; Hjartaö býr enn í helli sínum. Orð dagsins Margur prísar sumariö fyrirfagran fuglasöng, en eg hœli vetrinum, því nóttin er löng. Gamalt viðlag. Skák dagsins Mikael Adams hefur síðustu misseri keppt við Nigel Short um hvor þeirra er öflugasti skákmaður Bretaveldis. Ad- ams, sem er ungur að árum, nær oft og tíðum glæsilegum árangri og er ekki jafn brokk- gengur og Short. í skák dagsins hefur Adams svart og á leik gegn Carton nokkrum. Hann gerir umsvifalaust útum taflið með leik sem flestir ættu að finna vandræðalítið. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hxfl+! 2. Hxfl Dxe3 Carton gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.