Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 9
FOSTUDAGUR 31. MAI 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 listahátíð Halldór Bjöm Runólfsson skrifar um íslenskar listsýningar á Listahátíð '96 Veisla í vændum Það er ekki heiglum hent að ná utan um myndlistina á Listahátíð í Reykja- vík. Urn daginn var birt örlítil saman- tekt á erlendu sýningunum og þar með var mælirinn fylltur um sinn. Islensku sýningarnar eru síst færri og fjöl- breytni þeirra er óvenjumikil. Að vísu var á það bent að ekkert bólaði á nýja- bruminu í íslenskri myndlist á Lista- hátíð ’96 og er það miður svo vægt sé til orða tekið. Þar er engu um að kenna öðru en heimóttarlegri varfæmi okkar og hræðslu við hið óþekkta. Vonandi tekur annað hvort stóm safn- anna við sér fyrir Listahátíð ’98 og lætur verða af því að koma á laggimar ungdómstvíæringi í tengslum við há- tíðina. Sem uppbót fyrir hérann í okkur er vel gert við hina látnu á Listahátíð ’96. Sem dæmi opnar Listasafn ASI sýningu á verkum Svavars Guðna- sonar (1909-1988) I nýkeyptum sal- arkynnum sínum, Asmundarsal við Freyjugötu. Það er vissulega kominn tími til að kynna Svavar fyrir nýrri kynslóð listáhugamanna. Með honum komust á varanleg tengsl milli ís- lenskrar listar og erlendrar. Síðan hef- ur íslensk list tekið mið af hræringum umheimsins. Það má því segja með nokkrum rétti að Svavar Guðnason hafi endanlega spyrt myndlist okkar við alþjóðlegt þróunarferli. Þannig ruddi hann brautina fyrir málara á borð við Karl Kvaran (1924-1989) sem Félag íslenskra myndlistarmanna kynnir í Norræna húsinu allan júnímánuð. Munurinn á Karli og Svavari var ef til vill ekki jafnmikill og af er látið. Þótt Karl væri talinn til harðsoðnustu abstraktmálara okkar í geometrískum stíl var form- skyn hans mun lífrænria en af er látið. Svavar var að sama skapi mun agaðri málari en ætla má við fyrstu kynni. Þótt finna inegi hamslausan sprengi- kraft í mörgum verkum hans frá Svavar Guðnason stríðsárunum eru hin mun fleiri þar sem Svavar beitir pensli sínum og lit- um með yfirveguðum og uppbyggi- legum hætti. Andstæðu þeirra Svavars og Karls má væntanlega finna í sýningu Gallerí Horns í Hafnarstræti. Þar verða til sýnis verk eftir Sölva Helgason (1820-1895), Karl Einarsson Dung- anon (1897-1972) og ísleif Konráðs- son (1889- 1972) undir yfirskriftinni „Eftirsóttir einfarar". Þeir eru hluti þess þjóðlega alþýðustrengs sem er andhverfa abstraktlistar Svavars Guðnason og Karls Kvaran. Enn er tekist á um þessi ólíku gildi í íslenskri umræðu og erum við hvað það varðar einstæðir meðal vestrænna þjóða. Þótt sýningin „Dauðinn í íslenskum veruleika" sé sprottin af öðrum meiði tengist hún vissulega þeirri sögulegu hefð sem einnig gat af sér alþýðulist- ina. Sýningin, sem er samvinnuverk- efni Mokka og Þjóðminjasafnsins, ijallar um þann sérstæða sið áður fyrr að minnast dauðans með ljósmyndun hinna látnu. Ósjaldan var reynt að láta sem þeir væru lifandi, einkum ef um ungaböm var að ræða. Sýningin sem stendur fram í júlímánuð hlýtur að og Krístján Guðmundsson. Karl Kvaran Húbert Nói teljast einhver sú sérstæðasta af öllum íslenskum sýningum á Listahátíð ’96. En þar með er ekki sagt skilið við látna listamenn. A Kjarvalsstöðum opnar í bytjun júní „Nátturusýn í ís- lenskri myndlist", söguleg sýning á eintali íslenskra listamanna við náttúr- una. Að minnsta kosti helmingur þeirra listamanna sem tengiast sýning- unni eru liðnir, svosem Asmundur Sveinsson, Kjarval. Nína Tryggva- dóttir og Svavar Guðnason. Raunar virðist sýningin byggjast á samtali þessara látnu meistara við lifandi eftir- menn sína, Finnu Birnu Steinsson, Georg Guðna, Halldór Ásgeirsson, Jóhann Eyfells, Kristján Davíðsson Varla getur þessi sýning, sem stend- ur allt sumarið, orðið annað en kær- komin veisla fyrir unnendur íslenskrar landslags- og náttúrulistar. Það er spuming hvort hún eigi sér ekki nátt- úrulegt framhald í þeirn fjölmörgu smáu einkasýningum sem hefjast í bytjun júnímánaðar og lita nánast alla Reykjavík. Það mætti til dæmis segja mér að Benedikt Gunnarsson í Stöðlakoti, Páll Guðmundsson á Húsafelli í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, Pía Rakei Sverrisdóttir með glerlist sína ,Jökla og hraun" í anddyri Norræna hússins og Tolli, undir yfir- skriftinni „Stríðsmenn andans” í Regnboganum, muni öll verða eins nærri náttúrunni og aðstæðurnar á miðri mölinni frekast leyfa. Hins vegar má ætla að Hreinn Friðfinnsson í Gallerí Sólon íslandus, Húbert Nói í Gallerí Sævars Karls, Jón Axel Björnsson í Gallerí Borg og Ragna Róbertsdóttir í Ingólfsstræti 8, muni verða á allt öðrum nótum. Enda þótt þessir listamenn hafi oft haft náttúruna fyrir viðmið má búast við að sýningar þeirra verði að þessu sinni öllu tengdari menningunni og eintalið við náttúmna sé því ekki ann- að en óbeint. Sömu sögu má segja af þeim tveim- ur hönnunarsýningum sem tengjast Listahátíð ’96. Sigríður Sigurjóns- dóttir sýnir þrívíddarhönnun í Loft- kastalanum í fyrri hluta júnímánaðar. Þar verða baðherbergisáhöld úr kross- viði, gúmmí, gólfdúk og áli megin- uppistaðan. f Gallerí Greip er þemað hins vegar „Snagar” af öllum stærðum og gerðum eftir 50 hönnuðu, arkitekta og listamenn. Þessar sýningar eru ágæt dæmi um sókn listiðna og hönn- unar inn í það tómarúm sem hingað til hefur ásótt þann þátt íslenskrar listar sem telst hafa hagnýtt gildi. Jafnframt em þessar sýningar sannkallað nýja- bmm á heimavelli. Þær eiga sér for- föður í sýningunni „Silfur í Þjóð- minjasafni”, sem standa mun allt sum- arið í Þjóðminjasafninu. Þegar öll kurl koma til grafar má sjá að heldur hallast á ferskleikann í allri þeirri mergð sem kallast íslenskar sýn- ingar á Listahátíð ’96. Vera má að þetta sé tímanna tákn og öldungis samkvæmt aldarandanum í aldarlok. Ef svo er, þá er breytinga vart að vænta fyrr en á Listahátíð 2000. Það táknar þó ekki að íslenskar listsýning- ar á Listahátíð ’96 séu ómerkilegar. Öðm nær. Þær em einungis útreiknan- legar, nokkuð sem listáhugamönnum finnst sjálfsagt saklaust ef ekki bara harla gott. ■ «38 Kópavogsbær Húsnæðisnefnd Umsóknir um félagslegar leigu- eða kaupleiguíbúðir fyrir aldraða Auglýst er eftir umsóknum um félagslegar kaupleigu- íbúðir. Um er að ræða 2ja og 3ja herbergja íbúðir í fjöl- býlishúsi. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar sumarið 1997. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skil- yrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan tekju- og eignamarka Húsnæðisstofnunar ríkisins. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslu- byrði lána fari ekki yfir viðmiðunarmörk samkvæmt ákvæðum laga nr. 58 1995 og reglugerðar sem í gildi verður þegar úthlutun fer fram. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðis- nefndar Kópavogs, að Fannaborg 4, sem er opin frá kl 9- 15 mánudaga- föstudaga. Umsóknarfresturertil 15. júní 1996. Allar frekari upplýsingar veitir öldrunarfulltrúi eða hús- næðisfulltrúi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 11-12 ísíma 5545700. Húsnæðisnefnd Kópavogs Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í: RARIK, stækkun á stálgrindahúsi á Hvammstanga og breytingar á eldri skrifstofuhluta. Útboðsgögn verða afhent á skiifstofum RARIK við Höfðabraut 29, Hvammstanga; Ægisbraut 3, Blönduósi; og Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudeginum 3. júní 1996 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Verkkaupa er heimilt að leysa til sín skilatrygg- inguna, hafi útboðsgögnum ekki verið skilað innan fjögurra vikna frá opnunardegi tilboða. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Blönduósi, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 24. júní 1996. Tilboðin verða þá opnuð í við- urvist þeirra bjóðenda sem þess óska að vera nærstaddir. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. • Verkinu á að vera lokið að fullu föstudaginn 18. október 1996. Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu umslagi, merktu: RARIK 96007, Hvammstangi - húsnæði. kl RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 Frá Menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík Fer fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 3. og 4. júní frá kl.9.00-18.00. umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Menntaskólanum við Hamrahlíð innritunardagana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.