Alþýðublaðið - 09.05.1996, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.05.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 bessastaðabardaginn Baráttan um Bessastaði er nú á allra vörum. Alþýðublaðið leit í gær við á kosningaskrifstofum fjögurra frambjóðenda og spurði um tilhögun baráttunnar, starf sjálfboðaliða, söfn- un meðmælenda, fjármögnun og fleira slíkt „Skynjum fylgisaukningu." Arnheiður Svala Stefánsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Sæmundur Norðfjörð á kosningaskrifstofu Guðrúnar Agnarsdóttur við Ingólfsstræti. „Velheppnaðir fundir á Austfjörðum." Sigríður Gests- dóttirog Elín Helga Guðmunds- dóttir á upplýsingaskrifstofu Péturs Kr. Hafstein. Við erum alltaf að reyna að fá fleiri sjálfboða- liða, því um næstu helgi opnum við kosninga- miðstöð í Borgartúni 20 og þá þarf að fá fullt af fólki til starfa. Bara hér í upplýsingaþjónst- unni höfum við skráð rúmlega tíu sjálfboða- liða, en við vitum ekki heildartölur.“ Búið að safna með- mælendum - segir Sæmundur Norðfjörð kosninga- stjóri Guðrúnar Agnarsdóttur. Þúsund sjálfboða- liðar hafa skráð sig - segir Ólafía Rafnsdóttir skrifstofu- stjóri Ólafs Ragnars Grímssonar. „Það gengur bara ansi fjörlega hjá okkur. Um helgina var ntikið um að vera og næstu helgi verða ýmsar uppákomur. Hátt £ þúsund manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliðar um allt land, og við erum mjög ánægð með þær viðtökur. Fjármögnun gengur vel, miðað við hve stutt er síðan við byrjuðum. A næstunni verða opn- aðar kosningaskrifstofur víða um landið, en ég treysti mér ekki til að spá fyrir um hversu margir munu vinna fyrir framboðið þegar mest verður. Stemmningin er mjög góð í hópnum, hingað koma margir glaðir og hress- ir, og bjartsýnin er ríkjandi.“ Höfum ekkert flokksbatterí - segir Anna Rögnvalds- dóttir á kosningaskrifstofu Guðrúnar Pétursdóttur. „Kosningabaráttan rúllar áfram og er í góðu gengi. Við erum með sjálfboðaliða sem hafa skráð sig hjá okkur. Við erum náttúrlega ekki með neitt flokksbatterí og gátum því ekki gengið að einhverjum skipulögðum hópum. Eg er ekki með töluna á hreinu, en hópurinn stækkar með hverjum fundi sem haldinn er. Guðrún hefur þegar farið víða um Norðurland og Austurland, og svo fer hún til Vestfjarða í næstu viku. Söfnun meðmælenda hófst fyrr úti á landi en í Reykjavík, og þessvegna eru margir sem hafa unnið lengi fyrir framboðið og ég hef enga yfirsýn yfir allt það fólk. Hóp- ur manna tók að sér í upphafi að safna fé til baráttunnar. Ég get ekki gefið upp neinar töl- ur, enda er ég ekki í fjaröflunarhópnum, en ég veit ekki betur en það gangi einsog áætlað var. Það vantar eitthvað aðeins uppá meðmæl- endalistana, en við stefnum að því að klára þá á næstunni." Kosninga- miðstöð opnar um helgina - segja Sigríður Gestsdóttir og Elín Helga Gudmundsdóttir á upplýsinga- skrifstofu Péturs Kr. Hafstein. „Baráttan gengur vel. Við erum með upplýs- ingaþjónustu héma á hominu á Pósthússtræti og Austurstræti, og hingað kemur fullt af fólki. Pétur var á Austfjörðum í gær [þriðju- dag] og fór þá til Egilsstaða, Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar. Fundir þar heppnuðust mjög vel og um næstu helgi fer hann til Akureyrar. „Við skynjum fylgisaukningu og ekki er hægt að segja annað en að baráttan gangi vel. Það er erfitt að henda reiður á hver staða fram- bjóðendanna er núna. Við tökum ekki mikið mark á þeim skoðanakönnunum sem liggja fyrir. Núna vinnum við fyrst og fremst að því að kynna Guðrúnu. Fjárfesting þessa fram- boðs liggur í því. Hún fer nú víða um vinnu- staði og útum land. Fjármögnun gengur bara þokkalega, það vinnst svona einsog allt annað hjá okkur. Við erum komin með tilskilinn fjölda meðmælenda og ég reikna með að við skilum inn fomtlegu framboði í næstu viku. Kosningamiðstöðin er hér í Ingólfsstræti en svo erum við með tengsl víða um land þarsem eru óformlegar skrifstofur." „Klárum meðmælendalistana á næstunni." Steinunn Kristjánsdóttir, Anna Rögnvaldsdóttir og Jóhanna G. Möller á kosningaskrifstofu Guðrúnar Pétursdóttur. „Kosningaskrifstofur opna víða um land á næstunni." Steina Guð- mundsdóttir, Guðrún Þorbergsdóttir og Ólafía Rafnsdóttir í kosn- ingamiðstöð Ólat's Ragnars Grímssonar við Hverfisgötu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.