Alþýðublaðið - 15.05.1996, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996
■ Rammamyndir af Reykjavík
Sýning á
hugmynd
sem varfelld
Rætt við Snorra Frey Hilmarsson sem á laugardag
opnar óvenjulega sýningu í Gallerí Horninu.
Snorri Freyr Hilmarsson opnar á
laugardaginn sýningu í Gallerí
Horninu. Sýningin er byggð á hug-
myndum af umhverfislistaverkum
sem Snorri ætlaði sér að vinna fyr-
ir Reykjavíkurborg og tengjast áttu
listahátið.
„Hugmyndin var sú að setja
strompa á Háskólann og Þjóðleik-
húsið og mála svo strompinn í
Laugarnesi hvítan og setja á hann
grískan hofsúluhatt," segir Snorri.
„Listahátíðarnefnd samþykkti
þessar hugmyndir og þeir í vikur-
þurrkuninni í Laugarnesi sömu-
leiððis. Rektor Háskólans vildi
vita um viðbrögð Þjóðleikhússins,
en svo strandaði á Þjóðleikhús-
stjóra. Hann var hræddur um að
þetta gæti valdið misskilningi eins
og hann orðaði það. Um leið
strandaði hugmyndin þvr það hefur
lítið að segja að setja aðeins helm-
ing strompanna upp.“
En afhverju setja upp strompa?
„Siðmenning byggir á þremur
hornsteinum, það er vinnu, mennt-
un og listum. Stromparnir sjást alls
staðar að úr bænum og munu
reykja í sex vikur, á meðan Lista-
hátíð stendur, sem tákn fyrir
Reykjavík."
Fyrst það verður ekki af þessu,
þá hefurðu gert myndirnar á sýn-
ingunni ístaðinn?
„Já, myndirnar eru útlistanir á
hugmyndinni. Ég er með ramma-
myndir af Reykjavík, þar sem al-
menningur hefði getað séð alla
strompana í einu. Myndirnar eru
teknar ofan af vatnsveitutönkunum
við Stýrimannaskólann. Síðan er
ég með vinnuteikningar, sem lýsa
hugmyndinni og teikningar af arki-
tektúrnum. Menn eiga að getað séð
í hvað stefndi með því að skoða
myndirnar."
Rektor Háskólans
vildi vita um viðbrögð
Þjóðleikhússins, en
svo strandaði á Þjóð-
leikhússtjóra. Hann
var hræddur um að
þetta gæti valdið mis-
skilningi eins og hann
orðaði það, segir
Snorri Freyr sem ætl-
aði sér að setja
strompa á Háskólann
og Þjóðleikhúsið.
Ertu ekki vonsvikinn að ekkert
verða úr þessum hugmyndum?
„Nei, nei. Mér finnst hugmyndin
varða mestu og þótt ekki verði af
framkvæmdum núna er ekki öll
nótt úti enn.“
Hyert erframhaldið?
„Ég veit það ekki. Maður á
kannski eftir að slysast til að fá
hugmyndir sem maður getur ekki
setið á.“
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Frá og með 15. maí 1996 hefst innlausn á
útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 22. útdráttur
1. flokki 1990 - 19. útdráttur
2. flokki 1990 - 18. útdráttur
2. flokki 1991 - 16. útdráttur
3. flokki 1992 - 11. útdráttur
2. flokki 1993 - 7. útdráttur
2. flokki 1994 - 4. útdráttur
3. flokki 1994 - 3. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 15. maí.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi
í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis-
skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum
og verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • I08 REYRJAVÍR • SlMI S69 6900
+ A n d I á t
Þórarinn Þórarinsson
Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi
ritstjóri og alþingismaður, andaðist
á mánudag, þrettánda maí, áttatíu
og eins árs að aldri. Hans var í gær
minnst á Alþingi og hér á eftir fara
minningarorð Ólafs G. Einarsson
forseta Alþingis.
Þórarinn Þórarinsson var fæddur
í Ólafsvík 19. september 1914.
Foreldrar hans voru hjónin Þórar-
inn Þórðarson sjómaður og Kristj-
ana Magnúsdóttir úsmóðir. Hann
hóf nám í Samvinnuskólanum
1931 og lauk þar burtfararprófi
vorið 1933. Árin 1933-1936 var
hann blaðamaður vð Tímann og
Nýja dagblaðið, blöð Framsóknar-
flokksins. Hann var ritstjóri Nýja
dagblaðsins 1936-1938 og ritstjóri
Tímans 1938-1984.
Þórarinn Þórarinsson var for-
maður Félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík 1936-1944. í
stjórn Fiskimálasjóðs var hann
1947- 1953 og í útvarpsráði 1953-1971 og 1975-1978, for-
maður þess síðara tímabilið. Hann var kosinn í kosninga-
laganefhd 1954 og í endurskoðunamefnd laga um þingsköp
Alþingis 1966. Árið 1972 var hann skipaður formaður
þingmannanefndar til að endurskoða tekjuöflunarkerfi rík-
isins. Hann sat á mörgum þingum Sameinuðu þjóðanna á
tímabilinu 1954-1974 og var fulltrúi í undirbúningsnefnd
hafréttarráðstefnunnar 1971-1973, síðan fulltrúi á hafréttar-
ráðstefnunni 1973-1982. Hann átti sæti í fjölda nefnda á
vegum Framsóknarflokksins, meðal annars í sendinefndum
þingmanna vegna samninga um landhelgismál við Þjóð-
verja 1975 og við Breta 1976. Árið
1978 var hann skipaður í stjómar-
skrámefnd. I alþingiskosningunum
haustið 1959 var hann kosinn þing-
maður Reykvíkinga og sat á Al-
þingi til vors 1978, á 20 þingum
alls. Hann var formaður þingflokks
Framsóknarflokksins 1971-1978.
Þórarinn Þórarinsson fékk ungur
að árum mikinn áhuga á stjómmál-
um og fylgdist vel með umræðum
og skrifum um þjóðmál. Hann
gekk til fylgis við Framsóknar-
flokkinn, varð ungur málsvari hans
í ræðu og riti. Um tvítugt hóf hann
starf við málgagn flokksins og á
þrítugsárinu var hann kjörinn í
miðstjóm hans. Meginstarf hans í
þágu flokksins var þó ritstjóm fram
til sjötugs og stjómmálaskrif henni
samfara.
Þórarinn Þórarinsson naut ekki
langrar skólagöngu en bjó að með-
fæddri fýsn til fóðleiks og skrifta.
Jafnframt víðtækri þekkingu á
stjómmálum innan lands kynnti hann sér gjörla stjómmál
víða um lönd. Hann átti sæti í utanríkismálanefnd allan
þingtíma sinn og var formaður hennar síðustu átta árin. f
umræðum á Alþingi fjallaði hann mest um utanríkismál og
talsvert um iðnaðarmál auk þátttöku í almennum stjóm-
málaumræðum. Honuni var létt um mál og hann var traust-
ur málsvari flokks síns. Auk skrifa um stjómmál óg blaða-
greina margs konar efnis samdi hann þriggja binda rit um
sögu Framsóknarflokksins. Nokkur síðustu æviárin átti
hann við sjúkleika að stríða en hélt þó áfram skriftum fram
undir ævilok.
r i t s t j ó r i