Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Kannski kannski ekki I„Ég hef aldrei komið auga á eða botnað í því hver stefna Sambands ungra framsóknarmanna er. Sannast þar að eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni, því ég botna svo sem ekki í pólitík móðurflokksins heldur." Aldrei finnst manni tíminn fara eins í súginn og þegar maður þarf að bíða. Það er líka merkilegt hvað manni get- ur leiðst yfirmáta mikið við þær sömu aðstæður, tíminn virðist stundum hafa sagt upp kjarasamningum og farið í allsherjar verkfall. Það er náttúrulega þess vegna sem öll þessi blöð og tíma- rit fylla biðstofur um allan heim. Nóg Pallborðið | um það. Ég var sem sagt stödd í þess- ari hræðilegu fyrmefndu aðstöðu um daginn. Að bíða. Og mér til ómældrar gleði var þarna eitthvert dularfullt dagblað sem skartaði litmynd af sjálf- um Clint Eastwood á forsíðu. Var þar komið málgagn ungra framsóknar- manna, Sýn. Það sló ekki á gleði mína, hreint ekki, því ungir framsóknar- menn hafa alltaf verið mér pólitísk ráðgáta. Ég hef aldrei komið auga á eða botnað í því hver stefna þessa sambands er. Sannast þar að eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni, því ég botna svo sem ekki í pólitík móð- urflokksins heldur. Ég ákvað þegar að lesa blaðið spjaldanna á milli eða gera að minnsta kosti heiðarlega tilraun til þess. Það tókst furðanlega, þó það verði að segj- ast að enga fann ég pólitíkina á síðun- um sextán. Strax á annarri síðu er dálkur sem heitir SUF-hvað? Spum- ingamerkið stendur enn; ungir fram- sóknarmenn em mér jafnmikil ráðgáta og fyrr. I málgagni þeirra er til dæmis að finna viðtal við landbúnaðar- og umhverfisráðherrann. Þar kemur fram í hvaða gönguferðir hann hefur farið síðustu þijú ár. í opnuviðtali við iðnaðar-og við- skiptaráðherrann kemur fram hvað hann var að gera í stúdentaráði í byij- un níunda áratugarins. Og að hann og hans flokkur vilji styðja dyggilega við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Reynd- ar var framlag ríkissjóðs til hans lækk- að í síðustu fjárlagatillögum, en fyrir baráttu stúdenta og annarra fékkst það leiðrétt. Framlög í aðra sjóði með svipaðan tilgang stóðu í stað eða vom lækkuð. Hann var ekki spurður um það. Skemmtilegasti hlutinn er þó án efa „Spyijum Halldór!“-síðan. Þar held ég að ég hafi komist næst því að sjá um hvað Framsóknarpólitík snýst. Sex manns spyrja Halldór spumingar sem brennur á þeim og hann svarar í stuttu máli. Það verður seint sagt að þau leiftri af hnyttni og kímnigáfu. Það verður seint sagt að þau segi manni mikið. Nema: Halldór ætlar að afnema bókaskattinn. Hann vill kannski og kannski ekki sækja um aðild að ESB. Hann vill kannski og kannski ekki taka mið af nemendaijölda og erlend- um viðmiðunum við ákvörðun fjár- veitingar til Háskóla fslands. Hann vill kannski og kannski ekki hækka fram- lög til Alnæmissamtakanna. Og Fram- sóknarflokkurinn endurspeglar kannski og kannski ekki innsta eðli ís- lenskrar þjóðar. En hann „reynir í öll- um sínum aðgerðum að vera í takt við réttlætiskennd þjóðarinnar". Þó það. Höfundur er háskólanemi Eins og segir frá á öðrum stað í Alþýdubladinu eru prófessorar við Háskóla ís- lands hundóánægðir með launakjör sín og eru reiðu- búnir að segja sig úr lögum við Bandalag háskólamanna og fórna samningsrétti til að rétta hlut sinn. Það hefur svosem lengi verið vitað að laun prófessora á íslandi eru nánast hláleg, hvorttveggja í samanburði við það sem gerist í nágrannalöndunum og það sem fólk með sam- bærilega menntun getur uppskorið á einkamarkaði. Prófessorar horfa með sár- um söknuði til þess tíma, á fyrri hluta aldarinnar, þegar þeir voru metnir til jafns við hæstaréttardómara í laun- um. Til eru ýmsar skýringar á því að kjörum þeirra fór að hraka og setti Júlíus Sól- nes prófessor eina þá frum- legustu fram í grein fyrir nokkrum árum. Júlíus sagði einfaldlega að þetta væri spurning um klæðaburð: Þegar prófessorar vörpuðu frá sér stífa flibbanum hefðu launin lækkað ögn, þau hefðu aftur lækkað þegar þeirfóru að ganga í marglit- um skyrtum og þegar þeir hættu að nota hálsbindi; enn hefðu þau lækkað þegar rúllukragapeysur komu til sögunnar, og svo koll af kolli, uns prófessorarfóru jafnvel að ganga eins og verkamenn til fara. Það gefi auðvitað auga leið að eng- inn geti hugsað sér að borga prófessor í gallabuxum al- mennileg laun... koðanakönnun Bæjarins besta á ísafirði um fylgi list- anna sem boðnir eru fram í nýja sveitarfé- laginu vakti mikla at- hygli. Samkvæmt könnuninni fengi A- listinn ekki einn ein- asta mann í bæjar- stjórn. Verði reyndin sú, eru það mikil tíðindi, enda stjórnuðu alþýðu- flokksmenn ísafirði einsamlir á árum fyrri og hafa jafnan átt þar sterk ítök, þótt nokk- uð hafi þau þorrið með árun- um... Fylgi forsetaframbjóðenda var líka mælt í könnun BB. Karlarnirtveir nutu yfir- burðafylgis: Ólafur Ragnar Grímsson, sem er fæddur og uppalinn á ísafirði, naut stuðnings 54 prósenta og Pétur Kr. Hafstein, fyrrum sýslumaður ísfirðinga, var með 29 prósent. Guðrún Pétursdóttir fékk 13% og Guðrún Agnars- dóttir að- eins þrjú prósent. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á Vest- fjörðum, ekki síst ef Jón Baldvin Hannibalsson skellir sér í slaginn. Hann er ekki bara gamall Vestfirðingur heldur stýrði hann Menntaskólan- um í mörg ér... fimm á förnum vegi Myndir þú kjósa Jón Baldvin Hannibalsson sem forseta íslands? Ríkharður Hjartarsson sölumaður: Nei, það held ég ekki. Fríða Eyjólfsdóttir hjúkr- unarfræðingur: Nei, alls ekki, ég hef annan í huga. Inga Backman söngvari: Já, ég gæti vel hugsað mér hann sem forseta íslands. Berglind Hauksdóttir kennaranemi: Já, alveg ör- ugglega. Sólhildur Ottesen með- ferðarfulltrúi: Nei, það er bara einn maður í rníhu lífi. JÓN ÓSKAR m e n n Pétur Blöndal er mestur stærðfræðingur okkar þingmannaog er ótrúlega fimur að reikna út eyðsluna til langs tíma og setja hana í samhengi við daglegt líf. Jón Kristjánsson á víðavangi í Tímanum í gær. Skapandi tregða einkcnnir störf stjórnarandstöðu. ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður. Tíminn í gær. Sólin er komin og ég vona að menn fari að sjá til hennar. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins. Tíminn í gær. Mjög góð aðsókn og gott veður einkenndu nýafstaðna tónleikaferð Bubba Morthens um Vestfirði og Norðurland vestra. Tíminn í gær. Stolinn bíll tekinn af ráðherra. Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Nýi samningurinn sýnir, að enn hefur ástandið versnað. Ekki er lengur neitt bein í nefi íslenzkra ráðamanna, er þeir heyra erkibiskups boðskap í Noregi. jónas Kristjánsson um síldar- samninginn í leiðara DV í gær. Nei, hér eru alltof margir launþegaforkólfar með fimm- föld laun og þeir mega missa sig, hver um annan þveran. Lesendabréf I DV í gær. fréttaskot úr fortíð Langt leikrit Noel Coward hinn frægi enski rithöfundur, höfundur „Charade" er um þessar mundir að semja leikrit, sem verður það lengsta sem nokkum tíma hefur verið leikið. Þarf tuttugu tíma til að leika það á enda, og verður leikinn einn þáttur á kvöldi í heila viku. Heilt hús í New York hefir þegar keypt leikritið og verður það leikið þar í vetur. Alþýðublaðið sunnudaglnn 18. ágúst 1935

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.