Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 s k o ð a n i r Litla Moskva 1. maí „Þegar að bæjarmörkunum var komið áttaði ég mig á staðreynd málsins. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sjá að síðasta vígi sósíalismans á íslandi er fallið. Já, tíminn tifar á Neskaupstað eins og annars staðar. Litla Moskva er fallin." Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að dveljast á Neskaupstað, Norðfirði, 1. maí. Ég hafði heyrt að hvergi væri dagur verkalýðsins meiri hátíð en á Neskaupstað og öllu tjaldað til til að gera hann sem glæsilegastan. Lagði ég því talsvert á mig til að komast þangað og eftirvæntingin var mikil. Pallborðið | Björgvin Guðmundsson skrifar Hátíðarhöldin áttu að hefjast klukkan þijú og var ég á undan áætlun svo tími var fyrir kaffi áður. Notaði ég tæki- færið og heimsótti kæra vini sem búa á staðnum og voru verkalýðsmálin rædd í tileíhi dagsins. Fór ekki á milli mála að þama var ég kominn í mekka sósíalismans og fólkið lá ekkert á skoðunum sínum. Fannst mér, af frös- unum að dæma, ekkert hafa breyst ffá því ég kom í heimsókn sem smápolli og hlustaði á fullorðna fólkið karpa um hin ýmsu mál. Frasamir alveg þeir sömu, en ég var ekki frá því að hug- myndafræðin væri svolítið útþynnt enda hefur það verið eðli sósíalismans að þynnast meir og meir eftir því sem tímarnir líða. Orðinn svona hálf kh'gjugjam. Eftir kaffisopann var kominn tími til að rölta niður í Egilsbúð þar sem hátíðarhöldin áttu að fara fram. Með hnút í maganum labbaði ég upp stiga, í átt að lúðraþytinum, og bjó mig nú undir dýrðina. Nei, nei, hvað er þetta! Lentum við ekki inn á kiwanis- skemmtun elliheimilisins? Svo reynd- ist nú ekki. Þama var hálfur salurinn setinn fólki á afar virðulegum aldri og starfsmönnum fundarins. Það var lag- legt. Ég hélt mér nú rólegum og ákvað að njóta ræðuhaldanna og hlusta á leiðtogann hvetja launþegana, sem reyndar vora bara ellilífeyrisþegar, til að sýna samstöðu og berjast fyrir bættum kjörum. Tyllti ég mér aftast meðan fundarstjóri bauð þá fáu sem mættir vora velkomna og kynnti dag- skrá fundarins. Fyrstu í pontu var verkalýðsleiðtogi staðarins og þuldi hann gömlu ræðuna frá því í fyrra fyr- ir bringuhárin á sér. Næst komu þijú lög frá lúðrasveit staðarins og tókst þeim nokkuð vel til. Eftir það var komið að kómum og bað fundarstjóri hann að stíga á stokk og stilla sér upp fyrir fundargesti. Stóð þá helmingur fundarmanna upp og var þá orðið ansi grisjótt í salnum. Maður sem stóð við hliðna á mér, og ég kannaðist við, spurði hvernig mér þætti að upplifa þennan dag héma fyrir austan. Svaraði ég með spumingu á móti og sakleysi- svip: , jír alltaf svona dauft yfir þessu og hvar er unga fólkið?" „Blessaður vertu maður“ sagði hann, „það fækkar í þessum hópi eftir því hve dánartíðnin á elliheimilinu er há“. Ég gat nú ekki annað en glott yfir þessari athugasemd heimamannsins. Svolítið þungur á brún ákvað ég að láta mig hverfa og nota frekar tímann til að bjóða sjálfum mér í mat hjá vinafólkinu. Nokkrar vangaveltur vora yfir mat- verðarborðinu hvers vegna áhuginn væri ekki meir en raun bar vitni. Komu ýmsar skýringar og réttlætingar upp á yfirborðið eins og að veðrið hafi verið svo gott að unga fólkið var auð- vitað að njóta blíðunnar. Já, veðurguð- irnir hafa aldrei verið verkalýðnum hliðhollir. Ég velti því fyrir mér hvemig þetta hafi verið fyrir sunnan og var að spá í að læðast í sjónvarps- fréttimar. Ekki hafði heimilisfólið hug á að horfa á Ögmund þenja sig þama fyrir sunnan enda ekki með munnin fyrir neðan nefið eins og hann Hjör- leifúr. Ekki var eins dræm mæting fyrir sunnan, enda varð fólkið að fá eitt- hvað fyrir þá peninga sem það hafði borgað sjálft í dynjandi auglýsingar dagana áður. Ögmundur, allur á iði, lýsti ranglæti húsbændanna á Alþingi og hvemig þeir meiriháttar soguðu til sín góðærið. Nefndi hann hve mikið brot það var á lýðræðinu að leyfa fólk- inu, sem borgaði honum laun, að ákveða sjálft hvort vinnustöðvun ætti að vera og hve herfileg mannréttinda- brot það væra að fólk sem stæðu utan verkalýðsfélaga hefðu einhvem rétt. Labbaði ég inn í eldhús, fékk mér kaffi og tók þátt í umræðunum sem þar voru. Sumir tóku að linast í af- stöðu sinni enda langt liðið á daginn, og áður en lauk var farið að gantast með lýðskramið sem fylgdi degi sem þessum og getuleysi forystusauðanna. Fór ég að svo búnu að tía mig til heimferðar, kvaddi fólkið og keyrði í gegnum bæinn til að fá heildarsvipinn af deginum. Allt var falhð í ijúfa löð enda ekki mikið að æsa sig yfir þessa dagana. Þegar að bæjarmörkunum var komið áttaði ég mig á staðreynd máls- ins. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sjá að síðasta vígi sósíalismans á Islandi er fallið. Já, tíminn tifar á Nes- kaupstað eins og annars staðar. Litla Moskva er fallin. Höfundur er háskólanemi. v i t i m e n n Það er ekki ofsögum sagt um siðferði þessarar þjóðar - annálaðan drykkju- skap annars vegar (og jafnvel það eina sem ísland er þekkt fyrir hjá sumum erlendum þjóðum) og hins vegar klámið og afbrigðilegheitin. Lesendabréf í DV í gær. Móðgaði sjálfstæðismenn í hugsunarleysi. Fyrirsögn í DV í gær. Forsetinn á aldrei frí og þarf til dæmis að mæta á alla list- viðburði. Það á að setja þessa kvöð á ráðherrana. Viðar Freyr Sveinsson nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. DV í gær. Ég er sjálfur strjál- býlisbarn og mín hugmynd um Reykjavík þegar ég var barn austur á fjörðum tengdist í ríkum mæli auglýsingum í ríkisútvarpinu. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. Mogginn á sunnudag. I tilvitnuðum umræðum frá Alþingi var minnt á það geigvænlega vandamál að bein tengsl eru á milli mengunar og frjósemi, og rannsóknir sýna að frjósemi evrópskra karl- manna hefur minnkað um 30% af þessum sökum. Leiðari Tímans á laugardag. Reyndar fengum við sýnishorn af þessu á listahátíð fyrir nokkuð mörgum árum og var kallað Maðurinn með typpið af gárungunum. Signý Pálsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Tíminn á laugardag. fréttaskot úr fortíð 100 manns dánir úr kulda í Ameríku í Bandaríkjunum í Ameríku hafa gengið miklir kuldar í vetur. Menn álíta að um 100 manns hafi dáið úr kulda, þar af 14 í Ohio. Auk þess hafa fjölda margir farist af slysföram, sem orsakast hafa af háíku. Alþýöublaðið sunnudaginn 26. janúar 1936 h i n u m e g i n “FarSide" eftir Gary Larson Alaugardag var frum- sýndur einþáttungur Lindu Vilhjálmsdóttur hjá Höfundasmiðju Borg- arleikhússins. Höfunda- smiðjan hefur sýnt eitt verk hvern laugardag uppá síðkastið, og er jafn- an húsfyllir. Verk Lindu vakti mikla lukku áhorf- enda og eftir sýningu bauð hún á Ijóðalestur í kaffistofunni. Aðalpersón- ur leikritsins - tveir lík- skurðarmenn - báru hin sögufrægu nöfn Jónas Hallgrímsson og Matt- hías Jochumsson og því þótti viðeigandi að lesa Ijóð eftir þjóðskáldin. Meðal þeirra sem fluttu Ijóð voru Anton Helgi Jónsson rithöfundur, Bragi Ólafsson skáld, Mörður Árnason vara- þingmaður, Örnólfur Thorsson bókmennta- fræðingur og Svanfríður Jónasdóttir þingmaður Þjóðvaka... Gömlum fjendum Ólafs Ragnars Grímsson- ar úr Alþýðubandalaginu svíður sárt að sjá hinn forna andstæðing taka flugið í skoðanakönnun- um. Deilurnar í Alþýðu- bandalaginu á sínum tíma voru óvenjulega hat- rammar og persónulegar, og eru víst ekki allir grónir sára sína. Alltjent heyrum við af einörðum alþýðu- bandalagsmönnum sem leita nú logandi Ijósi að einhverju til að koma höggi á Ólaf Ragnar. Nýj- asta útgáfan er að fram eigi að koma með ásakan- ir um að forsetaframbjóð- andinn hafi á sínum tíma misnotað kreditkort sem hann á að hafa haft á veg- um Alþýðubandalagsins. Ekki myndum við nú samt veðja miklu á að eitthvað misjafnt finnist í slíkum efnum þegar nákvæmnis- maðurinn Ólafur Ragnar er annarsvegar... Stuðningsmenn Péturs Kr. Hafsteins eru gal- vaskir þessa daga, og segjast finna mikinn byr með sínum manni. Þeir bíða eftir nýrri skoðana- könnun til að staðfesta það sem þeir halda fram; að hann hafi skotið bæði Guðrúnu Agnarsdóttur og Guðrúnu Pétursdótt- ur aftur fyrir sig. Þá telja Pétursmenn að hægt verði að stilla kosningunum upp sem vali á milli Ólafs Ragnars og Péturs... Manstu eftir galdrakarlinum sem ég sagði þér frá? Veistu hvaðl Hann gaf mér nýjan heila... Já, já, hann er inná sófaborði! fimm á förnum veg Á að banna auglýsingar í Ríkisútvarpinu? Ásta Sigmundsdóttir hús- móðir: Mér finnst að það eigi bara að leggja Ríkisútvarpið niður. Sólveig Kristjánsdóttir heimilishjálp: Nei, alls ekki. Kristín Helga Káradóttir Jónas Jónsson kjötkaup- hjúkrunarfræðingur: Er maður: Nei. þetta ekki bara ágætt eins og það er? Valdís Stefánsdóttir kenn- ari: Nei, það finnst mér ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.