Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.05.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 bessastaðabardaginn Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 • 18. útdráttur 15. útdráttur ■ 14. útdráttur 13. útdráttur 9. útdráttur 7. útdráttur 6. útdráttur ■ 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 10. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. KS3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS I I HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Alþýðublaðið f Aðeins 950 kxónur á mánuði Opinn fundur Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn fund um fjármagnstekjuskattinn. Fundarstaður: Scandic Hótel Loftleiðir þingsalir 1-3. Tími: Þriðjudagur 14. maí klukkan 20:30 Frummælendur: Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Gunnar Helgi Hálfdánarson forstjóri Landsbréfa Gunnlaugur M. Sigmundsson þingmaður Framsóknarflokksins Fundarstjórn: Gunnar Ingi Gunnarsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Fjölmennum! Stjórnin ■ Um fátt er nú meira skeggrætt en hvort Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokksins, taki af skarið og bjóði sig fram til forseta. Þá sýnist flestum að stefni í harðan slag milli hans og Ólafs Ragnars Grímssonar, gamla vopnabróðurins sem fór með Jóni á rauðu Ijósi um landið alltfyrir nokkrum ár- um. Egill Helgason veltir hér fyrir sér möguleikunum á fram- boði Jóns Baldvins og áhrifum þess á kosningabaráttuna og Alþýðuflokkinn Jón forseti? „Er það gott djobb," mun Halldór Laxness hafa sagt þegar lagt var að honum að gefa kost á sér í forsetaframboð 1968. Eitthvað svipað gæti verið að bærast í huga Jóns Bald- vins Hannibalssonar þessa dagana; fáir virðast efast um að hann sé fullkomlega hæfur til að verða forseti, spurningin er kannski miklu fremur hvort starfið hæfir honum. Að undanförnu hefur verið mjög hart þrýst á Jón Baldvin um að fara í framboð og segja kunnugir að hann sé í raun búinn að ákveða að bjóða sig fram; það sé þegar byrj- að að leggja línur fyrir kosninga- baráttuna og einungis sé spurning um að velja dag til að tilkynna framboð. Sitthvað sem fróðir menn hafa talið til meginreglna hefur raskast í þessari kosningabaráttu; fyrst nátt- úrlega sú kenning að fslendingar vildu ekki stjórnmálamann sem forseta. Það hefur varla neinn gleymt pólitískri fortíð Ólafs Ragnars, sem þó hefur mestanpart haldið sig til hlés síðustu misserin; ótrúlegur fjöldi kjósenda hefur ein- faldlega ákveðið að sætta sig við póiitískt syndaregistur hans. Það er spurning hvort hið sama gerist í tilviki Jóns Baldvins, stjórnmála- manns sem er máski enn umdeild- ari en Ólafur Ragnar og kemur beint af blóðvelli stjórnmálanna. Aldrei áður hefur það gerst á ís- landi að starfandi formaður stjórn- málaflokks sækist eftir forseta- embætti; það verður varla dregin nein fjöður yfir það, og þýðingar- laust að reyna, að Jón Baldvin hef- ur nánast átt áskrift að fyrsta sæti yfir óvinsælustu stjórnmálamenn á landinu. Stuðningur í póst- númeri 101 Það er víst að Jón Baldvin setur allar línur sem hafa skapast í kosn- ingabaráttunni upp í loft; fram- bjóðendur og stuðningsmenn hljóta að bíða í ofvæni eftir fyrstu skoðanakönnuninni þar sem hann væri inni í myndinni. Kosninga- fróðir menn sem Alþýðublaðið ræddi við voru á sama máli um að fylgi Jóns Baldvins yrði bundið við borg fremur en sveit, við ungt fóik fremur en gamalt, við mennt- að fólk fremur en ómenntað. „Hann þarf varla að láta sig dreyma um að fá neitt fylgi að ráði í dreifbýlinu, að maður tali nú ekki um fyrir norðan og austan, enda virðist manni að þar ætli ailir að kjósa Ólaf Ragnar,“ segir gamal- vanur kosningamaður í samtali við Alþýðublaðið. „Sterkasta vígi Jóns er náttúrlega hér í Reykjavík, hjá hinni menntuðu millistétt sem lifir og hrærist í póstnúmeri 101. í þennan hóp hafa sérstaklega Guð- rún Pétursdóttir og Ólafur Ragnar verið að sækja fylgi og þar held ég að Jón geti gert verulegt strik í reikninginn. Eg held raunar að ef Jón Baldvin fari fram sé öll nótt úti fyrir Guðrúnu Pétursdóttur - eins kaldhæðnislegt og það nú er í ljósi fjölskyldutengslanna á milli þeirra." Ólafsmenn eru sárgramir Heitir stuðningsmenn Ólafs Ragnars hugsa Jóni þegjandi þörf- ina fyrir að vera í framboðshug- leiðingum: „Ég hef sjaldan upplif- að aðra eins heift og gagnvart þessum vangaveltum hjá fólki sem hefur verið að vinna að samein- ingu vinstrimanna, sumt í áratugi. Með framboði sínu væri Jón að senda okkur aftur niður í skotgraf- irnar úr kaldastríðinu," segir mað- ur sem vinnur að framboði Ólafs Ragnars. Alþýðuflokksmenn eru ekki heldur á einu máli um hvort Jón Baldvin eigi að bjóða sig fram og sagði krati fyrir vestan í samtali við Alþýðublaðið: „Ég hélt að við kratar værum sammála um að kjósa Ólaf Ragnar. Ætlar Jón Bald- vin virkilega að koma því til leiðar að sjálfstæðismaður verði forseti Islands næstu sextán árin?“ Enn aukast vandræði Davíðs Bjóði Jón Baldvin sig fram er líka víst að hinar pólitísku marka- línur sem hafa myndast í kosninga- baráttunni riðlast allverulega. Eins skrýtið og það kann að virðast er talið að sá hópur alþýðubandalags- manna sem hefur horn í síðu Ólafs Ragnars fagni framboði Jóns Bald- vins; sagt er að þeir Svavar Gests- son og Ulfar Þormóðsson muni kjósa Jón Baldvin til þess eins að koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar komist á Bessastaði. Framsóknar- menn eru taldir styðja Ólaf Ragnar nánast í heilu lagi og varla á Jón Baldvin neins fylgis að vænta það- an og varla heldur frá Kvennalista sem hlítir flokksaga og fylgir Guð- rúnu Agnarsdóttur. Afstaða sjálf- stæðismanna er hins vegar torræð í betra lagi. Atkvæði sjálfstæðis- manna dreifast nú á Pétur Kr. Haf- stein, Guðrúnu Pétursdóttur og að einhverju leyti á Ólaf Ragnar. For- maður flokksins, Davíð Oddsson, er meira eða minna á móti öllu þessu fólki; Davíð er ekki þekktur fyrir að vera fljótur að fyrirgefa og hann kærir sig ekkert um Pétur sem skrifaði grein til stuðnings Þorsteini Pálssyni í formannskjör- inu 1991, milli hans og Guðrúnar Pétursdóttur er fullur fjandskapur, Ólafur Ragnar er honum náttúrlega ekki kær eftir margar pólitískar höggorrustur. En viðmælendur Alþýðublaðsins sem þekkja til innan Sjálfstæðis- flokksins álíta að Davíð kæri sig ekkert frekar um að sjá Jón arka inn á Bessastaði. Milli þeirra leið- toganna eru litlir kærleikar síðan í Viðeyjarstjórninni sem þótti ekkert tiltakanlega samlynd undir lokin. „Það er grunnt á því góða milli Davíðs og Jóns eftir stjórnarslitin og vandséð að þeir nái aftur saman í náinni framtíð. Manni flýgur jafnvel í hug að innst inni vildi Davíð frekar sjá Ólaf á Bessastöð- um en Jón; fyrir Davíð er Ólafur hvimleiður pólitískur andstæðing- ur og það er víst að tilfinningarnar sem hann ber í garð Jóns, gamla samstarfsmannsins og félagans, eru miklu heitari." Sjálfstæðismenn hallast að Jóni Burtséð frá hinni vandræðalegu afstöðu Davíðs til forsetakosning- anna er ljóst að Jón Baldvin getur vænst þess að sækja drjúgt fylgi inn í Sjálfstæðisflokk. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins eru það ekki síst sjálfstæðismenn sem hafa lagt að honum að fara í framboð. f fyrsta lagi er ástæðan sú að margir sjálfstæðismenn eru einfaldlega hrifnir af Jóni; þeim finnst hann á köflum hafa verið borgaralegur, víðsýnn og frjálslyndur stjórn- málamaður að sínu skapi - og kannski talsvert fremri en Davíð aðjjví leyti. I öðru lagi eru þeir náttúrlega fjölmargir sjálfstæðismennirnir sem telja Ólaf Ragnar höfuðóvin og vilja allt til þess vinna að koma í veg fyrir að hann verði forseti. Þeir munu kjósa Jón Baldvin ef þeir sjá fram á að hann muni geta stöðvað hina óþægilegu framrás Ólafs. Ennfremur er Jón líklegur til að taka af Ólafi það fylgi sem hann kann að hafa í röðum sjálf- stæðismanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.