Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3T.'MAÍ' 1996 s k o ð a n ÍLMÍIUBL/IIIII 21119. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboöi auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verö í lausasölu kr. 100 m/vsk Pétur vann forvalið Skoðanakönnun DV í vikunni gefur ótvírætt til kynna að bar- áttan um Bessastaði standi milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafsteins: Hinir frambjóðendumir þurfa ekkert minna en kraftaverk til að blanda sér í slaginn. Jafnframt em teikn á lofti um að kosningabaráttan verði pólitískari og óvægnari en við- gengist hefur í forsetakosningum. Vart hefur nokkur maður reiknað með að Ólafur Ragnar hlyti stuðning yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, til þess hefur hann verið alltof umdeildur stjómmálamaður. í síðustu könnun DV hafði Ólafur rúmlega 60 prósent fylgi - sex sinnum meira en Pét- ur Kr. Hafstein. Nú hefur dregið vemlega saman með þeim, þótt enn muni miklu: Ólafur hefur 52 prósent en Pétur 26. Kosninga- barátta Péturs hefúr verið afar vel og fagmannlega rekin, en Ijóst er að hún hefur þegar kostað gríðarlegt fé. A það hefur verið bent, að enginn stjómmálaflokkur hefði bolmagn til þess, mörg- um vikum fyrir kosningar, að leggja í svo umfangsmikla auglýs- ingaherferð - náttúrlega að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Ef Pétursmenn halda áfram að auglýsa í sama mæli eiga þeir hreinlega á hættu að ofbjóða fólki. Og eins hljóta að vakna spum- ingar um hvaðan allir peningamir koma. Ólafur Ragnar Grímsson hefúr til þessa ekki lagt í dýra auglýs- ingaherferð, en einbeitt sér að íúndahaldi á landsbyggðinni. Bar- átta hans, líktog Péturs, er þrautskipulögð og hann er kominn lengra en nokkur annar frambjóðandi við að ríða net stuðnings- manna og sjálfboðaliða útum allt land. Hann hefur hinsvegar haldið sig til hlés í opinberri umræðu, og virðist jafnvel þeirrar skoðunar að sem minnst eigi að ræða forsetakosningamar eða embættið. Þannig vakti athygli að Ólafur Ragnar var eini fram- bjóðandinn sem ekki tók undir gagnrýni Guðrúnar Agnarsdóttur á Ríkissjónvarpið. Það hefur til þessa ekki verið einkenni Ólafs að víkja sér undan opinberri umræðu, og því kemur hann mörg- um spánskt fyrir sjónir í hinu nýja hlutverki. Umræða um forsetakosningamar hefur að mörgu leyti verið í skötulíki, fyrst og fremst vegna undarlegrar þagnar stærstu fjöl- miðlanna og málefnafæðar frambjóðendanna. Einhverra hluta vegna fínnst yfirmönnum Rfldssjónvarpsins ekki mjög áhugavert að þjóðin skuli eftir mánuð velja æðsta embættismann lýðveldis- ins og Morgunblaðið er einvörðungu vettvangur skítkasts í les- endabréfum. Frambjóðendumir hafa lítt gert grein fyrir hug- myndum sínum um embættið, og endurspeglar kannski fyrst og fremst hve innihaldslítið forsetaembættið er. Össur Skarphéðinsson alþingismaður sagði í síðdegisþætti Bylgjunnar í gær að allar líkur væm á því að forsetakosningamar yrðu mjög pólitískar, menn myndu skipa sér í fylkingar eftir því hvort þeir em hægrimenn eða vinstrimenn. Hann spáði því jafn- framt að baráttan yrði mjög grimmileg og hörð. Því miður er útlit fyrir að spádómur Össurar rætist og að framundan sé leðjuslagur, menn skipi sér í fylkingar eftir pólitík og að öll alvöru umræða fari fyrir ofan garð og neðan. ■ I hverju felst kjörþokki Ólafs Ragnars? Jón Steinar Gunnlaugsson virðist kenna Ólafi Ragnari Grímssyni um öll þau mál sem hann hefur tapað fyrir Hæstarétti þótt nærtækara væri auðvit- að að kenna Hæstaréttardómaranum sjálfum, Pétri Kr. Hafstein, um það. Eða jafnvel að líta í eigin barm: ein- hvem veginn hefur honum tekist að markaðssetja sjálfan hér sem súper- lögfræðing að hætti Perry Mason og Matlock en þó er sá reginmunur á honum og þessum fyrirmyndum hans að þótt allir taki þeir að sér að verja málstað sem virðist vonlaus í byijun - er sá málstaður jafn vonlaus í íokin hjá Jóni Steinari. Hann tapar málun- um alltaf. Og kennir Ólafi Ragnari Nú má ef til vill segja að betra sé seint en aldrei: að Jón Steinar komist að því að hann er ófær um að gegna opinberu trúnaðarstarfi á borð við for- mennsku í yfirkjörstjóm, en hitt hlýtur að vekja ugg að maður sem lætur stjómast af þvílíkri óvild í garð með- borgara skuli yfirleitt hafa komist í þvflíka stöðu og að næsti maður á list- anum sé einn helsti trúður hægri manna, Haraldur Blöndal. Vikupiltar | ■ Guðmundur S Andri Thorsson ^jl^knfa^ Hvað veldur þessu haríi? Jón Stein- ar talar eins og Ólafur Ragnar hafi verið staðinn einhvers staðar berrass- aður að verki eða orðið uppvís að stór- felldu misferli, en samt sýnist manni að í öllum þeim þremur tilvikum sem hinn hvatvísi lögmaður nefnir hafi þingmaðurinn og ráðherrann ekki gert annað en að standa vörð um almanna- hagsmuni eins og honum bar skylda til, hvað sem líður þeirri skringiiegu vitnaleiðslu sem Jón Steinar stóð fyrir sem veijandi Magnúsar Thoroddsens í brennivínskaupamálum hans og vildi helst diskútera við Ólaf Ragnar um Guð. Það sem Ólafur Ragnar hins vegar gerði, bæði í brennivínsmálinu og eins í skattamálum Þýsk-íslenska, var að hann braut óskráðar reglur í hinu lögfræðingastýrða íslenska valdakerfi. Hann þaggaði ekki niður óþægileg mál, útkljáði þau ekki „á réttum vettvangi" heldur vakti á þeim athygli. Sjálfum sér til dýrðar? Að sjálfsögðu - en hann var lflca ódeigur að ráðast inn á svæði þar sem „við strákamir afgreiðum málin sjálfir" og um leið opnaði hann almenningi sýn inn í bemska spillingu yfirstéttarinnar, en eins og menn muna var helsta vöm Magnúsar Thoroddsens fyrir hömlu- lausum brennivínskaupum sínum í fjarveru forseta sú að svona hefði þetta alltaf verið - Vigdís væri bara alltaf í útlöndum. Af hverju er Ólafur Ragnar svona vinsæll allt í einu? Eins og þekktur ís- lenskur rithöfundur myndi segja: enn spyrðu vel... Ef ég væri Hrafn Jökulsson að herma eftir Guðmundi Andra myndi ég svara: það er.. .Eitthvað. En því miður, je suis un autre. Hvað er það? í hvetju felst kjörþokki ÓRG? Gáfumar? Hér áður var alltaf talað um að Ólafur Ragnar væri svo gáfaður og vom óvinsældir hans sem stjómmála- manns f réttu hlutfalli við það tal. Ekkert virðist íslenskum stjórnmála- manni skeinuhættara en að fá á sig orð fyrir gáfur, því þá mun hann jafnan grunaður um græsku, og ætti Jón Baldvin að þekkja það manna best. Is- lendingar kæra sig ekki um gáfaða stjómmálamenn, og kannski vill þjóð- in því planta Ólafi Ragnari á Bessa- staði þar sem hún getur verið viss um að gáfumar nýtist honum ekki. „Pól- ítíska ófrjósemisaðgerð“ kallaði Kolla þetta svo snilldarlega. Ég veit það ekki. Guðrúnamar tvær bjóða sig fram til þess að vera landsmæður; Pétur Kr. Hafstein býður sig fram sem landsfað- ir; öll virðast þau ýmsum kostum búin til að takast á við þess háttar hlutverk. Gallinn er bara sá að þjóðin kærir sig ekki lengur um foreldra. Hún vill ekki handleiðslu, telur sig ekki þurfa leið- sögn, henni fmnst að hún sé orðin full- orðin núna og geti staðið á eigin fót- um, þurfti ekki á áramótaávörpum að halda. Og hvað þarf hún þá? Hvað er það sem hún sér í Ólafi Ragnari? Það eru umboðsmannshæfileikar hans, dugnaður og þrautseigja, og ekki síst: hentistefna hans. Fólk er ekki að kjósa hann vegna þess að því líki svo vel við hann, það býður ekki spennt eftir ræð- unum hans sem það veit að munu fjalla um að staðreyndin sé nefnilega sú að það ánægjulega við þetta fyrir hann og Guðrúnu Katrínu hafi verið að finna þann mikla hlýhug um allt land sem þau hefðu fundið. Viðskipta- höldamir dá hann vegna þess að þeim finnst hann einn af þeim, ófyrirleitinn og töff. Fólk hefur trú á að hann muni geta selt ísland. Komið draslinu í verð. Þjóðin vill ekki foreldra á Bessa- staði heldur umba. Það sér Ólaf fyrir sér með Clinton: Well Bill now that we’ve talked about Marel Iet me tell you some really exiting things about Sólhf... Honum virðist ekki vemlega ógnað. Guðrún Agnarsdóttir leikur hina áhyggjufúllu móður sem vakir yf- ir velferð okkar og tárast yfir sorg okkar og gleði. Á henni bitnar þreyta fólks á Kvennalistanum og prókúra þess flokks á kvenleikan- um. Eins hefur margt orðið til að rýra álit fólks á femínistum, ekki síst sá hjákátlegi heilaspuni sent berst af og til ofan úr Háskóla og er kenndur við Kvennafræði. Fólk vill ekki forseta sem yrði einungis forseti „á forsendum kvenna". Ástþór Magnússon er vissulega fulltrúi merkrar íslenskrar dul- hyggjuhefðar sem snýst um að Is- landi sé ætlað eitthvað alveg sér- stakt hlutverk í heiminum og Is- lendingar séu útvalin þjóð, hvort sem það á nú að vera út af ein- hveijum línum sem ná frá Pýram- ídunum að JL-húsinu, eða af því að við séum komin af Péttum eða Krýsum eða hinni týndu ættkvísl. Við framboð hans er eitthvað heillandi óraunvemlegt, eiginlega skáldsögu- legt... En sé Ástþór í einhverjum skilningi arftaki Einars Ben og ann- arra þjóðarmystíkera þá er Pétur Kr. Hafstein frá Viðreisnarámnum. Hæg- ur og festulegur talandinn með bresti í röddinni minnir á hina málstirðu for- ntenn Sjálfstæðisflokksins í gamla daga, Geh, Bjama Ben, já og Þorstein Pálsson. I sjónvarpsauglýsingunum sem hann veit ekki hver borgar er allt umvafið karlmennskutáknum - hest- urinn, fjallið, hrífan - og öll miðar kosningabaráttan að því að reyna að endurvekja þá tíma þegar hér ríkti patríarkí. Hið stöðuga tal um vamm- leysi og traust, hin ríka áhersla á inn- anlandsmál og formfestan öll: Pétur Kr. Hafstein býður sig fram til að vera óskeikull. Patríark. Nokkurs konar Æjatolla nú þegar biskupsembættið er í upplausn. Valhöll valdi hann og nú loga þar línurnar allar. Fólkið vill ekki sjá meiri „uppreisn fólksins gegn flokka- kerfinu" - þjóðin þráir gamla flokka- kerfið. Og því hefur nú átt sér stað sú pólun sem menn Davíðs stefndu að: hægri-vinstri. Þetta bitnar fyrst og fremst á Guðrúnu Pétursdóttur þrátt fyrir ómælda persónutöfra, menntun og víðsýni og þessa tilfinningu sem hún skapar hjá manni um að hún sé ærleg og væn manneskja úr okkar röð- um. Hún er bæði í uppreisn gegn flokka/valdakerfmu og úr því miðju. Fyrir vikið fær framboð hennar á sig blæ óánægjuafla úr Sjálfstæðisflokkn- um sem utansveitarmönnum finnst ekki koma sér neitt við. Sá djöfull sem hún hefur að draga og reynist henni æ þyngri er ekki eiginmaðurinn Ólafur eins og illar tungur herma því hann hefur allt til að bera til að geta orðið farsæll og ástsæll eiginmaður forseta, heldur er það árans Flokkurinn sem hún losaði sig aldrei almennilega frá og átti enda ekkert erindi í. Og hvað á maður eiginlega að gera? Situr maður uppi með að það sé Ólaf- ur Ragnar sem standi best fyrir h'fsvið- horf manns? Maðurinn sem taldi EES vera landráð en stakk upp á að við gengjum í Asíu? ■ Atburðir dagsins 1594 Feneyski listmálarinn Tintoretto deyr. 1809 Austur- ríska tónskáldið Franz Joseph Haydn deyr. 1957 Bandaríski rithöfundurinn Arthur Miller fundinn sekur um að sýna bandaríska þinginu óvirðingu. Hann hafði neitað að nefna kollega sína sem aðhylltust kommúnisma. 1962 Nasistinn Adolf Eichmann hengdur f Israel. 1973 Nixon Bandaríkja- forseti og Pompidou Frakk- landsforseti hittust í Reykjavfk. 1991 Alþingi kom saman í fyrsta sinn eftir að deildaskipt- ing varafnumin. Afmælisbörn dagsins Walt Whitman 1819, banda- rískt skáld. Walter Sickert 1860, breskur listmálari. Clint Eastwood 1930, bandarfskur leikari. Brooke Shields 1965, bandarísk leikkona. Annálsbrot dagsins Frá Bessastöðum slapp úr varðhaldi Jón Hreggviðsson; þann mann héldu þeir sannan að drápi Sigurðar Snorrasonar, böðuls í Borgarfjarðarsýslu. Jón strauk undan norður og sigldi með Hollenzkum. Grímsstaðaannáll 1684. Kona dagsins Ég veit það er hlægilegt, fyrir- litlegt, svívirðilegt og byltíng- arsinnað, að kvenmaður skuli ekki vilja vera einhver tegund ambáttar eða skækju. En ég er nú svona gerð. Ugla i Atómstöö Halldórs Laxness. Ihald dagsins Ihaldsmaður er maður sem er of huglaus til að berjast og of feimr til að flýja. E. Hubbard. Málsháttur dagsins Margur réttir við úr litlum von- um. Orð dagsins Oft má afmáli þekkja manninn, hver helst hann er. Sig mun fyrst sjálfan þekkja, sá með lastmœlgi fer. Hallgrímur Pétursson. Skák dagsins Nú lítum við á skák sem tefld var þarsem hét Leníngrad, en nú Pétursborg. Ludolf stýrði hvítu mönnunum og átti leik gegn Koc; og nýtti sér álappa- lega stöðu svarta kóngsins. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hd8+! Hxd8 2. Dc3+ og hvítur mátar. Engu skiptir þótt svartur hefði drepið hrókinn með drottningunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.