Alþýðublaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 tmBUBID 21111. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Króatía er ekki Evrópuríki Evrópuráðið í Strassborg stendur nú frammi fyrir því hvort fresta eigi aðild Króatíu að ráðinu. Reyndar ætti slík ákvörðun ekki að vefjast fyrir neinum: Króatía er á hraðri leið til einræðis, mannréttindi eru léttvæg metin, frelsi íjölmiðla fótum troðið og leikreglur lýðræðisins þverbrotnar. Þrátt fyrir þetta kemur ekki á óvait þótt aðild Króatíu verði samþykkt - linkind Evrópu gagn- vart glæpamönnum Balkanskagans er löngu kunn. Franjo Tudjman forseti Króatíu leysti nýverið upp lýðræðislega kjörna borgarstjóm í höfuðborginni Zagreb, þarsem pólitískir andstæðingar hans voru við völd, og freistar þess nú að skrum- skæla kosningareglur til að tryggja að flokksmenn hans komist til valda. Áður hafði Tudjman látið smíða fráleitar kosningareglur fyrir þing landsins, beinlínis í því skyni að tryggja eigin völd. Þá hefur Tudjman frá upphafi valdaferils síns þrengt mjög að fjöl- miðlum, og er nú svo komið að króatískir fréttamenn segja að meira frelsi hafi ríkt í tíð Júgóslavíu sálugu en í Króatíu nútímans - jafnvel í Serbíu er tjáningarfrelsi á hærra stigi. Franjo Tudjman barðist með sveitum Títós í seinna stríði. Þá geisaði vitfirringsleg borgarastyrjöld í Júgóslavíu, meðfram því sem sveitir kommúnista börðu á hemámsliði nasista. Tudjman var einn yngsti hershöfðinginn í Alþýðuher Júgóslavíu en var fangelsaður um 1970 fyrir að kynda undir elda þjóðemishyggju í Króatíu. Hann hafði sem hemaðarsagnfræðingur meðal annars skrifað um og afneitað þeirri helför sem króatískir fasistar stóðu fyrir á hendur Serbum og gyðingum í heimsstyijöldinni. Króatía var þá leppríki Þjóðveija, og í landinu vom reknar einhverjar við- urstyggilegustu útrýmingarbúðir Evrópu. Franjo Tudjman hefur verið í fararbroddi þeirra sem hafa skmmskælt söguna og afneitað staðreyndum um glæpi króatískra fasista. Það er til marks um algera ósvífni forseta Króatíu að ný- verið lagði hann til að líkamsleifar Ante Pavelic, leiðtoga hinnar fasísku Króatíu, yrðu grafnar upp og jarðsettar í króatískri moldu. Því er einungis hægt að jafna til þess, að þýskir ráðamenn vildu heiðra minningu Adolfs Hitlers. Jafnframt lýsti Tudjman yfir því að flytja ætti jarðneskar leifar Títós frá Belgrad til Króatíu, enda hefði hann verið einn mikilhæfasti stjómmálamaður króatískrar sögu. Ást Tudjmans á lýðræði er álíka lítil og virðing hans fyrir sann- leikanum. Allar götur síðan stríðið í Júgóslavíu hófst fyrir réttum fimm ámm hefúr Tudjman leikið tveimur skjöldum. Á sama tíma og Króatar og Serbar börðust átti hann leynifundi með Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, þarsem þeir lögðu á ráðin um skiptingu Bosmu-Herzegóvinu. Tudjman beitti sér fyrir bandalagi múslima og Króata í Bosrnu, en notaði fyrsta tækifæri til að stinga banda- menn sína í bakið. Króatar sem sekir em um stríðsglæpi þurfa ekki að óttast um sinn hag: þeir em verðlaunaðir á maigvíslegan hátt og auglýstir upp sem hetjur. Þegar Slóvenía og Króatía, tvö af sex lýðveldum Júgóslavíu, lýstu yfír sjálfstæði sumarið 1991 bundu margir vonir við að lýð- ræði og almenn velmegun yrði hlutskipti þjóðanna, þótt þær þyrftu að kaupa frelsi fyrir blóð. Slóvenar hafa notað tímann vel, lífskjör fara batnandi og mannréttindi em virt í hvívetna. Öðm máli gegnir um Króatíu. Þar situr fasisti í forsetastóh; maður sem afheitar voðaverkum sögunnar fyrir hönd þjóðar sinnar og virðir ekki gmndvallarmannréttindi. Meðan svo háttar til á Króatía enga samleið með þeim ríkjum Evrópu sem kenna sig við frelsi og lýðræði. ■ Er Roger Moore aö leika Ólaf Ragnar? Víkurblaðið á Húsavík er með fjörlegustu blöðum landsins. í nýj- asta tölublaðinu skrifar dálkahöf- undurinn Víkur-Skuggi um forseta- málin og Ólaf Ragnar, og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Við gluggum í pistil Víkur-Skugga en lítum svo á grein Hjörleifs Gutt- ormssonar um sfldveiðisamninginn. Víkur-Skeggi segir: „Víkur-Skugga finnst voðalega erf- itt að geta ekki haldið áfram að gagn- rýna fólk sem ekkert hefur skánað. Eins og til dæmis fólk sem er í fram- boði til forseta og líklegt er að nái kjöri. Þannig er það orðið nánast von- laust að sproksetja Ólaf Ragnar Gnmsson í ræðu og riti eftir að hann mældist með 70 prósent fylgi til for- setaembættis. Ef einhver saklaus vinstrimaður og samheiji Ólafs í pólitík leyfir sér að minnast á það að Ólafur sé einhver mesti tækifærissinni í íslenskri pólitík, frekjuhundur í fjölmiðlum til margra ára og strigakjaftur á þingi, þá um- hverfast alræmdir frjálshyggjumenn og segja: Svona tölum við ekki um mann sem er að verða forseti! Hvers vegna ekki? Ólafur Ragnar er nákvæmlega sami maðurinn og þegar meirihluti þjóðarinnar úthúðaði hon- um og hans litla flokki uppstyttulaust, og leggur einmitt áherslu á það sjálfur að hann hafi ekkert breyst. Ef þorri þjóðarinnar taldi ástæðu til að tala illa um Ólaf fyrir nokkrum mánuðum, þá eru þær ástæður enn fyrir hendi. Hinvegar er það ekki rétt hjá Ólafi að hann hafí ekkert breyst, því hann hefur að minnsta kosti breytt um stfl. Hann þótti aldrei tiltakanlega kirkju- rækinn, en situr nú stíft í kirkjum þeg- ar fjölmiðla er von. Og anti-sportistinn er farinn að mæta glaðhlakkalegur á boltaleiki. Og sanniði til að þegar for- setaframbjóðendur ntunu leiða saman hesta sína í sjónvarpi, þá kemur virki- lega í Ijós að Óli hefur breytt um stfl. Hingað til hefur hann vaðið yfir sér hógværari og prúðari viðmælendur í umræðuþáttum, hunsað stjórnendur og haldið orðinu endalaust af dæma- lausum frekjugangi. Sem forsetafram- bjóðandi verður hann kurteis, tillits- samur og fágaður í umræðuþáttum og leyfir keppinautum sínum að skjóta inn orði ef þeir óska þess. Nei, skoðanakannanir sýna að Ólaf- ur Ragnar er kominn með óvæntan geislabaug. Og maður veit ekki lengur hvort Ólafur er að leika Dýrling, Ro- ger Moore að leika Ólaf eða yfirleitt hver er að leika á hvem og hvem skal kjósa!“ Sýnd veiði en ekki gefin Hjörleifur Guttormsson skrifar forystugrein í Austurland, málgagn Alþýðubandalagsins þar eystra. Þingmaðurinn er ekki par hrifinn af sfldveiðisamningnum og segir: „Samningurinn sem utanríkis- og sjávarútvegsráðherra undirrituðu í Ósló 6 maí á eftir að verða afar um- deildur. Með honum er áætlaðri 1100 þúsund tonna veiði á þessu ári skipt milli fjögurra landa þannig að í hlut íslands koma 190 þúsund tonn eða sem svarar um 17 prósentum af heild- inni en í hlut Norðmanna kom um 63 prósent. Ekki fer milli mála að sam- komulag var innsiglað nú eingöngu vegna þess að Islendingar og Færey- ingar drógu einhliða úr kröfum sínum eða sem nam 75 þúsund tonnum. Því er haldið fram af ráðherrum að samningur sem fylgir aflaskiptingunni í formi bókunar geti leitt til þess að hlutur Islendinga eigi eftir að hækka til muna, ef síldin fer að veiðast í ís- lenskri lögsögu. Það er því miður sýnd veiði en ekki gefin þar eð orðalag bókunarinnar er bæði tvírætt og óljóst. Því er hætt við að 17 prósent aflahlut- deildin geti orðið harla lífseig, þótt auðvitað reyni íslendingar að hífa hana upp á við eftir bestu getu í fram- tíðinni. Ljóst er að til lengri tíma litið skiptir hvert prósent sem gefið var eft- ir í Ósló um helgina miklu máli. Alveg er eftir að koma böndum á síldveiðar Evrópusambandsins og engan veginn víst að það reynist jafn auðvelt og ráðherramir gáfu í skyn við heimkomu. Af þeim sökum getur heildarveiði úr stofninum átt eftir að fara mun lengra yfir æskileg mörk en samkomulag landanna fjögurra felur í sér. Einn versti agnúinn á samningnum er síðan það ákvæði sem heimilar Norðmönnum og Rússum sfldveiðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Þannig mega Norðmenn í ár veiða allt að 127 þúsund lestir í lögsögu okkar og Rússar 5 þúsund tonn án þess að um gagnkvæman veiðirétt sé að ræða. Fyrir lá samkvæmt Jan Mayen samn- ingnum frá 1980 að við áttum rétt á „sanngjörnum hlut“ í síldveiðum í lögsögu Jan Mayen og áttum því ekki nú að þurfa að kaupa fullan aðgang þar dýru verði. Svo er að sjá að þetta hafi verið mikið feimnismál hjá ráð- herrunum, því að þess var í engu getið á fundi þeirra með utanríkismálanefnd Alþingis fyrir utanför þeirra síðastlið- inn laugardag. Auðvitað felast í samningnum já- kvæðir þættir enda enginn ágreiningur um það milli flokka eða stjórnar og stjómarandstöðu að leita bæri samn- inga ef viðunandi flötur fyndist. Það er hins vegar mat flestra í stjómarand- stöðu svo og samtaka útgerðarmanna og sjómanna að hér hafi íslensk stjóm- völd gengið lengra en réttlætanlegt gat talist og að leita hefði átt betra sóknar- færis síðar. Vafalítið munu stjómar- flokkar tryggja samningnum meiri- hluta á Alþingi og síðan verður það reynslan sem sker úr um hvort hér var eðlilega á málum haldið." ■ 5 . m a IHann þótti aldrei tiltakanlega kirkjurækinn, en situr nú stíft í kirkjum þegar fjölmiðla er von. Og anti-sportistinn er farinn að mæta glaðhlakkalegur á boltaleiki. Atburðir dagsins 1718 Lögfræðingur í Lundún- um fær einkaleyfi á vélbyssu. 1800 Georg III Englandskóngi sýnt misheppnað banatilræði. 1941 Alþingi samþykkir að fresta þingkosningum um allt fjögur ár vegna hernámsins. Vilmundur Jónsson þingmaður Alþýðuflokksins sagði af sér þingmennsku vegna þessa. 1972 George Wallace rfkis- stjóri í Alabama skotinn fimm sinnum af tilræðismanni, en lifði af. 1987 Bandaríska leik- konan Rita Hayworth deyr. 1987 Bandaríski leikarinn John Travolta kemur til íslands ásamt níu manna fylgdarliði. 1988 Sovétmenn byija að flytja herafla sinn burt frá Afganist- an. Afmælisbörn dagsins Frank Baum 1856, bandarísk- ur höfundur, kunnastur fyrir Caldrakarlinn í Oz. James Mason 1909, bandarískur leik- ari. Mike Oldfield 1953, breskur tónlistarmaður. Annálsbrot dagsins Tvær konur urðu sér að skaða, önnur stakk sig dauða, en hin skar sig á háls. Einn drengur hengdi sig á Vestfjörðum. Seiluannáll 1658. Sigur dagsins Hvað er oss nauðsynlegt til sig- urs? Dirfska, dirfska, dirfska. Danton. Þögn dagsins Engi er allheimskur, ef þegja má. Grettis saga. Málsháttur dagsins Eftir mörgu rennur refur. Orð dagsins Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Jónas Hallgrímsson. Skák dagsins Finnski stórmeistarinn Heikki Westerinen hefur marga hildi háð á löngum ferli. Hann hefur aldrei komist í fremstu röð, en hinsvegar stundum hampað þeim vafasama titli að vera stigalægsti stórmeistari í heimi. Westerinen, sem er afar smá- vaxinn og strangur á svip ein- sog geðstirður bamaskólakenn- ari, er samt enginn auli og hef- ur stundum sigrað okkar menn. En hann er í hlutverki fómar- lambsins í skák dagsins gegn Friðrik Ólafssyni. Skákin var tefld á Reykjavíkurskákmótinu fyrir 20 árum: Friðrik hefur svart og á leik. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Hg4! 2. Rxc5? Örþnfa- ráð. 2. ... Bxc5 og hvítur gafst upp. Eftir 3. hxg4 Dh6+ 4. Rh2 Bd6 5. Dxd4+ f6 6. f4 Bxf4 verður ekki frekari vörnum komið við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.