Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 rsta ipti >ævar Uiesielskrvið gamla klefann sinn í Síöumúlafangelsinu 1 síðan 1979. Þarna dvaldi hann í eitt og hálft ár: „Ég uppgötvaði að ég hafði skilið eitthvað eftir þarna og ég náði í það núna." ■ Geirfinns og Guðmundarmálin Eg stend einn - segir Sævar Ciesielski langþreyttur kerfinu og segir dómsmálaráðuneytið hafa brugðist sér. „Seinagangur dómsyfirvalda hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Þeir hafa ekkert komið til móts við mig og ég stend einn í því að afla opinberra gagna fyrir tvo ríkisrekna lögmenn, bæði Ragnar H. Hall og Ragnar Aðal- steinsson,“ segir Sævar Ciesielski í samtali við Alþýðublaðið. Hann hefur um langt skeið barist fyrir upptöku Geirfmns og Guðmundarmálanna og fór fram á styrk að upphæð 1.200.000 króna hjá dómsmálaráðuneytinu. Sæv- ari heftir nú borist bréf þar sem segir: „Ekki er dregið í efa að þér haftð haft nokkum kostnað af tilraunum yðar til að fá umrætt mál endurupptekið. Ráðuneytið telur hins vegar ekki vera að finna í lögum heimild til að endur- greiða slíkan kostnað á þessu stigi málsins.“ Þá kemur fram í bréfinu að hugsanlegt sé að kostnaður Sævars verði talinn til sakarkostnaðar að hluta til eða öllu leyti það er ef fallist verður á það að málið verði tekið upp að nýju og dómsmeðferð leiði til gagnstæðrar niðurstöðu. „Ég hef lagt mikla vinnu í gagnaöfl- un og finnst að dómsmálaráðuneytið eigi að koma til móts við mig og taka þátt í þeim kostnaði. Þetta er opinbert mál en ekki einkamál mitt þó að því sé tekið þannig," heldur Sævar áfram. „Dómsmálaráðuneytið hefur brugð- ist mér. Ég hef skrifað Þorsteini Páls- syni nokkur bréf í gegnum tíðina en hann hefur aldrei svarað þeim bréfum. Ég vil benda á að hann var ritstjóri Vísis á sínum tíma og var á fúndum með ráðamönnum sakadóms þegar þetta mál fór af stað. Hann ber að miklum hluta ábyrgð á því hvernig þetta mótaðist í meðferð ljölmiðla.“ Sævar telur ekki óeðlilegt tengja það meðhöndlun ráðuneytisins: „Hann svarar í það minnsta ekki mínum bréf- um og ég spyr hvort það sé til marks um slæma samvisku?“ Sævar bendir á ákveðin líkindi með hans máli og máli Sophiu Hansen. „Við erum bæði að fást við kerfið og dómsmálaráðherra Tyrklands ætlar að sinna málefnum hennar. En Þorsteinn Pálsson svarar engu og það er spum- ing hvort tyrknesk dómsvöld séu illsk- árri en þau íslensku þegar allt kemur til alls.“ Aðspurður segir Sævar kröfu sína um styrk sanngjama. „Ég er búinn að vera atvinnulaus í tvö ár en þar áður starfaði ég sem fagmaður við parket- slípun. Ég hef gefið allt í þetta mál, skrifað heilmiklar greinargerðir fyrir þennan ríkisrekna ríkissaksóknara, afl- að allra gagna og svo framvegis. Ég tel vitanlega að í hverju lýðfrjálsu landi sé reynt að varpa ljósi á það sem misfarist hefur. Héma virðist það hlut- verk einstaklingana og einungis spuming hvað þeir halda það lengi út. Ég hef bæði misst fjölskylduna vegna þessa máls og komið mér í vemlegar skuldbindingar sem enginn tekur þátt í. Ég stend einn og þarf að göslast þetta í opinberu máli. Auðvitað ætti að skipa einhvetja nefnd sem fjallar um málið fremur en að leggja það á herð- ar einstaklings sem á ekkert í kerfið." Sævar segir að málið sé langt því frá í réttum farvegi, að verið sé að draga það á langinn og tefja. „Þetta er skítur samfélagsins sem á að bera bæði ábyrgð og þann kostnað sem af hlýst. Þó að allur almenningur standi með mér í málinu verður ekki betur séð en að kerfið sé að reyna að breiða yfir að. Hvað er að ske?" spyr Sævar. Dómsmálaráðuneytið er að mati Sævars að reyna að ýta málinu til hæstaréttar en það ber ábyrgð á harð- ræðinu í Síðumúlafangelsinu. ,;Við er- um báðir Arnesingar við Þorsteinn Pálsson en ég get ekki sagt að ég hafi mikið álit á honum. Hann er kerfiskarl sem víkur sér undan ábyrgð. Stjóm- málamaður á að taka afstöðu en ekld að vera í stöðugu vinsældaharki. Ég vil fá svör. Hvað er að gerast innan ráðuneytisins?" ■ Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn þé er£á.ífó! BÓNDABRIE Með kexinu, brauðinu^* ■ og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! HVITLAUKS- OSTUR Við öll tækifæri og frábær í sósur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti, Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LUXUSYRfÁ^^P Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti. Bragðasfjnjög vel djúpsteikt. DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJÓMAOSTUR kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. PEPPERONEOSTUR Góður í ferðalagið. HVÍTUR KASTALI - Vjay Með ferskum ávöxtum V-'.v eða einn og sér. SMJÖ«6^'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.