Alþýðublaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. MAI 1996 ALÞYÐUBLAÐID framboð & fiáimöqnun Næsti forseti lýðveldisins gæti hæglega verið kostaður af tveim- ur til þremur stórfyrirtækjum - án þess að almenningur hefði hug- mynd um það. Hvað sem öllu tali um þúsund ára Alþingi íslendinga líður f lokk- umst við vart undir þroskað lýð- ræðisríki með engin lög um f jár- reiður f lokkanna eða upplýsinga- skyldu um framlög til þeirra. Það skiptir engu máli hvaða hlut- verk forsetinn kýs sér, héraðs- höfðingi eða farandsendiherra, ef hann er inn við beinið aðeins leiguliði. *\ máttu veita fjárstuðning. Þá var og þak á þeirri upphæð sem frambjóð- andinn sjálfur mátti nota í eigin kosningabaráttu. Þá gerðu lögin ráð fyrir opinberum framlögum til fram- bjóðenda í forsetakosningum, en þeirra var aflað með því að skatt- greiðendur merktu við reit í skatt- skýrslu og samþykktu þar með að þrír dollarar af skattinum færu í þessi framlög. Þá var sett á laggirn- ar tveggja flokka nefnd af hálfu Bandaríkjaþings til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og krefj- ast upplýsinga um nöfn þeirra sem legðu fram fjármagn, heimilisföng og upphæðir. Þessi nefnd hefur þótt standa sig vel í stykkinu í upplýs- ingaskyldu sinni, þannig að nú hefur fólk nokkuð nákvæmar upplýsingar um kostnaðinn við að ná sæti í öld- ungadeildinni eða fulltrúadeildinni - og hverjir hafa borgað brúsann. íhaldsmaðurinn James Buckley öldungadeilarþingmaður fór fyrir hópi manna í mál á þeirri forsendu að lögin væru brot á tjáningarfrels- isákvæði stjórnarskrárinnar. Með Buckley dóminum fór hæstiréttur Bandaríkjanna bil beggja. Hann staðfesti takmörkin á fjárframlögum einstaklinga og stuðningshópa en taldi að takmörk á útgjöldum til kosningabaráttu - það er ekki bein framlög til frambjóðandans heldur óbeinn stuðningur við flokk hans - og takmörk á því hvað frambjóð- andinn mætti eyða af eigin fé væri brot á tjáningarfrelsinu. Síðasta skil- yrðið var háð því að frambjóðand- inn þægi ekki opinber framlög og á því aðeins við í tilfelli auðkýfinga eins og Steven Forbes, en eins og margir muna vakti hann nýverið mikla gremju annarra sem kepptu um útnefningu repúblíkana í kom- andi forsetakosningum vegna þeirra gífurlegu fjármuna sem hann dældi í baráttuna - næstum öllum arfi barna sinna, eins og einhver orðaði það. Rök margmilljónera eins og Forbes, Ross Perots og fleiri eru að peningar séu eina leiðin til að hrófla við þeim sem þegar sitja að völdum - og setja að auki lögin. Á þetta féllst hæsti- réttur í Buckley dóminum fyrir tutt- ugu árum. Einn dómari skilaði sér- áliti þar sem sagði að kosningalög- gjöf mætti líkja við lög um auð- hringabann, en þau leyfðu að auð- hringir væru leystir upp til að end- urvekja samkeppni á hinum pólit- íska markaði. Annar dómari, sem var hlynntur niðurstöðu dómsins, sagði í framhaldi af þessari samlík- ingu að stundum væru peningar eina aflið til að hrófla við einokun auð- hringa og því mætti segja að þeir gegndu hlutverki „trustbusters" - embættismanns sem hefur eftirlit með því að auðhringalög séu ekki brotin. Dómarinn sem var á önd- verðu máli sagði að takmörk á fjár- stuðningi við flokka og frambjóð- endur væru ekki brot á tjáningar- frelsisákvæðinu. Málið snerist ein- faldlega ekki um tjáningu heldur um spillingu. Menn væru ekki að styðja frambjóðendur með himinháum upphæðum til þess að koma ákveðn- um boðskap á framfæri - heldur til þess að kaupa sér áhrif. Ef fram- bjóðandi nyti stuðnings fárra, fjár- sterkra aðila, stæði hann óhjá- kvæmilega í þakkarskuld við þá að kjöri loknu og væri því mun líklegri til að hampa sjónarmiðum þeirra eða taka hagsmuni þeirra framyfir hagsmuni annarra kjósenda. Engin lög um fjárreiður stjórnmálaflokka Háskólakennarar sendu frá sér ályktun fyrir nokkrum árum um að settar yrðu reglu hér á landi um upplýsingaskyldu stjórnmálaflokka um fjárreiður sínar. Þjóðvaki hefur tvívegis lagt fram frumvarp á þing- inu um starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka og bent á að hér á landi eru stjórnmálaflokkar hvorki framtalsskyldir né skattskyldir. Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona Kvennalista hefur nýverið í fyrir- spurn til fjármálaráðherra óskað eft- ir svörum um fjárveitingar á árunum 1986-1996 til sérfræðilegrar aðstoð- ar við þingflokka, til útgáfumála, um hversu mikið fé hafi árlega komið til hvers stjórnmálaflokks og hvaða reglur hafi gilt síðustu tíu ár um skiptingu þessa fjár milli stjórn- málaflokka til útgáfumála. í tíð síðustu ríkisstjórnar voru samþykkt lög um að fyrirtæki sem styrktu stjórnmálaflokka gætu notað 0,5% af veltu sinni, og væri það framlag frádráttarbært frá skatti. Séu þessi lög réttlætt með tjáningar- frelsinu, því eru þá allar upplýsingar um stóra styrktaraðila eins og hern- aðarleyndarmál? Af hverju eru flokkarnir svona ólýðræðislegir að opna ekki bókhald sitt? Hér getur verið um stórfelld fjárframlög að ræða, þar af leiðandi óeðlilega mikil áhrif ákveðinna fjársterkra aðila á stóran hóp kjörinna fulltrúa - sem geta ekki lengur staðið við stjórnar- skrárheit sitt um að vera bundnir sannfæringu sinni, því þeir eru bundnir einhverjum kaupsýslu- mönnum. I flestum vestrænum ríkjum - fyr- ir utan ísland og hið sorglega dæmi af móðurjórð Magna Carta, Bret- landi - eru víðast ákveðin lög, þó ekki sé um heildarlóggjöf að ræða, sem lúta að þessum málum. Amer- íkanar tala gjarnan um hin þroskuðu lýðræðisríki Vestur-Evrópa enda byggja þeir sína lýðræðishefð á Magna Carta og merkilegu framlagi Englendinga í þágu lýðræðis í gegn- um aldirnar, en hvað sem öllu tali um þúsund ára Alþingi fslendinga lfður flokkumst við vart undir þroskað lýðræðisrfki með engin lög um fjárreiður flokkanna, upplýs- ingaskyldu framlaga og svo fram- vegis. Með þúsund ára sögu á bak- inu og aðeins komin þetta stutt, er nær að segja að við séum þroskaheft lýðræði. I Þýskalandi, Kanada, Svíþjóð, Italíu, Frakklandi, Spáni, Dan- mörku, Grikklandi, Portúgal, Hol- landi, Noregi, Finnlandi og Ástralíu eru lóg um opinbera styrki til stjórn- málaflokka. I mörgum þessara rfkja eru einnig einhver lög um framlög og upplýsingaskyldu. í Þýskalandi mega einstaklingar og fyrirtæki styrkja stjórnmálaflokka upp að 1200 mörkum og fá þá helming frá- dráttarbæran frá skatti. En þegar um stærri upphæðir er að ræða lækkar frádráttarbært hlutfall. Flokkarnir verða að gera skýra grein fyrir öll- um tekjum sínum og ef einn og sami aðilinn styrkir flokk með hærri upphæð en 20 þúsund mörk á ári verður að nafngreina hann. Um kosningabaráttu gildir að hún er greidd af almannafé. Til grundvallar er lögð upphæð sem nemur um 5 mörkum á hvern kjósanda og er þessum potti síðan skipt á milli allra flokka sem fara að minnsta kosti með 10 prósent atkvæða. Til að allir hafi jafna möguleika fá smærri flokkar ákveðinn lágmarksstyrk til að standa straum af kostnaði við kosningabaráttu. Með opinberum framlögum að' hluta er stjórnmálasamtökum í flest- um þeirra ríkja sem hér um ræðir tryggður aðgangur að kjósendum, og þeir eru þá í aðstöðu til að hafna óæskilegum stuðningi úr einkageir- anum. Með þessum framlögum er búið til gólf þar sem allir standa nokkuð jafnir í upphafi, þó að það sé ekki endilega þak. Hnekkir fyrir lýðræðið Það er lóngu tímabært að opna umræðu um fjárreiður stjórnmála- flokka og fjárstuðning við fram- bjóðendur-hvort sem er til þings eða forseta. Það er hnekkir fyrir lýð- ræðishugsjónina ef almenningur hefur það á tilfinningunni að sumir eigi í krafti fjármuna greiðari að- gang að kjörnum fulltrúum, jafnvel forsetinn, og það sé aðeins fyrir sterkefnaða einstaklinga að fara í framboð eða fólk á framfæri fyrir- tækja. Spurningin snýst ekki ein- göngu um hvað er heldur einnig hvað virðist. Það er nauðsyn á víð- tækari kosningalöggjöf, þar sem sett eru inn ákvæði um fjárframlög einkaaðila og opinbera styrki. Slfk lagaákvæði eru óhjákvæmileg í lýð- ræðisríki til að draga úr áhrifum fjársterkra aðila, jafna möguleika einstaklinga og samtaka, efla heið- arleika í kosningabaráttu og auka tiltrú almennings á kosningafyrir- komulaginu. Með því að lögbinda hámark á framlög frá einstaklingum og fyrir- tækjum verða frambjóðendur að leita stuðnings mun víðar um leið og dregið er úr áhrifum fárra, fjár- sterkra aðila. Frambjóðendur verða með þessum hætti skuldbundnir breiðum hópi venjulegra kjósenda. Takmörkuð lág framlög jafna áhrif borgaranna í pólitískri þátttöku og frambjóðendur þurfa í alvörunni að leita út til fólksins eftir stuðningi. Það skiptir engu máli hvaða hlut- verk forsetinn kýs sér, héraðshöfð- ingi eða farandsendiherra, ef hann er inn við beinið aðeins leiguliði - en slíkt hugtak er í álíka mikilli mótsögn við jafnrétti og frelsi og hugtakið lénsherra. Forseti forsetanna - Abraham Lincoln - vissi hver var kjarni lýð- ræðislegrar hugsunar. Þegar hann kom til Richmond í Virginíu í lok þrælastríðsins, hinn 4. apríl 1865, daginn eftir að borgin hafði fallið í hendur hers Norðurríkjanna gekk hann um götu ásamt fámennu fylgd- arliði. Þá þyrptist blökkufólkið að honum, nýsloppið úr ánauð. „Ég veit að ég er frjáls," hrópaði eldri kona í gleðivímu, „því ég hef séð föður Abraham og snert hann." Og gamall maður sem hafði verið þræll allt sitt líf kraup á kné fyrir framan forsetann og laut höfði. Lincoln hefði ekki verið mannlegur hafi hann ekki verið snortinn. En hann sagði við manninn: „Ekki krjúpa fyrir mér. Það er ekki rétt að gera það. Þú getur aðeins kropið fyrir guði og þakkað honum frelsi þitt." Atferlið braut í bága við lýðræð- ishugsjón Lincolns sem hafði sagt við annað tækifæri: „Ég vil ekki vera þræll og þess vegna ekki herra." Með því að setja skýrar reglur um takmarkaðar, tiltölulega lágar fjár- hæðir sem einstaklingar mega leggja fram í kosningasjóði, í þágu lýðræðis og tjáningarfrelsis fyrir alla, gefum við frambjóðendum færi á því að viðra hugsjónir sínar og - það sem meira er um vert - að fylgja þeim eftir að kjöri loknu. Við losum þá úr fjötrum sérhagsmun- anna og fáum þegar upp er staðið forseta fólksins, kjörinn af fólkinu og fyrir fólkið. ¦ TóNLEIKAR í Háskólabíói föstudaginn 17. maí kl. 20.00 Petri Sakari, £* Manuela Wiesler, hljómsveitarstjóri ^J^1 flautuleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands ? JosefHaydn: Sinfónía nr. 22 Þorkell Sigurbjörnsson: Euridice, flautukonsert Jean Sibelius: Lemminkainen svíta Rauð áskriftarkort gilda ' SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands (S\ Háskólabíói vio Hagatorg, sími 562 2255 V J MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HgÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.