Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 12
■ Orn Arnarson brá sér á sjó með útgerðarmanninum unga úr Garðinum, Kjartani Asgeirssyni í málverki eftir Scheving Kjartan Ásgeirsson er ekki gamall maður, tæplega tuttugu og tveggja ára. En þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn útgerðarmaður. Á meðan æska landsins hagar sér eins og Steinn Ell- iði gerði áður en guð almáttugur spjallaði við hann uppá Öskjuhlíð, vaknar Kjartan klukkan fjögur árdegis og býr sig undir að sækja gull úr greipum Ægis. Kjartan býr og gerir út frá Garði, hinu fomffæga sjávarplássi sem hefur gefið af sér svo marga úr- vals sjómenn og aflaklær. Mig hafði lengi langað að kynnast þessum unga og dugmikla athafna- manni. Eg stend nefnilega í þeirri trú að hann sé af þeirri manntegund sem er í einna bráðustu útrýmingarhættu hér á landi. Kjartan tók mér vel þegar ég sló á þráðinn til hans og eftir stutt spjall bauð hann mér að fara með sér einn túr morguninn eftir. „Vertu mætt- ur um fimm leytið á bryggjuna í Garð- inum. Báturinn heitir Björk GK,“ sagði hann í símann og lagði á. Það er árla morguns er ég keyri inn í sjávarþorpið. Eg nem staðar við höfnina, þeir eru fáir á ferli og mér verður hugsað til Isaks Harðarsonar: Fast þeir sóttu sjóinn nú sækja þeir atvinnuleysisbœturnar kaupfélagið og. videólei gurnar. (ísak Haröarson, Föng) Það eru greinilega ekki örlög allra Suðumesjamanna að skúra fýrir kan- ann því höfnin er ekki mannlaus með öllu. Nokkrir karlar eru að eiga við trillumar sínar, það á nefnilega að róa í dag. Ég virði mennina fyrir mér; þeir em hver öðmm líkir: klæddir í lopa- peysur og stígvél, með derhúfur merktar Olís, með pípur í kjöftunum og rauða vasaklúta í rassvösunum. Einn sker sig þó úr hópnum, hann er Það er svo auðvitað himneskt þegar fiskast vel, sólin giennir sig og sjálfur Mozart er í útvarpinu, segir Kjartan. A-mynd Kjartan Már. ég. Ungi trillukarlinn horfir á mig sposkur á svip og segir loks: „Sá er maðurinn" og bætir síðan við: „Ert þú guttinn frá Alþýðublaðinu?" Ég varð hálf hvumsa yfir því að vera kallaður gutti af manni sem er aðeins árinu eldri en ég. En áður en ég gat játað á mig þá sök að vera „Alþýðublaðs- gutti“ skipaði Kjartan mér að leysa landfestar og drífa mig um borðs sem ég og gerði. Augnabliki síðar lagði litla trillan af stað, með okkur báða innanborðs. Sólin skein og stefnan var tekin í norður. Sjórinn var sléttur og útsýnið fag- urt. Mér leið eins og ég væri kominn ljóslifandi inn í málverk eftir Sche- ving. Á meðan ég dáðist að fegurð hafsins og strandarinnar sat Kjartan við stýrið íbygginn á svip. f útvarpinu vom veðurfréttir. Spáin var þokkaleg. Eftir að við höfðum þagað í rúma klukkustund á útstíminu fór mér að leiðast. Ég ákvað því að gera tilraun til samtals. „Er báturinn skírður í höfuðið á söngkonunni ástsælu?" spurði ég. „Nei, karlinn minn, báturinn er skírður í höfuðið á móður minni ást- sælu. Ef ég ætti að skíra bátinn í höf- uðið á einhveijum poppara þá myndi ég skíra hann Lennon GK,“ sagði hann og glotti við tönn. Áður en mér gafst færi til að bauna að honum annarri spumingu, stöðvaði hann og lýsti því hátíðlega yfir að það lóðaði á dýptarmælinum. Við höfðum snör handtök og renndum niður fær- unum. Kjartan starði miður f hafið líkt og hann sæi mætavel hvað fór fram í undirdjúpunum. Hann leit á mig og brosti, skömmu síðar komu gullfalleg- ir þorskar uppúr sjónum og það í röð- um. Við drógum inn færin, glaðir í bragði, og slægðum svo fiskinn jafn- óðum. „Þetta er sko lífið," sagði Kjart- an og hló. Ég gat ekki annað en verið sammála því. Eftir að upp var staðið voru komin tæplega 60 kiíó af slægð- um þorski f bátinn. Við þurrkuðum svitann úr andlitum okkar og kveikt- um í vindlingum. Eftir drykklanga stund hækkaði Kjartan í talstöðinni og leit svo spek- ingslega á mig og sagði: „Þeir mala furðu lítið í stöðina núna, þeir hljóta að vera að fá eitthvað." Og að orði slepptu kveikti hann á vélinni og stefndi á ný mið. Ég fékk mér hins vegar kaffisopa og hugsaði dálítið um lífið, eins og Steinn Steinarr gerði forðum. Þegar hugsanir mínar voru í þann mund að klífa hæstu tinda mann- legrar visku var slökkt á bátsvélinni. Kjartan hafði rekist á aðra lóðningu, enn aftur þurfti andinn að víkja fyrir efhinu. Færunum var rennt niður og leikur- inn endurtók sig. Við tókum þeim gula opnum örmum er hann birtist á síðunni, við slægðurn þá og lögðum í ísilagða gröf. Múkkarnir hópuðust í kringum bátinn og höguðu sér manna- lega, enda segir þjóðtrúin að múkkinn hafi sál látins sjómanns. í útvarpinu ómaði Tyrkjainnrasin eftir Amadeus Mozart og líkt og áður skein sólin. „Er alltaf svona gaman á sjó, Kjart- an?“ spurði ég í miðjum klíðum. „Alltaf gaman þegar fiskast vel,“ sagði hann og hélt svo áfram, „ég tala svo ekki um þegar viðrar svona vel. Það er svo auðvitað himneskt þegar fiskast vel, sólin glennir sig og sjálfur Mozart er í útvarpinu. Þá er sko gam- an að lifa.“ Við brostum báðir og ég sagði hon- um söguna af fyrsta plötuspilaranum sem kom til Færeyja. Hvemig eigend- umir klifu með apparatið uppá íjalls- tind og spiluðu svo Brúðkaup Fígarós fyrir eyjarskeggja, sem lögðu um- svifalaust niður vinnu og nutu hinnar fögm hljómkviðu í fyrsta sinn. „Þetta hefði aldrei gerst á íslandi,“ sagði Kjartan og slægði. Og þannig gekk dagurinn fyrir sig. Við fiskuðum, þess á milli flökkuðum við á milli miða og töluðum um h'fið og tilveruna. Það gerðist ekkert mark- vert, nema lífið sjálft í sinni fegurstu mynd. Þegar klukkan var orðin sex og rúmlega 450 kíló af slægðum fiski, mestmegnis þorskur og ufsi ásamt nokkmm karfatittum, vom komnir um borð ákvað Kjartan að nú væri komið nóg. Við kvöddum því múkkana og héldum í land. Um átta leytið sigldum við inn höfnina í Sandgerði. Það var bið í löndun og við drápum því tímann með spjalli við hina trillukarlana og ellilíf- eyrisþegana sem em ávallt til staðar þegar bátamir koma að. Á höfninni var talað um allt milli himins og jarð- ar, aflabrögð höfðu verið góð og menn voru almennt ánægðir. Þarna við bryggjuna var hin eina og sanna þjóð- arsál komin, í öllu sínu veldi með hina ævarandi neftóbakslykt. Eftir að löndun var lokið og fiskin- um hafði verið skipað á markað skild- ust leiðir með okkur Kjartani. Hann hélt heim á leið í Garðinn en ég til höfuðborgarinnar. ■ ' '■ f i > . mun yngri en hinir. Ætli að hann sé Ég opna dymar á bflnum og geng í mikið eldri en tvítugt, hugsa ég með átt að unga trillusjómanninum. sjálfum mér. „Ert þú Kjartan Ásgeirsson?" spyr er í dag, 31. maí. Að þessu sinni leggur Alþjóða heilbrigðisstofnunin áherslu á viðfangsefni sem Iýst er með kjörorðinu „iprottiir og án Stofnunin hvetur tii að tóbaki verði úthvst í allri íþróttastarfsemi og við hvers kyns listviðburði og forðast sé að tengja 4^1? listir og íþróttir við beinan eða ^ óbeinan áróður fyrir tóbaksneyslu. flslendingar, förum að þessum sjálfsögðu tilmælum! i 'V pp ; ■ i ■:____________ ■ r,, j' éTC'.w- vfVþ. m: 'wzwf:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.