Alþýðublaðið - 09.05.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Page 5
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐH) ö I m i ð I a r n endurskoðun á útvarpslögum og hlutverki i velti því fyrir sér hvort ekki stefni í Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent Menning- arstofnun á ekki að keppa um fjöldavin- sældir Ég tel þessar hugmyndir koma til greina. Það er rökrétt ef Ríkis- útvarpið á umfram allt að vera menningarstofnun að hún þurfi ekki að keppa við aðra fjölmiðla á auglýsingamarkaðnum. Það er í mótsögn við eðli og hlutverk slíkr- ar stofnunar, enda er það ríkisút- varp sem helst hefur verið talið til fyrirmyndar í heiminum, breska ríkisútvarpið, ekki með auglýsing- ar. Það er að vísu rétt sem séra Heimir Steinsson segir að auglýs- ingar eru menningarauki, en keppni um hylli auglýsenda, sem er um leið keppni um fjöldavin- sældir, er ekki eðlilegt hlutverk menningarstofnunar. Ef slík keppni á að fara fram, þá á hún að vera milli einkaaðila. Ég er að vísu sjálfur hlynntari afnotagjöldum en því að stofnanir séu á fjárlögum, því þá myndast betri og beinni tengsl milli notend- anna og þeirra sem veita þjónust- una, en ég get vel séð rök hníga að því að Ríkisútvarpið sé frekar sett á fjárlög en að innheimt séu af- notagjöld með ærnum kostnaði. Aðalatriðið í mínum huga er þó að þessi nýútkomna skýrsla er vandlega og rækilega unnin og vekur okkur til umhugsunar og endurmats á stöðu og hlutverki Ríkisútvarpsins. Þar er svo sannar- lega mörgu ábótavant. Stefán Jón Hafstein daqpkrárgerdarmadur Ofull- burða til- lögur Ef á að taka Ríkisútvarpið út af auglýsingamarkaðnum, sem geta vel verið rök fyrir, þá er spurning- in hvort menn hafa hugsað sér að bæta það upp og með hvaða hætti. Því er ekki svarað þarna. Ef ætlun- in er að taka þriðjung af tekjum Ríkisútvarpsins, þá er verið að tala um gerbreytt Ríkisútvarp. Menn verða þá að horfast í augu við það og segja okkur hvað þeir meina með því. Maður bíður eftir því svari. Þeir pólitíkusar sem með það hafa að gera verða að segja okkur hvers konar Ríkisútvarp það er sem við sitjum eftir með. Eg hef alltaf verið á móti því að það sé bara eitthvert þjóðskjalasafn. Hitt er svo annað mál að þótt teknar séu 600 til 700 milljónir af Ríkisútvarpinu og þær færðar út á markaðinn, þá er ekki þar með sagt að þær milljónir skili sér beint í ljósvakamiðla eða dagskrárgerð á einkamiðlum. Þær gætu til dæmis alveg eins farið í flettiskilti. Annars vildi ég að menn horfðu á þetta í miklu víðara samhengi en hvort þeir vilja láta Ríkisútvarpið hætta að vera með auglýsingar. Mér skilst til dæmis að þarna sé lítið spáð í hringamyndun og sam- þjöppun á eignarhaldi einkamiðla og mér finnst að þurfi að taka á því pólitískt hvort eigi að setja sérstök lög um samkeppni í fjölmiðlun. Um það þarf varla að deila að Ríkisútvarpið hefur átt í erfiðleik- um með að rækja hlutverk sitt. Ég gagnrýndi það til dæmis á ein- hverri málstefnu um daginn fyrir að hafa ekki tryggt sómasamlegt íramboð af innlendu sjónvarpsefni. Ég held að flestallir geti tekið und- ir það, sérstaklega sjónvarpsmegin, Ríkisútvarpið við breyttar aðstæður í ríkjum þar sem einkastöðvar vinna sífellt meira á í vinsældum og markaðshlutdeild, þar á meðal á íslandi, hafa ríkismiðlar snúist til varnar með tvennum hætti: Með því að laga dagskrá sína að því markmiði að hámarka áhorf - og þar með orðið beinir keppinautar einkarekinna Ijósvakamiðla - og í annan stað með því að halda í vaxandi mæli á lofti lögbundnu hlutverki sínu og skyldum og standa fastar á fjárhagslegum sér- réttindum, er tryggja þeim við- spyrnu í harðnandi baráttu um hylli hlustenda/áhorfenda. Þessar breytingar hafa leitt til endurskoð- unar á hlutverki og skyldum ríkis- miðla í Evrópu á síðustu árum. Breytingarnar hafa einnig leitt til tilrauna til að marka skýrar sér- stöðu þessara miðla á markaði og hvernig forðast megi að tilvist þeirra raski samkeppnisstöðu ann- arra Ijósvakastöðva. Markviss end- urskilgreining og afmörkun á sér- stöðu RÚV virðist einnig tímabær í Ijósi breyttra aðstæðna á íslenska Ijósvakamarkaðnum. Tvennt virð- ist mest áríðandi: Að hámarka möguleika Ríkisútvarpsins til að rækja menningarlegt hlutverk sitt og stunda útsendingu innlends dagskrárefnis en koma um leið í veg fyrir að RÚV raski þeim leik- reglum sem ættu að gilda á frjáls- um markaði. Úr skýrslu starfshóps menntamólaráðherra. hversu innlenda dagskrárgerðin hefur verið óburðug. Þar hefur Rfkisútvarpið algerlega brugðist skyldu sinni og ég vil meina að ástæðan sé ekki bara peningaskort- ur - menn verða bara að finna leið- ir til að nota peningana betur. Það er ekkert pólitískt andrúmsloft fyr- ir því að tryggja Ríkisútvarpinu tekjur og horfir náttúrlega í þver- öfuga átt; Ríkisútvarpið verður að læra að lifa við þann veruleika sem það hefur í dag og útvega okkur meira fyrir peningana. Mér finnst þessar tillögur vera ófullburða að mörgu leyti og skilja eftir sig miklu fleiri spurningar en er svarað: Stóra spurningin er hvers konar Ríkisútvarp menn vilji raunverulega hafa og hvernig menn vilji fjármagna það. I því dæmi er ekkert lykilatriði hvort eru auglýsingar eða ekki... Þórunn Sveinbjarnardóttir varaþingmaður og fulltrúí í útvarpsráði Nær að semja skýrsluna í Valhöll Ég vil ekki tjá mig um innihald skýrslunnar að svo komnu máli, enda fékk ég hana ekki í hendur fyrr en í gær þegar ég bar mig eftir henni. Hins vegar finnst mér vinnubrögðin slík að ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið nær að semja skýrsluna í Valhöll frekar en á kostnað íslenskra skatt- borgara í menntamálaráðuneytinu; einkum í ljósi þess að Framsóknar- flokkurinn á náttúrlega ekkert í þessum tillögum og ekki er um sameiginlega skýrslu frá ríkis- stjórninni að ræða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.