Alþýðublaðið - 09.05.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 s k o ð a n i r MMllimiíDID 21108. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk „Illa haldið á málstað Islands“ Samningurinn um skiptingu veiða úr norsk-íslenska síldar- stofninum hefur vakið mjög harkaleg viðbrögð þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta. Sjómenn og útvegsmenn eru einhuga í gagnrýni og fmnst að ráðherramir sem fóru til Osló hafi haldið illa á málstað Islands. Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna er stórorður um frammistöðu Hall- dórs Asgrímssonar utanríkisráðherra og Þorsteins Pálssonar. Hann sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið á þriðjudag: „Og mér fmnst það algerlega óásættanlegur hlutur, að við séum að fá núna 17 prósent úr stofni sem svo ríkulega hélt sig í okkar lögsögu og hefði verið þar áfram ef Rússar og Norðmenn hefðu ekki ofgert þessum stofni með smásíldarveiðum. Á sama tíma er- um við að gefa þeim 11 prósent af okkar loðnukvóta út á Jan Mayen-lögsöguna þar sem loðna hefur ekki komið í fjöldamörg ár. Þessu er ekki saman að jafna og hér er að mínu mati illa hald- ið á okkar málstað.“ Sævar Gunnarsson forseti Sjómannasambandsins er ekki síður þungorður í Alþýðublaðinu í gær: „Ég er ósáttur við þennan samning. Ég kalla það ekki samning þegar einungis annar aðilinn gefur eftir. Ég hef allan tímann verið sáttur við að minnka heild- arveiðina þannig að Norðmenn skæru líka niður hjá sér. Þetta er ekki raunin og ég er ekki sáttur við það... Ég spyr mig: Hvað meintu stjómvöld með þessari ákvörðun að heimila 244 þúsund tonna kvóta í vetur. Meintu þeir alls ekki neitt?“ Sævar gagnrýnir líka harðlega að hagsmunaaðilum hafi verið talin trú um að þeir væru með í ráðum, og „verið á þeytingi um víða veröld til að vera til ráðgjafar í þessu máli. Síðan er þeim fyrirvaralaust til- kynnt um þessa niðurstöðu. Þetta em óviðunandi vinnubrögð." íslensku ráðherramir sömdu ekki, þeir gáfust einfaldlega upp. Langt er síðan Þorsteinn Pálsson sýndi að hann er enginn bógur til að standa í alþjóðlegum samningaviðræðum, og Halldóri Ás- grímssyni var mest í mun að sýna að hann gæti náð samningum sem utanríkisráðherra - einhverjum samningum. En Sævar Gunnarsson lýsir „samningnum“ um skiptingu síldarinnar rétti- lega: Það er enginn samningur þegar einungis annar aðilinn gefur eftir. íslendingar gætu þurft að súpa seyðið af linkind núverandi ráðamanna um langa framtíð. Torvelt verður að semja um aukin hlut Islendinga, nú þegar Halldór og Þorsteinn hafa samið um að við fáum aðeins 17 prósent af því sem strandríkin ijögur veiða á þessu ári. Fullyrðingar þeirra um hið gagnstæða eru fleipur. Og rétt einsog ekki væri nóg að láta undan ’öllum kröfum Norð- manna ákváðu þessir herramenn að opna íslensku fiskveiðilög- söguna fyrir norskum og rússneskum skipum. Undanlátssemin er alger. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV segir um þetta í forystu- grein í blaði sínu í gær, að þessi furðulega heimild komi einsog þruma úr heiðskíru lofti og sé í algerri þversögn við grundvallar- forsendur landhelgisbaráttu okkar. Og ritstjóri DV klykkir út með því að segja að ekki sé lengur neitt bein í nefí íslenskra ráða- manna er þeir heyra erkibiskups boðskap í Noregi. Síldarsamningurinn við Norðmenn er einn bletturinn enn á ráð- herraferli Þorsteins Pálssonar. Og ef Halldór Ásgrímsson telur að sér hafi nú loks tekist að semja um alþjóðlegt deilumál er það til marks um meiri veruleikafirringu en jafnvel mátti búast við af leiðtoga Framsóknar. Samningar felast ekki í því að gefa allt eftir, til þess eins að geta veifað undirrituðu plaggi. Friðkaup Halldórs og Þorsteins við Norðmenn munu verða íslendingum dýr. ■ Vondur síldveiðisamningur Samningur íslands, Færeyja, Nor- egs og Rússlands um sfldveiðar hefur verið til umræðu. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt samninginn. Sú gagn- rýni er meðal annars á þessum for- sendum: 1. Samningurinn komst á vegna þess, að íslendingar og Færeyingar fómuðu um 80 þúsund tonnum af áð- ur ákveðnum kvóta sínum á yfirstand- andi ári á sama tíma og Norðmenn gáfu eftir 30 þúsund tonn en Rússar juku við sig 5.000 tonnum. íslending- ar og Færeyingar fómuðu sem sé fyrir samninginn nærri tvö og hálffalt meiri kvóta en Norðmenn gerðu, sem höfðu samt tekið sér tvö og hálffalt meiri kvóta en Islendingar og Færeyingar samanlagt. Rflcisstjómin hafði sagt, að hún væri reiðubúin til þess að gefa eft- ir af kvóta fslands ef önnur ríki samningsins gerðu hlutfallslega slíkt hið sama. Við það var ekki stað- ið. Háborðið Sighvatur Björgvinsson skrifar J 2. Samningurinn er ótímabundinn. í 6. grein hans binda samningsríkin sig á tiltekinn vinnuferii við ákvörðun um heildaraflakvóta í framtíðinni og skiptingu hans á milli samningsaðila. Sá vinnuferill er svo óljóst orðaður og svo mikið háður sameiginlegri túlkun að hann veitir íslendingum enga tryggingu fyrir því að afiahlutdeild íslendinga aukist sjálfkrafa þó sfld- in gangi í meira mæli en hún hefur gert inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Hlutur fslendinga í veiðinni á yfir- standandi ári, 17 prósent, er langt fyrir neðan þau 34 prósent, sem íslendingar miðuðu við frá sfldveiðiámnum fyrir 30 árum. Islendingar hafa enga tryggingu fyrir því að geta öðlast þá aflahlutdeild aftur þó síldin fari í foma slóð. . 3. Með ótímabundnum samningi um hvernig skuli ákvarða framtíðar- kvótann hafa fslendingar bundið sig til framtíðar við tiltekinn vinnuferil, sem þeir geta ekki sagt sig frá nema með því að bijóta samninginn. íslendingar virðast þar með hafa afsalað sér þeim rétti að ákveða kvóta sinn einhliða verði þeir ekki sáttir við niðurstöður vinnuferilsins, sem þeir hafa samið um. íslenska ríkisstjórnin hefur bundið hendur okkar um ókomna framtíð. 4. Rflcisstjómin heldur því Ifam, að með samningi þjóðanna hafi náðst full stjóm á veiðunum og sfldarstofninn njóti nú vemdar. Það er rangt. Evrópu- sambandið hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að veiða 150 þúsund tonn af sfld. Það hefur alla möguleika á að geta tekið þann afla. Þar með fer veiðin á árinu 1996 25-30 prósent fram yf- ir það, sem fiskifræðingar leggja til. 5. Hingað til hefúr það verið ófrá- víkjanleg stefna íslenskra stjómvalda að heimila öðmm þjóðum ekki veiðar innan fiskveiðilögsögu íslands nerna viðkomandi þjóðir veiti íslenskum Utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi síðastliðinn mánudag, að íslendingar hafi þurft að sýna að þeir gætu samið. En þurftum við að sýna, að við gætum samið af okkur? Hvaða nauðsyn bar til þess? skipum jaíh verðmætar veiðiheimildir innan sinnar fiskveiðilögsögu. Nú er horfið ffá þessari stefnu. Rússum eru veittar heimildir til þess að veiða 5.000 tonn af síld innan íslenskrar fiskveiðilögsögu án þess að Islend- ingar fái neinar veiðiheimildir á móti innan rússneskrar fiskveiðilög- sögu og Norðmenn fá að veiða 130 þúsund tonn af sfld innan íslenskrar fiskveiðilögsögu án þess að Islend- ingar fái að veiða svo mikið sem eina sfld innan norskrar lögsögu á móti. Veiðirétturinn innan Jan-Mayen lögsögunnar var okkur veittur með loðnuveiðisamningunum frá 1980 að því tilskildu að samningar næðust milli Islendinga og Norðmanna um veiðar úr sameiginlegum flökkustofn- um. Veiðiheimildimar innan Jan May- en-lögsögunnar, sem sfldveiðisamn- ingurinn færir okkur, er því ekkert endurgjald fyrir veiðiréttindin, sem við veitum Norðmönnum á sfld í ís- lenskri fiskveiðilögsögu. 6. Sú ákvörðun að opna íslenska fiskveiðilögsögu án gagnkvæms veiðiréttar er stórhættuleg. Hvaða for- dæmi erum við að gefa öðrum þjóð- um, til dæmis þjóðum Evrópusam- bandsins, sem hafa haldið slíkum kröfum á loft, með þeirri ákvörð- un? 7. Rfldsstjómin heldur því fram, að með samningnum hafi verið tryggt, að Rússar hefji ekki veiðar innan sinnar efnahagslögsögu, en sú síld, sem þangað gengur, er smásíld, sem ís- lendingar, Norðmenn og Færeyingar hafa verið sammála um að þurfi að ffiða og Rússar hafa fallið frá að veiða undanfarin ár. Þetta er rangt. í samn- ingnum er beinlínis tekið fram og staðfest með undirskriftum ráðherra allra samningsríkjanna, að á árinu 1996 hafi Rússar heimild til þess að veiða 5.000 tonn af sfld innan sinnar lögsögu þó þeir ætli ekki að nýta sér þann veiðirétt. Þar með hafa menn fallist á að Rússar hafi slíka heimild. Hvaða fordæmi er þar verið að gefa upp á framtíðina? I gagnrýni íslenskra útvegsmanna á samninginn er megináherslan lögð á uppgjöf íslenskra stjórnvalda með mikilli eftirgjöf á sfldveiðikvóta yfir- standandi árs. Þær skuldbindingar og þau fordæmi, sem samningurinn setur um framtíðina, eru þó miklu alvarlegri fyrir íslenska hagsmuni en sú fórn, sem íslendingar hafa verið látnir færa á yfirstandandi ári. Utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi síðastlið- inn mánudag, að íslendingar hafi þurft að sýna að þeir gætu samið. En þurft- um við að sýna, að við gætum samið af okkur? Hvaða nauðsyn bar til þess? Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins. a t a I 9 . m a i Atburðir dagsins 1671 Irskur ævintýramaður fer fyrir hópi sem stelur krúnu- djásnum Englands úr Tower of London. Þjófarnir náðust og þýfið líka. 1855 Konungur gaf út tilskipun um prentfrelsi á Is- landi. 1886 Æskan, fyrsta barnastúkan, var stofnuð í Reykjavík. 1956 Leikritið Horföu reiöur um öxl eftir John Osbome frumsýnt í Lundúnum og vekur þegar úlfaþyt og deil- ur. 1978 Fundið lík ílalska stjórnmálamannsins Aldo Moro. Honum var rænt af liðs- mönnum Rauðu herdeildanna og haldið í gíslingu langa hríð. 1982 Fyrsta íslandsmótið í vaxtarrækl haldið. Afmælisbörn dagsins John lirown 1800, bandarísk- ur barátlumaður gegn þræla- haldi. Pancho Gonzalcz 1928, bandarískur tennismeistari, vann sigur á meistaramóti Bandaríkjanna átta sinnum. Hvellur dagsins Það er auðvelt að vera seinni- tímamaður og finna upp skot- hvellinn þegar aðrir hafa fund- iö upp púðrið. Halldór Laxness; Grikklandsáriö. Annálsbrot dagsins Þar á Ströndum gaf einn maður sig djöflinum nteð því móti, að hann veðjaði við santbúanda sinn, að næsta morgun skyldu vera komnir í sína slæðu 20 selar, lagði svo um kveldið nót- ina, en um nóttina kom sá Vondi til hans og gerði árásir miklar, svo hann fór brátt úr rúminu nær klæðlaus. Forvitn- aðist þá hintt maðurinn um hann, og fann hann dauðan og illa verkaðan hjá festarsteini nólarinnar, en 20 selar festir í nótina. Seiluannáll 1657. Menning dagsins Menning er breyting en ekki ástand. Sigling erekki höfn. Arhtur Toynbee. Málsháttur dagsins Margur lifnar úr litlum vonum. Orð dagsins Öll hafís vérri er taugahroliurinn íAushirstrœti eftir húdegið. Dagur Sigurðarson; Tvö íslönd. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er harla skemmtileg. Bernard hefur svart og er manni yfir en það dugar skammt þarsem hvítir menn hins ágæta meistara Sznapiks ráða lögum og lofum á borðinu. Vinningsleikur hvíts er bráðsnotur. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hd8!! Hxd8 2. c7+ og hvít- ur vekur upp drottningu á kostnað svarta hróksins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.