Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 VVjAA VXA „Þegar fjallað er um margra mánaða óeigin- gjarna vinnu leiklistarfólks, þá er ótækt að styðjast við stopult minni eða eitthvað sem viðkomandi heldur. Þetta veit Arnór að getur ekki gengið." Alþýðublaðið Vertu með á nótunum fyrir 950 kall á mánuði Sími 562 5566 Sem Arnóri þóknast Örlítil athugasemd við leik- húsrýni í Alþýðublaðinu. Leiklistargagnrýnandi Alþýðu- blaðsins, Arnór Benónýsson, er menntaður leikari og þekkir þar að auki þá vinnu sem fram fer innan veggja leikhúss. Þetta hefur mér fundist þegar ég hef lesið oft og tíðum ágæta umfjöllun hans um leikhúsið á síðum Alþýðublaðsins. Hins vegar gerist það nú í umfjöll- un hans um sýningu Þjóðleikhúss- ins á „Sem yður þóknast" eftir William Shakespeare, að hann hefur í frammi fullyrðingu sem á engan hátt er fótur fyrir. Þar segir Arnór Benónýsson, að tónlist und- irritaðs við verkið sé eftiröpun á tónlist Litháans Faustas Laténas, er gat að heyra í sýningu Þjóðleik- hússins á „Don Juan“ í uppsetn- ingu landa hans Rinias Tuminas, sem frumsýnd var um síðustu jól. Nú er það svo, að undirritaður sá frumsýningu á þeirri uppfærslu, en þegar hann las gagnrýni Arnórs gat hann með engu móti rifjað upp þá tónlist, sem þar var. Fyrstu við- brögð voru þau að auðvitað hlyti Þingeyingurinn Arnór að hafa eitt- hvað fyrir sér, annað hvort stál- minni, sem eigi er óalgengt með Þingeyinga, eða hitt að Jiann hefði aðgang að tónlistinni úr Don Juan. Þar sem minni undirritaðs er ekki þingeyskrar ættar var ekki um annað að ræða en hlýða á tónlist- ina í umræddu verki. Þar kemur í ljós að höfundur tónlistar notar gegnumgangandi tvö stef við alla sýninguna, þau eru í ætt við „minimal" músík sem við þekkj- um einna helst af verkum manna eins og Philip Glass og Steve Re- ich, svo einhverjir séu nefndir. Ennfremur er ein útfærsla stefj- anna í hrynföstum tangótakti með hjálp rafmagnaðs taktmælis. Þegar undirritaður var fenginn til að semja tónlistina við „Sem yður þóknast“ var honum uppálagt að semja sex sönglög við texta Shakespeares, sem koma fyrir í verkinu. Að auki var bætt við tveimur sönglögum, annað við ljóð eftir Heinrich Heine og hitt við Ijóð Péturs Gunnarssonar sem sérstaklega samið fyrir uppfærsl- una. Ekkert þessara laga teljast vera í „minintal" stíl þeim sem einkennir tónlistina í „Don Juan“. Hins vegar er eitt þeirra í tang- ótakti, en Litháar hafa mér vitan- lega ekki innleitt tangóinn, hvað þá að þeir hafi einhvern einkarétt á þeim dansi. Reyndar hefur und- irritaður komið fyrir tangó- tónlist í flestum þeim uppfærslum, sem hann hefur verið kallaður til sem tónhöfundur. í tónlist undirritaðs eru hins vegar margvíslegar tilvís- anir í tónlist fyrri tíma, svo sem eins og í tónlist úr samtíð Shake- speares, en að þar örli á „minimal- isma“ þeim sem stuðst er við í sýningu Litháanna, er af og frá. í umræddri gagnrýni Arnórs Be- nónýssonar er því greinilega stuðst við haldlitla minningu, sem hann telur sér trú um að han geymi, um annars ágæta uppfærslu Litháanna á „Don Juan“. Ef farið er út í samburð tveggja hluta, er sjaldnast farsælt að byggja þann samanburð á stopulu minni. Það gæti þótt blettur á annars ágætum Þingeyingi og vinnubrögð hans (í þessi tilfelli gagnrýnin) dæmd til að misheppnast. Þegar fjallað er um margra mánaða óeigingjarna vinnu leiklistarfólks, þá er ótækt að styðjast við stopult minni eða eitthvað sem viðkomandi heldur. Þetta veit Arnór að getur ekki gengið, hvorki innan veggja leik- hússins og því síður í umfjöllun um það sem þar gerist. Eg þykist vita að ást okkar Arnórs á „Leik- húsi“ sé meiri en svo að vilja við- hafa vinnubrögð af þess konar tagi. Egill Óiafsson tónskáld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.