Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 3 ó I i t í k ■ Sveitarstjórnarkosningar á Bretlandi íhaldið á botninum og Blair á toppnum -segir Jón Ormur Halldórsson dósent. íhaldsmenn óttast mest það sem Frjálslyndir geta vænst. „Úrslitin eru í rauninni ekki óvænt, þau eru í samræmi við það sem maður bjóst við og skoðana- kannanir hafa sýnt um langa hríð,“ segir Jón Ormur Halldórsson dó- sent um úrslit í sveitarstjómarkosn- ingunum á Bretlandi, sem fram fóru 2. maí síðastliðinn en kosningarnar voru þær síðustu sem fram fara í Bretlandi fyrir þingkosningar sem haldnar verða fyrir mitt næsta ár. „Þetta er versta útkoma íhalds- flokksins hingað til en mjög svipuð og í kosningum af þessu tagi í nokkur ár. Flokkurinn virðist finna hvern botninn á fætur öðrum til að sökkva til og er greinilega ekki bú- inn að komast yfir það versta eins og vonast var til,“ segir Jón Ormur og telur stöðu John Major forsætis- ráðherra mikið umtalsefni í fram- haldi af þessum úrslitum. „Það eru tvær mismunandi skoð- anir í gangi um afdrif Major. Sumir halda því fram að hann muni gefast upp núna og Michael Heseltine muni taka við og reyna kosningar jafnvel í haust. Önnur skoðun er sú að Major haldi áfram svo flokkur- inn klofni ekki. Major hefur líka sýnt að hann er harður í horn að taka þegar kemur að kosningabar- áttu, hann rak síðustu kosningabar- áttu af miklu meiri hörku en nokkur átti von á og stóð sig mjög vel. Annars er þetta spurning sem eng- inn getur svarað nema kannski John Major sjálfur og Heseltine hefur sagt að það sé út í hött að hann taki sjálfur við.“ Jón Ormur segir jafnframt að staða Verkamannaflokksins og leið- toga hans, Tony Blair, geti ekki orðið sterkari. „Blair er búinn að ná þeim tindi sem nokkur maður getur náð. Það er enginn formaður eða leiðtogi Verkamannaflokksins sem hefur ráðið eins yfir flokknum og hann í marga áratugi. Margir spá því að ósættið innan flokksins muni koma betur í ljós þegar nær dregur kosningum. Það eru margir ósáttir við hvað Blair er mikið til hægri, og eins með hvað hann sýndi mikil einræðistilþrif við að móta stefnu flokksins. Hugsanlega veldur það vaxandi óánægju en ég held hins vegar að það sé almenn sátt um að þeir verði að vinna kosningarnar hvað sem það kostar. Það er frekar að maður búist við átökum innan flokksins eftir kosningar, þegar hann er kominn í ríkisstjórn“. En hver er pólitík Blair? „Pólitík hans vefst eiginlega fyrir honum sjálfum. En það má segja að hann sé dæmi um mann sem reynir að vera sósíalisti eftir að vera þó búinn að kasta frá sér flestu sem greinir hann frá miðjuflokknum. Hann stendur algjörlega innað miðju og hans pólitík er greinilega sú að láta það þjóðfélagskerfi sem er í gangi í Bretlandi virka betur. Hann ætlar ekki að gera neinar stór- breytingar á tekjuskiptingu í Bret- landi, hann ætlar ekki að grípa til mjög hárra skatta til að dreifa tekj- unum jafnar, hann ætlar ekki að stórlega auka opinbera þjónustu, hann ætlar ekki að þjóðnýta fyrir- tæki, hann ætlar heldur ekki að einkavæða fleiri fyrirtæki en gert hefur verið og hann ætlar ekki að láta opinbera heilbrigðisþjónustu brotna meira niður en gert hefur verið og ekki að einkavæða menntakerfið meira en gert hefur verið. Það má því segja að hann ætli að frysta það sem er og láta það virka betur en það gerir núna. Stefna hans er því augljóslega ekki mjög róttæk,“ segir Jón Ormur. Að- spurður um mat á stöðu Frjáls- lyndra demókrata lýsir Jón Ormur henni þannig. „Frjálslyndir unnu rnjög stóran sigur í sfðustu viku en þeir hafa oft og tíðum unnið mjög stóra sigra í sveitarstjórnarkosningum þótt þeir tapi í þingkosningum. Hins vegar er athyglisvert að flokkurinn bætti mestu fylgi við sig í þeim kjördæm- um þar sem hann á möguleika á að koma þingmönnum að. Á stórum svæðum á sunnan- og vestanverðu Bretlandi urðu frjálslyndir næstir á eftir íhaldsmönnum en ekki Verka- mannaflokkurinn. Þannig að þeir sem vilja frjálslyndum vel vona að þótt hann bæti ekki við sig fylgi, geti hann verið í þeirri stöðu að geta bætt við sig einhverjum tugum þingsæta, vegna þess að fylgi hans verði fyrst og fremst bundið þeim sætum sem hann á möguleika á, út af því sem menn kalla taktíska at- kvæðagreiðslu. Þeir sem vilja Ihaldsflokkinn út fara þá ekki yfir í Verkamannaflokkinn heldur Frjáls- lynda. Þetta er það sem íhalds- flokkurinn óttast meira en flest ann- að og það sem Frjálslyndi flokkur- inn virðist mega vænta nú eftir þessar kosningar frekar en áður“. ■ Staða framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa haldgóða þekkingu á rekstri, stjórnun og kvikmyndum og reynslu og hæfni í alþjóðlegum samskiptum. Æskilegt er að um- sækjendur hafi lokið háskólaprófi og hafi gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Staðan verður veitt frá 1. september 1996. Umsóknir, merktar 96040184, ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og annað það sem máli skiptir, sendir menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júní 1996. Óskir um nafnleynd eru ekki teknartil greina. Menntamálaráðuneytið, 29. apríl 1996. utankjör- fundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæðagreiðala vegna kjörs forseta ís- lands sem fram fer 29. júní nk. er hafin og fer fram hjá sýslumönnum og hreppstjórum, svo og í sendiráðum og hjá ræðismönnum Islands erlendis. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. maí 1996. Auglýsing um Slátur hús, kj ötv innslur VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vegtarmanna í kjötiðnaði verða haldin: á Egilsstöðum dagana 13. og 14. maí 1996 á Akureyri dagana 29. og 30. maí 1996 og í Reykjavík dagana 3. og 4. júní 1996. Námskeiðinu lýkur með prófi Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar í síma 568-1122. Löggildingarstofan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.