Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ást & skák Hardy ásamt seinni eiginkonu sinni, Florence, og hin sérvitra Emma sem sakaði hann um illsku og mannfyrirlitn- ingu. ■ Útgáfa á bréfum eiginkvenna Thomasar Hardys varpar nýju Ijósi á einkalíf rithöfundarins Bitrar eiginkonur og bréfaskrifti r Nýleg útgáfa á bréfum Emmu og Florence Hardys, fyrri og seinni eiginkonu Thomasar Hardy, varpar nýju ljósi á einkalíf breska rithöfundarins. Svo virðist sem hjóna- böndin hafi einkennst af afbrýðiköstum, miður geðsleg- um uppákomum og bijálæði. Þessir þættir, sem gera líf einstaklinga nánast óbærilegt, voru Hardy uppspretta sköpunar og eru fyrirferðarmiklir í bestu skáldsögum hans, eins og Tess og Jude the Obscure. Bréfin varpa ljósi á mögnuð átök, ofsafull rifrild og langvinnar fjölskyldudeilur. Sjö binda útgáfa á bréfum Hardys birtir allt aðra og friðsælli mynd. Þar gerir rithöfund- urinn aðeins einu sinni að umtals- efni, og þá undir rós, erfiðleika í fyrra hjónabandi sínu og þá sektar- kennd sem fylgdi honum inn í seinna hjónabandið. Ef Hardy hefði fengið að ráða hefði heimilis- erjunum verið haldið leyndum fyrir umheiminum, en eiginkonurnar gerðu sér aðrar hugmyndir. Dr. James Gibson, einn af ævi- sagnariturum Hardys segir bréfin auka mjög skilning á einkalífi Har- dys. Um eiginkonurnar segir Gib- son: „Persónulega hefði ég ekki kunnað við þær, nema kannski Emmu þegar hún var ung og full af lífsþrótti. Það var vitað að fyrra hjónabandið var afar óhamingju- samt; nú fáum við skýrari mynd af því hvers eðlis þessi óhamingja var og hvernig hún skapaðist." Hardy hitti Emmu árið 1874. Tveimur áratugum seinna var hjónabandið komið í hundanna. Astæðurnar eru óljósar en eðlileg- ast virðist að ætla að meginskýr- inganna sé að leita í fjöllyndi Har- dys og erfiðu skapferli Emmu. Þegar ung brúður spurði Emmu eitt sinn hvers hún mætti vænta í hjónabandinu sagði Emma, og virt- ist tala af eigin reynslu, að hún skyldi ekki vænta „þakklætis né at- hygli, ástar né réttlætis, eða nokk- urs annars sem þú óskar þér.“ í bréfi árið 1896 skeytir Emma skapi sínu á systur Hardys: „Ég mana þig eða nokkurn annan til að bera út lygasögur af mér, eins og þær að ég hafi reynst bróður þfnum illa. Bróðir þinn hefur verið mér svívirðilega vondur - og það er eingöngu þín sök. Þú hefur ætíð verið óvinur minn og algjörlega af tilefnislausu. Þú ert líkust norn og líkleg til að óska öðrum ills og spreða út róg. Ég get ímyndað mér þig, móður þína og systur, uppi á heiði að magna upp storm. Þú hef- ur valdið óbætanlegum skaða en nú hefur verið bundinn endi á vald þitt.“ Florence, ungur blaðamaður hjá London Evening Standard, bjó árið 1910 á heimili þeirra hjóna. Hún var mikill aðdáandi Hardys og trúnaðarvinur Emmmu en yfirgaf heimilið eftir að hafa blandast í rifrildi hjónanna. Florence hélt vináttu sinni við Emmu en um þetta leyti var hún mjög sennilega orðin ástkona Har- dys. Emma átti ekki langt eftir ólif- að og hin unga Florence bjó sig nú undir að taka sæti hennar í lífi rit- höfundarins. Bréf Florence til Emmu eru varfærnisleg og kurteis- leg, meðan bréf Emmu eru full af nöprum athugasemdum um rithöf- undinn sem hún sakaði um illsku, eigingirni og mannfyrirlitningu. Geðheilsa Emmu var á þessum tíma orðin æði tæp. Hún lést árið 1912 og tveimur árum síðar giftist Florence Hardy og þau voru gift allt til dauða hans árið 1928. Lífið með Hardy reyndist Flor- ence ekki auðvelt. Síðasta stórorr- usta hennar var við Gertrude Bugl- er, fagra leikkonu, sem Hardy hreifst ákaflega af þegar hann sá hana á sviði í leikritum byggðum á verkum hans. í bréfunum kemur fram að Flor- ence gerði ákafar tilraunir til að koma í veg fyrir að Bugler léki hlutverk Tess á sviði, þótt hinn ást- fangni Hardy liti svo á að hún væri fullkomin í hlutverkið. Þegar Bugl- er gerði tilraun til að heimsækja Hardy á heimili hans sendi Flor- ence hana burt. „Dama heimsækir ekki herramann óboðinn," sagði hún. „Ef þú ert í viðskiptaerindum skal ég annast málið persónulega." Simon Curtis, einn Hardy-sér- fræðinga heimsins, segir að það hafi ekki verið auðvelt að búa með rithöfundinum. „Hann leitaði skjóls frá tilfinningastormunum, flúði inn í vinnustofu sína og sökkti sér nið- ur í skrif sín. Það hefur ekki komið sér vel fyrir sambönd hans við eig- inkonurnar en kannski ætti um- heimurinn að vera honum þakklát- ur fyrir að hafa einmitt brugðist þannig við.“ ■ ■ Tölvur og skák hafa lengi átt í vellukkuðu ástarsambandi og með tilkomu Netsins er sambandið jafnvel enn nánara. Alþýðublaðið ræddi við Helga Ólafsson stórmeistara um tölvur, skák og Netið og komst meðal annars að því að skák er besta aðferðin til að mæla gervigreind Tölvur að öðlast innsæi? Það vakti heimsathygli þegar Ka- sparov tefldi ekki alls fyrir löngu við tölvuna Deep Blue og tapaði. Aldrei áður hafði tölva unnið heimsmeistar- ann og sjálfur hafði Kasparov sagt að það yrði í fyrsta lagi árið 2010 en sennilega aldrei. Hann gekk sigurviss til leiks og krafðist þess að vinningsféð rynni óskipt til sigurveg- arans. Eftir sigur tölvunn- ar í fyrstu skákinni vakn- aði því sígild spurning: Getur tölvan þá hugsað? Því nær sem þessi vél, sem virðist sálarlaus, kemst í að gera eins og við mennimir - að hugsa - því auðveldara verður að ímynda sér manneskj- una sálarlausa. Helgi Ólafsson stór- meistari sagði fyrst frá hvað hefði gerst í einvígi Kasparovs og Deep Blue. „Kasparov skrifaði grein eftir þetta einvígi við Deep Blue þar sem fram kom meðal annars að forrit tölvunnar hefði ekki endilega verið svo sterkt, heldur væri reiknigetan svo gríðarleg. Á meðan maðurinn getur reiknað tvær til þijár stöður á sekúndu skoðar tölvan tvær milljónir möguleika. Það sem var mjög athyglisvert við skákina var að tölvan fómaði peði í ákveðnu afbrigði sikileyjarvarnar. Þetta hefði enginn skákmaður þorað eða getað gert á móti Kasparov, útreikningamir voru svo flóknir. Kasparov sá strax að tölvan gæti ekki unnið þetta peð aftur svo glatt og í raun átti tölvan ekki að geta leikið þennan leik. Hann fór því að velta fyrir sér hvað hefði gerst, hvort tölvan hefði náð nýrri vídd, - það er að segja innsæ- inu. Því þegar skákmaður fómar peði byggir hann fórnina oft á innsæinu. Eftir skákina komst Kasparov hins vegar að þeirri niðurstöðu að tölvan hafði reiknað sex leiki fram í tímann enda reiknigetan ofboðsleg. Það er staðreynd að skák er besta tækið til að mæla gervigreind og stóm tölvufyrirtækin eins og IBM og Intel hafa nýtt sér það. Skákforritin hafa sinn sérstaka persónuleika, sem lætur stjóm- ast af efnishyggju, og leikir þeirra vekja sjaldnast neinn fögnuð í brjósti áhorfenda, nema auðvitað helstu að- standenda; forritaranna. Tölvumenn halda alltaf með tölvunni. Ég hef fund- ið fyrir því þegar ég hef teflt við tölvu. Ef maður tapar verður mikil kátína. Og þar sem sigurgleðin er nú einu sinni það afl sem dregur menn að taflborðinu hlýtur að skapast ákveðin fjarlægð milli tölvu og manns.“ En Netið. Hvemig nýtir þú þér Netið sem atvinnuskáhnaður? „Það er til eitthvað sem heitir Inter- net Chess Club, þar sem ljölmargir ís- lenskir skákmenn tefla gjaman. Tafl- mennska á Netinu býður upp á þann möguleika að fylgjast með öðrum skákum um leið og þær eru tefldar. „Þú spilar ekki fótbolta á Netinu," segir Helgi Ólafsson en margir firnasterkir skákmenn tefla að staðaldri í sérstökum skákklúbbi á Internetinu. Menn verða að samþykkja ákveðnar siðareglur í upphafl og séu þær brotnar er sú hætta fýrir hendi að memi lendi á svörtum lista, svokölluðum „Abuse- list“. Þar sem skák og tölvur eiga mjög vel saman má eiginlega segja að allir bestu kostir tölvunnar og Netsins nýtist skák- inni betur en öðm. Þú spilar ekki fót- bolta á Netinu. Það er miklu meiri dýpt í skákinni ólíkt öðrum spilum, eins og briddsi. Það em oft mjög sterkir skák- menn að tefla á Netinu. Eini gallinn er að biðin sem áður felldi menn á tíma kemur ekki að sök þegar álagið er það mikið að tölvan frýs. Póstur og sími hefur ekki staðið sig sem skildi í þess- um efnum, þeir nota ekki þá möguleika sem hægt væri. Þeim hjá Pósti og súna finnst greinilega að það sé verið að taka spón úr þeirra aski. Það er augljóst, að ef þú getur verið að tala við mann í klukkutíma á Netinu fyrir 25 krónur, þá tapar Póstur og sími stórfé. Tæknin er í raun að ganga af svona stofnunum dauðum. En eins og maður getur teflt við mann á Netinu getur maður líka fylgst með öðmm skákum. Þetta býður auð- vitað uppá mikla möguleika en þótt möguleikamir séu fyrir hendi er tvennt ólíkt að sitja fyrir ffaman tölvuna og tefla, og að tefla við mann. Það er eins og þú sért að tefla við tölvu, þegar þú teflir á Netinu, nema hvað það er mað- ur á bak við.“ ■ Staðgreiðsluyíirlit — breytt fyrirkomulag Undanfarin ár hafa staðgreiðslu- yfirlit verið send til launamanna í aprílmánuði. Nú hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt og verður yfirlit yfir innborgaða stað- greiðslu birt á álagningar- og innheimtuseðli 1996 sem sendur verður út að lokinni álagningu opinberra gjalda. Seðlinum fylgir bæklingur með helstu upplýs- ingum um álögð gjöld og í honum verður einnig að finna upplýsingar um yfirlit vegna innborgaðrar staðgreiðslu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.