Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Auglýsingamennin taka völdin Auglýsingamenn eru allsstaðar meira og minna eins, og þessvegna má búast við að svipuð manngerð brjótist til valda í flestum löndum - ef manngerð er þá rétta orðið yfir þessi blóðlausu dauðyfli. íhaldsflokkurinn á Bretlandi beið mikið afhroð í sveitarstjómakosning- um í síðustu viku. Niðurstaðan kom engum á óvart: ár og dagar em síðan íhaldsmenn hafa farið með sigur af hólmi í aukakosningum og þeir vom gjörsigraðir í sveitastjómarkosningum á síðasta ári. Valdadagar þeirra, sem hófust árið 1979, em senn taldir. John Major er vitanlega búinn að lesa skriftina á veggnum fyrir löngu, en flest bendir til að hann stritist við að sitja fram á næsta ár. Viðbrögð hans við ósigrinum vora skemmtilegt sambland af ósvífni og óskhyggju: hann birtist á skjánum með óafmáan- legt brosið og tilkynnti að hann ætlaði víst að vinna næstu þingkosningar. Einsog gengur | Verkamannaflokkurinn staðfesti í kosningunum að hann er stóri flokkur- inn á Bretlandseyjum. Undir forystu Tony Blairs hefur Verkamannaflokk- urinn gengið í endurnýjun lífdaga; kastað gömlum kreddum og kenni- setningum fyrir róða og haldið til móts við veruleika nútímans. Til skamms tíma var Verkamannaflokk- urinn sá jafnaðarmannaflokkur Evr- ópu sem einna helst var fjötraður við fortíðina, og glataði fyrir vikið tiltrú breskra kjósenda. En þótt Tony Blair hafi vissulega staðið fyrir löngu tímabæmm hrein- gemingum á stefnuskrá flokksins er pólitík hans að öðru leyti óskrifað blað. Blair er maður kynslóðar sem meira hugsar um form en innihald; hann talar í slagorðum sem hönnuð eru af auglýsingamönnum en hefur engar lausnir þegar á hann er gengið, og þaðan af síður getur hann útskýrt hin fínni blæbrigði fagnaðarboðskap- arins. Litlar líkur em á því að þetta breyt- ist. Tony Blair og auglýsingamennim- ir vita að þreyta almennings á stjóm íhaldsmanna mun tryggja að John Major þarf að flytja úr Downingstræti innan árs. Um margt minnir Tony Blair óþægilega á Bill Clinton. Ríkisstjórinn í Arkansas varð forseti fyrir tóman misskilning, einsog margir muna kannski. Clinton gaf kost á sér sem frambjóðandi demókrata þegar vin- sældir George Bush vora í hámarki eftir herfórina til Iraks: allir sem einn höfðu þungavigtarmenn í Demókrata- flokknum afþakkað pent að glíma við manninn sem var almennt viður- kenndur sem nýr alheimsfrelsari. En litli Bill tók slaginn. Hann hafði ein- mitt góða auglýsingamenn, en auk- þess var rás atburða honum svo hag- stæð að ætla mætti að þar færi óska- barn gæfunnar. I öllum æsingnum í aðdraganda forsetakosninganna gleymdist alveg að spyrja Clinton hvað hann ætlaði að gera ef - og það var lengstaf stórt ef - hann næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Hann tal- aði í slagorðum sem auglýsingamenn- imir bjuggu til handa honum og mnnu ljúflega í hlustir kjósenda. Svo átti Bill óneitanlega glæsilegri konu - en margir Bandaríkjamenn héldu víst að George Bush byggi í Hvíta húsinu með mömmu sinni. Bill og Hillary vom draumur sem auglýsingamennirnir létu rætast. Smámsaman hefur komið á daginn að Clinton hefur enga pólitík, en fleytir sér áfram á því að Bandaríkin em nán- ast einráð í heimsmálum. Heima er allt í steik. Blair og Clinton em semsagt stjóm- málamenn sem hafa heilan her manns í að þaulhugsa hvert skref sem þeir taka, hvert orð sem þeir láta útúr sér. Þeir koma kannski fjarska vel fyrir - enda er það aðalatriðið - en ljóminn er ekki raunvemlegur heldur hannaður. Auglýsingamenn eru allsstaðar meira og minna eins, og þessvegna má búast við að svipuð manngerð brjótist til valda í flestum löndum - ef manngerð er þá rétta orðið yfir þessi blóðlausu dauðyfli. ■ Flestum þykir atfylgið sem Ólafur Ragnar Gríms- son hefurfengið í kosninga- baráttunni með ólíkindum og eins hafa margir furðað sig ó hversu margir, sem seint hefðu talist samherjar Ólafs í pólitík, hafa gerst stuðnings- menn hans. Einn þeirra sem þykja koma nokkuð á óvart í þessu efni er Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar og stjórn- arformaður Stöðvar 2, en hann mun vera eindreginn stuðningsmaður Ólafs og sterkur bakhjarl hans í kosn- ingabaráttunni. Þarf aðtaka fram að Jón yrði seint talinn alþýðubandalagsmaður... Margir fótboltaáhuga- menn eru afar áhyggju- fullir þessa dagana. Ástæðan er stórleikur ársins, bikarúr- slitaleikurinn milli Liverpool og Manchester United, sem ferfram á Wembley á laugar- dag. Nú ber svo við að Stöð 3 hefur einkarétt á útsending- um frá ensku bikarkeppninni og verður leikurinn sýndur þar í beinni útsendingu á laugardag. Vandinn er hins vegar sá að útsendingar Stöðvar 3 nást ekki nema á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem fjölmargir fótbolta- unnendur eru auðvitað ekki með þann tækjabúnað sem þarf til að ná útsendingum stöðvarinnar. íþróttadeild Ríkisútvarpsins reyndi að gera á þessu bragarbót og hófust viðræður við forstöðu- menn Stöðvar 3 um að Sjón- varpið fengi líka að endur- varpa leiknum. Munu þeir á Stöð 3 hafa gert miklar kröf- ur; þeir vildu fá greiðslu fyr- ir, fá að eiga auglýsinga- tímann í hálfleik og að auki fá að hafa merki stöðvarinnar á útsending- unni. Einnig fóru þeir fram á að meðfram yrði send út í Sjónvarpinu dagskrárkynn- ing Stöðvar 3. Þetta gátu for- ráðamenn Sjónvarpsins ekki sætt sig við og munu því ætla að grípa til þess ráðs að endurvarpa upptöku frá leiknum klukkan 5 á laugar- dag, um klukkutima eftir að honum lýkur. Þeirsem vilja fá að sjá leikinn í beinni út- sendingu og hafa ekki Stöð 3 verða þá líklega að sætta sig við að leita á náðir vina og kunningja ellegarfara á eitt- hvert öldurhúsið sem sýnir leikinn. Þar verður án efa þétt skipaður bekkurinn... r Amorgun verður haldin fjölbreytt menningar- og skemmtidagskrá á kosninga- skrifstofu Guðrúnar Agn- arsdóttur en fyrirhugað er að halda slíka skemmtidagskrá á kosningaskrif- stofu hennar, hvern laugar- dag fram að kosningum. Fyrstir lista- manna til þátttöku í dagskránni eru leikar- arnir Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arnar Jóns- son, Bríet Héðinsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdótt- ir og munu þau koma fram með Árna Harðarsyni tón- listarmanni ásamt fleiri lista- mönnum... "FarSide" eftir Gary Larson Þetta er gaurinn. Annar ofanfrá, þessi tólf feta! Sólborg Gunnarsdóttir leiðbeinandi: Ég veit ekkert um hana, en veit þó að hún er í Asíu. Sigurður Jónsson lífeyris- þegi: Hún er við Kaspíahaf, höfuðborgin Tiblisi, þeir búa til gott koníak. Bjarki Rafn Eiríksson nemi: Eina sem ég veit er að hún er í fyrrum Sovétríkjunum. Benedikt Gröndal vegfar- andi: Það er rnikið af flótta- mönnum þama og Rússar eru alltaf að reyna að drepa þá nið- ur. Rannveig Jónsdóttir hár- skeri: Er þetta ekki lýðveldi í Kákasusfjöllum? m e n n Ég er einsog barn í saman- burði við þessa refi sem eru hér í þinginu, og hef hvorki greind né útsjónarsemi til að láta mér til hugar koma að ýta Jóni Baldvin vini mínum í framboð til forseta einungis til að geta orðið formaður Alþýðuflokksins. Össur Skarphéðinsson - hver annar? - í Helgarpóstinum í gær. Forsetakosningar „á rauðu ljósi“ virðast nú blasa við íslensku þjóðinni eftir að fullyrðingar málsmet- andi krata um framboð Jóns Baldvins Hannibalssonar voru kunngerðar. Birgir Guðmundsson í Tímanum í gær. Áðuren löggan barði mig hafði ég yfirleitt tekið sögum um lögregluofbeldi með varúð. Það geri ég ekki lengur. Eiríkur Bergmann Einarsson í Helgarpóstinum (gær. Sighvatur Björgvinsson þing- maður stóð einn í gagnrýni sinni á kaupin. Hans gagnrýni var eigi að síður réttmæt... Mál þetta sýnir ráðuneyti, sósíaliskan ráðherra og Al- þingi, sem sameiginlega eru ófær um að hugsa mál á grundvelli alþjóðlega viður- kenndra markaðslögmála. Jónas Kristjónsson ritstjóri DV tók í leiðara undir harða gagnrýni Sighvats á Björn Bjarnason menntamálaráðherra vegna kaupa á íslenska menntanetinu. Þetta er móðgun við þjóðina, þessi andskoti. Ekkert minna. Lesendabréf í DV, þar sem kvartað var undan sjónvarpsáuglýsingu DAS. 50 manna fylgarlið með Björk. Fyrirsögn fréttar í Tímanum um væntanlega tónleika Bjarkar á íslandi. fréttaskot úr fortíð Herra skratti Ofstækiskend þjóðrembingsalda gengur nú yfir Finnland. Ekki færri en 24 þúsund Finnar hafa sótt um nafnabreytingar vegna þess, að nöfn þeirra em lík sænskum nöfnum. Einum manni var þvemeitað urn að fá að skifta um naftt. Hann ætlaði að taka upp nafnið Pim, en það þýðir skratti. Hefði hann fengið leyft til þess, hefði hann verið ávarpaður: Herra skratti. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 1. apríl 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.